Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ1993 15 Hrunadans Einn af skeleggum talsmönnum kapítalismans, Hannes Hólm- steinn, segir fólk oft tortryggiö á þaö sem hann kallaði nánast „skrykkjótta leið kapítalismans til velferðar". Varla furða það. Þetta hagkerfi (með mismunandi miklu ríkisívafi) og nokkur tilheyrandi stjórnkerfi (allt frá fasisma til hærilega slétts og felids borgarlýð- ræðis) hefur mótað heiminn öðru fremur í vel á aðra öld. Eftir standa iðnríki sem ekki geta séð öllum fyrir sæmilegri afkomu, hálfkæft lífríki, kengboginn þriðji heimur- inn og tugir styijalda. Þessi „skrykkjótti" veruleiki fær frjáls- hyggjumenn til að hrósa happi yfir kapítalismanum en lýsa sósíahs- mann dauðan eftir rúmlega hálfrar aldar „skrykkjótt" ferh. Og þeir KjaUaiinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur „Glóruleysi kapítalismans (og það „mjúkrar“ útgáfu hans) sést vel hér á landi. Ofvinna eða atvinnuleysi er til skiptis hlutur launafólks. iniumamuig „Milljarðar eru settir út í bláinn i ónotað verslunar- og iðnaðarhús- naeði...“ staldra við tortryggni alþýðu- mannsins í garö svona vegferðar og verja hana sem „hið skásta sem völ er á“. Glóruleysið Glóruleysi kapítahsmans (og það „mjúkrar" útgáfu hans!) sést vel hér á landi. Ofvinna eða atvinnu- leysi er til skiptis hlutur launa- fólks. Mihjarðar eru settir út í blá- inn í ónotað verslunar- og iðnaðar- húsnæði, innlend framleiðsla er stórskert með skefjalausum inn- flutningi. Dýrri orku er sólundað til að flytja inn vörur sem nánast hggja í bakgarði manna. Hráefni flutt út vegna stundargróða. Mihj- örðum er veitt til lána í skipulags- laus verkefni þar sem allt of marg- ir sehast th og ótal gjaldþrot verða, bæði vegna of margra fyrirtækja og starfsemi án nokkurs raunhæfs undirbúnings: Saltverksmiðja, loð- dýr, fiskeldi, orkuver, útgerð stórra fiskiskipa... o.s.frv. Fólki er ýtt úr héruðum og bæjum í nafni óskhj- anlegrar „hagkvæmni" og fámenni nokkurt hefur nær ótakmarkaðan aðgang að fé banka og sjóða; stend- ur aht í einu gjaldþrota með hundr- aða mhljóna króna skuldir á mann og getur svo jafnvel stofnað ný fyr- irtæki th að snuða skuldunautana eða ríkið. Hundruð gjaldþrota á ári láta mihjarða gufa upp; bara í veit- ingahúsarekstri hafa tapast 1-2 mhljarðar á áratug eða svo! Og til hvers? er spurt. Th þess að kapítal- isminn geti haldið áfram sína „skrykkjóttu velferðarleið"? Ekki furða Nei, menn geta varla furðað sig á skhningsleysi vinnandi alþýðu á kapítahsmanum; nema til að sanna að siðfræði, heimspeki, staða í framleiðslunni og stjómmál skipta mönnum í fylkingar sem ekki geta náð saman. Enda ekki ástæða th að eyða tíma í að sætta hið ósættan- lega. Þess vegna er dapurlegt að horfa upp á verkalýðsforystuna (næstum alla) hugsa um það eitt að aðstoða atvinnurekendur og rík- isráðna samstarfsmenn þeirra við að lappa upp á glóruleysið. í samn- ingum (og reyndar th nýrrar stefnu verkalýðshreyfingarinnar) ætti að leggja fram kröfur um að stöðva hrunadansinn og finna alveg ný dansspor. Og þá upp á eindæmi launamanna og einyrkja th sjávar og sveita, ef ekkert annað dugar: Hagkerfi sem leggur þarfir þjóðfé- lagsins sem félagseiningar th granns í stað fjárfestingaræðis ein- stakhnga. Mig hefur oft langað th að sjá þá hugsun raungerða að hin raunverulegu „athafnaskáld“ landsins; þessi með skrúflyklana, baggaböndin, netin, fiskana, tölv- umar, pensilinn og bækumar dag- inn út og inn, fái uppreisn