Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Qupperneq 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993. Ráðhefrann segist vera ábyrgur „Það skiptir ekki máli hvort skammstöfunin þýðir fyrir hönd ráðuneytisins eða ráðherra. Það breytir hins vegar engu að ráðherran er auðvitað ábyrgur fyrir öllu. Hann skýtur sér ekkert undan ábyrgð - jafnvel þótt hann hafi ekki séð bréf eins og í þessu tilviki. Auðvitað er ég búinn að sjá bréfið en það var ekki borið undir mig,“ sagði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra í morgun um bréfið sem Knútur Halls- son ráðuneytisstjóri undirritaði þar sem farið var fram á að Norræni kvikmyndasjóðurinn hlutaðist til um að veita Hrafni Gunnlaugssyni styrk. „Eftir að bréfið var skrifað orðaði iráðuneytisstjóri við mig að taka þetta mál upp á ráðherrafundi Norður- landanna í byrjun desember. En því neitaði ég. Það hvarflaði ekki að mér. Þetta er sjálfstæð stjórn sem tekur sínar ákvarðanir og tekur ekki við neinum fyrirmælum frá ráðherr- um,“ sagði ráðherra. -ÓTT Ókréttindalaus Ökumaðurinn, sem ók inn í biðröð fyrir utan skemmtistaðinn 22 við —•:Eaugaveg aðfaranótt skírdags, með þeim afleiðingum að einn fótbrotn- aði, var réttindalaus. Franski leikarinn Jean Philippe Labadie, sem leikur aðalhlutverkið í Stuttum Frakka, fótbrotnaði en aörir slösuðust minna. Ökumaðurinn stakkafennáðistsíðar. -ból Afskorinblóm: Innf lutningur brot ábúvörulögum „Við fórum hænufetið. Við leyfum þennan innilutning í hálfan mánuð og sjáum svo til. Þessi innflutningur er partur af löngu frágengnum samn- ■^ngi sem við höfum gert. Það var samið um innflutning á nokkrum tegundum af ávöxtum og blómum á þeim tíma sem innlend framleiðsla er engin eða takmörkuð í samræmi við EES. Þetta er ekkert sem við stjórnmálamenn höfum áhyggjur af. Þetta er löngu afgreitt mál,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra í morgun um leyfi við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins tfl innflutnings á afskormnn blómum. - Er þetta ekki ólöglegur innflutn- ingur? „Það tel ég ekki vera. Þingið verður að svara fyrir það. Það liggur frum- varp fyrir þingi sem á að taka af öll 'ivímæli um lagaheimfldir í þessu máli,“sagði JónBaldvin. -GHS LOKI „Maður getur lengi á sig blómum bætt..." armanna er á þrotum Samninganefnd VSÍ og samn- inganeíhd starfsmanna í álverinu í Straumsvík sömdu um nýjan kjarasamning á fjórða tímanum í nótt, Þar með er rutt úr vegi helstu Iflndrun í vegi kjarasamningavið- ræðna ASÍ og VSf við ríkisstjóm- ina. Þrátt fyrir það er útlit fyrír að Verkamannafélagið Dagsbrún muni kljúfa sig út úr yfirsíandandi kjarasamningaviðræðum. Samkvæmt heimildum DV er þol- inmæði Dagsbrúnarmaxma á þrot- um og hefur Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, ekki heimild stjómar félagsins til að skrifa undir samtflnga þá sem verið er aö ræða í yfirstandandi samningaviðræöum. Óánægju Dagsbrúnarmanna má meðal ann- ars rekja til þess að þeim finnst ekki nægilega langt gengiö í at- vinnuskapandi aðgerðum en um 600 félagsmenn þeirra ganga nú atviimulausir. Hefur sú hugmynd komið fram að Dagsbrún, sem hef- ur aflað sér verkfallsheimildar, greiði félagsmönnum sínum lág- launabætur og hugsanlega orlofs- uppbót, sem rætt er um, úr eigin ; sjóðum. í samningum álversmanna