Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Page 29
28
LAÚGARDAGUR 29. MAÍ 1993
LAUGARDAGUR 29. MAÍ1993
37
Hann vinnur við hjálparstörf í Eþíópíu:
ara Evrópubúum í hugsun og við-
horfum heldur en t.d. arabar."
Það versta var
vonleysið
- segir Bjöm Óli Hauksson, sendifulltrúi Rauða krossins
Matvæladreifing undirbúin. Fyrir miðri mynd er Björn Óli en með honum er starfsmaður Rauða krossins í Eþíópíu.
Eldhús þar sem búinn er til matur fyrir nauðþurftarbörn Helgi Hróbjartsson trúboði hefur séð um miklar fram-
Rauða krossins. kvæmdir í Eþíópíu. Hér er hann t.v. á myndinni.
„Þegar marxistastjómin í Eþíópíu
féll var enginn til þess að hafa stjóm
á hlutunum. Þá byrjuðu hinir ýmsu
þjóðflokkar að beijast innbyrðis. Það
endaði með því að stór landsvæði
urðu mannlaus því íbúamir flýðu.
Þeir sem em í mestum nauöum á
flóttamannasvæðunum er fólk sem
hefur barist við aðra þjóðflokka og
tapað landsvæðum sínum. Sums stað-
ar hefur neyðin verið mjög mikil."
Þetta segir Björn ÓM Hauksson,
sendifulltrúi alþjóða Rauða krossins
í Eþíópíu. Hann hóf störf á vegum
Rauða krossins fyrir tveim ámm.
Tildrög þess vora einfaldlega þau að
móðir hans benti honum á auglýs-
ingu um sendifulltrúanámskeið
Rauða krossins og sagði um leið:
„Sjáðu, þetta er eitthvað fyrir þig.“
Bjöm Óli sló til og fór á námskeið-
ið og var síðan umsvifalaust ráðinn.
Hann var síðan sendur til íraks. Þar
var hann til áramóta 1991-92. Hann
kom þá heim, dvaldi hér í hálft ár
en fór síðan til Eþíópíu 17. júlí sl. og
hefur starfað þar að undanfórnu.
Björn Óli er verkfræðingur að
mennt og hlutverk hans er að fylgj-
ast með því sem er að gerast á við-
komandi svæðum, gefa góð ráð og
vinna að ákveðnum verkefnum með
fulltrúum Rauða krossins. Hann sér
einnig um að ýta við stjómvöldum
vegna tiltekinna mála, útvega ýmis
verkfæri, tæki og annað sem vantar.
Hann er nú heima í fríi en hverfur
aftur til hjálparstarfa í Eþíópíu að
fáeinum dögum liðnum.
íslendingar áberandi
„íslendingar em mjög áberandi í
starfi Rauða krossins um þessar
mundir," sagði Björn Óli. „Ég held
að ég geti fullyrt að það hafi u.þ.b.
tuttugu íslendingar verið úti sl. ár á
vegum Rauða krossins. Og það em
víst um þúsund manns úti á hveiju
ári á vegum Alþjóðahreyfmgar
Rauða krossins. Við erum því um tvö
prósent af öllum hópnum sem fer út
sem er mjög há tala.
_ íslendingamir standa sig mjög vel.
Ég hef aldrei heyrt um íslending sem
ekki hefur staðið í stykkinu. Þeir
hafa alltaf haft mjög gott orð á sér.
Ég er stoltur af því að vera innan
vébanda þess hóps sem sendur er út
héöan.“
Bjöm ÓM hefur aö undanfómu
starfað í suðurhluta Eþíópíu, rúm-
lega 200 kOómetra frá landamæmm
Kenýa og rúmiega 300 kílómetra frá
landamærum SómaMu. Hann hafði
aösetur í bænum NegeUe í Borona-
fylki. Á þessu svæði em einkum
þrenns konar hópar. Þaö em flótta-
menn sem höfðu hrakist til SómaMu
vegna stríðsátaka milM SómaMu og
Eþíópíu. Þeir hafa nú snúið aftur
heim eftir 17 ára útlegð. Þama er
einnig flóttafólk frá öðrum svæðum
Eþíópíu sem hafði flúið vegna inn-
byröis ættbálkaerja og svo er það
flóttafóUí frá SómaMu. Flestir hinna
síðastnefndu vom hópur sem var
tengdur Barre, fyrrverandi forseta
SómaMu. Eþíópíumenn vUdu ekki
hafa fólkið við landamæri SómaMu
og sendu þaö til Negelle.
