Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1993 Meiming Þóra og Jónas hittast i Kaupmannahöfn. Sigurður Sigurjónsson og Halldóra Björnsdóttir í hlutverkum sinum. DV-mynd BG Astin blind Hvers vegna hlæjum við? Spanskflugan er einn af þessum sívinsælu gamanleikjum þar sem fyndnin byggist á því að skemmta sér yfir ófórum og vandræðagangi skinheilagra góðborgara sem grípa til hvers kyns óyndisúrræða til þess að varðveita slétt og fellt sýndaryfirborð tilveru sinnar. En þetta væri ekkert gaman ef tilraunimar leiddu ekki til sífellt meiri misskilnings og flækju með ótöldum tækifærum til skrípaláta þar sem allt byggist á hraða og samhæfingu. Yfir hverju smáatriði vakir glöggt auga leikstjórans og þekking hans á hæfileikum hvers leikara fyrir sig er gmndvcdlaratriði. Á frumsýningu Leikfélags Reykjavíkur var þessi vel smurða vél ekki alveg komin á fullan skrið þó að ég hafi fulla trú á því að það gerist á allra næstu sýningum, þegar „húsið" fer að spila með. Nokkrir leikarar vom búnir að finna alveg réttan tón og má þar nefna Karl Guðmundsson og Guðmund Ólafsson sem voru hátíðlega fyndnir og pössuðu vel inn í þann ramma sem svolítið fornleg þýðing Guðbrands Jónssonar frá þriðja áratug aldarinnar setur sýningunni. Valgerður Dan slær hka í gegn með ísmeygilega fyndinni túlkun sinni á bústýrunni, Maríu, og dansinn hennar gleymist seint. Carl Möller var óvæntur senuþjófur í svo til þöglu hlutverki píanóleikar- ans og hætti með félögum sínum í hljómsveitinni nýrri vídd inn í sýning- una. Þeirra innlegg var líka mjög vel unnið af leikstjóranum, Guðrúnu Ásmundsdóttur. Á hinn bóginn bar nokkuð á fulluppskrúfaðri og ýktri framgöngu hjá þaulreyndum leikurum eins og Eddu Heiðrúnu Backman og Helgu Þ. Stephensen sem mættu báðar grípa til fínlegri og fyndnari leikbragða í veigamiklum hlutverkum sínum. Bessi Bjarnason leikur aðalhlutverkið, sinnepsframleiðandann, hr. Khnke. Á frumsýningunni sparaöi hann sig greinilega og fór oft með lönd- um í túlkuninni. En hann á áreiðanlega eftir að spila sig inn í hlutverkið með sínum alkunnu töktum þegar fram í sækir. Og þá verður gaman. Leiklist Auður Eydal Leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur, Ferðalok, er margslungið verk, lagskipt og vísar til tvennra tíma í senn. Eins og fram hefur komið í umfjöllun um verkið eru það kvæði Jónasar Hahgrímssonar, Feröalok, brot úr persónusögu hans og tengsl hans við Þóru Gunnars- dóttur, sem verða Steinunni kveikja að yrkisefni leik- ritins. Hún teflir fram persónum, sem bera sömu nöfn og eiga ýmislegt annað sameiginlegt Jónasi og hans samferðafólki, en hennar persónur lifa í nútímanum og þurfa að takast á við vandamáhn í öðru umhverfi. Spurmngin er bara að hve miklu leyti þetta breyti gangi sögunnar. Eru þessi ómögulegu ástamál kannski alltaf söm við sig hvort sem öldin er hin nítjánda eða sú tuttugasta? Að sjálfsögðu kafar höfundur dýpra og hyggir upp persónur sem lifa sjálfstæðu lífi innan verksins. Aðal- persóna verksins er Þóra, ung kona, sem er í bók- menntanámi í Háskólanum. Hún hefur lent í ástarsam- bandi viö Halldór, kennara sinn, giftan mann, sem vill viðhalda óbreyttu ástandi. Samband þeirra er komið í öngstræti og h'ugur Þóru leitar til Kaupmannahafnar þar sem Jónas, fyrrum kærasti hennar, eilífðarstúdent og skáld mælir götum- ar og dundar sér við einhverjar óskilgreindar vísinda- iðkanir. Einn góðan veðurdag rífur hún sig