Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 29. MAÍ1993 Skák DV -Björgvin Jónsson náði alþjóðameistaratitli á alþjóðamóti íValby Björgvin Jónsson: Lokaáfangi að titli alþjóðlegs meistara loks í höfn eftir góða frammistöðu á alþjóðamóti i Valby í Danmörku. Allar líkur benda til þess að eftir mánaðamótin eignist íslendingar sinn sjöunda stórmeistara í skák. Hannes Hlífar Stefánsson, sem náði tilskildum áfóngum fyrir ári, hefur loks komið stigatölu sinni í 2500 Elo- stig sem krafist er svo að formleg útnefndin geti fariö fram. Þetta tókst honum með ágætri frammistöðu á opna mótinu í Gausdal í apríl. Hannes varð einn í þriðja sæti á mótinu, hlaut 6 v. af 9 mögulegum. Ef stigaóttinn hefði ekki komið til hefði hann allt eins getað orðið ofar. Stórmeistaramir Spididon Skembris frá Grikklandi og Sergei Tivjakov frá Rússlandi deildu sigrinum með 6,5 v. Hannes tapaði fyrir Skembris en vaim Tivjakov af öryggi. Sjö stórmeistarar Islendinga er heimsmet miðað við höfðatölu en hins vegar eru alþjóðlegu meistarar okkar mun færri en eðlilegt mætti teljast. Svíar og íslendingar eiga sjö stórmeistara en öll hin Norðurlöndin samanlagt jafnmarga. Alþjóðlegu meistaramir í þessum löndum eru hins vegar fleiri en hér. Efniviðurinn hérlendis er nægur en tækifærin færri - yfir lengri veg að fara til að sækja mót. Við hækkun Hannesar í tign úr alþjóðameistara í stórmeistara stefndi í fækkun í fyrmefnda hópn- um. Úr þessu hefur Björgvin Jóns- son, lögfræðingur hjá Islandsbanka, snarlega bætt. Um síðustu helgi náði hann langþráðum lokaáfanga sínum að titli alþjóðlegs meistara. Björgvin var næstum fallinn á tíma. Reglur FIDE gera ráð fyrir að ekki megi líða lengri tími en sex ár milli fyrsta og síöasta áfanga. Björg- vin náði þessu á 5 'A ári. Fyrsti áfang- inn kom á alþjóðamótinu í Njarðvík í nóvember 1987, síðan á Skákþingi íslands á Höfn í Homafirði og loks nú á opnu alþjóðamóti í Valby í Kaupmannahöfn. Oft hefur Björgvin verið nálægt markinu, síðast í land- skeppni íslendinga og Frakka er hon- um tókst ekki að vinna í síðustu umferö. Björgvin og Þröstur Þórhallsson voru meðal 18 keppenda í Valby og voru tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Skákfélagiö K-41 stóð fyrir mótinu og var það allvel skip- að. Úrslit urðu þessi: 1. Hector (Svíþjóð) 6,5 v. 2. -3. Lanka (Lettlandi) og L.B. Hans- en (Danmörku) 6 v. 4. Bagirov (Lettlandi) 5,5 v. 5. -10. Björgvin Jónsson, Þröstur Þór- hallsson, Danielsen, Schandorff, Borge og Fuglasang (allri Dan- mörku) 5 v. o.s.frv. Þröstur hóf mótið með því að tapa fyrir stórmeistaranum Lars Bo Hansen en var fljótur að bæta það upp og eftir sjö umferðir átti hann möguleika á góðu sæti. í áttundu umferð tapaði hann hins vegar fyrir sigurvegaranum, Johnny Hector, og gerði síðan jafntefli viö Zigurð Lanka í lokaumferðinni. Umsjón Jón L. Árnason Björgvin vann fyrstu skák sína og vann síðan það afrek að gera átta jafntefli í striklotu! Þetta nægði hon- um til lokaáfanga - mótheijar hans voru af 8. styrkleikaflokki FIDE sam- kvæmt stigum. í síðustu umferð haíöi hann svart gegn Dananum Bimi Brinck-Claussen sem mun vera af íslenskum ættum. Björgvin nægði jafntefli en átti von á langri og er- fiðri baráttu. Hann