Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Page 3
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 3 ' aiilii Fréttir Efhahagsllfið: Útlitekki bjart næstu ■ ■ ■ m m tvoarin - að mati Handsals „Útlit í íslensku efnahagsliíl næstu tvö árin er ekki bjart, aðallega vegna samdráttar í fiskveiðum. Ekki eru miklar líkur á verulegum efnahags- bata á næstu misserum.“ Þetta kem- ur m.a. fram í nýrri skýrslu frá Handsali hf. sem hagfræðingamir Edda Helgason og Helga Valfells unnu. Þar kemur einnig fram að miðað við versnandi stöðu þjóðar- búsins séu hættumerki sjáanleg að fjárfesta í verðbréfum með ríkis- ábyrgð. Fjárfestum er ráðlagt að hugleiða meiri dreifmgu í fjárfest- ingu sinni fram á við. „Ef ríkisreksturinn heldur áfram að ganga eins illa og hann hefur gert undanfarin ár þá geta lánakjör ís- lands á eriendum mörkuðum versn- að. Þetta þýðir að menn, sem eiga íslensk ríkisskuldabréf, sérstaklega í erlendum gjaldmiðlum, geta orðið fyrir tapi vegna vaxtamunar. Við erum ekki að segja að íslensk ríkis- skuldabréf séu stórhættuleg. Áhætta á tapi er sáralítil en það gæti verið ákveðin vaxtaáhætta, ef sama þróun heldur áfram,“ sagði Pálmi Sigmars- son, viðskiptafræðingur hjá Hand- sali hf., í samtali við DV. í skýrslu Eddu og Helgu kemur fram að raungildi þjóðarframleiðslu á tímabilinu 1989 til 1992 dróst saman um 3,7%, pg falliö á hvem íbúa var um 6,6%. Á sama tímabili varð sam- dráttur í útflutningstekjum um 11,5% á meðan ársverkum opinberra starfsmanna fjölgaði um 9%. Erlendar skuldir hafa vaxið um 32 milljarða króna síðan 1990, eingöngu hjá hinu opinbera. Samtals nema erlendar og innlendar skuldir hins opinbera ríflega 172 milljörðum króna. Upphæðin samsvarar 45% af þjóðarframleiðslu, samkvæmt skýrslu Eddu Helgason og Helgu Valfells hjá Handsah. -bjb Bílastæði: Gjaldið lækkar Borgarráð hefur samþykkt að lækka gjöld í miðamæla bílastæðasjóðs til hagsbóta fyrir langtímanotendur mæl- anna. Ákveðið hefur verið að gjaldið verði 40 krónur á klukkustund fyrstu tvær klukkustundimar en 15 krónur eftir það á bíiastæðum við Landakotst- ún, Tryggvagötu 13, Ingólfsgarð, Skúla- götu 4-6 og Geirsgötu. Lækkunin tekur gildi 1. október. -GHS Miklilax 1 nauöasamningaumleitunum: 80% skulda gef in eftir? fyrirtækið gjaldþrota ef Byggðastofnun kemur ekki til hjálpar Miklilax í Fljótum hefur fengið leyfi til að leita eftir nauðasamningum við lánardrottna sína um niðurfellingu skulda. Fiskeldisfyrirtækið skuldar samtals tæplega 800 milljónir króna, þar af tæplega 600 milljónir hjá Byggðastofnun, en eignir fyrirtækis- ins em að verðmæti um hálfur millj- arður króna. Helstu lánardrottnar fyrirtækisins fyrir utan Byggða- stofmm em íslandsbanki með rúmar 25 milljónir og Búnaðarbankinn á Sauðárkróki með tæplega 110 millj- ónir króna. Með nauðasamningaumleitunum sínum sækjast stjómendur Miklalax eftir þvi að fá felld niður um 80 pró- sent af samningskröfum fyrirtækis- ins og skuldum þess hjá Byggða- stofnun. Eins og staðan er í dag geta nauöasamningamir einungis náð til 80 prósenta af 60 milljóna króna samningskröfum fyrirtækisins. Heimildir DV telja að niðurfelling á 80 prósentum af samningskröfum hafi lítið að segja nema veðkröfuhaf- ar fáist til að fella skuldir verulega mikið niður. Allar líkur era því á að fyrirtækið verði lýst gjaldþrota nema Byggðastofnun komi því til bjargar. Búist er við að skýrist um næstu helgi hvert verður næsta skrefið í þessu máh en Brynjar Níelsson hér- aðsdómslögmaður, sem hefur um- sjón með nauðasamningaumleitun- unum, segist bíða eftir viðbrögðum Byggðastofnunar. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnun- ar, segir hins vegar að stjórn Byggða- stofnunar geti ekki tekið nauða- samningaumleitanir Miklalax,. th umfjöllunar fyrr en erindi hafi borist um það frá lögmanninum. Eignir Miklalax, sem metnar eru á um hálfan mhljarð króna, felast einkum í fiskeldisstöð, seiðastöð og íbúðum starfsmanna. -GHS LAMELLA PARKET Golflist fra Finnlandi! ■ ClS LAMELLA parketið fæst nú í verslunum byko og HÚSASMIÐJUNNAR ásamt 14 helstu bygginga- vöruverslunum um land allt. Vegna hagstceðra samninga í inn- kaupum er Lamella parketið boðið á mjöggóðu verði miðað við gceði. Lamella ervandað og endingargott parket frá fi? ÍÍSm'’' Finnlandi sem setur fallegan svip á umhverfi þitt. R K ♦ LAMELLA - gólflist frá Finnlandi! Útsölustaðir: HÚSflSMIÐJflN, Súðarvogi og Hafnartirði BYKO Breiddinni, Hafnartirði og Hringbraut KB bygg.vörur, Borgarnesi KH bygg.vörur, Blönduósí KS bygg.vörur, Sauðárkróki KEA bygg.vörur, Lónsbakka KEA bygg.vörur, Dalvík KÞ Smiðjan, Húsavík KHB bygg.vörur, Egílsstöðum KHB bygg.vörur, Reyðarlirði Kaupfélagið FRAM, Neskaupstað KASK bygg.vörur, Höfn HÚSEY, Vestmannaeyjum Vöruhús KÁ, Selfossi JÁRN 0G SKIP, Keflavík Byggingavöruverslun JFE, Bolungarvík Innflutningsaöili Lamella á islandi: Krókháls hf. Sími 91-686550

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.