„Það var fyrst árið 1991 sem fólk
byrjaði að flykkjast frá SómaMu yfir
til Eþíópíu," sagði Björn Óli. „Það
streymdu hundmð þúsunda manna
mUli landa tU að flýja stríðið í Sómal-
íu. Þegar ég kom til NegeUe var
ástandið fremur bágborið.
Barist hafði verið á svæðinu aðeins
tveim mánuðum áður en ég kom
þangaö. Ástæðan var sú að upp kom
ágreiningur milU tveggja fylkinga
sem barist höfðu gegn fyrri marx-
istastjóm Mengistos.
Þrátt fyrir ófriðinn er ekki hægt
að ganga svo langt að segja að allt
hafi verið í rúst á svæðinu. Fólkið
þama hefur aðrar hugmyndir um
bardaga heldur en við þekkjum.
Þetta er ekki eins og stríðsátök í
Evrópu þar sem maður fer og kveik-
ir í húsi óvinar síns eða sprengir það
í loft upp. í Eþíópíu er maðurinn rek-
inn í burtu og ekki snert við neinu á
heimiU hans.
Einhveiju sinni kom ég tíl dæmis
aö yfirgefnu þorpi þar sem íbúamir
höfðu alUr verið flæmdir á brott. Það
stóð þama eins og draugaborg. Þar
var ekki nokkra lifandi sálu að sjá.
Þrátt fyrir það hafði ekki verið hrófl-
að við nokkrum hlut, hvorki innbúi,
sem hægt hefði verið aö selja fyrir
góðan pening, né öðra.“
Flóttamenn
í eyðimörk
„Versti staðurinn í Borona var í
um 200 kílómetra fjarlægð frá okkur,
við landamæri Sómalíu og Eþíópíu.
Þar vom rúmlega 170 þúsund flótta-
menn frá Sómalíu á svæði sem nefnt
er Dolo. Aldrei hef ég séö neitt ömur-
legra. Þetta svæði er eyðimörk. í
gegnum hana renna að vísu tvær ár
sem mætast. Rauður sandur þekur
allt og ekki sést stingandi strá á þess-
um slóðum. Þama er sífeUdur vindur
og um 45 gráða hiti. Rykið og sandur-
inn eru aUs staöar. Ég horfði á fóUdð
koma banhungrað yfir brýrnar á
ánum. Við vorum með verkefni
þama en Sameinuðu þjóðirnar tóku
síðan við af okkur.
Það var ömurleg sjón að horfa upp
á þetta fólk. Það var eins og maður
getur ímyndað sér að verið hafi að
ganga inn í fangabúðir Hitlers á
stríðsárunum. Bömin vom greini-
lega mjög Mla haldin. Fólkið hafði
ekkert þama nema það sem því var
gefið. Það versta var vonleysið.
Manni fannst aMt vonlaust. En núna,
eftir að um hægðist í Sómalíu, er nær
aUt flóttafólkið þar farið tU síns
heima."
Málin að færast
til betri vegar
Á svæðinu þar sem Bjöm Óli hefur
starfað aö undanförnu voru bág-
staddir taldir um 60 þúsund þegar
flest var. Þetta voru alls konar hóp-
ar. Sá stærsti var flóttafólk frá Eþíóp-
íu sjálfri, ættbálkar sem lent höfðu í
innbyrðis deUum og verið hraktir frá
landsvæðum sínum.
„Það góða við mitt svæði er að
máMn þar em að færast tU betri veg-
ar. Þegar ég kom þama var ástandið
slæmt.
Þeir sem bjuggu við verstar að-
stæður höfðu reist sér litla kofa úr
timbri og strái sem héldu hvorki
vatni né vindi. Við sáum um að út-
vega fólkinu byggingarefni. Það sá
sjálft um framkvæmdimar. Við
dreifðum einnig tjöldum til fólks sem
átti ekki þak yfir höfuðið á sér en
það voru ekki mjög mörg tflfeUi.“
Aðstoð til
sjálfshjálpar
Stefnan í Eþíópíu er sú að fremur
beri að hjálpa fólki tU að setjast ein-
hvers staðar að en að koma því fyrir
í flóttamannabúðum. Fólki er þá boð-
in aðstoð fyrsta árið, m.a. með því
að útvega því sáðkorn.
