Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1993, Side 34
42 4 Útboð Reykjanesbraut - vegamót við Vogaveg og Grindavíkurveg Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Helstu magntölur: Fyllingar og burð- arlög 5.800 m3, skering í berg 2.400 m3, malbik 17.000 m2, umferðareyjar 1.200 m2. Verki skal lokið 27. ágúst 1993. \ Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgartúni 5, Reykjavík, (aðalgjaldkera) frá og með 1. júní nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 14. júní 1993. Vegamálastjóri Aukablað Hús og garðar Miðvikudaginn 9. júní nk. mun aukablað um hús og garða fylgja DV. Meðal efnis: * Verkfæraeign og umhirða * Sumarblóm * Rósir * Qarðaskipulag * Jarðarber fyrir ísl. aðstæður * Vamir gegn meindýrum * Qróðursetning í sumarbústaðarlandið * Þurrskreytingar * Sólpallar og heitir p>ottar * Fmmskógargarðar * ftýjungar hjá gróðrarstöðvum * o.fl. o.fl. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta, í sima 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur aug- lýsinga er fimmtudagurinn 3. júní. ATH.Í Bréfasími okkar er 63 27 27. Iðnskólinn í Reykjavík Innritun fyrir haustönn fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík, á Skólavörðuholti, dagana 1.-4. júní, kl. 10.00-18.00. Innritað verður í eftirtalið nám: I. Dagnám. 1. Samningsbundið iðnám (námssamningur fylgi umsókn) 2. Bókagerð (prentun, prentsmíð, bókband) 3. Fataiðnir 4. Grunndeild í háriðnum 5. Grunndeild í málmiðnum 6. Grunndeild i rafiðnum 7. Grunndeild í tréiðnum 8. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði 9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun 10. Framhaldsdeild í hárgreiðslu II. Framhaldsdeild í hárskurði 12. Framhaldsdeild í húsasmíði 13. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði 14. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun 15. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun 16. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði 17. Almennt nám 18. Tölvubraut 19. Tækniteiknun 20. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi) II. Kvöldnám. (öldungadeild) 1. Meistarnám (auk annarra gagna fylgi sveinspróf) 2. Almennar greinar 3. Grunnnám í rafiðnum 4. Rafeindavirkjun 5. Tölvubraut 6. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi) 7. Tækniteiknun Innritun er með fyrirvara um þátttöku í einstökum deildum og áföngum. Öllum umsóknum skal fylgja staðfest afrit prófskírteina með kennitölu. Fréttir LAUGARDAGUR 29. MAf 1993 Nýtt fyrirkomulag gengisskráningar: Gamla kerfið bauð upp á misræmi - sem hægt var að notfæra sér, segir Jóhannes Nordal „Þessar breytingar nú hafa náttúr- lega ekkert með þær fréttir að gera sem hafa verið síðustu dagana því breytingarnar voru ákveðnar fyrir svo löngu síðan. En þetta er að því leyti skylt mál að eitt af vandamálun- um við kerfið, sem við höfum búið við, var það að gengið erlendis gat breyst innbyrðis milli gjaldeyristeg- unda en við höfum verið með eina fasta gengisskráningu yfir daginn. Þarna hefur skapast misræmi sem menn hafa getað notfært sér. Þetta var ein af ástæðunum til þess að það var orðið nauðsynlegt að taka upp svona markað," segir Jóhannes Nordal seðlabankastjóri aðspurður hvort ný aðferð við gengisskráning- una hafi veriö ákveðin vegna upplýs- inga um að einstaklingar og fyrir- tæki hafi hagnast verulega á milh- færslum milh gjaideyrisreikninga. Gengi krónunnar ákvarðaðist í fyrsta skipti í gærmorgun í viðskipt- um á skipulegum milhbankamark- aði fyrir erlendan gjaldeyri. Mögu- leiki verður á því að gengi verði sí- breytilegt yfir daginn. „Þegar fyrir lá 'að fjármagnsflutn- ingar yrðu fijálsir þá var orðið alveg nauðsyniegt að gera svona breytingu því stórir aðilar hefðu getað hagnast í mjög miklum mæli á því að nota sér það að gengisskráning hér fylgdi ekki gengisskráningu erlendis. Mjög mikið af stórum viðskiptum, sem eru á gjaldeyrismörkuðum erlendis, eru einmitt þess eðhs að menn eru að reyna að hagnast á shku misræmi þegar það kemur upp. Þannig að það er óhjákvæmilegur þáttur í fijáls- ræði í gjaldeyrisviðskiptum að mark- aðurinn hér fylgi ahtaf markaði ann- ars staðar," segir Jóhannes. Hið nýja fyrirkomulag opnar möguleika á því að hver banki skrái fyrir sig viðskiptagengi sem hann býður sínum viðskiptamönnum og því er opnaður möguleiki á sam- keppni milh þeirra. „Það getur aldrei orðið mikih mun- ur á viðskiptagengi bankanna í sjálfu sér en þó ætti að geta verið nokkur munur. Það er eins og ahtaf er á mörkuðum að verð leitar á nokkum veginn sama punkt. Eftirtekt við- skiptavina hlýtur þó að leiða til þess að einhver samkeppni mun verða,“ segir Jóhannes. -Ari Áslaug Ottesen gaf Flugleiðaþotunni nafnið Svandis. Sigurður Helgason forstjóri stendur hjá. DV-mynd Ægir Már Heilladísin Svandís bættist í flotann Ægir Már Kárascm, DV, Keflavflc „Það er mjög skemmtilegt og ánægjulegt að fá tækifæri til þess að gefa henni nafn og ég verð að segja það að ég kann afskaplega vel við þetta dísarnafn. Ég vona sannarlega að Svandís bætist í hóp hinna heilla- dísa Flugleiða," sagði Áslaug Ottes- en, eiginkona Harðar Sigurgestsson- ar, stjómarformanns Flugleiða, í samtali við DV. Áslaug gaf flugvél- inni nafnið Svandís og jós hana vatni úr tveimur ám sem eiga það sameig- inlegt að renna í Atlantshafið, Elliða- ánum og Hudsonfljóti í New York. Svandís er þriðja Boeing 757-200 flugvél félagsins en flugvéhn hafði verið í leigu hjá breska flugfélaginu Brittania síðasthðin 2 ár þegar Flug- leiðir fengu hana afhenta. Með komu þessarar flugvélar er endurnýjun Flugleiðaflotans lokið að sinni og dísimar orðnar 11. Nú stendur yfir undirbúningur að fyrstu módelkeppni unglinga sem fram hefur farið á landinu. Það er Model 79 sem hefur veg og vanda af keppninni. Þátttakendur eru á aldrinum 13-16 ára. Valdir hafa verið 17 strákar og 17 stelpur úr 150 manna hópi sem sótti um að komast í keppnina. Hinir útvöldu munu keppa til úrslita þann 4. júní nk. i Tónabæ. Auk sjálfrar keppninnar verða ýmis skemmtiatriði, svo sem tískusýning, undir stjórn Ástrósar Gunnars- dóttur. Kynnir verður Páll Óskar Hjálmtýsson og hljómsveitin Hróðmundur hippi leikur. Fjöldi veglegra verðlauna er í boði. Gert er ráð fyrir að keppni af þessu tagi verði árlegur viðburður. Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingu íTónabæ DV-myndÞÖK i i €

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.