Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Fréttir Þing Alþýðusambands Norðurlands samþykkir: Uppsögn samninga og sameining félaga - Guðmundur Guðmundsson kjörinn formaður „í veigamiklum atriðum hafa for- sendur gildandi kjarasamnings brostíð. Gengis- og vaxtaþróunin hef- ur verið með öðrum hættí en menn reiknuðu með þegar gengið var frá samningnum í vor. Og ríkið hefur gengið harðar fram í að skerða kaup- máttinn með álögum en gert var ráð fyrir. Það er því eðlilegt að menn veltí fyrir sér í fullri alvöru hvort rétt sé að segja samningnum upp,“ segir Guðmundur Guðmundsson, nýkjörinn formaður Alþýðusam- bands Norðurlands. Á þingi Alþýðusambands Norður- iands um helgina var samþykkt aö vinna þeirri hugmynd fylgis innan ASÍ að segja upp gildandi kjarasamn- ingum. A fundinum var jafnframt kosin skipulagsnefnd sem gera á til- lögur fyrir vorið til miðstjómar sam- bandsins um sameiningu verkalýðs- félaga á Norðurlandi. Fundinn sátu 90 fulltrúar frá 19 félögum. Guðmundur segist eiga von á því aö önnur aðildarsambönd- og félög ASÍ álykti um kjaramálin á næstu vikum. Hver framvindan verður og hvort gripið verður til þess ráðs að segja upp kjarasamningum segir Guðmundur að muni meðal annars ráðast af því til hvaða efnahagsað- gerða ríkisstjórnin grípi í tengslum við flárlagafrumvarp næsta árs. „í næsta mánuði mun þetta ráðast og það má segja að ríkisstjórnin geti í raun ráðið því hver niðurstaðan verður. Henni væri nær að takast á við skattsvikin og neðanjarðarhag- kerfið í stað þess að íþyngja sífellt launafólkinu." Að sögn Guðmundar er hann bjart- sýnn á að af sameiningu verkalýðsfé- laganna á Norðurlandi verði. Verði af sameiningu allra verkalýðsfélag- anna á Norðurlandi yrði það eitt stærsta félag landsins með um 10 þúsund félagsmenn. Guðmundur tel- ur þó ólíklegt að öll félögin sameinist til að byija með. „Ég er sannfærður um að verka- lýðsfélögin sameinist í öflugri heild- ir. En þetta verða menn að skoða vel því að félögin veröa að geta tryggt öllum félagsmönnum sömu þjónustu ogáður,helstbetri.“ -kaa SeyöisQörður: Pétur Knstjámson, Seyðisfiröi: Byggöastofnun hefur enn ekki selt fiskimjölsverksmiðjuna Haf- síld hér á Seyðisfirði sem hún eignaðist á uppboði fyrr í sumar. Tvö tilboð bárust til stofhunar- innar um kaup á verksraiðjunni. Tilboðin voru upp á um 65 millj. króna hvort. Annað frá Elliða lif. í Reykjavík en hitt frá Hraðirystí- húsi Fáskrúðsíjaröar. Á stjórnar- fundi Byggðastofnunar 22. sept- ember var ákveðið að fresta end- anlegrí afgreiðslu málsins um eina viku. Væntanlegir kaupend- ur verða beðnir um ítarlegri upp- lýsingar varðandi kauptilboð sín. Meðal aimai's óskar Byggðastofn- un eför upplýsingum um banka- viðskipti Elhða og upplýsingum frá Ilraðfrystíhúsi Fáskrúðs- fiarðar um hvemig þeir hyggist nýta eignirnar og greiða fyrir þær. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ: Afdrifaríkt að fara út úr þjóð- arsáttarfarinu „Ég vil kanna rækilega hvort við getum ekki verið áfram í þjóð- arsáttarfarinu sem markað var í febrúar 1990. Það væri afdrifarík ákvörðun að fara út úr því fari. Hins vegar kemur það ekki á óvart þó menn íhugi nú uppsögn samninga. Viðsemjendur okkar, jafnt ríkisvaldið, bankamir sem vinnuveitendur, hafa ekki staðið sem skyldi við sinn hluta samn- ingsins," segir Benedikt Davíðs- son, forsetí ASÍ. Benedikt segist á þessari stundu ekki treysta sér til að kveða upp úr um það hvort rétt sé að segja upp gildandi kjara- samningum. Það muni þó koma í ljós á næstu vikum þegar ríkis- stjómin kynnir efnahagsaðgerðir sínar í tengslum við nýtt fiárlaga- frumvarp. Þá segir hann ákvörð- un um uppsögn ekki verða tekna nema fyrir Uggi hvað taki við og hvað menn treysti sér til að ná fram í nýjum kjarasamningi. -kaa Vinkonurnar Unnur Björnsdóttir og Elín Baldursdóttir voru úti i garði hjá sér að leita að laufi handa dvergkanín- unni hennar Elínar þegar þær rákust á þessa sérstæðu síamstvíbura af gljávíðisgerð. Elín segir að dvergkanínan sín sé höfð í búrinu sínu úti í garði á sumrin en inni í húsi á veturna og lifi hún á laufbiöðum úr garðinum. Ekki fylgir sögunni hvort kanínan fær að gæða sér á síamstvíburunum í kvöldmatinn enda