Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1993 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14. 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖ.LMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Borgarstjóraein vígi? Sá orðrómur er á kreiki að minnihlutaflokkamir í borgarstjóm Reykjavíkur hyggist reyna að sameinast um eitt borgarstjóraefni þegar gengið verður til kosninga að ári. Haft er fyrir satt að þreifmgar séu í gangi og hug- myndinni vel tekið. Ráðabruggið gengur út á það að hver flokkur bjóði fram sinn hsta sem fyrr en lýsi fyrirfram yfir stuðningi við eitt borgarsijóraefni, nái þeir meirihluta. Leitast verð- ur við að hafa sömu áherslumar í stefnuskrá fyrir kosn- ingamar til að draga úr tortryggninni um sundurlyndi margra flokka sem settust við stjómvölinn. Ef úr verður kemur upp ný og fróðleg staða í borgar- stjómarkosningum. Ef að líkum lætur mun Sjálfstæðis- flokkurinn tefla fram borgarstjóraefni eins og jafnan fyrr og þannig munu þessar kosningar að öllu öðm óbreyttu snúast um þær tvær persónur, sem í framboði verða til embættisins, fremur en stjómmálastefnur þeirra flokka sem bjóða fram. Enginn vafi er á því að minnihlutaflokkarnir munu styrkja stöðu sína að mun með sameiginlegu framboði til borgarstjóra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð getað notað glundroðagrýluna sér til framdráttar enda hugnast kjósendum lítt stjóm margra flokka. Reynslan frá 1978 tU 1982 er ólygnust í þeim efnum, en þá náðu vinstri flokk- amir meirihluta í Reykjavík og góður og gegn verkfræð- ingur var valinn sem borgarstjóri, eftir að kosningum lauk, án þess að hann fengi nokkum tímann að verða annað en embættismaður þríeykis Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks. Stjóm borgarinnar misheppnaðist gjörsamlega með þessu fyrirkomulagi og sporin hræða enn. Með því að sameinast um vinsælan frambjóðanda áður en kosningabaráttan hefst og tefla honum fram er að nokkm leyti slegið á hræðsluna og áróðurinn um glund- roðann. Viðkomandi borgarstjóraefni stæði mun betur að vígi ef kosningamar ynnust. Hann yrði pólitískur leið- togi. Staða Sjálfstæðisflokksins er ekki góð um þessar mundir. Hvorki á landsvísu né í borgarstjóm. En ofan- nefnt útspil minnihlutaflokkanna gæti verið vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn vissi þá við hvaða and- stæðing væri að berjast. Borgarstjóraeinvígi mundi ein- falda valið fyrir kjósendur. Það mundi skerpa fylgi Sjálf- stæðisflokksins sem hingað til hefur byggst á þeirri ein- földu formúlu að Reykvíkingar hafa í marga áratugi tal- ið farsælla að borginni sé stjómað af einum samhentum hópi fremur en mörgum ólíkum. Það sem skiptir mestu máh í þessu sambandi er sú póhtíska staðreynd að kjósendur em orðnir þreyttir á of miklum völdum stjómmálaflokkanna og fráhverfir þeim grettistökum sem goggunarröð, einkavinavæðing og flokkavaldið yQrleitt hefur í íslensku þjóðlífi. Óháð framboð og uppreisn gegn flokkaveldinu gerist æ áleitn- ari, Ef flokkamir eiga að endumýja traust sitt og vhja svara kahi tímans er það grundvallarskilyrði að þeir tefh fram nýju hði og nýjum andhtum sem em sótt í raðir fjöldans en ekki til flokksjötunnar. Breyttar áherslur í borgarstjómarkosningum geta hrist upp í kjósendum og bjargað staðnaðri flokkaskipan og úreltri togstreitu þeirra í milh. Hvorki Sjálfstæðis- flfokkurinn né minnihlutaflokkarnir í borgarstjóm geta búist við kosningaáhuga eða góðum baráttuanda við óbreyttar aðstæður. Fólk er einfaldlega gengið af flokks- trúnni. EhertB.Schram Gottfordæmi besti kennarinn Konfúsíus á það sammerkt með flestum öðrum siðspekingum, að hann telur gott fordæmi betri kennara en tilskipanir opinberra aðila. Fræg eru orð hans: „Stjóm í krafti dygða má líkja við Pólstjörn- una, sem situr staðfost í sæti sínu umkringd stjarnafjöld." Á öðrum stað segir Konfúsíus: „Því þarftu að drepa til að stjóma? Ef þú sækist eftir því, sem er gott, þá verður alþýðan góð. Dygð hefð- armanna er eins og vindurinn, dygö smámenna er eins og grasið. Grasið sveigist alltaf í vindinum, þegar hann blæs yfir það.“ „Spekimál Konfúsíusar eru eins konar Hávamál Kinverja, siðalögmál þeirra fært í letur.