var því harla feg- inn þegar Björn hóf spænskan leik með 3. Bb5 og bauð jafntefli um leið! Skák Björgvins í fyrstu umferð var athyglisverð. Englendingurinn Burgess beitti svonefndu Morra- bragði sem er ekki sérlega hátt skrif- að en þó hættulegt þeim sem þaö ekki þekkir. Eftir skákina sagðist sá enski hafa nýlokið við að rita bók um þetta bragð sem er væntanleg á markað í haust. Hann fékk góð færi fyrir peðið en Björgvin tókst að slá hann út af laginu með óvæntri fléttu. Hvítt: Graham Burgess Svart: Björgvin Jónsson Sikileyjarvörn, Morra-bragð. 1. e4 c5 2. d4 cxd4 3. c3 dxc3 4. Rxc3 Rc6 5. Rf3 e6 6. Bc4 Dc7 7. De2 Rf6 8. e5!? Eftir 8. 0-0 Rg4! (sem hótar 9. - Rd4!) má svartur vel við una. 8. - d5!? Eftir skákina sagði Burgess að 8. - Rg4 hefði sést áður í stöðunni. Leikur Björgvins lofar góðu við fyrstu sýn en á snjallan hátt tekst hvítum að skapa sér nægjanlegt frumkvæöi. 9. exffi dxc4 10. 04)! gxffi 11. Rd5! Dd8 12. Hdl Bd7 13. Bf4 Hc8 14. Hd2 Bb4 Svartur á ekki um margt að velja. Ef 14. - Rb4 kæmi 15. Rxf6+! DxfB 16. Be5 o.s.frv. 15. Rc3! Mun betra en 15. Rxb4 Rxb4 er svarti riddarinn nær að hreiðra um sig á d3 og sókn hvíts verður að engu. Næsti leikur svarts virðist þvingaö- ur. Hvítur hótar einfaldlega 16. Hadl. Ef t.d. 15. - Da5 16. Hadl Hd8 er 17. Rd5! Bxd2 18. Rxf6+ Ke7 19. Bxd2 afar óþægilegt. 15. - Bxc3 16. bxc3 Da5 17. Hadl Hd8 18. Dxc4 e5 19. Rg5! Að öðrum kosti tækist svörtum aö bægja hættunni frá. Með þessum óvænta þrumufleyg heldur hvítur jafnvæginu. 19. - fxg5 20. Bxg5 Re7 21. Bf6 HfiS 22. Hd6 Hg8 Ekki 22. - Hc8 vegna 23. Hxd7! og vinnur. Svartur getur sig hvergi hrært og verður að sætta sig við jafn- teflislegt endatafl sem yrði niður- staðan eftir 23. Bxe7 Kxe7 24. Hxd7 + Hxd7 25. Hxd7+ Kxd7 26. Dxf7+ Kd6 28. Dxg8 Dxc3 o.s.frv. En hvítur vill meira. 23. Dh4 23. - Hxg2! 24. Kxg2 Khl Hg6 og hótar 25. - Bc6 + með alvarlegum afleiðing- um. 24. - Bc6+ 25. Kgl? Svo er hvítum brugðið við hróks- fómina að hann missir fótanna. Ekki gengur 25. Hxc6 vegna 25. - Hxdl með vinningsstöðu en eftir 25. Kh3! virðist svartur ekki eiga neitt betra en 25. - Hxd6 26. Hxd6 Bd7+ 27. Kg2 (27. Hxd7 Dxc3+ 28. Kg2 Dc6+ vinn- ur) Bc6+ með þrátefli. 25. - Hxd6 26. Hxd6 Dxc3 Ekki 26. - Rf5? vegna 27. Db4! en eftir textaleikinn er hvítur lygilega vamarlaus. Skákinni lauk skjótt með... 27. Dg4? Del mát. Sírovefsturí Miinchen Eftir tíu umferðir á Mephisto-stór- mótinu í Munchen var Lettinn Sírov orðinn einn efstur með 7,5 v. Næstur kom Gelfand með 6,5, Gurevich og Adams höfðu 6 v., Bareev og Lutz 5,5, Jusupov 5, Hubner 4,5, Lobron og Hertncek 4, Lautier 3,5 og Jóhann Hjartarson rak lestina með 2 v. Jóhanni hefur gengiö afleitlega á mótinu. Tap fyrir Jusupov og Hertneck í 7. og 8. umferð, síðan jafn- tefli við Lautier og tap gegn Húbner í 10. umferð. í gærkvöldi átti að tefla 11. og síð- ustu umferð og átti Jóhann þá að mæta Lobron. Bridge Butlerkeppni BR: Aðalsteinn og Bjöm sigmöu Nýlega lauk Butlerkeppni Bridge- félags Reykjavíkur og sigmöu tveir af heimsmeisturunum, Aðalsteinn Jörgensen og Bjöm Eysteinsson. Þeir félagar em á leið á Evrópumót í Frakklandi, sem spilað verður dag- ana 12.