Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Side 28
28 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Þýðir ekki að tipla á tánum í fótbolta - segir „Þetta er enginn galdur enda til- heyra galdrar liöinni tíö. Árangur liösins byggist fyrst og fremst á mik- illi vinnu. Við erum búnir aö æfa vel og lengi, alveg síðan í nóvember. Margir hafa efast um að þetta væri hægt en áður en tímabilið hófst setti ég mér það markmið að hækka tempóið í fótboltanum á íslandi. Ég taldi að það væri komin ládeyða í fótboltann og reyndi að nýta mér þá þekkingu sem ég héf verið að afla mér á ferðalögum.erlendis undanfar- in ár og heimfæra hana á þær að- stæður sem við búum við. Það hefur gengið upp,“ segir Guðjón Þórðar- son, þjálfari íslands- og bikarmeist- ara ÍÁ í knattspyrnu. Árangur Guðjóns sem knatt- spyrnuþjálfara síöastliðin ár er ein- stakur. Hann gerði það sem flestir töldu ómögulegt 1989 þegar KA varð íslandsmeistari og bikarinn fór í fyrsta skipti norður yílr heiðar. Guð- jón sneri sér síðan að þjálfun heima á Skipaskaga, leiddi ÍA til sigurs í 2. deild 1991 og vann íslandsmeistara- titilinn strax árið eftir. í ár hefur hann haldið sínu striki og gott betur þar sem ÍA er tvöfaldur meistari, bæði í bikar og deild. ÍA-liðið hefur heillað knattspyrnuunnendur í allt sumar og á miðvikudag bættist enn ein skrautíjöðrin í hatt ÍA-manna þegar þeir lögðu hollenska stórveldið Feyenoord, 1-0. DV heimsótti Guöjón daginn eftir leikinn við Feyenoord. Þá var hann þreyttur en sæll, sagðist líða eins og daginn eftir leiki á þeim tíma þegar hann spilaði sjálfur með ÍA. I hús- næði ÍA komst aðeins eitt að þennan dag: Leikurinn í Rotterdam 29. sept- ember og allir þurftu að tala við Guðjón. Til að fá næði til aö rabba héldum við heim til Guðjóns. Æfum á léttu nótunum - Það hefur vakið athygh manna hversu samheldnum hóp leikmanna þú hefur yfir að ráða og hversu gam- an menn virðast hafa af því að spila fótbolta. „Það sem við gerum, og kann að vera frábrugðið þjálfun hjá öðrum félagsliðum hér, er að við höfum æfingarnar á léttu nótunum, iátum hlutina ganga þægilega en um leið markvisst og ákveðið fyrir sig. Það er ekkert leyndarmál en öllu skiptir að meðan menn eru á æfingu þá eru menn á æfingu óg leggja sig alla fram,. 1.10 prósent.-Það er síðan ekki lengd æfinganna eða fjöidi sem skipt- ir máli heldur gæðin. Það má heldur ' ekki gleyma því að velgengni fylgir ánægja - þetta tvennt hangir eðlilega samán." Guðjón segir Skagaliðið vera bless- unarlega laust við ýmis vandamál, tengd aga og slíku, sem önnur félög hafa þurft að glíma við. Honum hafi gramist að sjá tvo leikmenn eins fyrstudeildarliðsins setta í mánaðar- bann fyrir agabrot en þegar til átti að taka hafi bannið einungis varað í þijá daga. „Slíkt dregur tennurnar úr þeim leikmönnum sem hafa samviskuna í lagi og skemmir móralinn í liðinu. Við erum þannig í sveit settir aö skemmtanalíf tekur engan toll hjá okkur. Við erum hka í miklu návígi, erum bæði félagar og vinir, sem þó getur verið tvíeggjað á stundum. Þeg- ar upp er staðið held ég þó að þetta návígi sé mikhl kostur. Við erum eins og fjölskylda og það er hugsað mjög vel um alla. Allt hefur þetta sín áhrif. Síöan höfum við fyrst og fremst gaman af að spila fótbolta og þaö skín stundum úr leik hðsins.