“ Fleiri þjóðir en við íslendingar eiga fomar bækur, sem þær bera virð- ingu fyrir eða vitna til á tyflidögum. Spekimál Konfúsíusar em eins konar Hávamál Kínveija, siðalög- mál þeirra fært í letur. Mér til mik- illar ánægju rakst ég fyrir skömmu á þýðingu Ragnars Baldurssonar á Speki Konfúsíusar, sem Kínveijar kaJla raunar Kong Fuzi, beint úr frummálinu. Bókaútgáfan Iðunn gaf hana út árið 1989. Hér langar mig til að fara örfáum orðum um þann stjómmálaboðskap, sem get- ur að líta í þessu eldgamla riti, en Konfúsíus var uppi árin 551^479 f. Kr. SpekiKonf úsíus- ar og íslendingar Siðspilling og málspilling Konfúsíus á viturlegt svar við spumingu eins lærisveins síns: „Ef fursti Wei-ríkis fæli meistaranum stjóm ríkis síns, á hveiju myndir þú þá byrja?“ Svarið er þetta: „Ég hlýt að byija á leiðréttingu nafna.“ Konfúsíus vissi, eins og George Orweli löngu síðar, að siðspilling hefst jafnan á málspilhngu. Þetta sést vel hér á íslandi þegar orðum er skipulega snúið upp í andstæður sínar, „víðsýni" er til dæmis ekkert annað er auðsveipni við sérhags- muni og „frjálslyndi" jafngildir ör- læti á almannafé. Skilgreining Konfúsíusar á hinni ákjósanlegustu sljómskipan vekur líka til umhugsunar um stjóm- máladeilur á okkar dögum. Hún er stutt og laggóð: „Nærstaddir gleðj- ist og fjarstaddir korni." Sam- kvæmt því ætti helst að athuga, hvemig menn greiöa atkvæði með fótunum, þegar velja á stjómskip- an. Sú atkvæðagreiðsla leiðir ótví- rætt í ljós, að kapítalismi sé ákjós- anlegastur. Menn vilja frekar búa í Bandaríkjunum en Mexíkó, frek- ar í Hong Kong en Kínaveldi. Því meiri kapítalismi sem stund- aður væri' á Islandi, því líklegra væri með öðrum orðum, að íslend- ingar héldu hér kyiru fyrir, en landið breyttist ekki í þjóðgarö. Meö gagnkvæmni að leiðarstjörnu Siðaboðskapur Konfúsíusar KjáUaiinn Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson dósent í stjórmálafræði hvíldi á gagnkvæmnishugtakinu. Hann var eitt sinn spurður: „Er eitthvert orð, sem hafa má að leið- arljósi alla ævi?“ Því svaraði hann svo: „Það er þá helst orðið tillits- semi: Leggðu ekki á aðra menn það, sem þú vilt ekki, að lagt sé á þig.“ Þetta er eins konar lágmarks- útgáfa af boðorðinu í Matteusar- guðspjalh: „Það, sem þér vhjið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Konfúsíus gengur skemur en Kristur; hann krefst minna af okk- ur mönnunum; en segja má, að kenning hans fahi að sama skapi betur að manneðlinu; hann er raunsær, hagsýnn og jarðbundinn. Hann leggur líka áherslu á lang- tímahugsun fremur en skamm- sýni. „Sá, sem hugsar ekki langt, þarf einatt að hafa áhyggjur af því, sem er á næstu grösum," segir hann. Getur verið, að þeim þjóðum af kín- verskum uppruna, sem lausar hafa verið við kommúnisma, hafi vegnað svo vel síðustu áratugi, af því að þær hafi ávaxtað arf Konfúsíusar? Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Konfúsíus gengur skemur en Kristur; hann krefst minna af okkur mönnun- um; en segja má, að kenning hans falli að sama skapi betur að manneðlinu; hann er raunsær, hagsýnn og jarð- bundinn.“ Skoðaiúr annarra Málin verði endurskoðuð „Nokkur dæmi hafa einnig komið upp í kringum sýslumannsembætti landsins, þótt engin séu eins sláandi og það sem nú er að gerast á Siglufirði. Þar virðist hafa ríkt ástand sem enginn þekkir hhðstæðu um hér á landi án þess að eftir því hafi verið tekið af eftirhtsaðhum í dómsmálaráðuneytinu.. .Þetta hlýtur að leiða hugann að því hvort ekki sé þörf á að endurskoða eitthvað máhn inni í dómsmálaráðu- neytinu. Það virðist ekki duga að skipta um ráð- herra og aöstoðarmann hans með reglulegu milli- bih.“ Úr forystugrein Pressunnar 16. júní. Skjól í upprunanum „Vaxandi erlend samskipti auka þörfina fyrir þjóöfélagsþegnana að finna sér skjól i uppruna sínum og þjóðlegum sérkennum. Slíkt er jafn heiibrigt og ofstækisfuh þjóðemishyggja er óhehbrigð. Fordóma- laus yfirsýn er nauðsynleg jafnhhöa rækt við þjóð- menninguna.“ Úr forystugrein Tímans 17. júní Úrræðalaus f lokkur „Sá hresshegi andblær sem fylgdi Kvennahstan- um hefur breyst í lognmohu. Flokkurinn hefur á að skipa einum kröftugum talsmanni sem höfðar th almennings. Þaö dugar skammt fyrir flokk sem hef- ur engar hugmyndir, engin úrræði, enga stefnu. Phsaþytur Kvennahstans á Núpi boðar ekkert nýtt. Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður Alþýðu- flokksins hefur haft margfalt meiri áhrif á glæsheg- um ferh en samanlagöur þingflokkur Kvennahstans í tíu ár.“ Úr forystugrein Alþýðublaðsins 17. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.