Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1993, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1993 15 Frelsið er ekki fyrir fátæklingshelvítin Aldeilis er þaö ótrúlegt hvaö sumir menn lenda í miklu basli fyrir það eitt að hafa ekki lært gamla máltækiö: í upphafi skyldi endirinn skoða. Þannig fór fyrir stjórnmálamönnunum okkar, þeim sem sitja viö stjómvölinn núna. Höfðu þeir kannski gleymt máls- hættinum, eða töldu þeir sig ekkert hafa meö gömul íslensk þjóðfræði að gera, þar sem þeir höfðu marga og stóra doðranta fulla af útreikn- ingum og speki hagfræðinga úti í löndum? Hamingjusamir öreigar Einhvers staðar á lífsleiðinni hafði þeim áskotnast sú viska að frelsi til allra athafna væri boðorð nútímans; frelsi til að græða, frelsi til að fara á hausinn, frelsi til að verða atvinnulaus, frelsi þeirra sterku til að ráðskast með þá veiku, frelsi þeirra veiku til að láta þá sterku ráðskast með sig, frelsi til að gefa skít í verkalýðsfélög og samninga, frelsi til allra samninga við útlendinga, þar með talið að selja þeim land og þjóð ef svo ber undir, frelsi til alls nema þess sem er bannað. Þaö stendur í doðröntunum þeirra að verði frelsið nógu algjört þurfi engu að stjórna þaðan í frá Kjallarinn Sigurjón Valdimarsson blaðamaður því að útreikningamir og spekin jafngildi náttúrulögmáli sem sjálf- krafa tryggi að gott jafnvægi sé á öllu og allir verði hamingjusamir. Miðstýring er ljótasta orðið í þeirra orðabók. Nú hafa þessir menn hrint hug- myndum fræðinganna í fram- kvæmd og þjóðin er afskaplega feg- in aö fá allt þetta frelsi eftir fjötra liöinna ára sem þvinguðu hana til aö hafa það gott, með góðu eða illu. Margir tóku fljótt við sér og drifu sig í gjaldþrot, somir til að velta „Sagt er að 1 sumum löndum gildi sú regla að það sé leyft sem ekki er sér- staklega bannað, í öðrum að það sé þannað sem ekki er sérstaklega leyft. I þriðja lagi eru bananalýðveldin þar sem einhver toppfígúra ákveður eftir geðþótta hverju sinni hvað sé bannað og hvað leyft.“ „Örfáir kaupmenn tóku frelsishjalið alvarlega og héldu að meining væri á bak við það. Þeir pöntuðu ódýrt smjörlíki og kjötvörur frá útlöndum til að selja almenningi fyrir þriðjung þess verðs sem hér hafði tiðkast." skuldum sínum yfir á aðra, og tóku þá með sér sem ekki höfðu vit á að nýta sér strax frelsið til að fara á hausinn. Nú er allt í góðu gengi, fleiri verða gjaldþrota með hverjum deginum sem Uður, séð er fram á að atvinnu- leysingjum fjölgi verulega með haustinu, þeir ríku verða stöðugt ríkari og þeir fátæku fátækari og allir eru hamingjusamir af því að þeir eru frjálsir að því að hafa þetta svona. Þrenns konar lög En skyndilega dró bliku á loft. Örfáir kaupmenn tóku frelsishjalið alvarlega og héldu að meining væri á bak við þaö. Þeir pöntuðu ódýrt smjörlíki og kjötvörur frá útíönd- um til að selja almenningi fyrir þriðjung þess verðs sem hér hafði tíðkast. Þá vandaðist máhð. Það stóð aldrei til að fátækUngshelvítin (Meyja á Brekkunni í Heimsljósi Laxness) ættu að njóta góðs af frelsinu, það var hugsað fyrir frels- iseigendurna. Hvernig datt kaupmannaflárun- um í hug aö gera þétta? Það er ekki þaö að bændur megi ekki fara á hausinn eins og aðrir, en aUtof mörg þingsæti frelsisflokksins eru í hættu ef þetta verður liðið. Á hinn bóginn væri skoUi gott að fá vænt jöftumargjald í