Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1993, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið f hverri vjku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. t - Dreifing: Sími 632700 Evrópumót í bridge: Gottgengiís- lensku liðanna ^ íslensku liðunum gengur ágætlega á Evrópumótinu í bridge í Frakk- landi og eru í baráttunni um efstu sætin nú þegar mótiö er rúmlega hálfnað. íslenska sveitin í opna flokknum er í 5. sæti, aðeins 7 stigum frá þriðja sæti og íslenska kvenna- sveitin er í 4. sæti, aðeins 4 stigum frá 1. sæti. Fjögur efstu sætin í hvor- um flokki gefa rétt til keppni á HM í bridge. Karlasveitin vann tvo góða sigra í gær, 22-8, gegn Hvíta-Rússlandi og 24-6 gegn Finnlandi. í dag eru 3 leik- ir í opnum flokki, gegn Grikkjum, Litháum og Austurríki. Pólveriar eru efstir með 354,5 stig en íslenska sveitin hefur 322 stig eftir 18. umferð- ir af 31. íslenska kvennasveitin á leiki gegn Irum og Frökkmn í dag en tapaði naumlega, 14-A6, gegn Itölum í 10. umferð í gær. í kvennaflokki er Ítalía efst með 188, Þýskaland 187, Finnland 185 og ísland 184 stig. AUs er spiluð 21. umferð í kvennaflokki. ÍS Hafnarfjörður: Engin endan- * legafstaða Engin endanleg afstaða var tekin til þess á fundi meirihlutaráðs Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði í gær hver verður valinn bæjarstjóri í stað Guðmundar Áma Stefánssonar. Fundurinn var stuttur og bæjarfull- trúamir uppteknir þar sem vina- bæjamót stendur nú yfir í Firðinum. Ekki er búið að ákveða hvenær bæj- arfulltrúamir setjast niður aftur en búist er við að það verði í þessari viku.______________-GHS Dauðalysí Borgarfirði Nítján ára piltur úr Borgarnesi, Guðjón Rúnarsson, lést í umferðar- slysi í Munaðamesi aðfaranótt sunnudags. Pilturinn hugðist ganga úr Munað- amesi í Borgarnes og ók bíll á leið norður á hann með þeim afleiðingum aðhannlétlífið. -pp Brotistinní söluturna Þrír unglingar vom teknir fastir í nótt er þeir vora að brjótast inn í sölutum í Grímsbæ i Fossvogi. Þeir höfðu áður um nóttina brotist inn í sölutum við Laugarásveginn en í -J* Grímsbæ sá vaktmaður til þeirra. Unglingamir þrír hafa allir komið áðurviðsöguhjálögreglunni. -bm Jackson -sagðiAnnaMjöll „Toilstjóri hefur stöðvaö irm- flutninginn cn ég tel að hann hafi ekki lagalegar heimildir til þess. Ég er ekki búinn að láta athuga hvemig taka eigi á málinu en mér finnst lxklegast að sá sem myndi vflja láta reyna á þetta færi auðvit- að með það fyrir dómstóla ef toll- stjóri ætlar að reyna að stöðva inn- flutning á smjörlíki til landsins. Það liggur fyrir lagalegur rökst- uðningur ráðuneytisins um það að innflutningur sé heimill og ef toll- stjóri stöðvar það án lieimiida þá getur innflytjandi væntanlega stefnt honum. Ráðuneytið er búið að skrifa tollstjóra og segja honum að viðskiptaráðuneytið telji að hann hafi ekki heinúld,“ segtr Sig- hvatur Björgvinsson viðskiptaráö- herra. Viðskiptaráðuneytið hefur þrýst mjög á tollstjóra undanfariö aö leyfa innflutning á smjörlíki. Eins og kom fram í frétt í DV fyr- ir nokkm varö Bónus aö henda miklu magni af smjörlíki sem eyði- lagðist á hafharbakkanum en Bón- us fékk neitun tollstjóra. Sighvatur segir aöíþví tilfelli hafi Bónus flutt inn á meðan í giidi vom ákvæði þar sem þurfti leyfi en nu séu þau ekki lengur í gildi. Sighvatur sagði það alveg íjóst aö smjörlíki væri iðnaðarvara. Leyfi þurfi nú aðeins fyrir örfáa flokka iðnaðarvara. Mjkil deila hefur verið milli viö- slúpta- og landbúnaðarráöuneyta um þetta mál. Sighvatur segir land- búnaðarráðuneytið ekki byggja á lögum í sinni afstöðu. „Þeir byggja meðal annars á því að smjörlíki sé vara sem hægt sé að neyta í staðinn fyrir smjör. Á sama hátt mætti segja: Á þá land- búnaðarráðuneytið aö ráða yfir innöutningi á gosi? Gosið getur veriðvalkosturviömjólk.“ -Ari Lögregla og slökkvilið voru i gærkvöldi kölluð að Trönuhólum 2 en þar hafði kviknað í þaki einbýlishúss. Töluvert tjón varð af eldsvoðanum en talið er að eldurinn hafi kviknað út frá arni. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niður- lögum eldsins og vakt var höfð við húsið fram eftir morgni. DV-mynd Sveinn „Þetta var ólýsanleg helgi,“ sagði Anna Mjöll í samtah við DV í gær- kvöldi en hún eyddi helginni með poppgoðinu Michael Jackson á bú- garði hans í Kalifomíu. Anna Mjöll var boðin í heimsókn með vini sín- um, Eddie Barber, sem tók þátt í samkeppni MTV um myndband við eitt laga Michaels, „Who is it“. Yfir 4000 myndbönd tóku þátt í sam- keppninni og höfundum þriggja bestu myndbandanna var boðið ásamt gestum að dvelja yfir helgi hjá Michael Jackson. „Það kom hvít glæsikerra og náði í okkur á fóstu- daginn og þegar við komum á bú- garðinn var tekið á móti okkur með pompi og pragt. Michael er mjög skemmtilegur og alveg laus við stæla. í gær fórum við og lékum okk- ur í tívolíinu hans, sem er opið allan sólarhringinn, og í gærkvöldi var til- kynnt að myndband Eddies, vinar míns, hefði verið vahð það besta. Þaö var ævintýri líkast að vera þarna og ég bíð bara eftir að mér verði boðið aftur,“ sagði Anna Mjöh Ólafsdóttir. -bm Einsogíævin- týri að heim- sækja Michael _ ^.. M—— LOKI Sighvaturtekur nýja ráðu- neytið heilbrigðum tökum! Veðriðámorgun: Hití 6-18 stig Á morgun veröur hæg, vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu vestanlands og dáhtil þokusúld en bjart veður að mestu í inn- sveitum norðanlands og á Aust- urlandi. Hiti á bilinu 6-18 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 ÖRYGGI - KAGMENNSKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.