Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ 1993 Menning Menningartímaritið Bjartur og frú Emilía vekur athygli: Leggjum áherslu á samtímabókmennfir - segir Snæbjöm Amgrímsson, einn aðstandenda tímaritsins Áskrifendur að Bjarti og frú Emilíu eru um eitt þúsund talsins. Snæbjörn Arngrímsson er hér að ganga frá og póstleggja nýjasta hefti tímaritsins til áskrifenda. DV-mynd JAK Það virðist við fyrstu hugsun ekki vera gæfulegur kostur að gefa út menningatímarit á íslandi. Lesenda- hópurinn er ekki stór og útgáfa slíks tímarits dýr ef vandað er til verks. Tímaritið Bjartur og frú Emilía er menningartímarit sem er á góðri leið að festa sig í sessi. Rit þetta sem legg- ur megináherslu á bókmenntir og leiklist kom fyrst út 1991 og vakti þá strax athygli fyrir vandað efni og fallegan frágang. Fáir hafa þó búist við að langur útgáfuferill væri fram- undan en fórnfúst starf og bjartsýni hefur skiiaö árangri og í dag er Bjart- ur og frú Emilía búið að vinna sér fastan sess í menningarlífi landsins enda ávallt forvitnilegt tímarit þar sem metnaður er í fyrirrúmi. Enginn sérstakur ritstjóri er titlaður en ábyrgðarmaður er Snæbjöm Arn- grímsson og var hann fenginn til að segja frá tilurð tímaritsins og bókaút- gáfu fyrirtækisins. Þúsund áskrifendur „Upphafið að tímaritinu Bjartur og frú Emilía tengist bókaútgáfu fyrir- tækisins. Okkur datt í hug að besta leiðin til að kynna bækur okkar væri að gefa út tímarit. Við vorum að gefa út bækur efdr höfunda sem ekki voru þekktir hér á landi, meðal ann- ars Kazuo Ishiguro. Tímaritsútgáfan tókst það vel að ráðist var út í áfram- haldandi útgáfu og hefur vegur tíma- ritsins verið að aukast með hverju hefti og áskrifendum fjölgar. í dag eru um það bil 1000 áskrifendur að tímaritinu." Ekki vildi Snæbjörn meina að erf- itt væri að halda úti útgáfu menning- artímarits hér á landi ef rétt væri staðið að hlutunum: „Við teljum okk- ar hafa nokkra sérstöðu meðal menningarrita hér á landi. Bjartur og frú Emilía leggur áherslu á nú- tímaleikhús og samtímabókmenntir og er hvert hefti þemahefti. Þau tvö menningartímarit sem að staðaldri koma út eru á öðru róli. Á þessu ári gefum við út fjögur hefti. Út eru kom- in tvö, sérrit um Franz Kafka og hefti sem tileinkað er Þýskalandi. Það hefti er afrakstur samstarfs þýskra og íslenskra skálda. í mars síðast- liðnum komu til landsins nokkur þýsk skáld en áður höfðu skáld þessi tekið á móti íslenskum skáldum í Þýskalandi, þýtt Ijóö þeirra og gefið út í Þýsklandi. Með sérritinu um Þýskaland er verið að koma ljóðum þessara þýsku skálda á framfæri á sama hátt og var gert við íslensku ljóðin í Þýskalandi. Næsta hefti, sem væntanlega kemur út í ágúst, ber undirskriftina Margbrotið hefti. Þar ritstýra heftinu sex eða átta skáld, Guðbergur Bergsson, Kristín Ómars- dóttir, Þórunn Valdimarsdóttir og Bragi Ólafsson svo einhver séu nefnd. Fá skáldin hvert um sig tíu síður í heftinu og mega þau velja efni á síðurnar. í haustheftinu verður svo kynnt það sem er efst á baugi í út- löndum, auk þess sem bækur er koma út á vegum Bjarts í haust verða kynntar." Allar