Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1993 5 Fréttir Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ: Mótmælum heilsukortunum segir skerðingu á lífeyrisuppbót brot á kjarasamningi „Viö mótmælum þessum svoköll- uðu heilsukortum harðlega. Það er óásættanlegt með öllu að selja með þessum hætti aðgang að heilbrigðis- kerfmu. Meginlínan til þessa hefur verið að fjármagna heilbrigðiskerfið með almennri skattlagningu en ekki nefskatti á þá sem njóta þjónustunn- ar,“ segir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands Islands. Eins og greint hefur verið frá fyrir- hugar heilbrigðisráðherra að taka upp heilsukort og einskorða niður- greidda heilbrigðisþjónustu við þá sem greiða 2 þúsund krónur fyrir kortið. Þá íhugar ráðherrann að skerða uppbætur á lífeyri um allt að 200 milljónir á næsta ári, en uppbæt- urnar eru sambærilegar þeim sem launþegar sömdu um í vor, þ.e.a.s. láglaunabætur, sumaruppbót og des- emberuppbót. Að sögn Benedikts lítur ASÍ á upp- bætur til ellilífeyrisþega og öryrkja sem hluta af hinum almenna kjara- samningi. Verði bæturnar skertar muni ASÍ bregðast við því á sama hátt og gagnvart öðrum brotum á kjarasamningi. Benedikt bendir á að 10. nóvember næstkomandi komi kjaranefnd saman til að ræða hvort ástæða sé til að segja upp gildandi kjarasamningi. „í kjarasamningunum gáfum við ríkisstjórninni ákveðið svigrúm til að mæta tekjutapi vegna lækkunar á virðisaukaskatti á matvælum. Við skilyrtum það hins vegar á þann veg að lækkunin yrði ekki fjármögnuö með því að flytja fjármuni úr einum vasanum í annan hjá sama hópnum.“ -kaa Samvinnuferöir: Munódýrarivið- skiptaferðir „Að okkar mati er þetta tímamóta- samningur sem Samvinnuferðir- Landsýn gerðu við írska ríkisflugfé- lagið Air Lingus um viðskiptaferðir. Það hefur verið vandamál, bæði hér og erlendis, að það hefur verið miklu dýrara aö ferðast í miðri viku en um helgar. Okkur hefur tekist að ná samningum um viðskiptaferðir til 27 staða á verði sem er einstakt í Evr- ópu. Flogið er með Atlantavélum til Dublin og áfram með tengiflugi til áætlunarstaða Air Lingus," sagði Helgi Jóhannsson. Sem dæmi um breytt verð má nefna að fargjald til London, venju- legt verð, er 87.240 kr. og verð með 4 daga fyrirvara 69.810 kr. en Sam- vinnuferðir-Landsýn bjóða þessa ferð nú á 29.905. Apex-fargjald á þess- ari leið er tæpar 46.000 og pex-far- gjald 41.000. „í flestum tilfellum er verðið sem við bjóðum lægra en apex-fargjald. Þarna er verið að brjóta upp hefð- bundin fargjöld á þessum leiðum og ég geri ráð fyrir að Flugleiðir fagni þessum nýju samningum. Þeir eru að heyra fyrst um þá nú,“ sagði Helgi. -ÍS Egilsstaðir: Hlutafélag um handverkshús Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; í lok ágúst Stofnfundur hlutafé- lagsins Randalín handverkshús var haldinn á Egilsstöðum nýlega. Á stefnuskrá þess er rekstur sauma- smiðju með 4-6 starfsmönnum. Fyr- irtækið mun leggja áherslu á að framleiða vandaða og sérstæða vöru í samstarfi við handverksfólk í fjórð- ungnum. Annar meginþáttur í starfseminni verður námskeiðahald í ýmiss konar handverki og listgreinum. Egils- staðabær styrkir Randalín með því að leggja til húsnæði í tvö ár endur- gjaldlaust. Stofnhlutafé verður 1,5 millj. kr. Nafniö Randalín er komið frá Randahn Fihpusdóttur sem flutti austur í Valþjófsstað um miðja 13. öld. Ýmsir eru með tilgátur um að hún hafi skorið út hina frægu Val- þjófsstaðahurð sem nú er varðveitt í Þjóðminjasafninu. í stjóm félagsins eru Anna Ingólfs- dóttir, Lára Vilbergsdóttir, Guðrún Tryggvadóttir, Ólöf M. Guðmunds- dóttir og Karólína Ingvarsdóttir. Slátrun hafin áSelfossi Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Slátrun hófst hjá sláturhúsi versl- unarinnar Hafnar hér á Selfossi fimmtudaginn 16. september. Að sögn Haralds Gestssonar sláturhús- stjóra verður 14.500 fjár slátrað í haust og er það svipað og var í fyrra. Verð á slátri nú er 555 krónur. í sláturhúsinu vinna 42 - alltaf sama góða fólkið. Kjötmatsmaður í ár verður Bryndís Magnúsdóttir. Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna N-Á-MAN í NÁMUNIMI, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands, bíður þín m.a. eftirfarandi: * Einkareikningur, tékkareikningur með dagvöxtum. * Hagkvæmar sparnaðarleiðir með Reglubundnum sparnaði. * Námureikningslán á hagstæðum kjörum. * Spariveltulán. * Sveigjanlegar afborganir lána. * 7 námsstyrkir árlega. * Námslokalán. * Ráðgjöf og upplýsingaþjónusta. * Þjónustufulltrúi sem aðstoðar við gerð fjárhagsáætlana. * Greiðslukort, Euro eða VISA. * Minnisbók, án endurgjalds, við upphaf viðskipta. * Hressilegar tómstundir. * Ýmis fyrirgreiðsla við námsmenn erlendis. Námsmenn sem vilja gera eitthvað skemmtilegt og um leið eitthvað skynsamlegt, fara í NÁMUNA. Hún er sniðin að þörfum skólafólks. Þú finnur yfir 60 "NÁMUOP"1 Landsbanka íslands á 43 stöðum hringinn í kringu/n landið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.