úrvalið úr garðinum sjálf- sagt nóg á þessum haustdögum. -GHS/DV-mynd BG í dag mælir Dagfari Herf anginu ójaf nt skipt Ungir sjálfstæðismenn em óhress- ir þessa dagana. Nýlega sendu þeir frá sér ályktun sem lýsti óánægju og harmi yfir þeirri herfangsstefnu sem ríkir hjá Alþýðuflokknum. Eiga þeir þá við að kratarnir farið offari í stöðuveitingum til sinna manna og benda á að þriðjungur þingflokks Alþýðuflokksins hafi komiö sér fyrir í hinuni ýmsu emb- ættum. Ungir sjálfstæðismenn segja að kratamir slái eign sinni á embættí sem losna í utanríkisþjón- ustunni og einnig í bankasfióra- og ráðuneytisstöður. í ályktuninni segir: „Það hefur afhjúpast að flokks- eigendur Alþýðuflokksins ráðstöf- uðu forsfiórastöðunni í Trygginga- stofnuninni til Karls Steinars Guðnasonar í tengslum við ráðher- raskipti flokksins í vor og aðrir umsækjendur um stöðuna sem og þjóðin öll hefur verið höfð að fifl- um.“ Ungir sjálfstæðismenn segja að svona vinnubrögð eigi heima í bananalýðveldum og eru Alþýðu- flokknum til vansæmdar. Það er út af fyrir sig gott að ung- ir sjálfstæðismenn hafi loks áttað sig á að þeir búa í bananalýðveldi. Þessu voru flestír aðrir íslendingar búnir aö gera sér grein fyrir þó þeir hefðu ekki ályktað sérstaklega um það. Landsmenn eru enn sein- þreyttir til að auglýsa hvers konar þjóðfélagi þeir búa í. Bananalýö- veldið hefur styrkt sig í sessi í tíð núverandi ríkisstjórnar og er nú svo komið aö ungir sjálfstæðis- menn hafa loksins viðurkennt að þeir séu þegnar í því lýöveldi. Annars mega menn ekki mis- skilja unga sjálfstæðismenn með því að halda að þeir vilji breyta bananalýðveldinu í alvörulýðveldi. Það er af og frá. Það sem ungir sjálf- stæðismenn eru að kvarta undan og geta ekki duhð gremju sína yfir er sú staðreynd að kratarnir eru að fara fram úr þeim í mannaráðn- ingum hjá hinu opinbera. Sjálf- stæðisflokkurinn er að verða á eftír í bitlingapólitíkinni. Um tíma stóð Sjálfstæðisflokkur- inn sig nokkuð vel, einkum þegar flokkurinn náði sér á strik með ráðningu Hrafns Gunnlaugssonar, eftir að hann hafði verið rekinn frá þeirri stofnun sem Sjálfstæðis- flokkurinn skipaði hann fram- kvæmdastjóra yfir. Það herfang var vænt og bitastætt og kratarnir áttu ekkert svar við þeirri tangar- sókn sjálfstæöismanna. En síðan þá hefur sigið á ógæfu- hliðina og nú geta ungir sjálfstæö- ismenn ekki lengur orða bundist yfir þeirri frekju kratanna að ráða stöðugt í stöður og bitlinga, án þess að Sjálfstæðisflokkurinn geti eða fái tækifæri til að jafna metin. Það er auðvitað lágmark í stjómarsam- starfi að sfiómarflokkarnir skipti jafnt og hvorugur fari fram úr hin- um. Annars er þjóðin höfð að fifl- um, sem hún er, en slík vitneskja er auðvitað reiðarslag fyrir ráða- menn þjóðarinnar, sem hingað til hafa tahð þjóðinni trú um að hún væri ekki fifl! Þessi staða er sýnu verri fyrir unga menn í Sjálfstæðisflokknum, aö það eru mennirnir sem eiga eft- ir að erfa landið og þeir sjá ekki fram á mikinn frama í póhtíkinni eða í opinberum störfum ef krata- amir ætla að gleypa öh störf sem bitastæð eru. Það er tíl að mynda grafalvarlegt mál ef ungir sjálf- stæðismenn komast ekki lengur að sem ambassadorar eða bankastjór- ar. Hvers vegna skyldu ungir menn í Sjálfstæðisflokknum vera að leggja á sig þrautleiðinlegt og taf- samt starf í flokknum ef þeir eiga ekki von á feitum bitum í bönkun- um eða utanríkisþjónustunni? Og hvers konar flokkur er það, sem þeir styðja, sem ekki getur passað betur upp á framtíðarhagsmuni ungra og upprennandi manna í flokknum? Það er kannske skiljan- legt og þolanlegt að flokkurinn hafi þjóðina aha að fíflum, en það er óþarfi og ómaklegt að hafa sína eig- in stuðningsmenn að fiflum. Þetta þarf að laga. Alþýðuflokk- urinn á ekki að komast upp með það einn í sólói að úthluta bitling- um meöan sjálfstæðismenn fá eng- an. Herfanginu verður að skipta jafnt. Það er krafa ungra sjálfstæð- ismanna. Bananalýðveldið er ómark ef banönum er skipt óréttl- átíega. Bananalýðveldi verður aö standa undir nafni og bananalýð- veldi er ekki bananalýðveldi nema Alþýðuflokkurinn skilji það að Sjálfstæðisflokkurinn verður að fá sitt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.