Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI fl, blaðaafgreiðsla. áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREVRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblaö 180 kr. m/vsk. Litla - Framsókn Verkin tala í stjómmálum sem á öðrum sviðum. Þótt flokkamir hafi sumpart misjafnar stefnuskrár, em þeir nokkum veginn eins í helztu meginatriðum, þegar til kastanna kemur. Þannig fómar til dæmis Alþýðuflokkur- inn alltaf stefnu sinni í landbúnaði, er á reynir. Að mestu leyti hallast allir stjórnmálaflokkarnir L reynd að verki, sem er í samræmi við stefnu Framsóknar- flokksins. Sá veruleiki felst í vemdun landbúnaðar í stað nýrra greina; miðstýringu í stað frjálshyggju; og velferð- arkerfi gæludýra í stað velferðarkerfis almennings. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum verið kallaður stóri eða stærsti Framsóknarflokkurinn. Landbúnaðar- ráðherrar fyrri flokksins hafa jafnan reynzt harðari hags- munagæzlumenn en aðrir landbúnaðarráðherrar og einn þeirra var meira að segja höfundur kerfisins. Sjáifstæðisflokkurinn á aðra rót sína í embættis- mannakerfinu og hina í atvinnulífinu. Helztu stjómmála- menn hans hafa oftast verið lögmenn, sem faila betur að ríkis- og borgarkerfinu en atvinnulifinu, þótt sumir þeirra hafi gælt við frjálshyggju á unga aldri. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi allra síðustu árin meira hampað frjálshyggju en oft áður, hefur reyndin verið önnur. Hann hefur færzt nær Framsóknarflokknum, meðal annars vegna mannaskipta í þingflokki hans, sem fela í sér, að hreinum framsóknarmönnum hefur fjölgað. Lengi hefur verið ljóst, að gamlir þingmenn á borð við ráðherrana Halldór Blöndal og Þorsteinn Pálsson em hreinir framsóknarmenn í verki. Færri átta sig á, að þetta gildir ekki síður um nýja þingmenn, sem sumir hverjir eiga efdr að verða valdamikhr í flokknum. Meðal þessara framsóknarmanna þingflokksins em Sturla Böðvarsson, Einar Guðfinnsson, Vilhjálmur Egils- son og Tómas Ingi Olrich. Afstaða þeirra á þingi bendir til, að innan tíðar verði þeir orðnir nákvæmlega eins og Egill Jónsson frá Seljavöllum og Pálmi Jónsson frá Akri. Leita verður með logandi ljósi 1 hópi þingmanna flokksins úr tveimur kjördæmum suðvesturhomsins til að finna einhvem, sem telji aðra atvinnuvegi nýtilegri en landbúnað og telji afkomu skattgreiðenda og neytenda skipta meira máli en afkomu hefðbundins landbúnaðar. Eins er erfitt að finna nokkum, sem telur velferðar- kerfi almennings skipta meira máli en velferðarkerfi gæludýranna. Enn síður er auðvelt að benda á einhvem, sem í reynd tekur valddreifingu fram yfir þá miðstýring- aráráttu, sem einkennir Sjálfstæðisflokkinn. Kjörorðið er Báknið burt, en reyndin er Kerfið kjurt. Það endurspeglast í aukinni hlutdeild ríkisbúskaparins í þjóðarbúskapnum í fjármálaráðherratíð Sjálfstæðis- flokksins á síðustu missemm. Sú sáralitla einkavæðing, sem sést, er fyrst og fremst einkavinavæðing. Með því að sameina verstu þætti frjálshyggjunnar við verstu þætti ríkisdýrkunar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið að breytast í miðflokk á borð við Framsóknarflokk- inn, í fortíðarflokk miðstýringar og velferðarkerfis gælu- dýra, þar á meðal og sér í lagi landbúnaðar. Ein nýjasta birting þessa samruna hefur verið öllum sýnileg í skinkumálinu og málum, sem tengdust því. Komið hefur í ljós, að framsóknarmaðurinn Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra er hinn raunverulegi leið- togi Sjálfstæðisflokksins og höfuð ríkisstjómarinnar. Skoðanakannanir sýna, að ekki hæfir lengur að kalla flokkinn Stóm-Framsókn. Allt þetta ár hefur fylgi hans mælzt þannig, að rétt er að kalla hann Litlu-Framsókn. Jónas Kristjánsson „Búvörusamningurinn leggur t.d. þær kvaðir á sauðfjárframleiðsluna að dilkakjöt lækki um 20% á fimm árum eöa svo.“ Skynsamlegar leik- reglur, ekki uppákomur Þær fáránlegu uppákomu sem hafa orðið vegna landbúnaðarmála síðustu vikurnar krefjast þess fyrst og fremst að menn reyni að læra af þeim og draga réttar álykt- anir. íslenskur landbúnaður hefur veriö að ganga í gegn um miklar breytingar. Hið verndaða ríkis- tryggða umhverfi er á undanhaldi. Bændur og afurðastöðvar landbún- aðarins hafa orðið að taka fullan þátt í samkeppni á markaði eins og menn hafa orðið vitni að á síð- ustu árum. Búvörusamningurinn leggur t.d. þær kvaðir á sauðfjár- framleiðsluna að dilkakjöt lækki um 20% á fimm árum eða svo. Sú þróun er þegar hafm og ýmislegt bendir til að hún geti jafnvel.orðið enn hraöari en áætlað var. Á þrengingatímum aukast kröfur um lægri kostnað, jafnt hjá heimilum og fyrirtækjum. Lækkun matar- verðs er einn angi þess. ÖUum - ekki síst bændum - er ljóst að land- búnaðurinn verður að aðlaga sig þeim aðstæðum, með einum eða