Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Side 8
8 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Vísnaþáttur Hvert sem landann byrinn ber „Hver sú þjóð, sem er annað og meira en samsafn hinna og þessara þjóðflokka innan valdsettra landa- mæra, á sér tilveru, sem að eðli og uppruna er jafn leyndardómsfull og líf einstaklingsins. Lífheild þjóð- arinnar er óáþreifanleg. Samt er hún til, og í þeirri lífheild er hver einstaklingur þjóðarinnar hlekkur, sem tengir þjóöina saman, ekki aðeins í nútíð, heldur einnig hnýtir fortíð við framtíö. Einn er sá hlut- ur, er segir til um tilveru þjóðar öðrum fremur: orðið í munni - tungan... Eigi sjálfstæði landsins að verða annað og meira en sýnd- argjöf tvíræðra tíma til þjóðar, sem vart hefur á sér fullan andvara gegn þeim vandsénu og vandráðnu Torfi Jónsson hættum, er læðast að á mjúkum þófum óverðskuldaörar velgengni, verða íslendingar að gera sér ljóst, hvar fjöregg þeirra er falið - og vemda það.“ Þessi orð eru upphaf og endir greinar eftir Gunnar Gunnarsson skáld sem nefnist Þáttur tungunn- ar og birtist í ritverki hans, Arhók 1945. Það dylst varla nokkrum að þar talaði maður sem gjörþekkti viðfangsefnið og gerði sér ljósa grein fyrir þeirri hættu sem yfir vofði: erlend áhrif á málfar og setn- ingaskipan íslenskunnar. Lokaorð- in birtust raunar í vísnaþætti fyrir tveimur árum en þau verða aldrei of oft birt, ekki síst vegna þess hve mjög gengi íslensks máls hefur al- mennt hrakað. Verstu „málblóm- in“ nú undanfarið era orðið með- vitaður sem æ oftar heyrist úr munni sumra starfsmanna Rikis- útvarpsins. Er þeim ekki lengur ljóst hvað gerist, geta þeir ekki gert sér grein fyrir hlutunum, þurfa þeir endilega aö vera „meðvitaðir" um þá? Ég hélt að orðtakiö „að forða slysi“ væri smátt og smátt að hverfa úr daglegu máli en heyrði svo fyrrverandi skólameistara, nú- verandi utanríkisráðherra, vekja það upp aftur í viðtali við frétta- mann Sjónvarpsins fyrir ekki all- löngu. Og það hefur lifað góðu lífi síðan. En ekki má gleyma þágu- fallssýkinni, einhver mér óþekktur höfundur kvað svo um hana: Fer um landið farsótt ný, finnst ei hennar líki. Bólusetja þyrfti því við þágufallasýki. Annar höfundur birti svohljóð- andi kveðskap í einu dagblaðanna, nafnlaust: Gera mér lund óglaða göslarar vorra blaða. Amböguhrannir hlaða hugsun til meins og skaða. í flaustri þeir síður fylla og framleiðslunni svo dilla. Tel ég þá af því illa sem „ylhýru máli“ spilla. Maður, sem hlustaði á fyrirlestur Jóns Helgasonar prófessors um ís- lensk handrit í British Museum, orti í tilefni af frásögn Jóns af hand- riti eins mæts klerks: Fyrst alhr í helvíti íslenzku tala, eftir að fordæmdra jarðvist er lokið, mun eflaust dönskum til enn meiri kvala í eymd sinni og píslum, að skilja ekki „sproldð". Ekki er ólíklegt að þeir sem bera ugg í brjósti vegna þess hvert stefnir með málfar íslendinga skilji öðrum betur hvað höfundurinn á við. Og líklega hafa fáir gert sér eins góða grein fyrir mætti orðsins og beitingu þess og Einar Bene- diktsson sem kvað: Meðan landsýn höfin hylja, hamrar fjötra vatnsins æð, meðan orð ei andann dylja eru himnadjúpin væð. Jón Pálmason, bóndi og Alþingis- maður á Akri: Ef við leitum ljómans hjá lýðveldinu unga, enn er bezta eignin þá okkar fagra tunga. Haraldur Zophoníasson frá Jaðri - Móðurmálið: Hvert sem landann byrinn ber, bæði daga og nætur, alltaf móðurmáliö er mýkst við tungurætur. Traust sem fjallatindurinn, tært sem glaður hlátur, voldugt eins og vindurinn, veikt sem ungbamsgrátur. Haraldur Ólafsson Briem, bóndi á Búlandsnesi (1841-1919), orti þessa