Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Page 33
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993
41
Trimm
MargrétBjamadóttir, formaður Fimleikasambands fslands:
Fimleikar lifa af
alla tískustrauma
Pálmi Þór
Júdó
Jiu-jitsu
Sjálfsvöm
Líkamsrækt
Aldursflokkaskipting:
6-9 ára,
10-13 ára,
14-16 ára,
16 ára og eldri.
Opnunartími
mán.-föstudag kl. 08-22
Laugardaga 11-16
Sunnudaga kl. 12-5
Einholti 6
125 Reykjavík. Sími 627295
-gamla góða alhliða leikfímin kemur alltaf aftur
4-5 þús. manns stunda fimleika á
vegum íþróttafélaga og áhuga-
mannahópa hér á landi. Á erlendum
tungumálum er orðið gymnastics
notað fyrir það sem íslendingar að-
greina í fimleika og leikfimi. Ef við
höldum okkur við orðið fimleika sem
yfirhugtak skiptast fimleikar annars
vegar í keppnisfimleika og almenna
fimleika hins vegar. Á íslandi eru
miklu fleiri stelpur en strákar sem
stunda fimleika. Sama þróun er víð-
ast í Evrópu. Þetta hefur þó verið að
breytast mikið síðustu áratugi sagði
viðmælandi trimmsíðunnar, Margr-
ét Bjarnadóttir, formaður Fimleika-
sambands íslands.
Eitthvað fyrir mig?
Fimleikar eru fyrir alla. Alhr eiga
að geta fundið sér grein við hæfi í
fimleikum. í barnafimleikum er að-
aláherslan lögð á hreyfiþörf og
hreyfiþroska barnanna ásamt tján-
ingu og leikþörf. Síðar meir er hægt
að byggja ofan á þetta aht miðað við
líkamlega færni viðkomandi og að
einstaklingurinn hætti ekki að þjálfa.
Hver og einn getur ráðið ferðinni
þannig sjálfur og þú þarft ekki alltaf
að vera á hæstu hæðum eða eins og
Margrét orðar það með skemmtilegri
líkingu: Það er alltaf hægt að skreppa
Gamla góða leikfimin í fullu gildi.
í smá gönguferð með hundinn jafn-
vel þótt þú eigir engan hund.
Keppnisfimleikar/
almennir fimleikar
Fimleikar flokkast aðahega undir
keppnisfimleika og almenna fim-
leika. Keppni fer fram í eftirfarandi
greinum fimleika: Áhaldafimleikar
karla og kvenna sem keppt er í á
ólympíuleikum, rythmuskir sport-
fimleikar kvenna sem keppt er í á
ólympíuleikum og hópfimleikar
(TYupp). Undir almenna fimleika
flokkast aUar greinar fimleika sem
ekki er keppt í á ólympíuleikum, þar'
má telja ótal gremar t.d.: Sýningar-
fimleikar, djassfimleikar, dansfim-
leikar, tramboUnfimleikar, þolfimi,
leikfimleikar barna, leikfimi fyir
eldra fólk, leikfimi með margvísleg
tæki, kínversk leikfimi, jógaleikfimi
o.fl. o.fl.
Margrét Bjarnadóttir.
Mörg fimleikafélög eru starfandi á
höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýs-
mgar um þau eru á skrifstofu Fim-
leikasambands íslands í Laugardal
og í hverju bæjarfélagi ásamt skrif-
stofu ÍSÍ. Fimleikafélögin hafa unnið
kappsamlega að því að koma sér upp
góðri æfingaaðstöðu. Þau hafa staðið
í stórum átaksverkefnum til að safna
fyrir kaupum á fimleikaáhöldum.
Sum félög eiga nú eigin æfingahús
og fimleikagryfjur eru til í 5 sveitar-
félögum. Einstök sveitarfélög hafa
byggt upp góða aðstöðu til fimleika-
æfinga og keppni.
Markviss ástundun
skilar árangri
Meðfædd líkamleg færni gefur for-
skot til góðs árangur en markviss
ástimdun skilar alltaf árangri.
