Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1993 Fréttir Öryggiskerfi hafa verið sett upp í skólum í Kópavogi: Stórlega dregið úr innbrot og skemmdarverkum - kveikt var í einum skóla og hótauir bárust um fleiri íkveikjur í byrjun þessa mánaðar voru milli 10 og 20 rúður brotnar i Snælandsskóla í Kópavogi. Á myndinnl sjóst lögreglumenn vinna að mælingum fyrir skýrslugerð. Sennilega verður minna um sjón sem þessa í framtíðinn. DV-mynd Sveinn „Það hefur stórlega dregið úr inn- brotum og skemmdarverkum á grunnskólunum á þessu ári. Það er án efa því að þakka að viö erum að leggja lokahönd á aö koma upp öflug- um þjófavamarkerfum í öllum skól- unum. Síðan er á það að benda líka að forráðamenn skólanna hafa beitt sér mjög í áróðri við foreldra og böm og það virðist hafa skilað talsverðu," segir Siguröur Hafsteinsson, tækni- fræðingur hjá tæknideild Kópavogs- baejar. A seinasta ári var brotist inn í 26 skóla, skóladagheimib, íþróttahús og leikskóla í hænum en stórlega hefur dregið úr þeim eins og Sigurður seg- ir. Að auki vom einnig unnin skemmdarverk á flestum stöðunum og tjón af þess völdum hleypur á mflljónum króna. „Eg held að það sé nú ekki rétt að ég sé að upplýsa nákvæmlega hvem- ig kerfin, sem sett hafa verið upp, em upp byggð, en þetta era mjög öflug kerfi og þau era nú þegar búin að sanna gildi sitt á fleiri en einum stað. Til dæmis er þama um hreyfiskynj- ara og eldvamabúnað að ræða, því að í fyrra var kveikt í Kársnesskóla og hótað var að kveikja í öðrum skóla og á þetta er litið mjög alvarlegum augum og ég tala nú ekki um ef þetta kemur upp á þeim tíma sem skólam- ir era starfandi og í þeim em böm og starfsfólk,“ segir Siguröur. -pp Mikil ásókn í kennarastöður Nokkuð hefur borið á ásókn kenn- ara í lausar stöður í framhaldsskól- mn á höfuðborgarsvæðinu og má sem dæmi nefna að 60 manns sóttu um fjögur stöðugildi í Kvennaskól- anum. Sama mun vera uppi á ten- ingnum í öðrum framhaldsskólum í Reykjavík. „Þetta kemur til vegna erfiðs atvinnuástands hjá kennur- um,“ sagði Eggert Lámsson, formað- ur HÍK. „Nú er meira atvinnuleysi þjá kennurum en verið hefur í ára- raðir og upp á síðkastið eru réttinda- kennarar frá Reykjavík farnir aö sækjast eftir vinnu úti á landi í meira mæh en gerst hefur áður,“ sagði Eggert. Skólamenn segja aö minna sé nú auglýst af lausmn kennarastöðum en áður. Bæði sé verið að skera niöur kostnað vegna samdráttar og rétt- indalausir kennarar, svokallaðir leiöbeinendur, hafi í auknum mæh náð sér í réttindi til þess að auka atvinnuöryggi sitt. ____ -bm Byssumálið: Gæsluvarðhald til 5. júlí Piltamir þrír sem réðust inn í byssuverslun í Kópavogi og ógnuðu eiganda með óhlaðinni haglabyssu vom úrskurðaðir í gæsluvarðhald, að kröfu RLR, tíl 5. júU. Eigandi verslunarinnar notaði táragas tU að yfirbuga pUtana og náði aö halda einum þeirra eftir átök þar til lögregla kom á vettvang. Ekki er vitað hvort þeir vom ölvaðir en blóðsýni vom tekin úr þeim og em þaunútílrannsóknar. -pp á íslandi Bandarikjaforseti hefur nú skipað nýjan sendiherra á íslandi en eins og DV greindi frá fyrir skömmu em tíu mánuðir síðan Sig Rogich fór héðan tíl að sinna kosingabaráttu George Bush. Nýi sendiherrann heitir Parker Borg. Hann hefur starfaö í bandarísku utanríkisþjónustunni síðan 1965 og hefur m.a. starfað í Vietnam ogMalasíu. bm/reuter í dag mælir Dagfari_'____________ Heiðurshjólastólar MerkUeg staða hefur komið upp í Malaví. Þar hefiir Hastings Banda stjómað í þijátíu ár með þeim ár- angri að þjóðir heimsins hafa bann- fært hann fyrir einræði og ofríki. Banda er bæði þjóðarleiðtogi og æðsti stjómandi. Þaö þýðir í raun að orö hans em lög og öU mótstaöa hefur verið brotin á bak