Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1993
41
Veiðivon
Brynjudalsá í Hvalíiröi:
Tvisvar sinn-
um sprengt í
fossinum
„Það hefur verið á fóstudags-
morguninn sem einhverjir hafa
sprengt í Bárðarfossinum. Við
sáum nokkra laxa dauða í fossinum
og einn var vænn, hinir minni,“
sagði heimildarmaður okkar við
Brynjudalsána í Hvalfirði um helg-
ina.
Brynjudalsá í Hvalfirði hefur
ennþá einu sinni orðið fyrir barð-
inu á veiðiþjófum en þetta er ekki
í fyrsta skipti sem sprengt er í
Bárðarfossi í Brynjudalsá. Þetta
hefur skeð 5-6 sinnum í gegnum
árin. Netaveiðiþjófar hafa oft sést
við ána og nokkur net fundist síð-
ustu árin.
„Þetta gerðist líka fyrir viku, á
fóstudegi, að þá fannst sprengjuvír
við Báröarfossinn og ummerki eftir
mannaferðir. Það sást bíll keyra frá
Bárðarfossi snemma á föstudags-
morguninn síðasta en ekki er vitað
hvort þetta voru þeir sem
sprengdu," sagði okkar maður við
Brynjudalsá.
Brynjudalsá hefur gefið 110 laxa
að sögn veiðimanna sem veiddu í
ánni á laugardaginn, síðasta mán-
uð hafa aðeins veiðst 15 laxar í allri
ánni.
Eitthvað hefur orðið vart við
netaveiðiþjófa við ána líka í sumar.
Lítil varsla er við Brynjudalsá en
Stangaveiðifélag Reykjavíkur leig-
irána. -G.Bender
.....
Halldór Fannar Halldórsson með 3ja punda bleikju sem hann veiddi i
Haukadalsá efri fyrir skömmu. DV-mynd Karl Óskar
Haukadalsá efri:
Það hafa veiðst 30 laxar
- á milli 300 og 400 bleikjur
Bleikjuveiðin í sumar hefur verið
mjög einkennileg, htið veiddist
fyrst framan af sumrinu en batnaði
stórlega undir lokin. Bleikjan
mætti seint í veiðiámar í sumar en
hún var í vænni kantinum.
„Þetta var virkilega góður veiði-
túr í Haukadalsá efri, við veiddum
36 bleikjur og þær stærstu voru 3
pund,“ sagði Halldór Fannar í sam-
tali en hann var í Haukadalsá efri.
í sumar hafa veiðst á milli 350 og
400 bleikjur og 30 laxar í ánni.
„Það er gaman þegar bleikjan
tekur í hveiju kasti, en maðkurinn
og flugan gáfu okkur þessa veiði,"
sagði Halldór Fannar ennfremur.
„Þaö veiddust 500 bleikjur og
nokkrir laxar, stærstu bleikjurnar
voru 5 pund. Þetta veiddist mest
seinni part sumars, þá kom bleikj-
an í stórum torfum," sagði Pétur
Pétursson er við spurðum um
Gufudalsá í Gufudal. -G.Bender
Fyrirlestrar Tilkynrdngar
Lærum og leikum í
Gerðubergi
í vetur mun menningarmiðstöðin Gerðu-
berg gangast fyrir námskeiðum í ýmiss
konar handíðum og fóndri ætluðum allri
fjölskyldunni. Markmiðið er að gefa for-
eldrum, bömum, öfum og ömmum tæki-
færi til að verja saman laugardagsmorgn-
um frá kl. 10.15-13 og stendur hvert nám-
skeiö um sig í þrjú skipti. Það fyrsta, sem
gefið hefur verið nafnið: Pabbi, mamma,
böm og plastmódel, hefst í dag, 18. sept-
ember. Eins og naífnið gefur til kynna
gefst þátttakendum þar kostur á að koma
með módelin sín og ry óta tilsagnar í sam-
setningu þeirra. leiðbeinandi verður
Ami Guðmundsson. Engin reynsla eða
undirstaða er nauðsynleg og verði mjög
í hóf stillt. Síðar í vetur em áætluð sams-
konar námskeið í fluguhnýtingum og
skartgripagerð.
