Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1993 RAFGEYMAR 618401 LAGERVERÐÁ VERKFÆRUM FJÖLBREYTT ÚRVAL %R0T Kaplahrauni 5,220 Hafnarfjórður simi 653090 - fax 650140 Alternatorar & startarar í bila, báta, vörubíla og vinnuvélar. f Mjög hagstætt verð. Póstsendum. BÍLARAF Borgartúni 19, sími 24700 rKh KOIHPASS KOMPASS vísar nýjum viðskiptaaðila áþig. Sími 91-654690 Fax 91-654692 Bæjarhrauni 10 - 200 Hafnarfirði TILBOÐ Á CASIO REIKNITÖLVUM SO& ESSII Kr. 1.990 FX- 82LB raátarai ÉiÉiéSie x--. lEStól Kr. 1.360 Póstsendum Regnbogaframköllun Síðumúla 34 Sími 682820 Smáauglýsingar ■ Fasteignir 110, 121, 137 og 150 mJ íbúðarhús. Húsin eru íslensk smíði en byggð úr sérþurrkuðum norskum smíðaviði. Þau eru byggð eftir ströngustu kröfum Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins. Húsin kosta uppsett frá kr. 5,1 millj., með eldhúsinnréttingu og hreinlætistækjum (plata, undirst., vatns- og raflögn ekki innreiknuð). Húsin eru fáanleg á ýmsum bygging- arstigum. Húsin standast kröfur hús- næðislánakerfisins. Teikningar sendar að kostnaðarlausu. fslensk-skandinavíska hf., s. 670470. ■ Vörubílar Scanla 140, árg. 76, til sölu, öflugur grjótpallur með loftvör og neftjakk. Odýr, mjög þokkalegur bíll en þarfn- ast aðhlynningar, m.a. fyrir skoðun. S. 91-682190 og 91-679350 á kvöldin. ■ Bílar til sölu Subaru 1,8 GL station, árg. '87, til sölu, sjálfskiptur, samlæsingar, rafdrifnir speglar, vökva- og veltistýri, ekinn 97 þús. km, skoðaður ’94. Upplýsingar í síma 91-666398. ■ Jeppar Jeep Comanche, árg. 1988, til sölu, mikið breyttur, góður bíll. Upplýsing- ar hjá Bílabankanum, síma 91-611010. ■ Ýmislegt Hárgreiöslustofan Leirubakka 36 0 72053 20% afsláttur af permanenti og strípum. ■ Líkamsrækt Þær tala sinu máli! Ótrúlegt en satt. Heilsustúdíó Maríu býður upp á cellu- lite meðferð, 10 t., kr. 18.500, Trim-Form, 101., kr. 5.900, háræðaslit- meðferð, vöðvabólgumeðferð, gervi- neglur o.fl. Tímapant. í s. 36677. Merming_________________________________________________dv Yfirlitssýning á verkum Gunnlaugs Blöndals að Kjarvalsstöðum: Þokkinn og þjamngin Fátt er erfiðara í sambúðinni við lífið en sannleikur- inn. Mannskepnan hefur búið sér fleiri blekkingarvefi utan um hann en nokkuð annaö. Til að forðast hann. Því að hann meiðir, ristir sálina, kremur og mer og grætir. Hann er í einu orði sagt óþolandi. Samt er ekki hægt að vera án hans. Þetta er undirstöðuþver- sögn í lífinu og óumbreytanleg. Auk alls er hann einn- ig hverfull og óínáanlegur í stöðugri og uppáþrengi- andi nálægð sinni. Góð list birtir mönnum sannleikann í mismunandi formi og á mismunandi hátt, oft fyrirvaralaust og úr launsátri. Þessi uppátæki óvissunnar geta gert manni kleift að gleyma hörmungum gærdagsins og færa manni þá spennu forvitninnar sem framkallar löngun til að gægjast fyrir hornið eða skoða fjöllin hinum megin frá. Á laugardaginn var opnuð yfirlitssýning á verkum Gunnlaugs Blöndals að Kjarvalsstöðum í tilefni af hundrað ára árstíð hans. Sýningin hefst í París. Þaðan Myndlist Úlfar Þormóðsson eru ljóðrænar og þokkafullar myndir frá Signubökk- um málaðar með pastel og olíulitum. Verk hins þrótt- mikla og æskuglaða manns. Þaöan eru einnig margar konumyndir, kannski leyndardómsfyllstu konumynd- ir sem málaðar hafa verið með íslenskum höndum. Þarna er stúlka með blóm í hári, óspillt og ögrandi í roða eftirvæntingarinnar; sofandi kona sem hefur höndlað frið þeirrar fullnægju sem ein veitir þá hvíld sem endumærir; hin þokkafulla kona reynslunnar (Módel frá 1936) sem tekist hefur að snúa þannig á líf- ið sjálft að duttlungar óvissunnar ná aldrei að hrella hana eða hrekkja og hin glaðværa stúlka með greiðu sem býr yfir því leyndarmáli sem frá verður sagt í heitu rökkri. Þarna era einnig litríkar og vasklegar stúlkur síldarævintýrisins, vinnandi nokkrar og hugs- andi aðrar með óvissu óþekktar sektarkenndar í aug- unum. Síðan gerast þær bitrari og þvo sér með lokuð augu, leggjast fölar á hrennandi flöt reynslunnar með strekktan líkama, konur sem vita of mikið til að skilja, og loks hin herpta kona sem lífið hefur sogið merginn úr og fært þjáningu að launum og þá hrottafengnu spumingu: hvað gerði ég af mér? Og fyrir þér lýkur sýningunni frammi fyrir tómlátum augum og rúnum ristu andliti listamannsins sem málar sig á léreftið við Arkitektúr og standljóð Eitt verka Gunnlaugs Blöndals á sýningunni. ferðalok