málsháttavísu: Metin er við silfri sögn, satt má oft kyrrt liggja, gulli betri þykir þögn, þarfara að vita en hyggja. Þorvaldur Þórarinsson frá Hjaltabakka: Vertu glaður heill og hreinn heims þó reyni tálið. Geymdu í hjarta um eilífö einn æðsta tungumálið. Stephan G. Stephansson nefnir eftirfarandi erindi, sem er ort í til- efni íslendingadags, Móðurmálið: Vort djarfa, fagra móðurmál, eins mjúkt sem gull og hvelft sem stál, þú sigurtunga í sögu og hrag, þú sætast hljómar þennan dag í brjósti hverju er bærist hér - og böm þín aldrei gleymi þér. Við megum ekki gleyma því að það skiptir ekki minna máli hvem- ig menn haga orðum sínum en hvað þeir segja. Því „fyrsta skrefiö að skrílmenna þjóð/er skemmdir á tungunni að vinna". Torfi Jónsson Matgæðingur vikunnar Lambalifur að aust- urlenskum hætti „Þar.sem nú stendur yfir sláturt- íð ætla ég að hjóða upp á lambalifur með grænmeti og engifersósú. Hins vegar nota ég engar sérstakar mælieiningar þannig að fólk verð- ur að krydda eftir srnekk," segir Ragna Fossberg, förðunarmeistari hjá Sjónvarpinu og matgæðingur vikunnar. Ný lambalifur þykir herra- mannsmatiu- og margir hafa gam- an af að búa til hina ýmsu rétti úr henni. Ragna hefur kosið að gera hana svolítið austurlenska en hún segir að þessi uppskrift hafi verið mjög vinsæl hjá sér. Auk þess er mjög auðvelt og fljótlegt að mat- reiða lifur. Og hér kemur upp- skriftin: Það sem þarf Lifur 3 pressuö hvítlauksrif 'A engiferrót 2 tsk. kóríander 2 tsk. turmeric salt A peli ijómi 2 msk. ijómaostur 1 dl kókósmjöl 'A ferskur rauður pipar, smátt sax- aður grein af steinselju Aðferðin Lifrin er hreinsuð og himnan tek- in af. Þá er hún skorin í litla bita um það bil 1x3 sm og velt upp úr hveiti og rúgmjölsblöndu. Lifrar- bitamir em snöggsteiktir á pönnu og kryddinu, sem blandað hefur verið saman, er stráð yfir með te- Ragna Fossberg förðunarmeistari og matgæðingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti skeið. Þá er ijómanum hellt yfir og ijómaostinum bætt út í auk kó- kósmjölsins. í lokin er pipamum og steinseljunni stráð yfir þannig að það sé ferskt yfir. Með þessum rétti býður Ragna upp á grænmeti sem hún eldar á wok-pönnu. „Grænmetið er aðeins léttsteikt þannig að það sé stökkt þegar það er borið á horð. Maður veltir því upp úr oliu en það má alls ekki hrúnast," segir hún. Ragna notar wokpönnuna á raf- magnshellu og hefur gert í tíu ár en margir telja að ekki sé hægt að elda á wok-pönnu nema með gasi. „Það er vel hægt að nota wok- pönnuna á eldavélinni en einnig er hægt að kaupa sérstaka wok-pönnu sem er gerð fyrir rafmagn,“ segir hún. Grænmetið sem hún notar er t.d. eftirfarandi en má vera hvað sem hver vill: sveppir púrrulaukur blómkál helgbaunir gulrætur matarolía sesamolía aromatkrydd refasmári (alfalfaspímr) Grænmetinu er velt upp úr ol- íunni stutta stund og refasmáran- um stráð yfir. Grænmetið er borið fram í wok-pönnunni. Ragna segist ekki bera annað með lifrinni en þetta grænmetissalat en hún segir að hver geti ráðið því hvort hann vilji hafa brauð eða hrísgijón. Ragna segist oft prófa eitthvað nýtt í matargerð. Hún segist hafa gaman af að prófa sig áfram eins og t.d. núna með lifrina. „Ég er mjög fyrir austurlenska matar- gerö, indverska rétti, tælenska og ýmsa sterka rétti. Þessi lifrarréttur minn getur verið sterkur ef fólk notar mikið af kryddinu en hann getur einnig verið mildur." Ragna segist hafa gaman af að elda í wok-pönnu og segir mjög fljótlegt aö elda í henni auk þess sem maturinn sé ferskari þar sem hann sé minna steiktur en á venju- legri pönnu. Svo sé um að gera að nota hugmyndaflugið og vera óhræddur við krydd. „Maður verð- ur einungis að vita hvaða krydd passa saman þannig að maður eyðileggi ekki eitt með öðm.