„Hins vegar háttar svo tU á okkar
svæði að þar eru flóttamennirnir að
mestu leyti hirðingjar. Það er mjög
erfitt að segja við þá að nú skuli þeir
setjast einhvers staðar að og fara að
rækta jörðina. Það er erfitt að breyta
fólki og þeir hirðingjar, sem voru
fyrir, vom ekki ýkja hrifnir af því
að aðkomufólk færi að sá og rækta.
Þeir þurftu sjálfir að nota mikið vatn.
VandamáMn þama á svæðinu em
að stómm hluta tilkomin vegna þess
að þarna höfðu verið þurrkar í næst-
um því þrjú ár. Síöan kom þessi hóp-
ur frá Sómalíu og vUdi fá landsvæði
tU að búa á og þá fór aMt í bál og
brand.
En svo gerist það hægt og rólega
að við sjáum skyndUega fyrir endann
á alls konar vandamálum. í fyrsta
lagi tók núverandi stjórn sig tU og
efndi til kosninga. í september tók
við borgaraleg stjórn í Borona-hér-
aði. í nóvember var gerður friðar-
samningur miUi allra þjóðflokka
nema eins. Loks kom mjög gott rign-
ingartímabU á sama tíma. Allt þetta
þýðir að aðstæður fjölda manns
breytast. Því má ekki gleyma að
menn sitja ekki meö hendur í skauti
og bíða eftir matargjöfum frá Rauða
krossinum. Það eru alhr aö reyna að
bjarga sér á einhvern hátt.
En við þetta sáum við hvernig and-
inn breyttist. Fólk hefur öðlast meiri
von og er bjartsýnna en áður. Við
höfum getað skorið matargjafir mjög
niður en við sjáum þó ekki fyrir end-
ann á þessu enn.“
- Hvemig fer aðstoð Rauða krossins
fram?
„Við högum því þannig aö fyrst er
ástand fólks skoðað. Ef ástæða þykir
tU er fólkið á viðkomandi svæði kall-
að saman. Við teljum þá fullorðnu,
skoðum þá og tökum nöfnin á þeim.
Síðan köllum við fólkið fram, hundr-
að manns í einu, og afhendum því
matarskammt tU mánaðar í senn.
Við fómm mjög nákvæmlega ofan í
máMn áður en við afhendum hvern
matarskammt."
Þrátt fyrir fátæktina og slæman
aðbúnað margra á svæðinu er
heUsufar sæmUegt. Eþíópíumenn
eru mjög hreinlátir. Þeir borða með
höndunum en þvo þær mjög vand-
lega bæði fyrir og eftir máltíð. Versti
sjúkdómurinn, sem heijar á svæðið,
er malaría. Það veldur áhyggjum að
nú er að koma inn á svæðið afbrigði
af sjúkdómnum sem er ónæmt fyrir
lyfjum. Annars er skortur á sjúkra-
skýlum mikið vandamál en þau voru
mörg eyðUögð í stríðsátökum á síöari
ámm.
„Fólkið þarna er mfög vingjam-
legt. Það er greint og hefur svo sann-
arlega sínar eigin meiningar. Eþíóp-
íubúinn er þannig að þegar talað er
við hann getur hann stundum sam-
þykkt en haft allt aðra skoöun. Að
þessu kemst maður seinna því þá er
ekkert gert þótt viðkomandi hafi sagt
já. Þegar ég haföi áttað mig á þessu
fór ég varlegar í að tala við fólkið.
Ég lagði mig meira fram um að fá
fram skoðun viðmælenda minna og
fá þeirra áMt. Mér fannst gaman að
kynnast þessu fólki. Það er mun lík-
Helgi trúboði
Þegar Björn ÓM kom tíl NegeUe
var hann eini hvíti maöurinn á stóm
svæði. Einn daginn birtist inni á
skrifstofunni hans hvítur maður, hár
og mikUl. Þeir tóku tal saman á
ensku. Þegar þeir höföu rætt saman
um stund spurði Björn ÓU hinn
hvaðan hann kæmi.
