Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Fréttir Markús Örn Antonsson borgarstjóri og Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, hafa kynnt sér tillögu umdæmanefndarinnar á höfuóborgarsvæðinu undanfarið en þar er lagt til að Reykjavik, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjósarhreppur sameinist i eitt sveitarfélag. í nýtt sveitarfélag þarf væntanlega nýjan sveitarstjóra og því er ekki úr vegi að besti kandídatinn fáist úr blöndu beggja. Maðurinn í miðjunni verður þvi kannski nýr borgarstjóri eftir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Margra milljóna flárdráttur hjá Lífeyrissjóði Austurlands: Lögreglumaður og eiginkona hans ákærð Ríkissaksóknari hefur gefiö út ákæru á hendur lögreglumanni í Neskaupstað og eiginkonu hans vegna fj árdráttarmálsins í Lífeyris- sjóöi Austurlands sem þar kom upp á síðastliðnu ári. Lögreglumaðurinn hefur nýlega látið af störfum vegna málsins samkvæmt fyrirmælum þess efnis frá dómsmálaráðuneytinu. Konan er ákærð fyrir að hafa dreg- ið sér á sjöundu milljón króna úr sjóðum lífeyrissjóðsins á árunum 1989-1992. Lögreglumanninum, eig- inmanni hennar, er hins vegar gefið að sök að hafa tekið þátt í aö eyða fjármununum sem að miklu leyti voru lagðir inn á reikning hans og m.a. varið í að greiða skuldir hans og gera upp hús hjónanna sem aðeins var skráð á eiginmanninn. Hjónin eru á fertugsaldri. Málið verður tekið fyrir hjá Am- grími ísberg héraðsdómara í Reykja- vík á næstunni en hann hefur verið skipaður setudómari í málinu. Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson, héraðsdóm- ari á Austurlandi, úrskurðaði sjálfan sig frá málinu vegna annars dóms- máls sem hann fjallaði einnig um fyrr á þessu ári vegna sömu konu. Þá dæmdi Ólafur Börkur konuna til þess að greiða lífeyrissjóðnum 8,9 milljónir króna í skaðabætur fyrir þá fjármuni sem hún dró sér. í því máh var eiginmaður hennar sýknað- ur af kröfu lífeyrissjóðsins um að fasteign hans skyldi kyrrsett - því getur lífeyrissjóöurinn ekki gengið á fasteign hjónanna við innheimtu skaðabótanna. Kyrrsetningarmálið fjallaði eingöngu um fjárhagslega hagsmuni en sakamálið, sem ríkis- saksóknari hefur nú höfðað á hendur báðum hjónunum, fjailar hins vegar um sekt eöa sýknu þeirra beggja af refsiverðu athæfi. Fyrir dómi í einkamálinu og jafn- framt við opinbera lögreglurann- sókn héldu bæði hjónin því fram að eiginmaðurinn hefði ekki haft minnstu hugmynd um þær milljónir sem eiginkona hans ráðstafaði úr líf- eyrssjóðnum í þágu þeirra beggja - þrátt fyrir að tæpar 4 milljónir króna hefðu farið um hans eigin banka- reikning sem eiginkonan var pró- kúruhafi fyrir. Maöurinn hefur haldið því fram sér til málsbóta aö konan hans hefði haft það góð laun að hann hefði ekki tekið eftir þessu og hún heföi séð um fjármál heimilisins. -Ótt Sólóplata Bjarkar: 320 þúsund seldíUSA „Það er ekki á stefnuskránni að taka sér frí í bráð og ég hef nóg að gera. Mitt hlutverk er að sjá um tón- listina en ég fylgist litið með því hvemig salan á Debut gengur. Ég kom hingað til íslands í mynda- tökur fyrir breska blaðið Face sem jafnframt tekur við mig viðtal. A sunnudag fer ég aftur til London þar sem ég mun spila og blaöra til skipt- is,“ sagði Björk Guðmundsdóttir í samtah við DV. , í gær var Björk afhent guUplata í Gyllta salnum á Hótel Borg til merk- is um að plata hennar, Debut, hefur selst í yfir 5 þúsund eintökum hér á landi. „Fyrir tveimur dögum fór salan a Debut yfir 100 þúsund eintökin í Bretlandi og stendur nú í um 320 þúsund eintökum í Bandaríkjun- nm,“ sagði Ásmundur Jónsson, starfsmaður Smekkleysu. -IS Björk Guömundsdóttir brosti sínu breiðasta er hún tók viö gullplötunni til merkis um að salan sé komin yfir 5 þúsund eintök hér