Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1993 Spumingin Hvað finnst þér um heilsu- kort Guðmundar Árna? Atli Bergmann: Mér finnst þau mjög stórabróðursleg. Þannig verða allir að vera skráðir. Hrannar Hauksson: Ég hef alls ekki myndað mér skoðun á þeim. Þröstur Gunnarsson: Mér finnst þau fáránleg miðað við núverandi skatta. Ragnhildur Garðarsdóttir: Ég hef lít- ið vit á þeim. Ingibjörg Sigurðardóttir: Ef þau bjarga ríkisstjóminni þá er allt í lagi með þau. Viðar Gunnarsson: Mér finnst þetta alger vitleysa. Lesendur dv Bændur láta f ara illa með sig Bændur ættu bara að fara að reka féð aftur niður að Lögbergi eins og gert var í gamla daga. Þeir geta búið í bændahöllinni á meðan hvítflibbarn- ir bjóða í og sortera lömbin eftir markinu, skrifar bréfritari. G.J., fyrrverandi kaupakona, slátur- húsaþræli og dundari í mjólkurbúi, skrifar: Það er með eindæmum undarlegt þetta með íslenska kjötið. Ekki veit ég hvað bændur fá fyrir kílóið. En fólkið sem vinnur við slátrun þar sem ég þekki til vinnur ákvæðis- vinnu á tímakaupi. Vonandi er búið að útrýma sláturhússtjórum og mjólkurbússtjórum sem hygluðu vinum og vandamönnum í nætur- vinnu og fleiru. Mér finnst bændur láta fara illa með sig. Þeir ættu að standa saman að breytingum og losa sig við nokkur hundruð afætur. Eða bara fara að reka féð aftur niður að Lögbergi eins og gert var í gamla daga. Nú þurfa þeir ekki að lifa við skrínukost og vosbúð. Þeir geta bara búið í bændahöllinni eða er ekki Hótel Saga þeirra hús? Á meðan geta hvítflibbarnir dundað við að láta bjóða í og sortera lömbin eftir mark- inu. Þeir fara létt með það. Er kannski tapiö á Sögu inni í kjötverð- inu? Gaman væri að fá að vita hvemig mjólkurafurðir eru reiknaðar út. Jógúrt, grautar, ávaxtasafi, mjólk og guð má vita hvað þetta allt heitir. Ég vann í mjólkurbúi fyrir mörgum árum og það var ekki ástæða til að hrópa húrra fyrir yfirmönnum þá. Sumir voru samviskusamir en þeir voru í minnihluta. Ef það er satt að Húsmóðir hringdi: Mikið varð ég ánægö að lesa að hann Jóhannes í Bónusi ætlar að fara að flytja inn kalkún. Það verður gaman aö sjá hvernig yfirvöld bregð- ast við nú. Ekki geta þau sagt að til sé nóg af íslenskum kalkún handa öllum sem vilja. Hverju ætli yfirvöld beri við nú þegar Jóhannes í Bónusi, sem fyrir löngu ætti að vera búinn aö fá fálka- orðuna fyrir að koma niður verði á Kristinn skrifar: Hann var enn á ferð ofbeldismað- urinn sem nýlega stakk samborgara sinn sex sinnum í bakið og RLR fór fram á gæsluvarðhald en dómari taldi það ástæðulaust. Nú um helgina réðst sami ofbeldismaður á saklaus- an vegfaranda en nú sá dómari að sér og fær ofbeldismaðurinn gæslu- varðhald og síðan smádóm sem þess- ir fantar hlæja aö. Ég skora því á dómsmálaráðherra að herða allar slíkar refsingar því fólk er hrætt. Það þorir ekki út í kvöldgöngu í góðu veðri af ótta við líkamsárás. Löggæsla er í lágmarki og það hlýtur að vera dómsmálaráð- herra sem fólk á að geta treyst til að því sé veitt vernd gegn ofbeldis- mönnum. Ég skora á dagblöðin að birta myndir af þessum mönnum svo fólk geti verið á varðbergi. Einnig ættu allir veitingastaðir að hafa uppi myndalista með verstu óþokkunum til þess að dyraverðir geti vemdað Hringiðí síma milliki. 14 og 16-eóaskrifið Nafn og símanr. vcrflur aft fylj>ia brt'-lum bændur fái ekki neitt fyrir mjólkina þetar kvótinn er búinn af hverju senda þeir þá mjólkina í mjólkurbú- in? Frekar hellti ég henni út á tún. Frá mínu sjónarhorni er þetta ófremdarástand og árásir á bændur matvælum, ætlar að reyna að koma til móts við fátæka alþýðu? Gefist ekki upp, Hagkaupsmenn og Bónusmenn. Almenningur stendur með ykkur. íslenskur landbúnaður fer ekki á hausinn þó innflutningur sé leyfður ef landbúnaðinum er rétt stjórnað. Þar er því miður brestur á. Og það mætti flytja inn fleiri land- búnaðarvörur en kalkún og skinku þó mér sé alveg sama hvort ég ét hana