Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 17 íþróttir Golf: Ballesteros fyrirliði 1997? Berahard Gallacher, fyrirliöí Evrópuliðsins í golfi sem tapaöi Ryderbikarnum um helgina, er hættur og menn velta því fyrir sér þessa dagana hver verði eftir- maður hans. Sjálfur hefur Gallac- her nefnt Spánverjann Severiano Ballesteros sem hugsanlegan eft- irmann sinn. Gallacher sagöi þó í gaer að líklega myndi Balleste- ros leika með Evrópuliðinu i næstu keppni í Bandaríkjunum 1995. „Hann á mikið eftir sem golfleikari og er enn hungraður i sigra,“ sagði Gallacher. Keppt verður um Ryderbikarinn á Spáni 1997 og þá er talið fullvíst að Baliesteros veröi fyrirliði. -SK Knattspyma: Bemto Floro neitaraðfara Spænska stórliðiö Real Madrid á í miklum vandræðum þessa dagana og sem stendur er liðið í 17. sæti 1. deildarinnar á Spáni. Real tapaði um helgina fyrir Real Oviedo á heimavelli og margir álíta að þjálfari liösins eigi ekki eftir marga daga i starfi. f gær neitaöi þjálfarinn, Benito Floro, hins vegar að láta af störf- um og forseti félagsins, Rafael Mendoza, lýsti því yfir að ekki væri á dagskránni að reka þjálf- arann. -SK Spurt um mörk enekkirétt- læti Ófarir Real Madrid hafa vakið feiknalega mikla athygli á Spáni og blöð þar i landi voru í gær uppfuU af fréttum af slakasta gengi liðsins síðan áriö 1952. Eitt dagblaðanna sagöi í risa- stórri fyrirsögn að hö Real Madrid væri í dái og nær meðvit- undarlaust. Benito Floro, þjálfari liðsins, sagði eftir leíkinn gegn Oviedo um helgina: „Við áttum ekki skilið að tapa. En í knatt- spyrau er ekki spurt um réttlæti heldur mörk.“ Forseta Barcelona leiddust ekki úrslitin á Spáni um helgina því að Barcelona vann stórsigur: „Þetta hefur verið góöur dagur. Lið Real Madrid á augljóslega við stór vandamál aö stríða. Liðiö er skipað gömlura leikmönnum og er ekki eins sterkt og áöur." -SK Guðni búinn að veija liðið Guðni Kjartansson, þjálfari ungfingalandsliðsins í knatt- spyrnu, hefur valið lið sitt sem leikur gegn Wales og Eistlandi í 2. riðli Evrópukeppni landsliða og fara báðir leikirnir fram í Wales. Fyrri leikurinn er gegn Wales 3. október og sá síðari 5. október. Liðið er þannig skipað: Gunnar Sigurðsson.......ÍBV Ólafur Kristjánsson....Fram Bjarki Stefánsson........Val Kjartan Antonsson.......UBK Ragnar Árnason....Stjönnmni Vilhjálmur Vilhjálmsson..KR Brynjar Gunnarsson........KR Guðmundur Brynjólfsson...Val Guðni R. Helgason...Völsungi Bjarnólfur Lárusson......ÍBV Jóhannes Harðarson .....í A Þórhallur Hinriksson.....KA Sigurvin Ólafsson...Stuttgart SigurbjömHreiðarsson.....Val ÓlafurStígsson.........Fylki Þorbjöm Sveinsson......Fram -GH fþróttir Sportkom Leikur Feyenoord og IA ekki sýndur beint 1 Sjónvarpinu: „Alveg útilokað að við getum gert þetta“ „Það hefur ekkert nýtt gerst í þessu máli og við ráðum alls ekki við þétta. Kostnaðurinn við þessa út- sendingu er um 2,2 milljónir króna og til samanburðar get ég sagt þér að 15 klukkustundir frá Ryder Cup í golíi, þar sem er á ferð besta golf sem þú getur séð í heiminum í dag, kost- aði okkur innan við 400 þúsund krón- ur,“ sagði Ingólfur Hannesson, yfir- maður á íþróttadeild Sjónvarpsins, í samtali viö DV í gær. Mikillar óánægju hefur gætt á með- al knattspyrnuunnenda með þá nið- urstöðu að sjónvarpið sýni ekki beint frá leik Feyenoord og Akraness í Evrópukeppni meistaraliða sem fram fer í Rotterdam annað kvöld. „Við gætum sem sagt haft aðgang að mörgum Ryder keppnum í fram- tíðinni fyrir þá upphæð sem við þyrftum að greiða fyrir þennan eina knattspymuleik í 90 mínútur. Þetta er í raun hin harða staðreynd í mál- inu.