aftur. Andstæðingar em drepnir eöa í besta faUni látnir dúsa í fangelsi svo lengi sem Banda hentar og það teljast ættjarðarsvik ef menn hyggjast bjóða sig fram gegn hon- um eða flokki hans. Nú hefur það gerst að Banda hef- ur efnt til kosninga að kröfu er- lendra þjóða, enda fengi hann ekki framlög til þróunarverkefna eða aðra Uðveislu utan úr heimi nema hann slakaði á klónni. Banda, sem hefur sett það í stjómarskrá aö hann sé lífstíðarforseti þar tU hann veröur hundraö ára, lét þess vegna tiUeiöast. Hann varð hins vegar fyrir því óláni að mikUl meirihluti þjóðarinnar hafnaði flokki hans og vildi lýðræðislegar kosningar. Banda situr hins vegar sem fastast og vísar til eilifðartignar sinnar. Banda þessi er sami maöurinn og utanríkisráðherra íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, heimsótti í vetur og gaf góða einkunn. Jón Baldvin taldi Banda djúpvitran mann og gat enginn mótmælt þeirri fuUyrðingu af þeirri einföldu ástæðu að Jón Baldvin er eini utan- ríkisráðherra umheimsins sem hefur sótt Banda heim og gert sér far um að kynnast gáfnafari hans. Því verður heldur ekki neitað að Hastings Banda í Malavi hefur sýnt fram á að það getur verið kostur að hafa stjóm á þjóð sinni. Sljóm- málamenn geta þar af leiðandi margt lært af Banda hinum djúp- vitra og ekki síst það aö ástæðu- laust er að taka of mikið mark á kosningum. Enda þótt kosningaúr- sUt séu óhagstæð er enginn kominn tU með að segja að þau beri vott um aö þjóðarleiðtogar þurfi að vikja. Það finnst Banda ekki og lætur því ekkert á sig fá enda þótt kjósendur hafni honum og flokki hians. Andstæðingar hans hafa stungið upp á að Banda fái aö vera þjóðar- leiðtogi fram að næstu áramótum í nokkurs konar heiðurshjólastól. Þetta er góð hugmynd og kemur víöar til greina heldur en í Malaví. VandamáUð hér heima hefur ekki síst verið óvissan sem fylgir kosn- ingum. Þeir menn sem hafa náð völdum vita aldrei hvort þeir fái aö ráöa áfram. Þeir þurfa að víkja ef þeir tapa í kosningum. Þetta ástand skapar glundroða og festu- leysi í stjómmálum og landstjóm- inni. Almenningur veit heldur aldrei hvort þvi megi treysta að flokkurinn sem kjósendur styðja muni ráöa fram út þeirra málum, þegar kem'ur að stöðuveitingum, peningafyrirgreiöslu eða friðind- um. Það er engu að treysta í óróa lýðræðisins. Jón Baldvin hefur áreiðanlega áttað sig á þessum mun, sem ann- arsvegar er á lifstíðarstjórn Banda og skammvinnum ráðherravöldum hér heima. Þess vegna Uggur Jóni tíl aö mynda svona á þegar hann þarf aö koma krötunum í bitling- ana og þess vegna gat Daviö ekki beöiö með að skipa Hrafn í fram- kvæmdastjórastöðuna í Sjónvarp- inu. Slíkum nauðsynjaverkum verður að koma í verk áður en aðr- ir taka við. Ef fyrirkomulag Banda væri tek- ið upp hér á landi mættu aflóga póUtíkusar og úr sér gengnir ráð- herrar eiga von á heiðurshjólastól- um þegar þeir verða hundrað ára eða hafa stjómað í hundrað ár, hvort sem það verður hjólastóU í sendiráði eða ríkisbanka. Enda hefur hugmyndin faUið í góðan jarðveg. Friðrik Sophusson sagði á dögunum, þegar hann var spurður um umdeUdar stöðuráðn- ingar, að menn ættu ekki að gjalda fyrir það að vera í póUtík og honum fannst það ósanngjamt eins og Banda hinum djúpvitra að þjóðin fengi ekki notíð starfskrafta og reynslu stjómmálamanna þótt þeir þyrftu að hætta eftir að hafa tapað kosningum. Viðbrögð Banda við tapinu í kosningunum í Malaví era sömu tegundar enda djúpvitur maður annars vegar, eins og þeir em allir þessir ágætu stjómmálamenn hér heima, sem afneita því almenning- sáUti sem hefur á móti því að menn séu settir í heiðurshjólastóla þegar kjósendur vflja losna við þá. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.