öðrum hætti. Það eru einmitt þessir nýju kostir landbúnaðarins sem hafa knúið menn til nýrra átaka. Það er dapur- legt að vita til þess að hið fáránlega kerfi útflutningsbóta sem hér við- gekkst skilaði hvorki íslenskum bændum né þjóðarbúinu neinum varanlegum verðmætum þegar upp er staðið. Það hggur fyrir að engin markaðssókn átti sér stað erlendis þrátt fyrir að milljörðum væri eytt tU útílutningsbóta ára- tugum saman. Landbúnaöurinn er nú í mikUh deiglu. Hann mun þurfa að takast á við aukna erlenda samkeppni í einhveijum mæli, eins og bændur hafa nú þegar undirbúið með ýms- um hætti. Það er í þágu neytenda og bænda að slíkt gerist ekki fyrir einbera tUviljun, eða vegna þess að einhverjum kaupmanni detti í hug að flytja til landsins misjafnlega lystugar kjötvörur. Kjallarmn Einar K. Guðfinnsson alþm. fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörðum GATT skapar leikreglurnar Þaö er þess vegna mikils um vert að við íslendingar tökum óhræddir og án hiks þátt i GATT-viðræðun- um sem nú eru vonandi að komast á lokastig. Þar er mikið í húfi. Með þeim er stefnt aö auknu viðskipta- frelsi, sérstaklega á sviöi landbún- aðar. Að mati þeirra sem gleggst þekkja gæti niðurstaða þeirra örv- að hagvöxt í heiminum og aukið heimsframleiðsluna um 7 þúsund milljarða króna á ári. Hér er hins vegar á ferðinni vandasamt mál. Það þekkja allir að venjulegar viðskiptareglur eru fótumtroðnar í verslun með land- búnaðarafuröir í heiminum. Út- flutningslandið Japan reisir þannig ósigrandi verndarmúra utan mn hrísgrjónaframleiðslu sína og Evr- ópubandalagið dælir endalausum styrkjum inn í landbúnaö sinn og skekkir með því alla samkeppnis- stöðu. Heilbrigð heimsviöskipti með landbúnaðarvörur geta þess vegna ekki átt sér stað fyrr en búið er að koma einverju skikki á þessa hluti. Það er verið að reyna að gera með GATT-viðræðunum. Okkar hags- munir sem þjóðar, hvort sem við erum bændur eða neytendur, felast þess vegna í því að þessum viðræð- um verði lokið með skynsamlegu samkomulagi þar sem leikreglurn- ar eru settar. Lækkun kostnaðar Sjálfstæðisflokkurinn hefur stað- ið heilshugar með bændum í því að auövelda aðlögun þeirra að hin- um breyttu aðstæðum. Jafnframt hefur sífellt verið minnt á nauðsyn þess að matarverð hér á landi geti lækkað. Það verður hins vegar ekki bara gert með auknum kröfum á hendur bændum, heldur einnig með því að afurðastöðvar og heild- sölu- og smásöluaðilar lækki til- kostnað sinn. Jafnframt er bráðnauösynlegt að landbúnaðurinn einfaldi félags- kerfi sitt, minnki flóknar sjóðatil- færslur og létti þannig kostnaði af greininni sjálfri. Þar hefur hins vegar ahtof hægt gengið, því mið- ur, og það hefur átt mikinn þátt í þeirri tortryggni sem magnast hef- ur á mihi neytenda og bænda, dreifbýlis og þéttbýlis í landinu. Einar K. Guðfinnsson „Það er dapurlegt að vita til þess að hið fáránlega kerfi útflutningsbóta sem hér viðgekkst skilaði hvorki íslenskum bændum né þjóðarbúinu neinum var- anlegum verðmætum þegar upp er staðið.“ Skodanir annarra Háskólinn hf.? „Einkavæðing ríkisfyrirtækja getur átt rétt á sér, en þegar fólk hefur tekið hana sem tniarbrögö, er nauðsynlegt að staldra við...Háskóli íslands er risafyrirtæki sem rekið er af opinberu fé. Samkvæmt kenningunni ætti hann að vera illa rekið fyrirtæki. Það hefur þó ekki heyrst um að til standi aö breyta Háskólanum í hlutafélag, og það er undarlegt að háskólaprófessorar, sem halda því fram að reglan sé að ofmannað sé hjá ríkinu og fólk sé áskrifendur að launum sínum, skuh ekki leggja til breytingar á skipulaginu í sínum eigin garði.“ Úr forystugrein Tímans 29. sept. Fjárreiður stjórnmálaf lokka „Á íslandi hefur starfsemi stjórnmálaflokka fyrst og fremst verið fjármögnuð af einkaaðilum þó svo að þingflokkamir fái einhver opinber framlög. Fjár- reiður þeirra hafa verið einkamál flokkanna og þó fyrst og fremst forystusveitar þeirra. Það viðhorf er úrelt og úr takt við kröfur nútímans...Það væri í samræmi við auknar kröfur, ekki bara á íslandi heldur alls staðar í kringum okkur, að setja almenn- ar reglur um þessi mál.“ Úr forystugrein Mbl. 25. sept. Þolinmæðina þrýtur „Hin harða gagnrýni Þorsteins Pálssonar sjávar- útvegsráöherra á bankakerfið og eindregin krafa hans um lækkun raunvaxta er fyrst og fremst til marks um aö þohnmæði þjóöfélagsins gagnvart banakerfinu og raunar ríkisstjórninni einnig vegna raunvaxtastigsins er á þrotum...Yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar viö gerð kjarasamninga hafa reynzt orðin tóm...Vandi bæði bankanna og ríkisstjórnar- innar er sá, að hvorki almenningur né atvinnlíf tek- ur lengur mark á þessum skýringum." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 26.sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.