upp, heldur til Hafnar og hyggst vinna þar að lokaritgerð sinni sem einmitt á aö fjalla um Jónas Hahgrímsson. Þessi vetur verður henni örlagaríkur. Hún tekst á við drauga fort- íðar og mikið persónulegt uppgjör viö viðfangsefni ritgerðarinnar er óhjákvæmilegt. En samhliða sigla mikil átök og uppgjör í eigin lífi. Höfuðpersónumar þijár, Þóra, Jónas og Halldór mynda ástarþríhyrning, sem á sér nokkra hliöarþrí- hyrninga, þannig að máhn em nokkuö flókin, svona rétt eins og í lífinu sjálfu. Þóra er skýrt mótuð persóna sem þroskast og þróast innan verksins á sannfærandi hátt. Karlmennimir fá öllu einfaldara yfirbragð, eink- um Halldór, sem á htla samúð höfundar og fær fremur hraklega útreið. Hann stendur uppi sem hfilmannleg- ur framapotari og hefur á endanum brugðist öllum, jáfnt konu sinni sem Þóm og dóttur þeirra. Þó að svo virðist sem Jónas eigi að vera sjarmerandi gáfumaður sem fyrirgefst allt fer minna fyrir því í verkinu heldur en leiðindinum og biluninni sem fylgir eilífu fylhríi hans. Þess vegna em a.m.k. sumir áhorfendur búnir að gefast upp á honum löngu á undan Þóru og þetta fannst mér veikja síðari hlutann óþarflega. En þar kom líka fleira til. í fyrri hlutanum er uppbyggingin sterk, textinn hnitmiðaður og upplýsingum um persónumar og sögu þeirra komið á framfæri í vel skrifuðum samtölunum. Þegar höur á verkiö og dramatísk átök magnast fannst mér bregða fyrir málalengingum og óþarfa vafstri í stað þess að þétta framvinduna. Að hluta til kann þetta að stafa af aukapersónum, sem þá fóm að flækjast fyrir í uppgjöri aðalpersónanna, og urðu heldur til óþurftar með fyrirferð sinni af því að þær höfðu ekki möguleika til að þróast innan verksins eins og aðalper- sónumar. Þórhallur Sigurðsson er leikstjóri og vinnur afskap- lega gott verk. Ytri rammi verksins er stílhrein leik- mynd Gretars Reynissonar, sem þjónar uppsetning- unni fuhkomlega og er aukinheldur faheg fyrir augað með vel unninni lýsingu Björns Bergsteins Guðmunds- sonar. Fáeinir vel valdir munir skapa rétt andrúms- loft: Ritsafn Jónasar, fífuskúfur í vasa, ófuhgerð hand- rit, böggluð bjórdós og ferðatölvan ómissandi, tákn nútímans. í hlutverki Þóru er Halldóra Björnsdóttir, sem sann- ar hér enn einu sinni hversu einstök leikkona hún er. í því návígi, sem skapast á Smíðaverkstæðinu fer ekk- ert svipbrigði, ekkert augnathlit fram hjá áhorfandan- Leiklist Auður Eydal um og það er hægt að nota sterkustu lýsingarorð um frammistöðu Halldóru, sem skapar afskaplega geð- þekka, sannferðuga og sterka mynd af Þóra handrits- ins. Sigurður Sigurjónsson þarf að takast á við persónu sem á að vera sjarmerandi og óþolandi í senn. í hand- ritinu fannst mér vanta upp á dýptina í manngerð- inni, sjarminn er eiginlega gufaður upp og hann of langt leiddur þegar fundum þeirra Þóru ber saman að nýju úti í Kaupmannahöfn til þess að samskipti þeirra og ást hennar verði sannfærandi. Sigurður sýn- ir hér svo ekki verður um vhlst breiddina í leikhæfi- leikum sínum og lyftir hlutverkinu upp fyrir ramma textans. Allt spilar saman. Fas hans og látbragð segja langa sögu, hann er kíminn og sorgbitinn í senn og persónan ber á sér mark endalokanna. Halldór háskólakennari er leikinn af Arnari Jóns- syni sem á ekki í neinum erfiðleikum með að túlka fremur einfalda og fyrirsjáanlega manngerðina. Edda Amljótsdóttir er tilkomumikil í hlutverki Kristjönu og tekst að láta skína í sársaukann inni fyrir