Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 Dagur í lífl Guðmundar Áma Stefánssonar, bæjarstjóra í Hafnarflrði: Að loknum athafnadögum „Það er mánudagsmorgunn. Anna- söm helgi að baki, þar sem sýning- una VOR 93 Athafnardagar í Hafnar- flrði bar hæst. Sýningin gekk vonum framar. Um 15 þúsund ánægðir gest- ir og hundruð kraftmikhr starfs- menn um 90 sýningarbása segja þá sögu. Vorið í Hafnarfirði gaf líka góðan þverskurð af atvinnu- og mannlífi í Hafnarfirði, sem er íjöl- breytt og skemmtilegt. „Nauðsynlegt og gott framtak á þessum krepputím- um þegar allir kvarta og kveina," var viðkvæði margra sem ég átti tal við á sýningunni. „Kominn timi til að varpa jákvæðu ljósi á gang mála. Gott fyrir Hafnarfjörð," bættu marg- ir við. Ég hafði eðliiega í ýmsu að snúast á þessari sýningu þar sem fram- kvæmdaraðúi hennar var Hafnar- fiarðarbær. Skemmtilegar skyldur bæjarstjóra. Meðal annarra heiðraði forseti íslands okkur Hafnfirðinga með komu sinni á sýninguna. Að- dáunarverð kona, Vigdís. Sérstak- lega hvemig hún sameinar hlýleika í samskiptum við fólk og hinn nauð- synlega virðuleika, sem hinu háa embætti forseta fylgir. Hafi hún bestu þakkir fyrir. Ekki einmana Fótaferðin á mínu fólki þennan mánudagsmorgun var eihtið með seinni skipunum. Börnin komin í skólafrí og fótboltaleikir deginum áður hjá tveimur strákanna minna höfðu tekið sinn toll. Það var því lúrt lengur en venja er til. Ég var kominn til vinnu um níuleytið og hitti þá aö máh bæjarritara, Qármálastjóra og bæjarlögmann. Við ræddum ýmis mál sem í gangi eru. Lögðum hnur dagsins og komandi daga. Síminn fór auðvitað í gang þegar í stað. Samstarfsfólkið skaust inn og út af skrifstofu minni með ýmis er- indi. Ég hef stundum sagt að skrif- stofa mín væri á stundum eins og brautarstöð. Þaö er a.m.k. alveg ör- uggt að enginn verður einmana í starfi bæjarstjórans í Hafnarfiröi. Klukkan hálfellefu hitti ég Gerði Pálmadóttur, áður kennda við Flóna. Hún vill markaðssetja í útlöndum íslenska jólasveina, álfa og tröll. Við Hafnfirðingar höfum kortlagt áha- byggðir og hún vill samstarf við okk- ur. Málafylgjumanneskja hún Gerð- ur. Vill flytja í bæinn Meðal annarra sem áttu erindi á kontórinn hjá mér þennan mánu- dagsmorgun var kona nokkur frá Selfossi sem baö um góð .ráð til að flytja í Hafnarfiörðinn. Hún á rætur í Firðinum og vih koma aftur heim. Það er algengt að gamhr Hafnfirðing- ar, sem fluttu úr bænum vegna náms eða starfa, vilji koma á heimaslóðir aftur. Og þeim og öðrum sem hingað vilja koma er auðvitað tekið opnum örmum. Samskipti við fólk utan af götunni eru mikil í starfi mínu. Ég er með viðtalstíma tvisvar í viku, tvo tíma í senn, og að öhu jöfnu eru það um 30-40 manns, flestir Hafnfirðingar, sem hafa erindi að reka við bæjar- stjórann sinn. Þau eru af ýmsum toga. Smá og stór í sniðum. Hins veg- ar má það aldrei gleymast að „litlu" málin eru „stór“ í hugum þeirra sem bera þau fyrir brjósti. Og ég reyni að taka á þeim erindum sem til mín koma í því ljósi. Auðvitað er ekki hægt að segja já við öllu. En með því að gefa sér tíma til að ræða við fólk má vinna ýmis mál í réttan farveg. Óneitanlega setur atvinnukreppan sitt mark á mannlífið og æ fleiri lenda í erfiðleikum vegna atvinnu- leysis og samdráttar. Enda er það svo í mínu starfi að stór hluti starfa minna tengist atvinnumálunum beint og óbeint og tilraunum í þá veru að snúa vöm í sókn. Stjórnmálin rædd Klukkan eitt hitti ég að máli Hörð Zóphaníasson, fyrram bæjarfuhtrúa í Hafnarfirði og fyrrverandi skóla- stjóra Víðistaðaskóla. Hann er að vinna námsefni fyrir grunnskóla- nemendur um Hafnarfiörö fyrr og nú. Við fórum yfir textadrög og ræddum máhð. Fleira bar raunar á góma því Hörður kemur víða við. Þannig spjölluðum