“ Þýðir ekki að tipla á tánum - Tvíburamir sögðu í viðtali í fyrra að sigurlykt væri af Gauja og hún smitaði? „Menn þurfa að hafa kjark. Ef maður tekur aldrei áhættu þá gerist ekkert. Þannig ákváðum við að stökkva á Feyenoord og reyna að koma þeim virkilega á óvart. Til þess þarf kjark. Undir slíkum kringum- stæðum hlýtur að vera skelfilegt fyr- ir leikmenn sem efast kannski um eigið ágæti en þurfa að takast á við stór verkefni að hafa þjálfara sem er muldrandi og tuldrandi um það sem þarf að gera. Það er aldrei trúverð- ugt. Það hefur oft verið sagt við mig að ég sé mjög frekur og aðgangsharður og svo kann að vera. En ef menn ætla að tipla á tánum í fótbolta og verða aldrei fyrir truflun á hjart- slætti eða geðsveiflum eiga menn ekki að standa í þessu.“ - Hjá ÍA virðist gilda lögmálið alhr fyrir einn og einn fyrir alla. Það eru engar prímadonnur í liðinu: „í mínum augum eru ahir leik- menn jafnir. Það á enginn óskahlut- verk og enginn fær að ráða sínu plássi í liðinu. Ég reyni að skipta hlutverkum eftir því sem ég tel best fyrir liðsheildina. Ég set menn ekki í stöður sem þeir halda sjálfir að þeir muni blómstra í heldur stefni ég allt- af að sama lokatakmarki: að heildin nái árangri. Það skiptir mig megin- máh. Þegar það gengur upp losnar maður við að vesenast í leikmönn- um. Þeir ná ákveðnu vinnulagi, alhr þekkja sitt hlutverk og enginn er með múður eða væl. Þetta er það sem Englendingar kalla „part of play“ eða leikvenju." Guðjón fer til útlanda á hverjum vetri í þeim tilgangi að auka þekk- ingu sína á þjálfun. Síðastliðiö haust fór hann í mánaðarferð til Þýska- lands, Frakklands og Ítalíu. Dvaldi hann í 8 daga hjá AS Roma og fylgd- ist þar með þjálfun hjá Vujadin Boskov sem af mörgum er talinn einn færasti knattspymuþjálfari heims. „Maður lærir ekki endhega ahtaf einhveija stórkostlega hluti í þessum ferðum en það síast alltaf eitthvað inn sem maður getur nýtt sér þótt seinna verði. Einhvem tíma lenda alhr í því að verða hálfgeldir og þurr- ausnir hugmyndum en þegar málið er skoðað verður niðurstaðan oftar en ekki sú að það sé einfaldleikinn sem gildir; ekki eigi að flækja máhð um of fyrir sér.“ Þjálfarar úti í heimi geta yfirleitt valið úr herskara efnhegra leik- manna en ná samt ekki árangri. Á Skaganum ert þú með takmarkaðan en styrkan stofn sem nær þessum góða árangri: „Upplagið í fótboltanum er gott og mikill og góður efniviður hér á Skag- anum. Strákar hér alast upp við mikla og sterka hefð í fótbolta. Fót- boltinn hefur nánast lagst í ættir sem sést kannski best á því að Sigursteinn Gíslason og Ólafur Þórðarson eru skyldir og einnig Sigurður Jónsson og Þórður, sonur minn. Síðan skiptir miklu að ég fékk sterka menn th liðs við okkur, eins og Sigurð Jónsson, sem blómstrað hefur í sumar, og Ólaf Þórðarson sem kom heim til að jafna sig eftir meiðsli sem hann varð fyrir ytra.“ Hafa fengið tilboð frá erlendum liðum Þegar árangur næst í fótbolta er óhjákvæmhegt að útsendarar er- lendra hða láti í sér heyra. Leikmenn ÍA og Guðjón sjálfur hafa fengið th- boð hér heima og einnig erlendis frá. Þórður Guðjónsson fer th náms í Þýskalandi og mun þreifa fyrir sér þar. Guðjón viðurkennir að erlend og innlend félög hafi borið víurnar í sig en segist ekki ætla að spá í þau mál fyrr en leiktímabiliö er að baki. Það sé nóg að hugsa um eitt í einu. En óttast hann ekki blóðtöku fyrir næsta tímabh? „Vissulega óttast maöur það alltaf. Þegar htil hð gera góða hluti vekur það athygli og menn fylgjast með okkur. Við erum komnir á landa- kortið í fótboltanum og tilboð hafa borist. En það er mjög krefjandi og slítandi að standa fyrir miklum breytingum ár eftir ár, sækja sér menn og byggja sífellt upp nýtt lið.“ - Það er þá ekkert öruggt að þú verð- ir áfram með Skagahðið: „Ég á eitt ár eftir af mínum samn- ingi sem reyndar er uppsegjanlegur af beggja hálfu. Það er ekkert öruggt í þessu lífi.