Tækniþekking og dugnaður þjálfara
skiptir mjög miklu máU þegar spurt
er um árangur við keppni og sýning-
ar. Fimleikar eru ævagömul íþrótt
og byggir upp grunn fyrir böm til
aUiUða Ukamsþjálfunar. Einnig
byggir hún upp sjálfstraust einstakl-
ingsins og sveigjanleika í samstarfi,
t.a.m. í sýningarhópum. Þrátt fyrir
öU tískufyrirbrigði í þjálfun er það
hin gamla góða alhliða leikfimi sem
aUtaf kemur aftur.
Við vorum á sýningarferðalagi
á Norðurlöndunum og vorum að
fara að sýna í mjög stórri sýning-
arhöll í Köben. Við vorum þarna
stór hópur sem kom fram ásarat
sýningarflokkum frá mörgum
þjóðum í Evrópu og víðar. í einu
atriöa okkar íslendinganna vor-
um viö 6 stelpur í sýnmgarhópn-
um og hver og ein tók einhvers
konar flick flack og svo heljar-
stökk yfir gólfið. Ég var þriðja í
röðinni og var eitthvað ógurlega
taugastrekkt. Þetta gekk fióm-
andi vel hjá fyrstu tveimur og
þær stilltu sér upp til hliðar eftir
sín stökk og þá var komið aö
mér. Það gekk vel tíl að byrja
með en í uppstökkinu missti ég
allt jafhvægi og stefnumið og
stefhdi heint á vinkonur mlnar
tvær. Vinkona mín, sem hafði
stokkiö fyrst, brást frábærlega
viö og hljóp fram með útréttar
hendur og í lendingunni ýtti hún
upp á móti og ég stökk í hend-
ingskasti aftur fynr mig og lenti
í réttu liorni teinrétt með stíl.
Dynjandi lófaklapp heyrðist utan
úrsalog undirtektir voru frábær-
ar og slíkt lófaklapp átti ekki eftir
að heyrast meira það kvöldiö.
Áhorfendur álitu þetta stökk
meistaralega framkvæmt og sam-
vinnu okkar einstaklega góða.
Mér þóttí náttúrlega súrt i brotið
aö stökkið hafði mistekist en að
sjálfsögðu yljaði lófaklappið mér
umhjartaræturnar. G.E.
Þorbergsson, 15
ára, aefirfimleika
hjá Gerplu
Ég byijaði að stunda fimleika
þegar ég var 7 ára og ég fékk strax
áhugann og hef verið í þessu síð-
an. Viö æfum 6 sinnum í viku,
2-3 klst. í senn. Sú grein innan
fimleikanna sem mér finnst
skemmtilegast aö stunda eru
hringírnir enda er það mín sterk-
asta grein. Féiagskapurinn er
líka frábær. Fimleikarnir hafa
gefið mér mikið og eiga örugglega
eftir aö gera það enn í fjölmörg
ár.
Jónsdóttir, 19
ára, æfír fimleika
hjá Gerplu
Ég byijaði að stunda fimleika
þegar ég var 9 ára gömul og hef
stundað þá núna í 10 ár. Fimleik-
ar eru mjög gefandi íþrótt en jafn-
framt krefjandi. Við æfum 5 sinn-
um í viku 2 'h tíma í senn. Ég
stundaöi áhaldaleikfimi hér áður
fyrr en hef alfarið snúið mér að
trompleikfimi. Þetta er ný grein
sem inniheldur dans, fimleika-
stökk og trambolín. Viö erum 6 í
hóp sem sýnum og keppum í
þessu. Fimleikar eru ofsalega gef-
andi og ég er að hugsa um að
halda áfram að stunda þá um
ókominár.
Trimla
Ef sértu mín frú með fætur
og á fimleikum hafirðu mætur
þá taktu undir þig stökk,
svona vertu nú frökk,
þú sefur svo vel þá um nætur.
J.B.H.