„Ég kem frá skrýtnu landi,“ sagði
sá aðkomni á ensku. „Það heitir ís-
land.“
„Ég er líka frá íslandi," sagði Bjöm
ÓM þá.
Þar með upphófust þvílík fagnað-
arlæti aö Eþíópíumennimir héldu að
þeir hvítu væm orðnir vitlausir. En
þama var sumsé kominn Helgi Hró-
bjartsson, trúboði í Wattera, u.þ.b.
60 kUómetra frá NegeUe. Saga hans
er skemmtUeg fyrir margra hluta
sakir.
Hann haföi komið til Eþíópíu 1967.
Þá dvaldi hann í tiu ár í Wattera og
NegeUe en hélt heim að þeim tíma
Mðnum.
„Helgi héfur unnið geysUega þýð-
ingarmikið starf á svæðinu," sagði
Bjöm ÓU. „Hann byggði upp skóla-
kerfi í Austur-Borona með 40 skól-
um. Auk þess hefur hann lagt vegi
og komið upp einum 20 flugvöUum.
Helgi var eini maðurinn sem annað-
ist hjálparstarf á þessu svæði frá
1970-75.
Það var ómetanlegt að kynnast hon-
um. Hann er afbragðs félagi og góður
vinur. Hann þekkti aUa og allir
þekktu hann. Hann hefior stutt mikið
við bakið á mér, t.d. með því að út-
vega okkur ýmis verkfæri tíl að grafa
fyrir nokkrum vatnsbólum, birgða-
geymslum fyrir matvælin o.fl.“
Þegar Helgi kom fyrst til Eþíópíu
reisti hann trúboðsstöð, kirkju,
sjúkraskýM, skóla og heimavist fyrir
bömin til að búa í. Eftir byltinguna
1974 var húsnæðið tekið og því breytt
í herstöð. Helgi haföi m.a. málað
stóra Kristsmynd fyrir ofan altarið í
kirkjunni. Þegar hann kom aftur á
gamla staðinn sinn nú fyrir nokkmm
mánuðum sá hann að málað haföi
verið yfir myndina og kapparnir
Marx, Lenín og Engels komnir í staö-
inn. Nú er verið að endurbyggja stöð-
ina og er Helgi aö mála nýja Krists-
mynd yfir myndimar af þeim félög-
um.
Inn á nýtt svæði
Þegar Bjöm ÓU snýr út aftur, að
leyfinu loknu, hefur hann starf á
nýju svæði. Hann sagðist hlakka tíl
að sjá nýjar hhðar á Eþíópíu.
„Þetta svæði, sem ég fer á, er í rúm-
lega 2000 metra hæð. Þar er verið að
hjálpá fólki sem var á sínum tíma
neytt til að flytja á ný landsvæði en
sneri aftur eftir faU marxistastjórn-
arinnar. í Eþíópíu er það svo að ætt-
bálkarnir og íjölskyldurnar em afar
mikUvæg. Hafi maður ekki slíkan
hóp á bak við sig er maður einn í
veröldinni. Það kemur enginn tíl
hjálpar þótt maður sé svangur eða
veikur. Maður er látinn deyja án
þess að nokkur skiptí sér af því.
TU mín kom einu sinni kona sem
haföi orðið viðskUa við ættbálk sinn.
Hún vUdi komast aftur á svæðið sitt.
Hún haföi engan á bak við sig og gat
enga björg sér veitt. Venjulega er
farið mjög varlega í aö flytja fólk á
milU landsvæða. En ég gerði þá und-
antekningu frá reglunni og aðstoðaði
hana viö að komast tíl heimiUs síns
sem var rúmlega 1000 kUómetra í
burtu."
- En hvaö veldur því að fólk fer út
í hjálparstarf af þessu tagi?
„Það er sjálfsagt mismunandi eftír
fólki. Sumir gera þetta af hugsjón,
aðrir af ævintýraþrá. Hvað mig varð-
ar þá Ut ég svo á að það sé gaman
að geta starfaö við eitthvað jákvætt
og gott í lífmu.