“ „Aður en tímabilið hófst setti ég mér það markmið að hækka tempóið i fótboltanum á Islandi. Eg taldi að það væri komin ládeyða í fótboltann og reyndi að nýta mér þá þekkingu sem ég hef verið að afla mér á ferðum eriendis undanfarin ár og heimfæra hana á þær aðstæður sem við búum við. Það hefur gengið upp,“ segir Guðjón Þórðarson sem hér fagnar Ólafi Þórðarsyni eftir mark hans gegn Feyenoord á miðvikudag. LU - Það heyrðist í gárungum eftir leik- inn á miðvikudag að landshðið væri komið í nýjan búning, gulan og svart- an. Skagahðið er í sérflokki, malar FH, liðiö í öðru sæti, 5-0 í báðum leikjum. Er 1. deildin nógu góð fyrir þetta lið; fær það viðfangsefni við hæfi? „Menn verða að eiga þetta með landsliðiðívið sjálfa sig. En við erum búnir að vinna dehdina þegar tvær umferðir eru eftir og eigum 9 stiga forskot á FH sem er í öðru sæti. Við höfum skorað meira en nokkurt lið hefur gert og meðalmarkaskor liðs- ins í seinni umferð mótsins er 4,6 mörk. Það er kannski kokhreysti að halda því fram að við fáum ekki næghega ögrun í deildinni en ég er nokkuð viss um að þetta lið gæti spil- að í dehdunum á Norðurlöndunum, jafnvel í Hollandi og Belgíu, og náð þokkalegum árangri. Liðið mundi aðeins bæta sig við þær aðstæður sem þar eru.“ - Þú ert þekktur fyrir að láta skoðun þína í ljós með miklum látum á leikj- um, ekki síst í garð dómaranna. Verður þú ekki fyrir mótlæti vegna þess? „Fólk hefur auðvitað ákveðnar skoðanir á minni persónui og ekki ahar jafn fallegar, en ég læf það ekki á mig fá. Hvað dómarana varðar sér- staklega tel ég mig geta fært rök fyr- ir því að það virðist oft dæmt eftir öðrum reglum þegar við eigum í hlut. Það er eins og dómurunum finnist við stundum of sterkir og grípi þá til eins konar samúðardómgæslu. Það er nóg að skoða myndbönd sjón- varpsstöðvanna til að sjá að við njót- um ekki alltaf sannmælis í dóm- gæslu. Það er stundum eins og dóm- ararnir vilji sýna að þeir hafi öh völd leiksins í hendi sér - ekki Skagaliðið. Það er röng ímynd hjá dómara að halda að þeir hafi einhver völd. Þeir eru bara hluti af leiknum. Bestu dómararnir láta leikinn ganga; hafa tök á leiknum án þess að vera í aðal- hlutverki." Mjólkursýru- þjálfarinn - Velgengni kallar oft á öfund og andúð. Verður þú mikið var við slíkt? „Nei, en það er ljóst að margir eiga mjög erfitt með að sætta sig við vel- gengni okkar. Það brýst út á ýmsan hátt. Ég mætti á einn völl í sumar til að horfa á leik og varð þá fyrir mikl- um háðsglósum frá hópi forsvars- manna annars liðsins. Menn köll- uðu: Er þetta þessi mjólkursýruþjálf- ari? Þegar menn ná ekki tökum á leiknum reyna þeir stundum að gera velgengni annarra tortryggilega í stað þess að draga einhvern lærdóm af henni." Mjólkursýrupróf er fastur þáttur í undirbúningi Skagaliðsins fyrir hvert leiktímabh. Guðjón kynntist þessum prófum í Þýskalandi, þar sem þau eru mikið notuð, og byijaði að nota þau fyrir íslandsmótið í fyrra. Mjólkursýra safnast fyrir í vöðvum leikmanna við áreynslu, þreytir menn og kvelur. Með hjálp þessara prófa getur Guðjón séð hve mikið lík- amlegt álag hver og einn leikmaður þolir. Markmiðið er að auka þol leik- manna og eru æfingarnar sniðnar í samraémi við það. Leikmenn fara síð- an í eitt mjólkursýrupróf á haustin LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 37 — : - : ‘i : . . . > III WISSIISM WijiiHk . . ■ „Ef maður tekur aldrei áhættu þá gerist ekkert. Þannig ákváðum við að stökkva á Feyenoord og reyna að koma þeim virkilega á óvart. Til þess þarf kjark,“ segir Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA í knattspyrnu og sjálfur margfaldur íslands- og