kassann og stöðva um ieið þann ósóma að almenning- ur fengi ódýran mat. Sagt er að í sumum löndum gildi sú regla að það sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað, í öðrum að þaö sé bannað sem ekki er sérstak- lega leyft. í þriöja lagi eru banana- lýðveldin þar sem einhver topp- fígúra ákveður eftir geðþótta hverju sinni hvað sé bannað og hvað leyft. Þegar þetta er skrifað togast flór- ir ráðherrar á um málið. Á meðan getur landslýður velt fyrir sér hvort frelsi sé leyft, bannað eða miðstýrt á íslandi. Sigurjón Valdimarsson „Forréttindakerf i leigubílstjóra" Við leigubílstjórar erum orðnir langþreyttir á sífelldum dylgjum Sigurðar Sigurjónssonar, stöðvar- stjóra á Greiðabílastöðinni, í okkar garð. Við höfum í áraraðir þurft að búa við skipulega rógsherferð hans í okkar garð þar sem hann telur sig vera í einkastríði við okk- ur leigubílstjóra. Engin undantekning er á þessu þegar Sigurður ritar grein í DV 25. ágúst síðastliðinn. Þar veitist hann að okkur leigubílstjórum með því- líkum ósannindum að það verður að teljast afrek að koma svo miklu rugli saman í eina grein. Málaferli á fölskum forsendum Það sem lýsir Sigurði best og mannréttindamáli hans er að nú er hann allt í einu farinn aö kalla sig stöðvarsflóra en á meöan á málinu stóð í Strassborg kallaði KjaUarinn Óskar Sigurðsson leigubílstjóri hann sig leigubílsflóra. Með þessu, og öðru sem hann hefur sagt í kjöl- far dómsins, er hann í raun að við- urkenna að hann hafi farið í þessi málaferli á fólskum forsendum. Staðreyndin er sú að tilgangur Sig- urðar var ekki sá að segja sig úr Frama heldur brjóta niður tak- mörkun leigubifreiða eins og hún er nú. Sigurður heldur því fram í grein- inni að það verði að endurskoða takmörkun á flölda leigubifreiða í kjölfar þátttöku okkar í EES. Jafn- framt heldur hann því fram að neytendur séu ánægðir með afnám takmörkunar á flölda leigubifreiða í Svíþjóð, m.a. vegna lægra verðs. Hins vegar er staðreyndin sú að það er takmörkun á flölda leigubif- reiða í hverju einasta EB-landi og að auki bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Afnám takmörkunar í Svíþjóö hefur mistekist hrapallega og komiö mikið niður á viðskipta- vinum leigubifreiða, m.a. með hærra verði og óöryggi. Reynslan í Svíþjóð hefur þaggað niður í tals- mönnum afnáms takmörkunar á öðrum Norðurlöndum. Sjúkt forréttindakerfi I lok greinar sinnar segir Sigurð- ur að við leigubifreiðastjórar búum við sjúkt forréttindakerfi, m.a. vegna þess að við fáum 20-30% af- slátt af nýjum bílum. Þetta, eins og annaö í greininni, er fiarstæða. Staðreyndin er sú að flestar leigu- bifreiðar eru vegna lægra vöru- gjalds 8,8% ódýrari en aðrar fólks- bifreiðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. En skilyrðin eru svo ströng að aðeins lítill hluti bifreiða- stjóra getur nýtt sér þetta. Eftir stendur aö leigubifreiðar bera hærri vörugjöld en aðrar bifreiðar sem gerðar eru út í atvinnuskyni, þ. ,á m. sendibílar. Þá heldur Sigurður því fram að við leigubílstjórar höfum komið því í kring að ekki sé innheimtur virð- isaukaskattur af leiguakstri. Þetta er enn ein flarstæðan. Bifreiða- stjórafélagið Frami hefur ekki sett sig upp á móti því að vsk. sé inn- heimtur af leiguakstri. Enda þurf- um við að greiða fullan virðisauka- skatt af okkar aðfongum á meðan aðrir fá hann frádreginn sem