“ Ragna ætlar að skora á vinkonu sína, Bimu Sigurðardóttur auglýs- ingakonu, að vera næsti matgæö- ingur. -ELA Hinhliðin_____________________________ Indíánabyggðir heimsóttar - segir Sigmiuidur Öm Arngrímsson leikhúsritari Sigmundur Örn Arngrímsson hefur unnið lengi hjá Sjónvarpinu og margir kannast við hann frá þeim vettvangi. Nú h'efur hann hins vegar hafið störf sem leikhús- ritari hjá Þjóðleikhúsinu og mun starfa þar í vetur. Starfinu má að hluta Úkja við störf blaðafulltrúa hjá ýmsum fyrirtækjum og stofn- unum. Sigmundur Örn er ekki alls ókunnur leikhúslífinu en hann er lærður leikari og hefur leikið í mörgum leikritum í Þjóðleikhús- inu. Hann sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Sigmundur Öm Am- grímsson. Fæðingardagur og ár: 23. október 1941. Maki: Vilborg Þórarinsdóttir. Börn Fjögur, þar af tvær dætur frá fyrri hjónaböndum. Bifreið: Volvo herragarðsvagn, ár- gerð 1990. Starf: Leikhúsritari Þjóðleikhúss- ins. Laun: Lág laun ríkisstarfsmanna en öll laun verða ekki mæld í pen- ingum. Áhugamál: Allt milli himins og jaröar: mannlifið, tækniundur mannsandans, listir, fjölmiðlar, menningarmál, gönguferðir og hjólreiöar. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Eina. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara í vinnuna. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Taka til heima hjá mér um helgar. Uppáhaldsmatur: Fiskréttur kon- Sigmundur Örn Arngrímsson. unnar minnar og samlokan sem ég smyr mér í hádeginu. Uppáhaldsdrykkur: Safi úr beijum eða ávöxtum sem meðhöndlaður hefur verið á sérstakan hátt. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Sigurbjörn Bárðarson, knapi og hestaíþrótta- maður. Uppáhaldstímarit: Ekkert sérstakt. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka Amina, franska söngkonan sem söng lagið Black and White í söngvakeppn- inni 1990. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Tek afstööu eftir mál- efnum. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Barnabarniö mitt sem ég hef ekki hitt í hálft annaö ár. Uppáhaldsleikari: Róbert Arnf- innsson. Uppáhaldsleikkona: Halldóra Björnsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Pavarotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi- hjörg Sólrún Gísladóttir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Litli dvergurinn í Mjallhvíti. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar kvikmyndir. Uppáhaldsmatsölustaður (veit- ingahús): Ópera, Lækjargötu. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Ég er andvígur her hvar sem er í heimin- um. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? Rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Ormur Halldórsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið fyrir klukk- an 23 en Stöð 2 eftir klukkan 23. Uppáhaldssjónvarpsmaður? Þegi yfir því svo hinir verði ekki sárir. Uppáhaldsskemmtistaður: Leik- húskjallarinn þegar hann verður opnaður aftur í upprunalegum stíl. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Landsl- iðið. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, að verða 100 ára við jafngóða heilsu og í dag. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég ferðaðist ásamt fjölskyldunni og góðum vinum í húsbíl um afskekkt landsvæði og indíánabyggðir í vest- urfylkjum Bandaríkjanna, haðaði mig á sólarströnd, málaði glugga og veggi á húsinu mínu og naut lífs- ins. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.