skuldir greiddar upp á árinu Eingöngu frumsamið efni er birt í Bjarti og frú Emilíu og sagði Snæ- bjöm að tímaritinu bærist mikið af frumsömdu efni og segði það nokkuð til um útbreiðslu þess: „Við getum ekki verið annað en ánægð með gang mála. Við byrjuðum með því að setja okkur í skuldir en klárum að greiða þær upp á þessu ári. Daglega bætast við áskrifendur, en útgáfan byggist nær eingöngu á áskrifendum og þetta hefur tekist án þess að hafa lagt út í neinn sérstakan kynningarkostnað." Bjartur var stofnaður sem bókaút- gáfufyrirtæki og starfar enn sem slíkt: „Við leggjum áherslu á að gefa út fagurbókmenntir, fáar bækur á hveiju ári, frumsamdar bækur og bækur nútímarithöfunda sem vakið hafa athygli úti í heimi. Nú er að koma út ný ljóðabók eftír Braga Ól- afsson, Ytri höfnin, og í haust verður geíin út bók eftír japanskan rithöf- und sem slegið hefur í gegn bæði i Bandaríkjunum og Evrópu, Banana Yoshimoto, og bók eftir Paul Auster, er það fyrsta bókin í New York-þrí- leik hans sem hann er þekktastur fyrir.“ Hækkar um eina krónu á hverju ári Eins og kunnugt er leggst virðis- aukaskattur á bækur og tímarit í júlí og á sjálfsagt eftir að hafa áhrif á sölu bóka og tímarita. Ekki taldi Snæbjörn það hafa mikil áhrif á út- gáfuna hjá Bjarti. „Virðisaukaskatt- urinn kemur aðeins til með að stappa stáhnu í okkur. Allavega ætlum við ekki kippa okkur upp við að skattur- inn leggist á útgáfu okkar, höldum okkar striki. Tímaritíð hefur hækkað um eina krónu á hverju ári og svo verður áfram. Virðisaukaskatturinn kemur síðan ofan á fast verð sem fylgir ártalinu ár hvert. Bækur okkar eru þannig verðlagðar að hækkunin verður óveruleg. Það er helst að þeir sem eru að gefa út dýrar bækur verði áþreifanlega varir við viröisauka- skattinn. Sjálfsagt eiga margir eftír að standa tæpt þegar upp er staðið og reikningar gerðir upp, en við munum halda okkar útgáfu áfram af sama krafti og áður. -HK Dr. Jónas Kristjánsson, höfundur Handritaspegils, er hér fyrir miðri mynd með bók sína. Með honum á myndinni eru taldir frá vinstri: Sigurður Lfn- dal prófessor, Þorgeir Baldursson, framkvæmdastjóri Odda, og Sverrir Kristinsson bókaútgefandi. Handritaspegill: Innsýn í fegurð og glæsi- leik íslensku handritanna Út er komin á vegum Hins ís- lenska bókmenntafélags Handrita- spegill eftir dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumann Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi. Bókin, sem er hin glæsilegasta, veitír innsýn í íslensku handritin og er með fjöl- mörgum litmyndum úr þekktustu fornbókmenntum okkar. Sagt er frá hvemig handritin uröu til og gerð grein fyrir hinum fomu sögum og ljóðum. Inn í meginmál bókarinnar er skotíö völdum köflum úr bók- menntunum, þar á meöal þáttum úr íslendingasögunum. Fjallað er um sögu íslensku þjóðar- innar, sljómskipan hennar og menn- ingu frá landnámstíð og fram eftir öldum. Einkum er íjallað um gömlu handritin og þær merku bókmenntir sem þær hafa að geyma. Höfundur bókarinnar, Jónas Kristjánsson, er einn kunnasti fræði- maður íslands á sviöi fomrar sögu og bókmennta. Hann hefur