inn- skatt. Skoðun mín er sú að sam- keppnisstaða okkar myndi batna ef við værum inni í virðisauka- skattskerfinu. Það er undarlegt að öll fiölmiðla- umræða um leiguakstur á íslandi skuli snúast um rógburð eins ein- staklings á hendur okkur leigubíl- stjórum. Er ekki kominn tími til að beina umræðunni í annan far- veg? Er ekki kominn tími til að við ræðum um það af hverju þjónusta leigubíla er ódýrari hér en á öðrum Norðurlöndum, af hverju þjónust- an er betri hér en á öðrum Norður- löndum og hvers vegna strangt aðhald varöandi leiguakstur á fólki er nauðsynlegt? Óskar Sigurðsson „Það er undarlegt að öllfjölmiðlaum- ræða um leiguakstur á íslandi skuli snúast um rógburð eins einstaklings á hendur okkur leigubílstjórum. Er ekki kominn tími til að beina umræðunni í annan farveg?“ Meðog Erundlrbúnlngstíminn fyrírsameiningu sveitarfélaganægur? Umræðan hefur staðiðlengi „Umræða um þetta mál hefur staðið hátt í þrjá áratugi meðal sveitarstjórn- armanna. Ég held að flestir heföu kosið Bragi Guðbrands- rýmritímatil son, aðstoðarmaður undirbúnings féiagsmálaráð- en málið var herra. ekki orðið nægilega þroskað fyrr en núna. Menn vildu ekki taka sameiningarumræðuna upp á nýjan leik eftir næstu sveitar- sflómarkosningar vegna þess aö nýir sveitarsflórnarmenn myndu óska eftir fresti til að geta kynnt sér máliö og þvi var ákveðið að gera þetta núna. Við urðum að velja dagsetningu í nóvember vegna þess að önnur umferð sam- einingarkosninganna verður að fara fram fyrir sveitarsflórnar- kosningarnar í maí. Umræðan i sameiningarmálinu hefur alltaf verið bundin við sveitarstjómarmenn. Þeir hafa í gegnum tíðina margoft ályktað um stækkun sveitarfélaga og sameiningu þeirra. Þær tillögur sem umdæmanefndirnar gera núna eru í stórum dráttum lagðar ffam í samráði við viðkomandi sveitarsflómir. Kosninganiður- staða fæst eítir atkvæðagreiðslu að undangenginni ítarlegri um- ræðu og kynningu. Núna fómm við inn í kynningartímabil sem mun standa í tiu vikur þar sem almenningur fær upplýsingar og tekur afstöðu til málsins." í styttra lagi „Þó að ég sé sameiningar- sinni þá tel ég undirbún- ingstímann vera í styttra lagi. Ég tel að. meiri tima hefði þurft til að kynna Olafur Kristjánsson, sameining- b3Biarst[óri ‘ Bol‘ artillögurnar un9arvk' fyrir kjósendum og ná fram um- ræðu meðal almemúngs til að ná sem bestum árangri í nóvember. Ég hefði haldið að umræöa um sameiningarmálin þyrfti að vera í flóra til sex mánuði áður en kosið væri um sameininguna og því heföi ég kosið að mun lengri tími væri til stefnu til kynningar, umræðu og skoðanaskipta um þetta stóra og mikla mál. Mikilvægt er að kynna mál af þessu tagi á sem bestan hátt þannig aö fólk sé vel upplýst þeg- ar það tekur afstöðu. Ymís sveit- arfélög hyggjast halda borgara- fundi en fundaformið er að mínu mati úrelt. Ég hefði kosið að nýta betur svæðisútvarp, héraðs- fréttablöð og ýrais félagasamtök þar sera fólk mætir á fundi og fær upplýsingar og tjáir sig um málin. Því er ekki að leyna að fólki finnst það ektó hafa fengiö nægi- lega miklar upplýsingar til aö taka jafhafdrifaríka ákvörðun eins og í þessu máli. Skammur tími er til stefnu og þvi talar fólk frekar um þetta út frá tilfinninga- legu en vitrænu sjónarmiði. Það spillir fyrir skynsamlegii niður- stööu í málinu.“ -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.