á dánarári. Ekkert fer eins illa með manninn og lífið sem hann ræður svo sem engu um því það er jafnóumflýjanlegt og sannleikurinn, jafn fagurt og þokkafullt. Jafn þján- ingarfullt í vægðarleysi sínu og jafn andstyggilega óáþreifanlegt lengstum stundum. Ef. Ef þaö er án feg- urðarinnar, gleðinnar og ástarinnar. Rétt eins og góð list birtir mönnum sanleikann felst einnig í henni leiðsögn, jafnvel boðun: það er dagurinn og stundin, hin eilífa nútíð sem ein býr yfir hinu höndl- anlega. Þarna er mikil list og þakkarverð sýning. Örlítil ábending Enginn skyldi halda að á sýningu Blöndals væru eingöngu konumyndir. Þaraa eru portret og uppstill- ingar, landið og miðin, fjöllin, vötnin, lækirnir og meira af því lífi sem í kringum okkur er. Það er hins vegar undir duttlungum óvissunar komið hver meðvit- undin vakir þegar komið er á sýningu. Því er þessi umsögn með þessum hætti og engum öðrum. Uppröðun mynda og skipulag sýningarinnar er með því besta sem ég hef lengi séð á Kjarvalsstöðum. Fyr- ir það má þakka. Það eru hins vegar vandræði með sýningarskrána. Hún er hvorki bók né sýningarskrá. Bæklingur innan harðra spjalda. Gagnlegar upplýsingar og ljúfar kveðj- ur til listamannsins. Eilítil minning þegar heim er komið. Einhvern veginn er ég ekki alveg sáttur við þetta; það hefði þurft svo lítið til aö gera úr bæklingn- um sýningarskrá. Meira að segja veglega. Sem er frem- ur sjaldgæft. Á laugardaginn var opnuð sýning fimm norrænna arkitekta á Kjarvalsstöðum, farandsýning frá Norður- löndum sem lagði af stað í Finnlandi. Kynning á verk- um þeirra er hið rétta. Allan liðlangan daginn er maður inni í arkitektúr eða á rjátli umhverfis hann. Og nóttina líka. Samt kann maður ósköp lítið um arkitektúr. Manni þykir hann fallegur og eða ljótur eftir atvikum og sá arkitekt- úr sem maður hýr í eða lifir í finnst manni annað hvort óhentugur eða hið gagnstæða. Oftast finnst manni kannski ekkert. Vegna þess að manneskjan fær enga undirstöðufræðslu um þennan grunnþátt hins daglega lífs síns. Og ekki ég heldur. Þess vegna spurði ég arkitekt: Hvernig er sýningin? Jú, sagði hann, jújú. Ég spurði annan, konu: Svolítið samþjöppuð, gagnsæ og opinogtaktfóstogþyngslalegspennaásvæðinu... Ég varð svolitlu nær. En fór að horfa í kringum mig. Sem sýning fannst mér fara vel á hlutunum sem þama voru. Mér fannst líka gagnlegt að sjá skissur að uppdráttum og uppdrætti að módelum. Margt fall- egt og vel gert. En ég þurfti lengri tíma, leiðsögn, hjálp. Samt vaknaði nú forvitnin og ég ætla aftur ann- an dag. Standljóð Kjarvalsstaðir hafa sýnt á veggjum sínum ljóð nokk- ur undangengin misseri. Þetta gæti verið gagnlegt fyr- ir ljóðið, skáldið og þjóðina. En ég efast um að svo sé. Eins og að þessum sýningum er staðið. Núna eru þama ljóð eftir Hannes Pétursson sem er afbragðs skáld og alls góðs maklegur sem hægt er að finna til handa lif- andi skáldum. En ljóð, jafnvel eftir Hannes, með svörtu letri á hvítan flöt eða hvítu letri á svartan flöt hang- andi á vegg eru ekki lengur ljóð. Ekki nema þá stand- ljóð, sem enginn veit hvað er annað en texti sem þú lest standandi upp á endann með verk í kálfunum eða mjóhryggnum. Ljóð eru ferðalög, hugarflug og sýn, stundum einkamál höfundarins, of oft lesandans, stundum þeirra tveggja tal í næði. Ég settist í kaffistofuna og horfði á þjóðina ganga Myndlist Úlfar Þormóðsson um sýningarsal ljóðanna. Ég taldi 29 á 7 mínútum. Tveir stoppuöu og lásu. Ég tók tímann og skenkti mér þann sama til að lesa standljóð. Ég las fimm línur af átta á þessum skammtaða tíma, er að vísu seinlæs. Ljóð mættu fara víðar. En þau halda áfram að vera einkamál. Það mættu samt vera til standljóð. En það þarf þá að gera eitthvað meira fyrir þau en prenta þau með stóru letri svört á hvítt eða hvít á svart. Standljóð- um þarf að fylgja einhver ögrun til eintals á almanna- færi. Tæknin leyfir að þeim sé ljáð rödd eða mynd. Geriði þetta nú næst, ef þið meinið eitthvað með ljóða- sýningunum annað en viðra ykkur upp við skáld. Kassa-Kjarval Á sóðabúllum heimsins eru myndir af frönskum kartöflum, hamborgurum, lasönjum, sjeik ogjertum í ógeðslegum htum. Tahð hstaukandi og söluhvetj- andi. - Listfræðingarnir á Kjarvalsstöðum hafa sett Kjarval í kassa fyrir ofan tertumar og kaffið. Baklýstar litfilm- ur í búllukassa. Ég er orðlaus. Og hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.