Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Side 12
A - ■ 12 Spumingin Hvað er það jákvæðasta í fari þínu? Berglind Baldursdóttir: Bjartsýni. Sigrún Magnúsdóttir: Ég er yfirleitt í góöu skapi. Lárus Guðmundsson: Mikil orka. Sigurður Dagbjartsson: Mikil orka. Valdimar Þorsteinsson: Manngæska. fús. ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Lesendur Heilsdagsskóli er lausn í vanda „Er ekki betra að vita a< börnnum í skólanum heldur en úti á götu?“ spyr bréfritari. Adda skrifar: Aö undanfórnu hefur umræðan beinst m.a. aö heilsdagsskólanum. Hafa t.d. birst í DV 3 lesendabréf þar sem bréfritarar mótmæla heilsdags- skóla. Þar er farið fogrum orðum um „skóla lífsins" og að auðvitaö ætti hvert barn að dafna í faðmi fjölskyld- unnar o.s.frv. Þetta er allt gott og blessað og ég væri hjartanlega sammála bréfritur- um um að í raun er hverju barni hollast að vera hjá móður sinni eða geta leitað til hennar á daginn - ef hún er þá til staðar. En það er hún bara oftast ekki. Og ekki heldur fað- irinn. Og um það snýst málið. Það er alveg sama hversu margir skrifa lesendabréf eða skammast yfir fólki sem vinnur úti allan daginn og lætur börn sín um að bjarga sér eftir skólatímann - það breytist ekkert við það. Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á fólk. Aðstæður geta verið svo marg- víslegar hjá því. Það eru einstæðar mæður eða láglaunafólk eða þá fólk fast í skuldasúpu. Nú, eða fólk sem er bara að nýta sér menntun sína. Á hverju hausti koma fram uppeldis- fræðingar með greinar eða fyrir- lestra og allir viðurkenna að þetta er vandamál og það þjóðfélagslegt vandamál. - Því hljóta allir að sjá að Jóhann Sigurðsson skrifar: Ég var á leið í vinnuna í bílnum morgun einn í síðustu viku og hafði útvarpið opið. Þar hlýddi ég á viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, alþingis- mann og formann Alþýðubandalags- ins. Og sá var ekki myrkur í máli né svartsýnn. Þarna talaði maður líkt og sá er aldrei heíði annaö gert en stunda einkarekstur frá upphafi. Svo góður talsmaður var hann fyrir sjávarútveginn og atvinnugreinar hans og svo bjartsýnn að hann lét sem okkur íslendingum væru allir vegir færir. - Ég uppveðraðist allur af þessum orðum Olafs Ragnars. Og flest sem Ólafur lét frá sér fara Hrönn skrifar: Ég sendi þessar línur til að mót- mæla hundeiganda þeim sem skrifar í DV þann 20. þ.m. - Það eru einmitt margir sem eiga blendingshunda og þykir alveg jafn vænt um þá og ofan- nefndum hundeiganda þykir um setter-tíkina sína. Ég á sjálf blend- ingshund sem er einstakur því önnur eins blanda er eflaust ekki til í heim- inum. Blendingshundar eru valkostur fyrir þá sem ekki eiga næga peninga til að kaupa dýra, hreinræktaða hunda. Það gengur ekki að réttur til hundahalds eigi að einskorðast við hina efnameiri. Nógu dýrt er að fóðra hundinn og borga leyfisgjald þótt maður þurfi ekki að kaupa hann dýru verði líka. Ég vil einnig benda þessum hund- eiganda á að þótt öllum blendings- hundum yrði útrýmt fengi hann ekki að hafa tíkina sína í friði nema hann ætlist til þess að öllum hundakynjum á íslandi verði útrýmt nema setter. Ég býst heldur ekki við því að þeir sem eiga hreinræktaöa hunda séu duglegri við að þrífa upp eftir þá en viö hin. Ég vil að lokum koma með hug- mynd til að fækka hundum og það er að reka áróður fyrir því að fólk fái sér ekki hunda nema aö vel athug- heilsdagsskóli er samt lausn í vanda. Er ekki betra að vita af börnunum í skólanum heldur en úti á götu? Eða þá í Kringlunni, eða aleinum heima? Heilsdagsskóh er sannarlega lausn fyrir lyklabörnin, fyrir pokabörnin (þau sem koma að nestinu sínu á útidyrahurðarhúninum heima hjá sér), og fyrir foreldra sem eru komn- ir meö magasár í vinnunni af áhyggj- um yfir barninu sínu. Fyrir þjóðfé- lagið í heild. Þeir einu sem myndu tapa eru í viötalinu þessa morgunstund átti við góð rök að styðjast. Umræðan spannst út frá ferð sem íslenskir aðO- ar úr sjávarútveginum eru nú að leggja í til Mexíkó til aö kanna að- stæður til fiskveiða þar við strendur og annaö sem koma mætti íslenskum sjávarútvegi hér til góða. Ólafur sagði að upphaf þessara samskipta við Mexíkó hefði verið ferð hans þangað fyrir nokkrum árum sem hefði síðan leitt af sér gagnkvæmar heimsóknir sjávarútvegsráðherra ís- lands og Mexíkó. Ólafur vildi