bikarmeistari með liðinu. Hann heldur hér á Mjólkurbikarnum sem lið hans vann á dögunum og íslandsbikarnum sem liðið vann í fyrra og fær afhentan á ný við hátíðahöld á Skaganum í dag. DV-myndir Brynjar Gauti th að sjá ásigkomihagið í lok tíma- bils. „Þetta eru engin töfrabrögð heldur sjálfsagður þáttur í undirbúningi. Það er ekki síður mikhvægt fyrir leikmenn en mig að vita hvar þeir standa. Þessi próf hafa sýnt mér að við erum á sama þjálfunarstigi og atvinnumannahð. Enda sýndi það sig í leiknum á miðvikudaginn. Við héld- um höfði og gott betur þrátt fyrir að hafa spilað nærri tvo leiki á viku frá því í byrjun ágúst." En leikmenn verða líka aö vera í góðu andlegu ásigkomulagi th að tak- ast á við heht leiktímabh. Guðjón seg- ist passa sig á að íþyngja ekki leik- mönnum með stöðugum fundum um aha skapaða hluti. Ef eitthvað þurfi að lagfæra hnippir hann í viðkomandi leikmenn og ræðir einslega við þá. Magatruflanir - Það er sagt að starfið hafi tekið sinn toll hjá þér og þú gangir ekki alveg hehl th skógar eftir sumarið. „Menn hafa verið að hvísla um magasár en ég er ekki með það, sem betur fer. Það á að líta á meltinguna hjá mér en það er ómögulegt að segja hvort þau vandræði tengjast álaginu úr fótboltanum. Annars hugsar þjálf- arinn yfirleitt um aha aðra en sjálfan sig. Ég er á kaupi við að hugsa um leikmenn en það hugsar enginn um þjálfarann nema eiginkonan. Hún hugsar ósköp vel um mig þó ég sé ekki ahtaf auðveldur í umgengni; stundum dauðþreyttur og pirraður. En það fylgir því óneitanlega mikið álag að sinna þjálfarastarfmu al- mennilega. Þar að auki er ég fram- kvæmdastjóri ÍA og þarf aö halda utan um fleiri Ihuti en þjálfunina. Það gefur aukið vægi í þjálfun að fá að ráða svona miklu, auk þess sem það einfaldar hlutina þegar ekki eru of margir að vafstra í þessu." Margfaldur meistari Guðjón Þóröarson er borinn og bamfæddur Akumesingur. Hann lék á sínum tíma með ÍA við góðan orðs- tír - lék yfir 200 leiki í 1. deild. Hann varð fimm sinnum íslandsmeistari með ÍA, 1974,1975,1977,1983 og 1984, og fimm sinnum bikarmeistari, 1978, 1982,1983,1984 og 1986. Þá var hann í sigurliði Skagamanna í meistara- keppni KSÍ og htlu bikarkeppninni. Loks lék hann fjölmarga Evrópuleiki með ÍA. Guðjón er kvæntur Hrönn Jóns- dóttur. Hann á fimm syni, þar af þijá með fyrri eiginkonu sinni. Þórður, elsti sonur Guðjóns, stefnir hraðbyri á markakóngstitil 1. deildar í ár. Tveir synir hans á unglingsaldri leika með 4. flokki ÍA og 5 ára sonur hans spilar með yngstu flokkunum. Einn er í körfuboltanum hjá ÍA en sá yngsti, tveggja ára, lætur sér enn nægja að fylgjast með. - Hvemig slappar Guðjón Þórðaron af? „Það geri ég aðallega með fjölskyld- unni. En vegna anna eru frístundir ekki margar. Ef ég ætla að fá gott frí og slappa almennilega af á ég ekki annars úrkosti en fara úr bænum eða af landi brott. Hér heima reyni ég að komast í sumarhús föður míns eins oft og ég get og þar næ ég að slaka aðeins á.“ Sonurinn markakóngurinn - Nú er sonur þinn einn af burða- rásum hðsins; markahæstur í 1. deild. Býður það ekki upp á alls kyns vandamál að vera með son sinn í lið- inu? „Ég held að vandamáhn í því sam- bandi séu hjá öhum öðrum en okk- ur. Þegar Þórður var að byrja varð hann oft fyrir mjög harðri gagnrýni frá fólki. Áð sonur minn skuh vera í hðinu hefur ekki verið neitt vanda- mál meðal leikmanna. Þeir skhja mjög vel hvaða lykilhlutverki Þórður gegnir. Hann er líka mjög ósérhlíf- inn, duglegur og fylginn sér, reglu- samur og alltaf í toppformi. En hon- um er ekkert hampað af mér. Ef eitt- hvað er þá hður hann frekar fyrir það að hafa föður sinn sem þjálfara þar sem ég skamma hann stundum meira en aðra leikmenn. Ég hef meira að segja verið fullharður við hann á köflum. En árangur hans og alls liðsins bendir til að mér hafi ekki alveg mistekist að rata rétta leið í málinu." Guðjón segist vera mjög kröfu- harður þjálfari. Sú harka hafi síðan hjálpað þeim á ýmsan máta, meðal annars fengið þá th að gera miklar kröfur til sjálfra sín. „Það er eitt af lykhatriðum velgengninnar að menn hti í eigin barm.