æra. Þá kynni erfiður tangó að geta leyst skrykkjóttan hranadans af hólmi. Ari Trausti Guðmundsson Kjarabætur lífeyrisþega Nú hefur verið ákveðið hvemig kjarabótmn th elli- og örorkulífeyr- isþega, með greiðslur úr almanna- tryggingunum, verður háttað á næstunni í kjölfar kjarasamninga. Þær felast í hækkun tekjumarks gagnvart grunnlífeyri, hækkun frí- tekjumarks gagnvart tekjutrygg- ingu og svo greiðslu tekjutrygging- arauka ákveðna mánuði á árinu. Grunnlífeyrir skerðist um 25% ef skattskyldar tekjur einstaklings, aðrar en greiðslur úr lífeyrissjóði, fara yfir ákveðið tekjumark. Þetta tekjumark hækkar 1. júh og verður nú 72.394 krónur á mánuði fyrir ellilífeyrisþega og 73.921 króna fyr- ir öryrkja. Þeir sem era með tekjur undir tekjumarkinu fá fuhan grunnlífeyri frá Tryggingastofnun. Frítekjumark nefnist sú upphæð sem lífeyrisþegi má hafa í tekjur án þess að tekjutrygging hans skerðist. Er þá átt við launa-, leigu- og lífeyrissjóðstekjur, þ.e. aðrar tekjur en almannatryggingabætur. Frítekjumark er hærra gagnvart greiðslum úr lífeyrissjóði en al- mennum tekjum. Frítekjumarkið hækkar 1. júh nk. Einstakhngur má nú hafa 18.110 krónur í laun á mánuði án þess að Kjallariim Ásta R. Jóhannesdóttir deildarstjóri félagsmála- og upplýsingadeildar Trygginga- stofnunar rikisins tekjutrygging hans skerðist. Ef tekjur hans koma aðeins úr lífeyr- issjóði er frítekjumarkið hærra eða 26.308 krónur á mánuði. Hjón sem bæði era lífeyrisþegar mega hafa samtals 25.254 krónur í launa- eða leigutekjur áður en tekjutrygging þeirra fer að skerð- ast. Sameiginlegt frítekjumark þeirra gagnvart tekjum úr lífeyris- sjóði er rúmum 11 þúsund krónum hærra eða 36.832 krónur. Það er mikilvægt að lifeyrisþegar fylgist vel með upphæð frítekju- marksins hverju sinni. Tekjutrygg- ingin skerðist um 45% þeirra tekna sem era umfram það. Ymis hlunn- indi era tengd óskertri tekjutrygg- ingu. Lífeyrisþegi með fuha tekju- tryggingu getur fengið fastagjald af síma feht niður og hann greiðir aðeins fjórðung af tannlækna- og tannkostnaði, en um leið og tekju- tryggingin skerðist þarf hann að greiða símagjaldið að fullu og tann- læknakostnað að hálfu. Tekjutryggingarauki greiðist þrisvar á árinu Lífeyrisþegar með tekjutrygg- ingu munu fá tekjutryggingarauka greiddan þrisvar á árinu, það er viðbótargreiðsla sem bætist viö upphæð tekjutryggingar heimihs- uppbótar og sérstakrar heimihs- uppbótar. Tekjutryggingaraukinn er greiddur í samræmi við kjara- samninga á almennum vinnu- markaði um greiðslu láglaunabóta, orlofsuppbótar og desemberapp- bótar. í júh nk. greiðist 28% tekjutrygg- ingarauki vegna láglaunabóta, í ágúst er hann 20% vegna orlofs- uppbótar og svo kemur 30% uppbót á þessa bótaflokka í desember 1993 vegna desemberappbótar launa- fólks og í sama mánuði einnig 28% uppbót vegna láglaunabóta, þannig að tvenns konar uppbót greiðist í desember. Vegna greiðslu tekjutryggingar- aukans í júh, ágúst og desember verða greiðslur th lífeyrisþega með tekjutryggingu misháar á næst- unni. Aldraðir á dvalarheimilum og langlegusjúklingar Aldraðir, sem dvelja á stofnun fyrir aldraðra, og langlegusjúkhng- ar greiða dvalarkostnað sinn með lífeyri sínum að hluta. Hafi þeir aðrar tekjur en bætur almanna- trygginga skulu þeir halda eftir ákveðinni upphæð og það sem umfram er fer th að greiða dvalar- kostnaðinn. Þessi upphæð hækkar 1. júh. Aldraðir á dvalarheimih skulu nú halda eftir 26.308 krónum á mánuði af eigin