skel- inni. Baltasar Kormákur leikur Edda, sem er óþveginn hrotti, og fer létt með hlutverkið. Ámi Tryggvason kemur fram í þremur htlum hlut- verkum, vinnur öh vel og tekst að skha einu þeirra, svo th þöglu hlutverki þjónsins, þannig að þau andar- tök sem hann er á sviðinu verða eins og konfektmoli í sýningunni. Nýtt íslenskt leikrit sætir ahtaf tíðindum. Hér hefur vel tíl tekist með efniviö sem sjálfsagt stendur mörgum íslendingum hjarta nær enn í dag þó að engan veginn megi setja samasemmerki á mhli sögimnar að fomu og skáldverksins. Þó að sýningin sé ekki gahalaus er hún sannarlega athýghsvert leikhús unnin af metnaði og fagmennsku. Þjóðleikhúsið sýnir ð Smiðaverkstæðinu: Ferðalok Höfundur: Steinunn Jóhannesdóttir Leikstjóri: Þórhalfur Sigurösson Leikmynd og buningar: Gretar Reynisson Lýsing. Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Hróömar Ingi Sigurbjörnsson Guðrún Marinósdóttir leikur Wally mjög vel og bryddar túlkunina fin- legri fyndni. Valdemar Öm Flygenring virtist hins vegar ekki alveg sátt- ur við rulluna sína og var eins og hann gengi ekki heils hugar th verks í hlutverki spjátrungslega lögfræðingsins, vonhiðhs heimasætunnar. Ragnheiði Arnardóttur bregður fyrir í frekar vandræöalegu hlutverki Spanskflugunnar og þeir Theodór Júhusson og Marinó Þorsteinsson leika hth hlutverk í sýningunni og gera það snyrtilega. Soffía Jakobsdóttir var fín í hlutverki Matthildar Meisel, virðulegrar frúar sem karlarnir halda í fyrstu að sé hin alræmda dansmey, Spansk- flugan, en við hana höfðu þeir átt vingott á árum áður. Út frá þessu sprettur mikUl misskilningur og hver um sig heldur að sonur hennar, Hinrik Meisel, sé jafnframt sonur sinn. Vesahngs Hinrik má þola marga raun áður en ljóst verður að hin eina sanna Spanskfluga hefur sphað með karlana öll þessi ár og haft út úr þeim meðlagsgreiðslur í massavís. Hinrik er fræðimaður og grúskari og alveg óviðbúinn þeim fjandsamlegu móttökum sem hann fær hjá Klinke og kumpánum hans. Þorsteinn Guðmundsson leikur hlutverk hans og veldur því prýðilega. Broslegur klaufaskapur og barnaleg einfeldni gera Hinrik að auðveldri bráð og upplögðum skotspæni. Þorsteinn vinnur vel úr þeim tækifæmm, sem hann fær, en mér fannst gervi hans óþarflega ýkt og held að túlkun hans hefði skilað sér ennþá betur ef hann hefði verið gerður heldur „venjulegri“ í útliti og klæðaburði þó að fræðimannsyfirbragðinu hefði verið haldiö. Aö öðru leyti vom búningar Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur mjög smekklegir og vel unnir og frábær sviðsmynd Steinþórs Sigurðssonar er einstaklega góð og viðeigandi umgjörð um farsann. Guðrún Ásmundsdótt- ir leikstjóri nýtir líka möguleika sviðsmyndarinnar vel. Spanskflugan hefur ennþá sem fyrrum einhverja óskilgreinda eiginleika- til að skemmta mönnum þó að á sjálfri frumsýningunni hafi vantað meira fjör og ákveönara rennsh í sýninguna. Leikfélag Reykjavikur sýnir á Stóra sviði Borgarleikhúsins: Spanskfluguna Höfundar: Fritz Arnold og Ernesf Bach Þýðandi: Guðbrandur Jónsson Söngtextar: Böövar Guömundsson og Jón Hjartarson Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Lýsing: ögmundur Þór Jóhannesson Tónstjórn: Carl Möller Dansar: Guðmunda R. Jóhannesdóttir Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Leikstjóri: Guörún Ásmundsdóttir Karl Guðmundsson og Bessi Bjarnason í hlutverkum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.