Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Side 33
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993
41
gripi, bikar, snyrtivörur og feröir
eins og hún vill með skemmtiferða-
skipi, söng og kvikmyndatilboð sem
er verið að kcinna nánar fyrir hana.
Hún segist þó ekki hafa áhuga á að
starfa sem fyrirsæta í þeim löndum
sem eru í hoði. „Satt að segja langar
mig mest að komast í kvikmyndaieik,
fyrirsætustarfið heillar mig ekkert
sérstaklega. Mig langar að syngja og
leika, helst að komast í stúdíó,“ segir
fegurðardrottningin. „Ohvia New-
ton-John var í miklu uppáhaldi hjá
mér þegar ég var bam og er ennþá.
Mig langar að taka tvö af hennar lög-
um, breyta þeim aðeins og syngja inn
á plötu.“
Vann keppni í Kóreu
Heiðrún Anna verður tvítug á
þriðjudag, 1. júní. Hún varð í öðru
sæti í Fegurðarsamkeppni íslands á
síðasta ári. Stuttu eftir þá keppni var
henni boðið að taka þátt í keppninni
Miss Europe sem haldin var í Grikk-
landi. „Ég komst ekki einu sinni í
úrsht þar,“ segir hún. „Eftir þá
keppni var mér og Þórunni Láms-
dóttur boðið til Þýskalands og þar
störfuðum við sem fyrirsætur fyrir
Wamer í nokkra daga. Þaðan fórum
við í Miss Scandinavia keppnina sem
Þómnn vann. Þá kom tilboð um að
ég færi til Kóreu og tæki þátt í keppn-
inni Miss World University. Það var
hæfileikakeppni sem mér fannst
mjög spennandi," segir Heiðrún
Anna en hún sigraði í þeirri keppni.
Vegna þess hversu mikið hefur
verið að gera hefur Heiðrún ekki
getað sinnt náminu sem skyldi. Hún
var í kvöldskóla í Menntaskólanum
við Hamrahlíð og utanskóla í Ár-
múlaskóla í einu fagi. „Ég gat ekki
klárað eina ritgeröina áður en ég fór
til Kýpur og varð því að klára hana
úti og senda heim í faxi,“ segir hún.
Heiðrún Anna segir að það sé mjög
skemmtilegt að taka þátt í keppni
sem þessari og mjög þroskandi. Hún
krýndi nýkjöma fegurðardrottningu
á Hótel Islandi fyrir stuttu þar sem
María Rún Hafliöadóttir, feguröar-
drottning íslands, var stödd í Mexíkó
en þar tók hún þátt í keppninni Miss
Universe.
Þurfti að hafna
hlutverki í kvikmynd
Heiðrún Anna segir að hana langi
ekki í fleiri keppnir. „Mig langar að
fara að gera eitthvað allt annað. Nú
era komnar nýjar stúlkur og þær
verða að fá að spreyta sig líka,“ segir
hún.
„Þegar ég var á leið til Grikklands
fyrir ári fékk ég tilboð um aö leika
eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni
Stuttur Frakki en varð að hafna því
þar sem ég var á fórum. Mér þótti
þaö mjög miður enda hefði ég sann-
arlega viljað leika," segir Heiðrún
Anna.
Hún segir framtíðina óráðna þar
sem enn sé verið að athuga mögu-
leika hennar eftir keppnina á Kýpur.
Hún segist ekki enn vita hvort hún
fari til Kóreu í september til að krýna
arftaka sinn. Þess má að lokum geta
að Heiðrún Anna er systir Vigdísar
sem var Ford-stúlkan 1992.
-ELA
Nokkrir dagar fengust til að leika sér
og njóta sólarinnar. Hér prófar feg-
urðardrottningin fallhlífarstökk.
Þessi mynd var tekin á kvöldi Fegurðarsamkeppni Islands. Heiðrún ásamt
hinum heppna kærasta, Geir Geirssyni.
r,'....
Heiðrún Anna ásamt Esther Finnbogadóttur, framkvæmdastjóra Fegurðar-
samkeppni íslands, sem var henni til halds og trausts á Kýpur.
Nánari upplýsingar veitir Hitt Húsið í síma 62 43 20 milli kl. 13 og 17.
,/ J M I J rr r
Iðnskólinn í yeykjavík , \ Reykjavi^urborg
Sumarstarfsnámið hefst þann 14.jum
og stendur til 13. ágúst
Innritun fer fram í Iðnskólanum
dagana 2., 3., 4. & 7. júní frá kl. 10 -18
SUMARSTARFSNÁM 1993
w
LITRÍKT SUMAR - LAUNAÐ NÁM
uuuu
Iðnskólinn í Reykjavík
og Reykjavíkurborg gefa
ungu atvinnulausu fólki
í borginni kost á launuðu
starfsnámi við Iðnskólann
í sumar.