eða ekki. Ég sakna almenni- gesti sína. Það hlýtur að vera sjálf- sagt mál. Gömul bóndakona sagði einu sinni að þeir sem væru vondir við dýrin væru vondir menn. Ég vil af því til- efni spyrja yfirvöld hvaða dóma ill- og ekki réttlátt. Það eru stjórnendur þessara mála sem bera sig eftir björg- inni. Ábyrgðin er þeirra að mínu mati. Sem neytandi, áhorfandi og hlustandi ber ég fram þessar spurn- ingar. legra franska og annarra útlendra osta í verslunum. Ég get ekki ímynd- að mér að það komi til með að dæma íslenska ostaframleiðslu úr leik þó hér verði hægt að kaupa til dæmis gorgonzola. Og svo þarf að lækka verðið á þeirri innfluttu landbúnaðarafurð sem menn neyta gjarnan með ljúffengum ostum, nefnilega víni. Á því er óskilj- anlega hátt verð. Hvað er verið að vemda með slíkri álagningu? menni þau fengu sem myrtu tvo hunda með þvi að hengja þá í ól? Og hvaða dóma fengu illmennin sem myrtu ketti með því að drekkja þeim í férðatösku? Akranesbærgóð fyrirmyiid Gunnar skrifar: í tilefni sigurs Skagamanna á hollenska meistaraliðinu mættu menn leiða hugann að því hvað Akranesbær væri lítill bær ef ekki væru þar þessir stórkostlegu íþróttamenn. Þá væru fréttimar frá Akranesi leiðindafréttir af ónýtu sementi, atvinnuleysi og vandræðagangi. Á Akranesi hafa bæjaryfirvöld sem betur fer skilning á íþróttaiökun. Þar sannast að hver króna sem sett er í íþróttastarf skilar sér í bættu mannlífi. Öll bæjarfélög á land- inu, stór sem smá, ættu að taka sér Akranesbæ til fyrirmyndar. Reyklausfsvæði ísfúku Eyjólfur hringdi: Eg fór með lítinn son minn á leik Skagamanna og Feyenoord um daginn. Við sátum í stúkunni sem var troðfull en því miður púuðu margir nálægt okkur vindla eins og þeír ættu lífið að leysa. Sjálfur hef ég ekkert á móti reykingum en stráknum varð illt af öllum reyknum. Menn tóku ekkert tillit til þess þegar ég bað þá um að hætta að reykja. Væri ekki hægt aö bjóða upp á reyklaust svæði í stúkunni eða hreinlega banna reykingar þar? Leikvöllurí niðurníðslu Björg hringdi: Ég er tíður gestur á leikvellin- um á Freyjugötu ásarnt lítilli dóttur minni. Því miður er þaö svo að þegar tæki á leikvellinum bila koma þau alls ekki aftur við- gerð. Það er heldur ekki svo gott að önnur tæki komi í staðinn. Nú er á leikvellinum ein dekkjaróla, sandkassi og vegasölt sem eru að hruni komin. Gott væri að fá að minnsta kosti nokkrar rólur til viðbótar. Því miður virðist sem alltaf sé verið að draga úr því sem gert er fyrir þann aldursflokk sem ekki á heima á gæsluvöllum, það er börn undir tveggja ára og eldri en sex ára. Undarlegur verðmunurá varahiutum Lesandi hringdi: Vegiia frétta um mikinn verð- mun á varahlutum í bíla langar mig að leggja orö i belg. Mig vant- aði kveikjulok í Nissan Vanettu ’89. I umboöinu kostar kveikju- lokið um 2700 krónur en innan við 500 krónur í varahlutaverslun úti í bæ. Þetta þykir manni und- arlegur verðmunur þegar um nákvæmlega sömu vöru er að ræða. Förgumöllum óþörfum hundum Hundaeigandi skrifar: Alhr ibúar í Reykjavík þekkja þmlík plága hundaskitur á götun- um er. Ég á sjálfur hreinræktaða settertik og sé raíkilega til þess að hún geri ekki stykki sín á al- mannafæri. En hundaskíturinn er vandi sem ráða þarf bót á. Ég hef hug- leitt mjög þá tillögu sem kunningi minn, sem er fatlaður, benti mér á nýverið. Hún er sú að öllum blendingshundum verði lógað og aðeins haldið í þá hunda sem eru einhvers virði til ræktunar. Meö þessu móti myndi hundum fækka aö mun og þessi aðferö tryggir aö við sem erum að reyna að viðhalda hreinræktuðum kynjum fáum að vera í friði með tíkur okkar fyrir alls lags blend- inshundarush sem ég held að nánast önnur hver fjölskylda hér í borginni hafi komið sér upp. „Ég skora á dagblöðin að birta myndir af þessum mönnum svo fólk geti verið á varðbergi." Áfram Bónus-og Hagkaupsmenn Birtið myndir af of beldismönnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.