TombÓla « °g Katrín Ámadóttir, tombólu til styrkt-
Nýlega héldu þessar stúlkur, sem heita ar hjálparsjóði Rauöa kross íslands. Alls
Lisabet Ósk Jónsdóttir, Karen Ámadóttir söfnuðu þær 9.000 krónum.
Garnhúsið flutt
Gamhúsið, sem var í Faxafeni 5, er flutt
um 50 metra, í eitt af bláu húsunum sem
standa við Fáka- og Faxafen en tilheyrir
Suðurlandsbraut 52. í bláu húsunum em
margar þekktar verslanir og á næstunni
opnar Mistý verslun viö hliðina á Gam-
húsinu. Gamhúsið er sérverslun með
pijónagarn, selur gam frá Patons og
Jaeger og sömu fyrirtæki gefa út mikiö
úrval af uppskriftum fyrir alla aldurs-
hópa og einnig mikið úrval af pij ónafónd-
urbókum. Auk allra nauðsynlegra fylgi-
hluta selur Garnhúsiö einnig franskt
garn frá Bouton D’or. Garnhúsið var opn-
að fyrir tæpum tveimur árum og á þeim
tíma hefur verið mikil uppsveifla í
pijónaskap. Gamhúsið veitir ráðlegging-
ar um allt er viðkemur pijóni. Verslunin
er opin alla virka daga kl. 10-18 en laugar-
daga kl. 10-14.
kirkju, sunnud. 19. sept. eftir guðsþjón-
ustu kl. 14 og þriðjud. 21. sept. kl. 15-18;
Hallgrímskirkju, þriðjud. 21. sept. kl. 16;
Háteigskirkju, fimmtud. 23. sept. kl. 16;
Langholtskirkju, þriðjud. 21. sept. og
fóstud. 24. sept. kl. 14-16; Laugarnes-
kirkju, þriðjud. 21. sept. kl. 16-17; Nes-
kirkju, miðvikud. 22. sept. kl. 15; Seltjam-
ameskirkju, miðvikud. 22. sept. kl.
14.30-15.30.
Félagsvist ABK
Félagsvistin byrjar í Þinghóh, Hamra-
borg 11, í kvöld, mánudag kl. 20.30. Ailir
velkomnir.
Baháíðr
bjóða í opið hús að Álfabakka 12 í kvöld
kl. 20.30. Bergsveinn Birgisson segir frá
ferðareynslu sinni í Afríku og Indlandi
og ræðir um endurholdgunarhugmynd-
ina. Umræður og veitingar. Allir vel-
komnir.
Gjábakki, félagsheimili eldri
borgara Kópavogi
Mánudaginn 20. september heQast fyrstu
námskeið vetrarins í Gjábakka. Þann dag
hefst einnig leikfimikennsla kl. 10. Lom-
ber spilað kl. 13. Söngvinir æfa kl. 17 og
í þennan blandaða kór vantar fleira fólk
í allar raddir.
Tónleikar
Orgeltónleikar
Nk. mánudagskvöld, 20. september, held-
ur Kári Þormar orgeltónleika í Hall-
grimskirkju. Á efnisskránni em verk eft-
ir: Buxtehude, Bach, César Frank, Þorkel
Sigurbjömsson og Jehan Alain. Tónleik-
amir em burtfararpróf frá Tónskóla
þjóðkirkjunnar en þar hefur Kári numið
sl. þijú ár undir handleiðslu Harðar
Áskelssonar. Hann lauk burtfararprófi í
píanóleik frá Tónlistarskólanum í
ReyKjavik í vor og heldur síðan utan til
náms í kirkjutónlist við Robert Schu-
mann Institut í Dússeldorf, Þýskalandi.
Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Þeir em
öllum opnir og er aðgangur ókeypis.