-26. júní, ásamt kollegum sín- um heimsmeisturunum Guðmundi P. Amarsyni, Þorláki Jónsyni, Jóni Baldurssyni og Norðurlandameist- aranum Sævari Þorbjörnssyni. Fyr- irliði sveitarinnar verður Karl Sigur- hjartarson. En víkjum aftur að Butlemum. Flest sterkustu pör landsins vom meðal þáttakenda þótt keppnin stæöi að mestu leyti milli bræðranna Her- manns og Olafs Lámssona og Aðal- steins og Bjöms. Röð og stig efstu para var annars þessi: 1. Aðalsteinn Jörgensen-Bjöm Ey- steinsson 232 2. Hermann Lárasson- Ólafur Láms- son 219 3. Eiríkur Hjaltason-Ragnar Her- mannsson 209 Bridge Stefán Guðjohnsen 4. Guðlaugur R. Jóhannsson-Örn Arnþórsson 204 5. Þórður Sigfússon-Hjálmar S. Páls- son 160 LítUlæti sigurvegaranna var í fyr- irrúmi er ég falaðist eftir spili í þátt- inn en þó veiddi ég upp úr þeim að sigurinn hefði ekki byggst á mikilli heppni. Til dæmis var tekin slemma á þá félaga síðasta spilakvöldið sem einungis tvö af 23 pömm náðu. Þú situr í þriðju hönd með þessi spil: ♦ ÁG97653 ¥ - ♦ Á4 ♦ ÁG106 Makker segir pass, næsti líka og þú opnar á einum spaða. Næsti pass, makker segir tvo spaða, næsti pass og hvaö segir þú? Flestir segja víst flóra spaða, en vísindabridgemenn- imir segja áreiðanlega þrjú lauf eða þrjá tígla. En andstæöingur okkar manna var með aUt á hreinu. Hann sagði Qögur grönd (spurði um ása), fékk fimm tígla (einn af fimm, þar sem trompkóngurinn gildir), síðan fimm grönd, fékk sex tígla og lét þá sex spaða nægja. Það var nákvæm- lega 50% alslemma, því makker átti: * K104 ¥ G105 ♦ KG53 + D73 Og hér er annað dæmi. N/O ♦ K106 ¥ K4 ♦ 65 + G107532 ♦ ¥ ♦ + ♦ G8432 ¥ Á1075 ♦ ÁK7 + 6 Með Aðalstein og Bjöm í n-s, og Hrannar Erlingsson og Svein R. Ei- ríksson í a-v gengu sagnir á þessa leið: Austur Suöur Vestur Norður pass lspaði pass 2spaðar dobl 3spaðar dobl pass pass pass Við skulum kíkja yfir öxlina á Bimi meðan hann glímir við spihð. Vestur spilar út hjartatvisti sem er líklega þriðja hæsta. Bhndur kemur upp og þetta lítur ekkert hla út. Með því að trompa rauðu tapslagina eru sjö slag- ir í húsi og sá áttundi kemur með því að trompa lauf. En áfram með sphið. Björn drepur á kóng í blindum, sphar hjarta á ás og trompar hjarta, meðan drottning- in kemur frá vestri. Aht samkvæmt áætlun. Nú heim á tígulás, hjarta sphað, trompað í blindum, meðan vestur losar sig við tígul. Heim á tíg- ulkóng og tíguh trompaður. Það er bara lauf eftir í blindum og vestur lendir inni og sphar aftur laufi. Þar með er áttundi slagurinn kominn og allir eiga fjögur spil á hendi. Björn á G 8 4 3 í trompi og þarf að fá einn slag. Hverju myndir þú spha? Björn sphaði gosanum, einn niöur því aht sphið var þannig: ♦ K106 ¥ K4 ♦ 65 ♦ G107532 * D ¥ G953 ♦ DG82 + KD94 ♦ G8432 ¥ Á1075 ♦ ÁK7 + 6 Hafnarfjarðarbær - lóðaúhlutun Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úhluta lóðum fyr- ir íbúðarhús í Mosahlíð. Um er að ræða lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús, parhús og raðhús, enn- fremur parhús á einni hæð. Einnig eru nokkrar lóðir lausar á Hvaleyrarholti. Lóðirnar verða til afhendingar í sumar. Umsóknarfrestur er til og með mándudagsins 14. júní nk. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði ■P /AU/O ¥ D82 ♦ 9743 JL ÁQ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.