Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 5 dv Fréttir Ný ökuferilsskrá: Fjorir oku- menn verða ákærðir - fyrir ítrekuð brot Mál fjögurra ökumanna, sem ekki hafa sinnt áminningu lögreglunnar í Reykjavík fyrir ítrekuð umferðar- lagabrot, hafa verið send lögfræðingi embættisins sem nú undirbýr útgáfu ákæru á hendur einum þeirra. Um prófmál verður að ræða og mun nið- urstaða þess máls ráða framhaldinu. Auk þessarra fjögurra mála hefur á þriðja tug ökumanna verið send áminning vegna síendurtekinna um- ferðarlagabrota og mega þeir eiga von á sömu meðferð og hinir fjórir fyrsttöldu ef þeir bæta ekki ráð sitt. Lögreglan byijaði að halda ökufer- ilsskrá í byijun mars á þessu ári. Ákveðnum umferðarlagabrotum ökumanna er safnað saman í ökufer- ilsskrá og þannig er hægt að fylgjast með því hveijir brjóta aftur og aftur af sér í umferðinni. Ökumenn, sem komnir eru með fjögur umferðarlagabrot, fá áminn- ingu en bijóti þeir af sér í fimmta sinn eiga þeir von á ökuleyfissvipt- ingu. Ef ökumaður brýtur ekki af sér í tvö ár fymast öll fyrri brot. Flest eru brotin vegna hraðaksturs en einnig vegna þess að ekið er yfir á rauðu ljósi og stöðvunar- og bið- skylda ekki virt. Mest áhersla er lögð á þessi fjögur atriði þar sem-brot á þeim valda mikilh hættu. -PP General Andryuchenko við bryggju í Stykkishólmi. DV-mynd Kristján Rússneskur safnari í Stykkis- hólmshöfn Kristján Sigurðsson, DV, Stykldshólnú; í höfninni í Stykkishólmi er nú stærsta skip sem lagst hefur þar við bryggju - rússneskur safnari, það er vinnsluskip sem ber nafnið General Andryuchenko. Úr því er verið að landa 200 tonnum af rækju til vinnslu í hinni nýju og glæsilegu rækju- vinnslu Sigurðar Agústssonar hf. Skipið er 110 metra langt og ristir 7,5 m - 6000 tonn aö stærð með 48 manna áhöfn. Þrátt fyrir stærðina tókst vel að sigla því inn á höfnina og að bryggju að sögn Konráðs Ragn- arssonar hafnsögumanns. Þýsk gæði, betri ending! Ef þú kaupir Þennan glæsilega skutbíl fyrir kr. 1.390.000, færðu annan frían! Sparaðu -með Skoda! Aukabúnaður á mynd; Álfelgur, þokuljós, þakrið. 1.390.000 kr. er ekki hátt verð fyrir traustan og rúmgóðan skutbíl. Hvað þá heldur tvo! Eitt stykki Skoda Forman LXi skutbíll fyrir kr. 695.000 á götuna! Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600. Erlendir tungumálaskólar Aukin samskipti við erlendar þjóðir krefjast aukinnar mála- kunnáttu. Við bjóðum nám við eftirfarandi málaskóla: Ensku: English 2000 í Bourne- mouth og Harrow House í Swanage á suðurströnd Eng- lands. Þýsku: Deutsch in Deutschland - D.I.D. Víðs vegar um Þýskaland. Frönsku: E.L.F.C.A. í Hyéresásuð- urströnd Frakklands, skammt frá Toulon. Spönsku: Gala í Barcelona, C.L.I.C. í Sevilla eða Malaga Instituto í Malaga. itölsku: Scuola Palazzo Malvisi í Ravenna-Florence-Bagno di Romagna. Allir þessir skólar eru reknir allt árið og geta nemendur á öllum aldri (lágmark 17 ára) hafið þar nám með litlum fyrirvara og dvalist þar um lengri eða skemmri tíma eftir því hvert takmarkið er og ósk- ir standa til. Skólarnir taka á móti byrjendum sem nemendum lengra komnum í námi, nema í frönsku, þar þarf að vera nokkur undirstöðumenntun. Hægt er að taka próf að loknu námi, þar á meðal stöðupróf sem nauðsynleg eru til frekara náms I erlendum skól- um. Dvalist er á einkaheimilum og er fæði þar eða í skólunum á kennslutímum. Við fljúgum með Flugleiðum og í tengiflugi, þar sem það á við, á bestu fargjöldum. Nem- endur eru sóttir á flugvellina við komu og skilað þangað við heim- flug. Við veitum allar nánari upplýsingar í skrifstofu okkar. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar-lstravel Gnoðarvogi 44, sími686255, og umboð okkar, Hálandi, Eyrarvegi 31, Selfossi, sími 98 23444

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.