“ - Er alveg útilokað að afla auglýsin- Milan tekur sæti Marseille AC Milan mun taka sæti Marseille í heimsmeistarakeppni félagsliða og leika gegn meisturum S-Ameríku, Sao Paulo frá Brasilíu. Þetta var ákveðið á sameiginlegum fundi Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og Knattspyrnusambands Evr- ópu, UEFA, í gær. Marseille hefur verið vísað úr Evr- ópukeppni, auk þess sem félagið hef- ur verið svipt franska meistaratitlin- um í kjölfar mútumálsins margum- rædda. Þá má Marseille ekki taka þátt í neinum alþjóðlegum keppnum. AC Milan mun einnig taka sæti Mar- seille í stórbikarkeppni Evrópu gegn Evrópubikarmeisturum Parma frá Ítalíu. Gjaldkeri Marseille, Alain Laroc- he, sagði í gær að tekjumissir félags- ins væri mikill. Um 15 milljónir dala eða rúman milljarð ísl. kr. vantaði Þj áifararáöningar í kvennaboltanum: Helgi þjálfar Val Helgi Þóröarson, fyrrum þjálfari Stjörnunnar, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals. Theódór Halldórsson, formaður knattspyrnu- deildar Vals, staðfesti þetta í samtali við DV í gær. „Ég er mjög ánægð með að þetta er í höfn. Við höfum alltaf verið síðastar til að ganga frá ráðningu á þjálfurum en núna erum við fyrstar svo að þetta er mjög jákvætt," sagði Bryndís Vals- dóttir, leikmaöur Vals, í samtali við DV. Ráðning Helga er mjög mikill feng- ur fyrir Val. Hann hefur náð mjög góðum árangri með Stjömuna sl. þrjú ár, tók við liðinu í 2. deild 1991 og hefur komið því í hóp bestu kvenna- liða landsins. Samkvæmt upplýsing- um DV munu allir leikmenn Vals halda áfram hjá félaginu og jafnvel er von á liðsstyrk fyrir tímabilið. Arna líklega áfram með KR-stelpurnar Arna Steinsen, þjálfari KR, sagði í samtali við DV í gær að mál hennar væru á gulu ljósi hjá stjórn KR, enn- þá væri ekki búið að ganga frá ráðn- ingu hennar en áhugi væri hjá báö- um aðilum fyrir áframhaldandi samningi. Blikastúlkur funda í kvöld um þjálfaramál sín. Ljóst er að Steinn Helgason verður ekki áfram með lið- ið og líklegast er að annað hvort Vanda Sigurgeirsdóttir eða Jón Ott- arr Karlsson taki við liðinu. Enn er allt á huldu með þjálfara- mál hjá nýliðum Hattar, áhugi er hjá félaginu á að ráða spilandi þjálfara enda munu vera nokkur afföll úr hópnum frá í sumar. Blædís Guö- jónsdóttir markvörður verður ekki með þar sem hún á von á barni, Ein- arína Einarsdóttir er farin utan og Adda Birna Hjálmarsdóttir er á leið út. Ekki náðist í forráðamenn Stjöm- unnar, ÍA, Þróttar á Neskaupstað eða Hauka í gær. -ih gatekna til að hægt verði að sýna beint frá Hollandi á morgun? „Auglýsingadeildin hefur reynt þetta en það gengur ekki. Auk þess myndi þetta hafa þannig útslag á okkar mörkuðum sem við þurfum að semja á að við yrðum farnir að borga verð sem er margfalt fyrir ofan allt annað sem við greiðum fyrir. Það myndi hækka verðmiðann á okkur á öllum öörum mörkuðum. Það er al- veg útilokað að við getum gert þetta,“ sagðiIngólfurHannesson. -SK Stuttar fréttir upp á að endar næðu samam og ljóst væri að félagið yrði að selja einn eða tvo leikmenn. Talið er að Marseille verði að selja Króatann Alen Boksic þegar í stað en hann átti að fara til Lazio á Ítalíu eftir yfirstandandi keppnistímabil. Þá er talið að Portúg- alinn Paulo Futre verði seldur frá félaginu til að rétta við fjárhaginn. Eftir óeirðirnar um helgina, þegar áhorfendur ruddust inn á leikvöllinn í Marseille