á landi. DV-mynd Brynjar Gauti Forsvarsmenn loönuverksmiðja hafa áhuga á Sildarverksmiðjum ríkisins: íhuga kaup á SR-mjöli Forsvarsmenn nokkurra loðnu- verksmiöja sem hingað tíl hafa staðið utan við bræðslur fyrrum Síldar- verksmiðja ríkisins, nú hlutafélags- ins SR-mjöls, íhuga kaup á hlutabréf- um ríkisins í SR-mjöli. Ekkert formlegt tilboð hefur komið fram eða viðræður hafist mifii ríkis- ins og verksmiðjanna. Málið er á við- kvæmu stigi því enginn af þeim for- svarsmönnum loðnuverksmiðjanna sem DV ræddi við vfidi tjá sig um máliö eða kannast við þaö. SR-mjöl er með verksmiðjur á Skagaströnd, Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyöarfirði. Ekki hef- ur fengist staðfest hvaða loðnuverk- smiðjur eru að íhuga kaupin á SR- mjöli en þær munu vera nokkrar saman. Loðnuverksmiðjur eru m.a. á Þórshöfn, Eskifirði, í Neskaupstað, á Höfn og í Grindavík, Vestmanna- eyjum, Reykjavík, Bolungarvík og Krossanesi í Eyjafirði. Sem kunnugt er voru Síldarverk- smiðjur ríkisins lagðar niður fyrr á árinu og hlutafélag stofnað í eigu rík- isins. Stefnt var að því að selja hlut ríkisins um leið og tækifæri gæfist en samkvæmt heimfidum DV er hann metinn á um 600 milljónir króna. „Þaö er yfirlýst stefna ríkisstjóm- arinnar að selja hlutafélagið þannig að ef einhver er að spá í að kaupa þá er það hið besta mál. Ef formleg sala fer fram verður hún aö sjálf- sögðu auglýst svo allir geti boðið í. Stjórnin fékk það hlutverk að ákveöa næstu skref og viö munum skila sjáv- arútvegsráðherra skýrslu innan skamms,“ sagði Amdís Steinþórs- dóttir, stjómarformaður SR-mjöls og deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneyt- inu, við DV. -bjb Stuttar fréttir Flugleiðirlækkaekki Flugleiðir ætla ekki að lækka verð á viðskiptaferöum sínum tfi jafns viö Samvinnuferðir-Land- sýn. Samkvæmt Bylgjunni ætla S-L að lækka verðið hjá sér um 60 prósent. Trúnaðarbréf afhent Sigríöur Á. Snævarr afhenti í vikunni Milan Ðucan, forseta Slóveníu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra i landinu. Þá hefur Tómas Á. Tómasson afhent aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna trún- aðarbréf sitt sem fastafulltrúi ís- lands hjá S.Þ. i New York. Þiggurekkibiðlaun Karl Steinar Guönason alþing- ismaöur ætlar ekki að þiggja bið- laun hjá Alþingi þegar hann tek- ur við starfi forstjóra Ti’ygginga- stofnunar. Yfirmaður hans, Guð- mundur Árni Stefánsson trygg- ingaráðherra, fær hins vegar biö- laun í 6 mánuði hjá Hafnarfjarð- arbæ auk ráðherralauna. Gagnkvæm þjónusta Lánasjóður islenskra náms- manna og námsmannasamtökin hafa gert samning um gagn- kvæma þjónustu við námsmenn. í lok mánaðarins geta nárasmenn fengið upplýsingar hjá samtökum sinurn um hvernig gangi aö af- greiða umsóknir þeirra hjá LÍN. Aksturdýra áhyggjuefni Samband dýravemdarfélaga ís- lands hefur þungar áhyggjur af fiutningi búfjár tfi slátrunar og lífs. Sambandiö telur að nokkuð sé um slæma meðferö dýra í flutningabílum enda oft farið með þau um langan veg, meðal annars vegna þess að sláturhúsum hefur fækkað. Villtar kaninur Kanínur hafa komið sér fyrir og tímgast i Öskjuhliðinni nokkra undanfama vetur. í Kapellu- hrauni, vestan Hafnarfjarðar, og víðar suðvestanlands hefur einn- ig sést til kanína. Samkvæmt RÚV bendir ýmislegt tfi þess aö þessi dýr hafi nú bæst við þann hóp spendýra sem lifa villt á ís- landi. Eldur í nýbyggingu Eldur kom upp í nýbyggingu í Keflavík síðdegis i gær. Talsverð- ar skemmdir urðu af völdum hita og reyks þegar eldurinn náöi að læsa sig í einangrun. Skamman tíma tók aö slökkva eldinn. Ekiðábam Bam var flutt í sjúkrahús í Keftavfk eftir að það hljóp í veg fyrir bfl við Hringbraut í gærdag. Bamiö fótbrotnaði -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.