Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1993 Fólk í fréttum dv Guðmundur Eiríksson Guðmundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur og sendiherra, Frosta- skjóli 27, Reykjavík, var í DV-frétt á föstudaginn fenginn til að segja álit sitt á úrskurði Alþjóða dómstólsins í Haag er varðar ágreining Dana og Norðmanna um mörk milli Græn- lands og Jan Mayen. Starfsferill Guðmundur fæddist í Winnipeg í Kanada 26.10.1947. Hann stundaði nám við MR1963-65, lauk B A-prófi frá Rutgers University í Bandaríkj- unum 1970, BS-prófi í byggingaverk- fræði þaðan 1970, B A-prófi í lögfræði frá King’s College, Lundúnaháskóla 1973, MA-prófi í lögfræði frá Col- umbia University í New York 1974, prófi í kerfisfræði frá RCA Training Institute í Bandaríkjunum 1970 og var gistifræðimaður við háskólann í Virginíu 1984 og 1985. Guðmundur var byggingaverk- fræðingur hjá Parsons, Brinkerhott, Quade and Douglas í New York, hjá Tumer Construction í New York og hjá borgarverkfræðingi í Reykjavík 1969-74, kerfisfræðingur hjá RCA Corporation í New York og Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1970-74, lögfræðingur hjá Chadbourne, Parke, Whitesede and Wolfe í New York 1973, fulltrúi í hafréttardeild Sþ í New York 1974-76, þjóðréttar- fræðingur í utanríkisráðuneytinu frá 1977 og seniherra frá 1988 auk þess sem hann hefur verið stund- kennari við HÍ frá 1987. Guðmundur var í sendinefnd ís- lands á þriðju hafréttarráðstefnu SÞ 1977-82, í sendinefnd íslands á árs- fundum Alþjóða hvalveiðiráðsins frá 1986 og fjölda annarra opinberra íslenskra nefnda frá 1977. Hann var forseti NASCO1984-88, í alþjóðalaganefnd Sþ frá 1987, í al- þjóðanefnd Rauða kross íslands frá 1985, í stjóm körfuknattleiksdeildar KR1982-86, formaður tennisnefndar ÍSÍ1986-87, í stjórn Tennissam- bands íslands, 1987-90, stjórnar- formaður styrktarfélags íslensku óperunnar 1987-88, í kór íslensku ópemnnar frá 1987 og í háskólaráði Rutgerrs University 1968-70. Fjölskylda Kona Guðmundar er Þórey Vigdís Ólafsdóttir, f. 30.12.1949, sálfræðing- ur og félagsráðgjafi. Hún er dóttir Ólafs Björns Guðmundssonar lyfja- fræðings og Elínar Maríusdóttur húsmóður. Börn Guðmundar og Þóreyjar em Guðrún Dögg, f. 29.6.1973, nemi; Ólafur Bjöm, f. 6.5.1977; Elín Vig- dís, f. 31.10.1985; Helga, f. 22.7.1988. Systkini Guðmundar era Brynj- ólfur, f. 22.10.1946, fylltrúi, og Guðný, f. 29.1.1950, lífefnafræðing- ur. Foreldrar Guðmundar: Eiríkur Sverrir Brynjólfsson, f. 7.9.1903, d. 21.10.1962, prestur á Utskálum og í Vancouver i Kanada, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 15.11.1909, hús- freyja. Ætt Eiríkur var sonur Brynjólfs, b. í Skildinganesi, Gíslasonar, prests á Reynivöllum, bróður Ingibjargar, móður Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar. Gísh var sonur Jó- hannesar, hreppstjóra í Hofsstaða- seh, bróður Guðmundar á Mikla- holti, afa Jóhannesar bæjarfógeta, afa Matthíasar Johannessen, skálds og ritstjóra. Annar bróðir Jóhann- esar í Hofsstaðaseh var Hallur, faðir Sigurðar, langafa Páls Péturssonar á Höhustöðum. Móðir Brynjólfs var Guðlaug, systir Ingibjargar, móður Ólafs Briem, fyrsta formanns Fram- sóknarflokksins, Páls Briem amt- manns, og Eiríks Briem.prófasts og alþingismanns. Guðlaugvar dóttir Eiríks, sýslumanns í Kollabæ í Fljótshlíð, Sverrissonar, bróður Þorsteins, afa Kjarvals. Móðir Eiríks Sverris var Guðný Jónsdóttir, prófasts á Auðkúlu Þórðarsonar, og Sigríðar, systur Guðlaugar og Ingibjargar frá Kollabæ. Guðrún er dóttir Guðmundar, út- gerðarmanns í Gerðum í Garði, Guðmundur Eiríksson. Þórðarsonar b. á Neðra-Hálsi Guð- mundssonar, b. í Laxámesi, Gísla- sonar, b. og hreppstjóra í Hrísakoti, Guðmundssonar. Móðir Guðmund- ar í Gerðum var Guðrún Guð- mundsdóttir, vinnumanns á Bessa- stöðum, ísakssonar. Móðir Guðrúnar yngri var Ingi- björg Jónsdóttir, b. í Káraneskoti, Erlendssonar, óðalsb. á Brunna- stöðum á Vatnsleysuströnd, Jóns- sonar. Móðir Ingibjargar var Ingi- björg Guðmundsdóttir, b. í Káranes- koti, Magnússonar, b. á írafehi, Kortssonar. FYRIRTÆKJASALA - BÁTASALA Okkur vantar fleiri fyrirtæki og báta á söluskrá. Fyrirtækja- og bátasala Húsafells Langholtsvegi 115 - s. 680445 Halldór Svavarsson sölustjóri Afmæli Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í gerð bílastæðis og götu við Reykjaveg í Laugardal ásamt niðurfallalögnum, hellulagningu, götulýsingu o.fl. Helstu magntölur eru: Undirbúningurundirmalbik 6.500 m3 Frárennslislagnir 184m Hellulagning 650 m2 Verkinu skal lokið fyrir 15. september 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opriuð á sama stað þriðjudaginn 29. júní 1993 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3: - Sími 25800 . IFord Econoline Club Wag- on ’92, dísil, 12 manna, sjálfsk., ek. 38.000. V. 2.800.000. ■ Mercedes Benz rúta ’83, "yfirfarin vél, 21 manns, .góður bíll. BÍLASALA Ford Econoline XL ’91, 5,0 I., sjálfsk., 33" dekk, ek.l 40.000. V. 1.980.000. VSk| bíll. Mercedes Benz 613 ’85,| ek. 227.000. V. 1.150.000. BfLDSHÖFÐA 5 • 112 REYKJAVÍK BÍLALEIGA SfMI (91)674949 Sólveig Auðnr Friðþjófsdóttir Sólveig Auður Friðþjófsdóttir, skrif- stofumaður hjá Glóbusi, Vahargerði 28, Kópavogi, er fimmtug í dag. Starfsferill Sólveig er fædd í Reykjavík. Ólst hún þó upp á Akranesi. Er hún var 17 ára fluttist hún til Reykjavíkur. Starfaði hún við Sundlaug Kópa- vogs í ein 15 ár en hefur starfað hjá Glóbusi í hálft annað ár. Sólveig sat í stjóm starfsmannafé- lags Kópavogs um skeið. Fjölskylda Sólveig giftist 11.9.1965 Eysteini B. Guðmundssyni, f. 11.9.1941, verslunarstjóra. Hann er sonur Guðmundar Bergmann Björnsson- ar og Gróu Skúladóttur. Þau em bæðilátin. Böm Sólveigar og Guðmundar eru tvö: Friðþjófur, f. 8.7.1965, giftur Lilju Baldursdóttur og eiga þau eina dóttur; Bergdís, f. 11.111972, há- skólanemi, unnusti hennar er Har- aldur Haraldsson háskólanemi. Systkini Sólveigar eru: Valgeir, rafvirkjameistari í Kópavogi; Bót- hildur, húsmóðir í Reykjavík, gift Finnboga Baldurssyni og eiga þau tvö böm; Helgi, búsettur á Fá- skrúðsfirði, kvæntur og á eitt bam; Valgerður, húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Jónssyni og á hún fjögur böm; Fíóla, sjúkrahði í Reykjavík, fráskihn og á tvö börn. Sólveig er dóttir Friðþjófs Helga- sonar, nú látinn, bifvélavirki hjá slökkviliðinu í Reykjavík, og Berg- dísar Ingimundardóttur húsmóður. Sólveig er nú stödd á Sant Peters- Sólveig Auður Friðþjófsdótiir. burg Beach í Bandaríkjum Norður- Ameríku, Hótel Tradewings, fax. 813/360-3848. Til hamingju með afmælið 21. júní Árný Sigurðardóttir, Móatúni 2, Tálknafirði. 80 ára Ingibjörg Kristj ánsdóttir, Skjólvangi, Hrafnistu í Hafnarfiröi. Ingibjörg verður að heiman á af- mælisdaginn. Frímann Jónsson^ fyrrv. fram- kvæmdastjóri ísagahf., Áhheimum 40, Reykjavík. Frímanntekur ámótigestumí félagsheimíh Ral'magnsveitu Reylcjavíkur við Elliðaár á afmæl- isdaginn mxlli kl. 16.00 og 19.00. Svala Eyjólfsdóttir, Miðleiti 7, Reykjavík. Sigrún Hóhnkelsdóttir, Laugarnesvegi 64, Reykjavík. Katrin Asgeirsdóttir, Bogaslóð 4, Höfn í Hornafirði. Kristín Kristmundsdóttir, Vogatungu 47, Kópavogi. 70ára Friðrik Ketilsson, Rauöumýri 10, Akureyri. Sólveig Kristjánsdóttir, Nökkvavogi42, Reykjavík. veröuraðheiman Ey rún Maríusdóttir, Vesturbergi 59, Reykjavík. 60 ára Helga Hrönn Unnsteinsdóttir, Helgamagrastrætl 2, Akureyri. Ingi Hólmar Jóliannesson, Skaröshlíð 18 A, Akureyri. 50 ára Ólöf Þórey Haraidsdóttir, Miklubraut 56, Revkjavik. ; Margrét Ragnarsdóttir, Arnartanga 13, Mosfellsbæ. David West, Hofteigi 8, Reykjavík. Ásgeir Eyjólfsson, Máshólutn 11, Reykjavík. 40ára Jóhann Friðriksson, Birkihlíð 27, Sauðárkróki. Guðmundur Sigurvinsson, Heiðarbrún 4, Bolungarvík. Jón Bjartmar Hermannsson, Reykjavegí 54, Mosfehsbæ. Úlfar Steingrímsson, Kroppi, Eyjaíjarðarsveit. Bergsveinn Jóhannesson, Skipholti 10, Ólafsvík. ■ Edda Björk Þórarinsdóttir, Skarðshlíö 26 D, Akureyri. Grétar Guðmundsson, Keilugranda 8, Reykjavík. Brynjólfur Jóbannesson, Vesturási27,Reykj avík. f:, Sveinn Bergmann Bjarnason, Lönguhlið 3, Reykíavik. Hans Henrik Schröder, Birkigrund 5, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.