Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
Norska nei-drottningin Anna Enger Lahnstein fer fyrir bændahemum á þingi:
Fullkomin föt og farði
Fölgræn fót, hóflegur farði og eitt
stórt NEI. Þetta er uppskriftin að
pólitískum sigri nýju drottningar-
innar í norskum stjórnmálum.
Sérfræðingar í öllu milli himins og
jarðar í Noregi eru sammála um að
Anna Enger Lahnstein, formaður
Miðflokksins, hafi hvergi misstigið
sig í kosningabaráttu sem gerði
áhrifalítinn smáflokk að stórveldi í
norskum stjórnmálum. Anna Enger
þrefaldaði þingstyrk flokks síns á
Stórþinginu. Þennan flokk kalla
Norðmenn bændaherinn.
Alþýðleg
og auðskilin
Anne Enger er hjúkrunarfræðing-
ur að mennt. Hún þykir mjög alþýð-
leg í framkomu og fær mikið hrós
fyrir að koma alltaf til dyranna eins
og hún er klædd.
Sveitakonan og stjórnmálaskörungurinn Anna Enger Lahnstein.
TYNDI
HEIMURINN
A NÆSTA
SÖLUSTAÐ
EÐA í ÁSKRIF
í SÍMA
63-27-00
ímarit fyrir alla
BROSTIN
BÖND
bls. 113
Skop........................................... 2
Nóg ást til skiptanna........................ 3
Leyndardómur frænda míns............,......... 10
Er trúin eðlislæg?.......................... 14
Utangarðsmaður verður ofurlögga............... 23
Hvað veistu um augu?.......................... 29
Það sem allar konur þurfa að vita um estrógen. 31
Drengurinn sem heyrði inn í framtíðina........ 37
Lausn á krosstölugátu......................... 42
Týndi heimurinn............................. 43
Djörf áætlun um björgun Rússlands............. 50
Koffín og neysla þess......................... 58
Hvað er að heyra!............................. 68
Hugsun í orðum................................ 72
Raunasaga úr tölvuheiminum.................... 74
Sprengjuvargur í véum......................... 82
Létti kúrinn.................................. 91
Máttur draumsins.............................. 96
Krosstölugátan............................... 100
Lokuð inni í peningaskáp......................101
Aflvaki afreksmanns...........................107
Brostin bönd............................... 113
Ferðalag lífs okkar...........................120
Saga Víðidals eystra..........................147
5. hefti
52. ar
Sept-
okt.
1993
Hún reyndi aldrei að sveipa sig
hátíðleika í kosningabaráttunni;
formaður Miðflokksins er bara
hjúkrunarfræðingur sem er á móti
Evrópubandalaginu. Þetta er einiold
pólitík sem allir skilja og hún hreif
ófáa Norðmenn.
Anna Enger er fædd árið 1949 og
verður senn 44 ára. Heimasveit
hennar er Trogstad á Austufold. Þar
er Miðflokkurinn, systurflokkur ís-
lenska Framsóknarflokkins, sterk-
ur.
Fjölskylda hennar hefur fylgt Mið-
flokknum frá upphafi eins og margt
bændafólk í Noregi. Erik, bróðir
hennar, er óðalsbóndi á jörð ættar-
innar og systirin Inger er líka bóndi.
Það er málstaður bænda sem Anna
Enger ætlar að verja á þingi.
Felldi stjóm í
sjónvarpinu
Anna Enger þótti snemma ákveðin
þótt hægt færi. Hún var kjörin á þing
árið 1985 og hefur setið þar upp frá
því þrátt fyrir að oft hafi hún naum-
leg náð kjöri. í fyrstu bar lítið á henni
á þingi. Það var ekki fyrr en haustið
1990 að Norðmenn fóru loks að
spyija; hver er þessi rauðhærða
kona? Þá hafði hún tekið sig til og
fellt ríkisstjóm Jans P. Syse í beinni
sj ónvarpsútsendingu.
Auðvitað voru það Evrópumálin
sem réðu gerðum Önnu Enger. Hún
sætti sig ekki við samninga um Evr-
ópska efnahagssvæðið og sagði nei.
Formaður flokksins vildi sitja áfram
í stjórn en „nei-drottningin“ sagði
enn og aftur nei og var kjörin for-
maður flokksins á næsta landsfundi.
Þar með lágu tveir karlar óvígir eftir
eina glímu.
Heilsar öllum
að sveitasið
Sem dæmi um alþýðleik Öiuiu Eng-
er eða jafnvel sveitamennsku hafa
menn að hún heilsar afltaf öllum með
handabandi. Þetta er auðvitað ekki
vandamál þegar tveir eða tíu hittast
en getur oröið vandræðalegur siður
á 200 manna fundi. En nei-drottning-
in heldur alltaf fast við sitt.
Anna Enger þykir íhaldssöm í
mörgum þjóðfélagsmálum. Hún er
t.d. fremst í flokki kvenna sem vilja
takmarka rétt til fóstureyðinga.
Hjónaskilnaðir þykja henni og ekki
til eftirbreytni. Það varð þó hlut-
skipti hennar um síðustu áramót að
segja skilið við Geir mann sinn eftir
meira en tuttugu ára hjónaband. Sagt
er að endalok hjúskaparins hafi orð-
ið henni þungbær.
Bömin fyrst
Anna Enger hefur því ekki farið
varhluta af erfiðleikum í einkalífnu.
Hún hefur og orðið að sætta sig við
þá raun að annar sonur hennar er
sjúklingur. Á síöata landsfundi
þurfti hann að fara í uppskurð á
sama tíma og gengið var til mikil-
vægra kosninga á fundinum.
Móðirin Anna Enger skildi sæti
sitt að sjálfsögðu eftir autt og var við
sjúkrabeð sonar síns. Það kom ekki
að sök. Bændaherinn stendur allur
sem einn maður að baki drottningu
sinni.
Það er í samræmi við annað í fari
Önnu Enger að hún býr í fátæklegri
leiguíbúð. Leiðtogar annarra stjórn-
málaflokka geta státað af glæsilegum
húsakynnum en Anna er bara sveita-
kona á mölinni og tjaldar þar til einn-
ar nætur.
-GK