samið íjölmargar bækur og ritgerðir, ann- ast vísindalegar útgáfur og þýtt merk rit úr erlendum málum. HandritaspegUl er nú gefinn út á íslensku og er enskrar þýðingar að vænta síðar í sumar. í undirbúningi er að gefa bókina út á þýsku og frönsku. -HK fstenskadans- flokknum vel tekiðíBonn íslenski dansflokkurinn var á meðal flölmargra islenskra lista- manna sem tóku þátt í Reykjavík- urdögum í Bonn og var honum ntjög vel tekiö. Uppselt var á sýn- inguna í Kammerspiele leikhús- inu sem er eitt af betri leikhúsum Þýskalands. Á sýningunni voru sýnd þijú dansverk: Evridís eftír Nönnu Ólafsdóttur við tónlist Þorkels Sigurbjömssonar og tvö verk eftir Wiiliam Soleau, Bach svitur og Styravinskí skissur. Tíu dansarar tóku þátt í sýningunni. Gunnar Dal hefur nýverið sent frá sér heimildaskáldsöguna Harður heimur. Þar styðst hann við þann heimssögulega atburð þegar Regan og Gorbatsjov hitt- ust í Höföa í Reykjavík. í bókinni er lýst hvemig sagan stjómast af lögmálum orsaka og afleiðinga. Margt þekkt fólk kemur viö sögu í sögu Gunnars Ðal, ekki aðeins erlendir stjómmálamenn, heldur einnig innlendir. Höfundur setur fram skoðanir sinar sem ónafn- greindur íslendingur og í lokin er bragöið upp framtíðarsýn. Norrænirríthöf- undarmótmæla Nýlega lauk ársfundi Norræna rithöfundaraðsins í Reykjavik. Þar var meðal annars til umíjöll- unar virðisaukaskattur á bækur. Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem meöal annars stóð: „Nú eru þeir tímar að menningarlegt sjálístæði smáþjóða á í vök að verjast, meðal annars vegna nýrrar tækni og framþróunar í fjölmiölun og ennfremur vegna pólitískra og efnahagslegra sam- skipta. Við slíkar aöstæður er skattlagning af þessu tagi sér- stakt áhyggjuefni. Norræna rit- höfundaráðiö skorar því á íslensk stjórnvöld að hætta við áætlanir sínar um álagningu virðisauka- skatts á bækur, blöð og tímarit. Þekkturlistfræð- inguroggagnrýn- andi á listahátíð Pierre Restany, þekktur fransk- ur listfræöingur og gagnrýnandi, mun halda fyrirlestur í kvöld í tengslum við Listahátíð í Hafnar- firði. Restany hefur veriö gagn- rýnandi í 35 ár og ákaft og hnit- miðað starf hans hefur gert hann að heimsþekktri persónu sem fer ótroönar slóðir í listheiminum. Ótal rítgerðir hafa birst eftir hann, bæði í blöðum og tímarit- um. Auk þess hefur hann farið í margar fýrirlestraferðir og setið í dómnefndum í sambandi við alþjóðlegar sýningar. Fyrirlest- urinn er í Straumi og hefst ki 17.00. Jóhann Mártii Bandaríkjanna ÞórhaliurÁaraundss., DV, Sauðáikrólá Jóhann Már Jóhannsson, bóndi og söngvari, hefur þegiö boð um aö fara til Bandaríkjanna ásamt undirleikara sínum, Sólveigu Einarsdóttur, og syngja á skand- inavískri miösumarshátið sem haldin verður 26. júni. Hátíð þessi er árviss og alltaf haldin um Jóns- messuna. Aöalforsprakkinn í þessu félagi heyrði í Jóhanni á ferðakaup- stefnu sem haldin var á Akureyri og bauö þeim. Jóhann sagöi að- spuröur að hann hefði búist við aö verða aukanúmer á þessari hátíö en annað hafi komið í Ijós. hann verður eitt aðalnúmerið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.