Ég get nefnt þér dæmi. Liður í
starfinu er að aka um svæðið og at-
huga ástand fólksins. Ég haföi verið
í minni fyrstu skoðunarferð við
Genalefljótið eftir að stjómvöld
leyföu ferðir þar. Á leiðinni tíl baka
sá ég konu sem hélt baminu sínu á
lofti, eins og hún væri að halda því
á mótí sólu. Hún var í rúmlega 300
■
DV-mynd ÞÖK
Björn Oii er nú heima i stuttu leyfi. Að þvi búnu heldur hann aftur úttil Eþíópiu og tekur til viö hjálparstarfiö á nýjan leik.
metra fjarlægð svo ég sá hana og
bamið ekki glögglega. Ég hélt ferð
minni áfram og fór heim. Næstu daga
skaut myndinni af konunni upp í
huga mér hvað eftir annað.
Fáeinum dögum síðar fór ég í skoð-
unarferð með hóp manna frá Addis
Ababa. Ég notaði tækifærið og kom
við í þessu Utla þorpi. Þar reyndist
vera hópur endurkomumanna fi:á
SómaUu og þama var alveg hrikaleg
neyð. Viö sendum út mat strax um
kvöldið. Samt dóu nokkur böm
næstu daga en flestum tókst að
bjarga.
Öðra sinni haföi ég heyrt af smá-
hópi Gabra-manna á einu svæðinu
sem ætti í einhveijum þrengingum.
Þrátt fyrir óljósar fregnir ákvað ég
að taka mér ferð á hendur til að at-
huga máUð. Ég fann hópnm og fékk
hreinlega áfaU þegar ég sá hann því
hann var í svo mikilU neyð. Það era
þessi atvik sem gera starfið vel þess
virði að helga sig því.
Auðvitað verður maður að halda
samúðinni með fólkinu en maöur
má ekki láta hörmungamar, sem fyr-
ir augu ber, hafa þau áhrif á sig að
maður brotni alveg niður. í þannig
hugarástandi getur maður ekki orðið
að neinu Uði. Um þetta gildir sama
lögmál og á spítala. Maður reynir
eftír megni að hjálpa og gleðst ef eitt-
hvað ávinnst.“
- Einhver saga af léttara taginu í
lokin:
„Skömmu áður en ég fór heim var
ég á ferð með fuUtrúum frá stjóm-
völdum og landbúnaöarráöuneytinu.
TUgangurinn var að leita að svæðum
sem hægt væri að búa á. Leiö okkar
lá um óbyggt svæði, ’um veg sem er
mjög sjaldan farinn. Þá vfldi ekki
betur tíl en svo að ökumaðurinn festí
bítínn og drap á honum í leiðinni.
Þetta var LandCruiser, níðþungt fer-
líki. Við stóðum alveg ráðalausir.
Loks sagði fuUtrúi sljómvaldanna
að hann ætlaði að freista þess að
ganga eftír hjálp. Hann lagði af stað
og lét sig hverfa.
Stuttu seinna birtust tveir menn,
vopnaðir vélbyssum. Ég hugsaöi sem
svo að nú væri komið að því. En
þetta reyndust vera hinir hugguleg-
ustu náungar sem reyndu að hjálpa
okkur að ná bílnum upp. Það reynd-
ist hins vegar árangurslaust.
Nú var klukkan farin að nálgast
fimm og okkur langaði hreint ekki
til að eyða nóttinni þama þar sem
aUs kyns dýr em á flækingi, svo sem
hlébarðar eða fleiri menn með vél-
byssur. Við lögðum því af stað fót-
gangandi. Þegar við höföum gengið
um það bfl tvo kflómetra gerðist hið
ómögulega: BUl renndi upp að okk-
ur. Þetta reyndist vera maður sem
haföi endflega ætlaö að hitta mig.
Honum var sagt í hvaða átt ég heföi
farið og af hreinni tilvUjun rambaði
hann á mig. Þetta var ekki minna
merkUegt fyrir það að þetta vora
einu bUamir sem höföu verið á þessu
svæði síðastUðna sex mánuði.
Ég sendi síðan bU til að draga upp
bUinn okkar. Hann festí sig líka. Nú
vom góð ráð dýr svo við sendum
vömbU til að reyna að ná hinum
upp. Hann fór líka á bólakaf. Nú vom
allir bUar Rauða krossins á svæðinu
fastír á þessum eina vegarspotta. Síð-
asta úrræðið var að fá hertrukk, sem
var nánast skriðdreki, tíl aö losa bUa-
flotann. Það tókst en þá var Uðin vika
frá því aö þetta ævintýri hófst.“
-JSS