Fundir
Félag þroskaheftra
Að undanfomu hefur hópur þroska-
heftra unniö að undirbúningi að stofnun
félags til að vinna að hagsmunum
þroskaheftra og auka áhrif þeirra á eigin
lif. Stofnfundur félagsins verður haldinn
í Hinu húsinu, Brautarholti 20, 3. hæð,
mánudaginn 20. september kl. 20. Þroska-
heftir og aðrir þeir sem áhuga hafa á
málefnum þroskaheftra og vilja vinna að
framgangi þeirra em velkomnir á fund-
inn.
Tapað fimdið
Páfagaukurfannst
Gulur páfagaukur með dökka slikju á
stélendum fannst við Krummahóla. Upp-
lýsingar í síma 79980.
Leikhús
ÞJOÐLEIKHUSH)
Sími 11200
Smíðaverkstæðið
FERÐALOK
eftir Steinunni Jóhannesdóttur
Þriðja sýning sunnud. 26/9 kl. 16.00.
Stóra sviðið
KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon
laugard. 25. sept. kl. 20.00,
sunnud. 26. sept. kl. 20.00.
Sala aðgangskorta stendur yflr.
Verð kr. 6.560 sætið.
Elli- og örorkulífeyrisþegar,
kr. 5.200 sætið.
Frumsýningarkort,
kr. 13.100 sætið.
ATH. Kynningarbæklingur Þjóð-
leikhússins liggur frammi m.a. á
bensinstöðvum ESSO og OLÍS.
Mlðasala Þjóðleikhússins veröur opin
alladaga frá kl. 13-20 meðan á korta-
sölu stendur. Tekið á móti pöntunum i
sima 11200 frá kl. 10 vlrka daga.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
Græna línan 996160 -
Leikhúslinan 991015
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Sala aðgangskorta stendur yfir
til 20. sept.
Stóra sviö kl. 20.00.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
4. sýn. fim. 23/9. Örfá sæti laus.
Blá kortgilda.
5. sýn. fös. 24/9. Fáein sæti laus.
Gul kortgilda.
6. sýn. iaug. 25/9. Fáein sæti laus.
Græn kortgilda.
Sala hófst laugard. 11. sept.
Miðasalan er opin frá kl. 13-20 alla
daga á meðan á kortasölu stendur.
Tekið á móti miðapöntunum i sima
680680 alla virka daga kl. 10-12.
Bréfasimi 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar, tilvalin tæki-
færisgjöf.
Leikfélag Reykjavikur -
Borgarleikhús.
FRJÁLSI
LEIKHOPURINN
Tjarnarbíó
Tjarnargata 12
STANDANDIPÍNA
„Stand-up tragedy“
eftir Blll Cain
Næstú syningar:
22. sept. kl. 20.00. Örfá sæti laus.
25. sept. kl. 20.00. Örfá sætl laus.
26. sept. kl. 15.00.
29. sept.kl. 20.00.
Miðasala opin alla daga
frá kl. 17-19.
Slmi610280
Opinber fyrirlestur
Judge Charles B. Schudson mun halda
opinberan fyrirlestur við Félagsvísinda-
deild Háskóla íslands þriðjudaginn 21.
september kl. 17 í stofu 101 í Lögbergi.
Erindið ber heitið: Böm sem þolendur
og verður þar m.a. fjallað um meðferð
kynferðisaibrotamála út frá réttar- og
bamavemdarsjónarmiðum. Fyrirlestur-
inn er ókeypis og öllum opinn.
Innritun fermingarbarna í
Reykjavíkurprófastsdæmi
vestra
Dagana 19.-24. september fer fram innrit-
un fermingarbama næsta vors. Innritun-
in fer fram í eftirtöldum kirkjum próf-
astsdæmisins sem hér segir: Áskirkju,
þriðjud. 21. sept. kl. 17; Bústaðakirkju,
þriðjud. 21. sept. kl. 16-17; Dómkirkju,
miðvikud. 22. sept. kl. 15.30, Grensás-
Allt í veiðiferðina
HAUSTVEIÐI í EYSTRI-RANGÁ OG HAFNARÁ
LAUGAVEGI 178, SIMAR 16770 - 814455, FAX 813751