ber- sýnilega sterkari „íslenska útrás“ til annarra landa. Hann sagði útlend- inga furða sig á því hverju íslenskur uðu máli og aö allir tíkareigendur gæti þess aö tíkur þeirra verði ekki hvolpafullar nema þeir sjái fram á sjoppumar og ef til vill einstaka dag- mömmur. Ég hef þó ekki miklar áhyggjur af þeim því hingað til hafa þeir foreldrar verið fáir sem tíma að borga pössun fyrir skólabörnin sín. - Að endingu tek ég fram að ég er sjálf heimavinnandi og dagmóðir að auki svo að ekki ber ég neinn hag af heilsdagsskóla. Ég er bara kona að hugsa um öll þessi litlu böm sem eru algjörlega eftirlitslaus hálfan daginn. sjávarútvegur hefur áorkað og hve framaríega hann væri í meðferð og sölu á sjávarvörum, búnaði og ööru honum viðkomandi. Ólafur fullyrti að við gætum hæg- lega komist miklu framar á þessu sviði, gætum t.d. orðið í forsvari fyr- ir sameiginlegri sölu sjávarafurða fyrir aðrar þjóðir. Hann benti á Hol- lendinga sem í fyrstunni ræktuðu og seldu aðeins sín eigin blóm en hefðu nú tekið að sér sölu, dreiíingu og markaðssetningu á blómum fyrir fjölda þjóða. - Mér finnst að viðtal þetta ætti að endurtaka í viðkomandi útavarpsstöð sem ég tók ekki eftir hver var. að geta komið hvolpunum á góð heimili. DV umferðarlögreglu Bíleigandi skrifar: Ég lenti á sjúkrahúsi í sumar og var alllengi að ná mér eftir að ég kom heim. Skoðun á bil mín- um gleymdist og viðurkenni ég fúslega mina sök þar. - Nýlega hurfu númerin af bílnum og miði var settur í hliðarrúðu þar sem mér er tilkynnt að bíllinn sé tek- inn úr umferð. Mér fmnst að setja hefði átt miða á rúðuna þar sem mér var tilkynnt að ég ætti tafar- laust að fara með bílinn í skoðun. Mér fmnst ruddamennskan vera þarna í fyrirrúmi. Það kostar mig og aðra sem lenda í þessu nokkur þúsund krónur, t.d. að fá sendibíl með taug svo að maður komist í Bifreiðaskoðun íslands. - Ég skora á lögreglustjóra að sýna í verki að lögreglan er vinur fólks- ins en ekki öfugt. Friðjón hringdi: Mér þykir orðin fyrirferð í ís- lenska fegurðai-- og fyrirsætu- bransanum. Fegurðardísir eru á ferð og flugi um allan heim. Er ekki hægt að virkja þennan fjár- sterka atvinnugeira í þágu ríkis- ins betur en gert er? ÞarfÞjóðarsálin aðsamþykkja? Guðjón Sigurðsson hringdi: Mér finnst það ljóður á ráði Þjóðarsálar-þáttanna á rás 2, sem eru oft áheyrilegir og fróðlegir, að stjórnendur skuli sjálfir taka jafn mikinn þátt í umræðum við þá sem hringja og raun ber vitni. Mun færri hlustendur komast þvi að. - Og ennfremur finnst mér ekki hæfa að stjórnendur Þjóðar- sálar skuli sífellt vera að tjá sig með eða á móti því sem viðmæl- andi færir fram sem sína skoðun. Hlutverk sjómenda svona þátta á einfaldlega að vera það að leiða umræðuna, gæta þess að fólk undir áhrifum vímuefna komist ekki langt. Rennur Reykjavík inn í Reykjanes- kjördæmi? N.K. skrifar: Haraldur Blöndal varaborgar- fulltrúi skrifar áhugaverða greín í Mbl. þar sem hann ræðir kosn- íngar um sameiningu sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir ekkert samráð hafa veríð haft við borgarstjóm Reykjavíkur um skiptingu, o.fl. o.fl. í þeim dúr. Hann ræöir einn- ig mörk sveitarfélaganna. Sam- þykki Alþingi lagabreytingu til sameiningar, standi spurningin t.d. um það hvort sumir kjósend- ur eigi atkvæðisrétt í Reykjavik og aðrir í Reykjaneskjördæmi. - Eða rennur Reykjavík inn í Reykjaneskjördæmi? Er nú ekki ráð að allt þetta fái faglega um- fjöUun í íjölmiðlum? Bílstoliö Helga Þ. Arnardóttir skrifar: Aðfaranótt sunnudagsins 19. sept. sl. var bíl stolið frá mér þar sem honum haíði verið lagt i brekku Amtmannsstígs um kl. 15.30 laugard. 18. Um fimmleytið aðfaranótt sunnudagsins 19. var bíUinn horfinn. - Tekið skal fram | að bílfinn var á sínum stað ura tvöleytið þessa nótt þannig að liann hefur verið fjarlægöur á biUnu milli kl. 2 og 5. BíUinn ver blá Lada 1200 árgerö ’87. Númeriö er G-25171. Hurð | vinstra megin var ofulítið dæld- uð. - Sjónarvottar að atvikmu eða aðrir sem hafa orðið varir við þennan bíl, vinsamlegast hafi samband við lögregluna í Reykja- vík eða Helgu í sima 689929. Til Mexíkó ffyrir tilstilli Ólaffs Ragnars Blendingshundar eru valkostur „Það gengur ekki að réttur til hundahalds eigi að einskorðast við hina efna- meiri,“ segir m.a. í bréfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.