er kveðiö á um 10 þúsund króna ein- greiðslu til starfsmanna og 1,7 pró- senta launahækkun nokkrar vikur aftur í tímann. Samtals þýðir þetta um helming þess sem 1,7 prósenta afturvirk launahækkun frá i fyrra- vor, þaö sem tekist var á um, hefði skilað starfsmönnum álversins. Nýju samningarnir verða væntan- lega lagðir fyrir verkalýðsfélögin í álverinu eftir helgi.' „Ég álít samninga álversmanna vera mikla liðkun fyrir hinar al- mennu kjaraviðræöur og mögulegt að ekki liði langur tími þar til aðil- arnfl- ná saman. Beinar viöræður ASÍ og VSÍ vegna annarra mála munu hefjast strax í dag og þá verð- ur skoðaö hver grunnur tillagna ríkisstjómarinnar er og hvort hann náist út,“ sagði Benedikt Dav- íðsson, forseti ASÍ, við DV i morg- un. Um mögulega útgöngu Ðags- brúnarmanna sagði Benedikt að almennt væru menn óþolinmóöir en ekki væri hægt að taka afstöðu tfl samninganna fyrr en niðurstaða lægifyrir. -hlh Ögmundur Jónasson: Samningar á kostnað opinberra starfsmanna „í uppsiglingu kunna að vera kjarasamningar á kostnað opinberra starfsmanna. Það skýrir ofurkapp stjómvalda við að halda þeim utan við viðræðurnar. Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga kann að þurfa að borga fyrir samningana með atvinnuöryggi sínu og rýrari kjörum. Ég óttast að þessir samningar leiði til ójöfnuðar. I rauninni á ég eftir að sjá ASÍ leggja blessun sína yflr þá,“ segir Ögmimd- ur Jónasson, formaður BSRB. Ögmundur segir opinbera starfs- menn hafa fengið það staðfest í við- ræðum við stjómvöld fyrir páska að mæta eigi auknum útgjöldum í tengslum við nýja kjarasamninga með minni samneyslu. Um sé að ræða eðlilegt framhald á þeim efna- hagsviðræðum sem fram fóru mflh ASÍ, VSÍ og ríkisstjórnar í sumar og haust. Þar hafi orðið tfl tillögur sem gengu út á að létta sköttum af fyrir- tækjum og atvinnurekstri. „Það er lítill vandi fyrir svokallaða aðfla vinnumarkaðar, ASÍ og VSÍ, að gera sífellt út á þriðja aðfla en ekki hyggflegt að sama skapi. Verkalýðs- hreyfmgin þarf að hugleiða að ef hún gengur sundruð til samninga um samfélagsmál verður árangurinn eft- irþví." -kaa Leigðu hús bara fyrir bruggið Rækjuskipið Hákon kom með einhvern verðmætasta farm, sem sögur fara af, í gær. Aflaverðmætið var um 60 milljónir króna eftir 22 daga á sjó. í morgun byrjuðu menn að landa þessum verðmæta farmi. DV-mynd Þök Lögreglan í Hafnarfirði handtók í gær karl og konu fyrir landabruggun í húsi í Hafnarfirði. Ráðist var tfl inngöngu í húsið og við leit fundust nflög fullkomin bruggtæki í bílskúrnum, 50 lítrar af hreinum spíra og 600 lítrar af gambra. Að sögn lögreglu er þetta ein stærsta og fullkomnasta brugg- verksmiðja sem sést hefur, nokkurs konar Benz bruggverksmiðjanna. Auk þessa var lagt hald á áhöld til fikniefnaneyslu og örlítið af hassi. Fólkið hefur ekki komið við sögu lög- reglu áður. Grunur leikur á að þau hafi leigt húsnæðið eingöngu með það í huga að nota það tfl landaframleiðslunnar því hvorugt þeirra bjó í húsinu. -ból Veðriöámorgun: Létt- skýjað syðra Á hádegi á morgun er gert ráð fyrir norðlægri átt, golu eða kalda. É1 verða um norðanvert landið en þurrt og víða léttskýjað syðra. Veðrið í dag er á bls. 44 ÖRYGGl - FAGMENNSKA LANDSSAMBAND ÍSL. RAFVERKTAKA f f f f 4 \4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.