við um málefni skátanna í bænum og þeirra framtíð- aráform. Auk þess ræddum við landsmálin og stöðu Alþýðuflokksins en viö Hörður höfum átt góða sam- leið og samvinnu á þeim vettvangi. Ég rauk síðan á verkstjórafund rétt fyrir tvö en einu sinni í viku hitti ég forsvarsmenn áhaldahúss bæjarins og rafveitu, nokkra starfsmenn bæj- arverkfræðings, garðyrkjusfióra og aðra þá er standa fyrir verklegum framkvæmdum af hálfu bæjarins. Á þessum fundum er farið yfir stöðu hinna fiölmörgu verka sem í gangi era frá einum tíma til annars í bæn- um, bæði stór og smá. Einnig eru teknar fyrir ábendingar fólks og at- hugasemdir um frágang gatna og opinna svæði í bænum og sitthvað fleira. Þau skipta fleiri tugum atriðin sem tekin era fyrir á þessum viku- legu verksfiórafundum. Stórfram- kvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar, sem eru í fullum gangi, eru vitaskuld ofarlega á baugi þessara funda. Gagnleg umræða og nauðsynleg. Kafað í pappírum Eftir fundinn var ég kominn í sím- ann og hringdi til nokkurra þeirra sem höfðu reynt að ná í mig og látið effir skilaboð. Var í símanum meira og minna til fimm en skaust þá heim og náði í syni mína, Fannar og Heimi, og renndi með þá á fótboltaæfingu hjá FH. Fór niðrí vinnu meðan þeir spörkuðu uppá Kaplakrika og blað- aði í gegnum pappíra. Staðreyndin er sú að það gefst yfirleitt enginn tími til lesturs eða pappírsvinnu yfir há- daginn meðan erilhnn er sem mest- ur. Besti tíminn til þeirra starfa er milli fimm og sjö ef ekki eru þá fund- ir á þeim tímum. í hópferð með krötum Var í kvöldmat heima um sjöleytið, ræddi málin við konuna og bömin og fylgdist með útvarpsfréttum og 19:19. Fór síðan á bæjarmálaráðs- fund hjá hafnfirskum krötum klukk- an átta. Þetta var síðasti fundur vetr- arins og óhefðbundinn. Hópurinn fór í rútu um bæinn og ég gerði grein fyrir helstu framkvæmdunum sem í gangi era og því sem framundan er. Glæsilegur 50 manna hópur nefndar- manna Alþýðuflokksins í Hafnar- firði gerði víðreist um Hafnarfjörð og í lok ferðarinnar var drukkið kaffi í Hafnarborg. Veðrið var dásamlegt og augljóst á þessari hringferð um bæinn að margt hefur gerst í Hafnar- firði á örfáum áram, þ.e. eftir að við jafnaðarmenn tókum við sfióm bæj- arins árið 1986. Og miklar fram- kvæmdir í gangi og framundan. Yngstu drengimir tveir, Brynjar, tæplega ársgamall og Fannar, sem varð sjö ára þennan mánudag, vora sofnaðir þegar ég kom heim um ell- efu. Afmæhsboðinu hefur verið frestað til helgarinnar. Ég ræddi við konu mína, Jónu Dóra, um dag- skrána næstu dagana og höfðum samráð við tvö elstu börnin, Heimi og Margréti Hildi, átta og ellefu ára. Eiginkonan er nefnilega ekki stikkfrí frá starfi bæjarsfióra og á stóra heimili þarf að skipuleggja málin ef þaö þá reynist unnt. Ég sat hálfsofandi yfir sjónvarpinu milh tólf og eitt. Staulaðist inn í rúm meira sofandi en vakandi. Reyndi að glugga í bók. Sofnaði á fyrstu blaðsíð- unni. Hefðbundinn mánudagur að baki. Finnur þú fimm breytingai? 207 „Getið þið ekki talaö um eitthvað annað en innbrot, drengir?" Nafn:......... Heimilisfang:. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi flmm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: Aiwa vasadiskó að verðmæti 4.480 krónur frá Radíóbæ, Ármúla 38. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verömæti kr. 3.950. Bækurnar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fiölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 207 c/o DV, pósthóh 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundraðustu og fimmtu get- raun reyndust vera: 1. Vilborg Reynisdóttir Heiðargarði 29, 230 Keflavík. 2. Sigurbjörn Þorgeirsson Árskógum 6,109 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.