“ Vill hafa reglu á hlutunum - Ertu hjátrúarfuhur? „Já, á vissan hátt. En ekki þannig að ég sé með neinar serimóníur varð- andi föt eða annað. Ég er mjög fast- heldinn á fyrirkomulag fyrir leiki og vil að umgjörðin um leikina sé í föst- um skorðum og hlutirnir gangi snurðulaust fyrir sig. Fyrir leiki höf- um við okkar fundi á nákvæmlega sama tíma. Sama ghdir þegar við fáum okkur te og kaffi og þegar við borðum saman. Ef við þurfum að ferðast og ætlum aö borða klukkan tvö þá ætlast ég til að maturinn sé kominn á borðið klukkan tvö, ekki kortér fyrir eða kortér yfir. Þjón- ustufólk hefur því stundum fengið að heyra það hjá mér.“ Guðjón segir sumarið búið að vera ánægjulegt og dásamlegt að upplifa stemninguna meðal stuðnings- manna IA. „Stemningin í bikarleiknum var einstök. Ég þorði ekki að vona að við fengjum álíka stuðning í leiknum á miðvikudag en hún varð enn magn- aðri. Þreyttur leikmaður, sem fær hvatningu á borð við þessa, magnast upp og það sem virðist ómögulegt verður mögulegt." Höfum engu að tapa - Hvernig ætlið þið aö taka á Feye- noord í Rotterdam? „Það fer eftir því hvernig mann- skapurinn verður. Einhveijir leik- menn verða ekki í leikformi í dag þar sem hart var barist í leiknum á mið- vikudag. Við förum í seinni leikinn með sama hugarfari og þann fyrri. Við höfum engu að tapa og allt að vinna. Það er óraunhæft að ætlast th þess að við sláum þá út en ég lét það nú út úr mér fyrir leikinná miðviku- dag að óraunhæft væri að ætlast th sigurs af okkur. En fótboltinn er brehinn og bröndóttur. Það getur allt gerst og það má ekki gleyma því að pressan er á leikmönnum Feye- noord. Taugakerfi þeirra fær að titra meðan við getum nú þegar verið sátt- ir við okkar hlut í keppninni. Hættan fyrir Feyenoord getur hins vegar fal- ist í því að ætla sér að taka okkur í nefið. En við höfum sýnt öhum að það verður ekki vaðið svo létt yfir okkur. Annars skiptir máh að hafa rétt hjartalag í fótbolta - spila af lífi og sál. Hjá stórliðum, þar sem mikhr peningar eru oft í húfi, er fótboltinn stundum spilaður á allt öðrum for- sendum.“ 'i Dreymt fyrir úrslitum Guðjón segist oft fá upphringing- ar frá fólki sem telur sig hafa dreymt fyrir leikjum liðsins. „Svona er undirvitund fólksins hér sterkhtuð fótbolta - það lifa sig allir inn í þetta.“ Fyrir leikinn gegn Feyenoord fékk Guðjón hringingu frá manni í Eyjum sem fullyrti aö IA mundi vinna leik- inn 1-0. Hann haföi einnig spáð 3-0 sigri gegn Partisan Tirana. Hvort tveggja gekk eftir. Sami maður full- yrðir nú að ÍA eigi eftir tengjast óvæntustu úrslitum í Evrópu í lang- an tíma. Guðjón segist ekki vera að velta öðru starfi fyrir sér en þjálfun. Hann telur sig eiga mikið eftir á þeim vett- vangi. En nú er Guöjón búinn að vinna allt sem hægt er á íslandi og kæmi því engum á óvart þótt hugur- inn stefndi til annarra landa. „Það væri vissulega gaman að þjálfa í útlöndum og það eina sem er virkilega spennandi í framhald- inu. Þó er fullt af verkefnum á ís- landi sem gaman væri að takast á við en það er ekkert sem maður þarf að kvíða.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.