tekjum eftir að staðgreiðsla skatta hefur verið dregin frá. Eigi vistmaður maka skiptast eigin tekjur hans jafnt milli hjóna eftir að staðgreiðsla hefur verið dregin frá. Séu tekjum- ar eftir skiptinguna hærri en 26.308 kr. fer það sem umfram er til greiðslu á dvalarkostnaði. Hið sama gjldir um langlegu- sjúklinga, en þar er upphæðin sem þeir halda eftir af eigin tekjum að frádregnum staðgreiddum skatti 21.136 kr. áður en dvalarkostnaður greiðist. Einnig ghdir sama regla og hjá öldraðum á dvalarheimih eigi hann maka, nema hvað upp- hæðin er lægri. Þeir lífeyrisþegar, sem missa lífeyrisgreiðslur vegna sjúkrahúslegu og hafa engar aðrar tekjur, eiga rétt á vasapeningum. Þá þarf að sækja um á sérstökum eyðublöðum. Ásta R. Jóhannesdóttir „Það er mikilvægt að lífeyrisþegar fylg- ist vel með upphæð frítekjumarksins hverju sinni.“ kvæma leiðin „Það sem mæhrfyrstog fremst með þessari frain- kvæmd er að hún er eina lciðin til að virkja Jök- (iti ulsá á Fjöll- Hakon Aðalsteins- um á hag- 80n> híá vatnsorku- kvæman hátt. deild Orkustotnun- Þaðerum300 ar- metra fah mhh Grímsstaða og láglendis í Öxarfirði og það var th hugmynd um aö virkja þar með veitu út Hólsfjöll en það land erallt á hreyfingu eftir umbrotin í Kröflu og skjálftana í Öxarfirði og það er ómögulegt að leggja vatn þar í veitugöng. Það tapaöist helmingur af faUinu í Jökulsá á Fjölhmi og það sem eftir er í smáum þrepum fyrir ofan væri ekki fýshegt. Ég hef ekki beinlin- is skoðun á því hvaða áhrif þetta myndi hafa á Dettifoss en við er- um aö kanna hvernig fossinn myndi líta út miöað við mismun- andi rennsli og það byggist á þeirri vissu að virkjunarieiðirt muni verða liáð einhverjum tak- mörkunum varðandi rennsh á fossinum. Það yrði ekki hægt að halda fuhu rennsh á fossinum yfir sumarmánuöina. En þetta yrði eina hagkvæma leiðin til að virkja þarna og okkar hlutverk er að leggja þetta dæmi fyrir þá sem koma th raeð að taka ákvarð- anir í máhnu. Þá koma stjórn- málamennirnir th sögunnar og þeir vega og meta m.a. hvaða af- leiðingar þessi íramkvæmd hefði í fór meö sér.“ $on umhverfisi'áð- herra. „Mér líst af- skaplegaihaá aðtakaperlur úr íslenskii náttúru eins og Dettifoss er og fórna þeim á aitari orku- framleiðslu. Þaö má deila um hvort það sé skynsara- leg stefna að táka rafmagn hér iimanlands og flytja það til út- landa en mér hugnast alls ekki að það hafi það í för meö sér að viö eyöileggjum perlur á borö við Dettifoss. Eg mun ekki sem um- hverfisráðherra stuðla að því að það veröi gert. Þetta þýðir vænt- anlega einnig breytingar þar sem þessi mikia elfur á að falla th sjávar en ég hef skhiö máliö svo að áður en einhvetjar ákvarðanir verða teknar í þessu máh verði anir á lífríki og náttúrufari. Það er forsenda þess að menn láti sér detta í hug að fara í svona fram- kvæmdir. Ég held að engum detti rnmað í hug en aö taka langan tíma og verja miklu fé í slíkar rannsóknir. En jafnvel þótt nið- urstaðan yrði sú að á það væri hættandi þá verð ég aö segja að mér er mjög th efs aö fara í fram- kvæmd sem eyöileggur eitt af því sem stendur upp úr í íslenskri náttúru. Ef þetta er lagt á mæh- kvarða arðseminnar, sem er vondur mælikvarði, þá er það svo að við tökum inn í þjóðarbúið næstmest af erlendura gjaldeyri af ferðaraönnum, ímynd íslands erlendis er mjög jákvæð og ég hygg aö framkvæmd á borð við þessa myndi kosta mikla ólgu bæði innanlands og erlendis. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.