Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1993, Qupperneq 36
44 LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1993 Sviðsljós Erfitt tímabil hjá Janni Spies: Auður Simonar Spies að gufa upp Nú eru tíu ár síðan ferðakóngur Danmerkur kvæntist hinni ungu drottningu, Janni. Simon Spies var þá 62 ára en brúðurin, Janni Broder- sen frá Herlev, var einungis tvítug. Talað var um ævintýri Öskubusku þar sem Janni var bláfáæk og óþekkt skrifstofustúlka hjá ferðaskrifstof- unni. En hamingjan varð skamm- vinn hjá ferðakónginum því nokkr- um dögum fyrir eins árs brúðkaups- afmæliö lést hann. Hin unga ekkja erfði um tólf milljarða króna. Það höfðu orðið miklar breytingar í lífi Janni er hún giftist Simoni Spi- es og ekki urðu þær minni eftir lát hans. Á blaðamannafundi stuttu eftir dauða hans sagði hún fjölmiðlunum að hún myndi sjálf setjast í stól for- stjóra Spies-ferðaskrifstofunnar. Margir voru hissa að Janni réði sér ekki reynslumeiri forstjóra Nú spyrja margir hvort hún hafi verið nógu klár til að reka svo umfangs- mikið fyrirtæki. Janni Spies, er verður 31 árs á morgun, er nú gift margmilljónaran- um, lögfræðingnum og kóngavinin- um Christian Kjær. Þau giftu sig árið 1988 og eiga saman eina dóttur, Mic- hölu, sem er fjögurra ára. Fjölskyld- an býr í lúxusvillu í Sandberggaard. Janni kemur frá alþýðuheimili. Foreldrar hennar unnu mikið og börnin urðu að treysta á sig sjálf að miklu leyti. Sagt er að það hafi hjálp- að Janni heilmikið í gegnum vinnu hennar hjá Spies. Janni reynir allt til að dóttir hennar fái venjulegan uppvöxt. Það fyrsta sem Janni geröi þegar hún varð forstjóri hjá Spies var að ráða bróður sinn, Leif, sem skrif- stofustjóra. Hann starfaði sem einka- bókhaldari hennar og skipuleggj- andi. Einnig sá hún foreldrum sínum fyrir glæsilegri íbúð að búa í. Offjárfestingar Þegar Janni keypti Tjæreborg- ferðaskrifstofuna áriö 1988 töldu margir að hún væri að gera vitleysu og Spies-fyrirtækið myndi ekki þola slík kaup. Þegar hún síðan keypti sex nýjar þotur árið 1990 héldu menn að hún væri alveg orðin galin enda þurfti hún þá að taka stór lán. Menn spáðu því þá að hún myndi koma fyrirtækinu yfir um og svo virðist sem þeir hinir sömu hafi reynst sannspáir. Fyrirtækið hangir nú á bláþræöi. og ferðaskrifstofan á barmi gjaldþrots Á sama tíma og rekstur fyrirtækis- ins fór að versna fóru fjölskyldusam- skipti úr böndunum. Janni talar hvorki við Leif bróður sinn né for- eldra sína nú. Eiginmaður hennar, Christian, rak Leif frá fyrirtækinu en mörg vandamál þar innandyra voru sögð honum að kenna. Leif hef- ur hins vegar kært systur sína og krefur hana um skaðabætur upp á 36 mihjónir sem hann segir að hún skuldi sér. Leif hefur óskað eftir aö hitta Janni svo þau geti rætt saman en hún neitar. Hins vegar hefur Leif ýmsa persónulega muni frá Simon Spies undir höndum þar sem eru m.a. bréf frá ferðakónginum til henn- ar. Janni vill sjálfsagt ekki að þau komi fyrir almenningssjónir. For- eldrar hennar hafa nú fariö úr íbúð- inni sem hún gaf þeim og skilja ekk- ert hvers vegna dóttir þeirra vill ekki tala við þau. Fangi í gullbúri Foreldrar Janni telja Christian eiga hlut að máh og tala um að hann haldi dóttur þeirra eins og fanga í gullbúri. Hvorki foreldrar né gamlir vinir hennar eru nógu góðir fyrir eiginmanninn. Sumir segja að Kjær banni henni beinlínis að hafa sam- band við þetta fólk. Aðrir segja að hann sé góður eiginmaður og faðir sem einungis vUl fjölskyldu sinni það besta. Það eru erfiðir tímar hjá Janni Spies og fyrirtæki hennar. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hún eigi við heUsuvandamál að stríöa enda hafi hún nokkrum sinnum verið lögð inn á sjúkrahús. Sumir segja að það sé vegna anorexiu sem hún sé haldin en Janni er mjög grönn. Sjálf segist hún hafa lagst inn vegna stress og ofnæmis. Hún hafi verið útkeyrð. Það er eins og Janni vilji gleyma tíma sínum með Simoni Spies. Hún íhugar að selja ferðaskrifstofuna en þegar hefur hún selt draumaheimih Simonar sem er rétt fyrir utan Kaup- mannahöfn. Þó tími Janni Spies sem ferðaskrif- stofudrottningar sé kannski allur er ekki þar með sagt að hún verði með tómar hendur. Hún er á góöri leið með að verða viðurkennt nafn sem hönnuður. Hins vegar er það fjöl- skyldulífið sem stendur henni næst og hana langar mikiö að eignast ann- að barn. Janni Spies Kjær hefur átt erfiða daga undanfarið og sagt er að hún þjáist af anorexiu ofan á allt annað. Michala, dóttir Janni, er fjögurra ára gömul, Um Janni Spies var sagt að hún væri ný Öskubuska þegar hún, bláfátæk skrifstofustúlka, giftist auðkýfingnum Simoni Spies. Hún hafði verið ekkja í nokkur ár þegar hún giftist öðrum vei efnuðum, Christian Kjær. Ólyginn . . . að barnastjarnan Macaulay Culkin fengi ekki að sjá nýjustu mynd sína þar sem hún er bönn- uð börnum. Þar leikur fyrrum Home Alone-stjarnan barn djöf- ulsins og er víst ekki alit fallegt I þeirri mynd. Macaulay er tólf ára gamal! og verður víst að sælta sig við aldursmörk að myndinni eins og aðir. . . . að nú væru þrjátíu ár siðan Bleiki pardusinn varð til og verð- ur haldið upp á það afmæli með nýrri mynd. Julie Andrews og eiginmaður hennar, Blake Ed- wards, hafa gert sfna áttundu mynd um þann bleika. . . . að leikarinn Billy Ray Cyrus hefði orðið heldur hissa er hann leit vaxmynd sína augum í Hoily- wood. „Þið hafið heldur betur bætt við mig bringuhárum," hafði hann á orði. Tekið var fram að Billy var aldeilis ekkert ósáttur víð vaxmyndína þráttfyrir að hún væri loðnari. . . . að söngvarinn stutti, Prince, hefði lagt niður þetta listamannsnafn. Hinn 34 ára gamli söngvari, sem heitir í raun og veru Roger Nelson, ætlar að kalla sig Victor og vísar þar til orðsins victory eða sigur. Söngv- arinn, sem er aðeins 154 cm á hæð, hefurgefið útfjórtán hljóm- plötur. Nýlega gerði hann stóran samning við plötufyritæki sitt um fimm plötur i viðbót. . . . að stórleikarinn Richard Gere hefði eyðilagt póióhátið sem Cartier hélt fyrlr stuttu á Windsor-leikvanginum fyrir fina fólkið. Um fjögur hundruð boðs- gestir voru samankomnir á Windsor og meðal þeirra var drottningin. Þegar átti að snæða hádegisverð í risatjaldi skipaði Gere að Ijósmyndarar yrðu allir sem einn reknir út. Þar með misstu Cartier-menn heitmikla auglýsingu sem þeir höfðu ætiað sér að fá út úr hátiðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.