áður en leik lauk, vofir eins leiks heimaleikjabann yfir félag- inu í frönsku deUdinni. Eigandi fé- lagsins, Bernard Tapie, hótaði að segja af sér í kjölfar óeirðanna. „Þeg- ar svona er komið þá er knattspyrn- an ekki skemmtUeg lengur," sagði Tapie. Hann sagði í gær að ákvörðun FIFA og UEFA væri ósanngjörn en hann myndi halda ótrauður áfram. -BL Helgi Þórðarson hættir hjá Stjörn- unni og tekur við Val. Arna Steinsen segir að mál sín hjá KR séu á gulu Ijósi. Leikmenn FH-liðsins ætla að halda upp á glæsilegan árangur á knattspymuvellinum í sumar með því að bregða sér ásamt eig- inkonum sínum tU Glasgow um næstu helgi. Tryggvi lék best Tryggvi Traustson, GK, lék best og sigraði á þriðja styrktarmóti Keilis um síðustu helgi. Tryggvi lék á 66 höggum. í keppni með forgjöf sigraði Grímur Þórisson, GÓ, á 61 höggi. Ólympíumeistari lést Einn lykilmanna ítalska ólymp- íumeistaraliðsins í sundknatt- leik, Paolo Calderella, lést í gær eftir að hann ók vélhjóli sínu á vörubifreið. Stúdínurnáðuísilfur Stúdínur gerðu góða ferð á Norðurlandamót stúdentaliöa í körfuknattleik. Þær sigruðu lið frá Sviþjóð og Noregi en töpuöu tvívegis fyrir Finnum. Það dugði þeim þó til að ná sér í sUfurverð- laun á mótinu. Strejlau hættur Andrzej Strejlau er hættur þjálfun pólska landsliðsins í knattspyrnu í kjölfarið á 1-9 ósigri á Norðmönnum í HM í síö- ustu viku sem gerði það að verk- um að Pólverjar komast ekki í úrslitakeppnina. RÚV sýnir beint Ríkissjónvarpið mun sýna beint frá leik Vals og KR á Reykjavíkurmótinu í körfuknatt- leik á laugardaginn kemur. Á sama tima verður Stöð 2 með berna útsendingu frá Evrópuleik Vals og KH Tatra í handknattleik. Jafntefli í ensku Wimbledon og QPR gerðu 1-1 jaftitefli í ensku úrvalsdeildinni i knattspyrnu í gær. Alan McDon- ald kom QPR yfir en markaskor- arinn mikli, Les Ferdinad, ruglaðist eitthvað í ríminu, skor- aði i eigið mark og jafnaði. Leikirkvöldsins Tveir leikir era á dagskrá í 1. deild kvenna í handknattleik í kvöld. FH tekur á móti Fram í Kaplakrika kl. 18 og Grótta sækir Fylki heim í Austurberg kl. 20. Þá mætast Valur og KR á Reykja- víkurmótinu í handknattleik að Hlíðarenda. Haukar-FHfrestað Leikur Hauka og FH í 1. deild- inni í handknattleik, sem vera átti í kvöld, verður á fimmtudags- kvöld kl. 20 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Nick Faldo tekur hér upp golfkúluna eftir að hafa farið holu í höggi á 14. braut í keppn- inni um Ryder-bikarinn á sunnudaginn. Símamynd Reuter Faldostóð við stóru orðin Þrátt fyrir ósigur Evrópuúrvalsins gegn Bandaríkjunum í keppninni um Ryder- bikarinn í golfi um helgina er það hið glæsilega teighögg hjá Bretanum Nick Faldo sem lifir í minningunni - þegar hann fór holu í höggi á lokadegi keppninn- ar. Kunningjar Faldos segja að þetta högg hafi ekki verið tilviljun. Hann hafi sagt við þá áður en keppnin hófst að hann ætlaði sér að fara holu í höggi þar sem í svona móti væri ekki nóg að leika undir pari. „Þannig verður að spila í svona keppni. Maður er alltaf að reyna að koma boltan- um sem næst holunni en nálægt er bara ekki alltaf nógu gott. Maður verður að reyna að fara holu í höggi,“ sagði Faldo sem er talinn besti golfleikari heims í dag. Colin Montgomerie, sem oft hefur leikið með Faldo í Ryder-bikarnum, sagði á sunnudaginn: „Nick Faldo er eini golfleik- arinn sem hugsar um holu í höggi þegar hann er 200 metra frá holunni. Hann lék stórkostlega í keppninni." -VS Sænska knattspyman: m I Eyjólfui Haröarson, ÐV, Svíþjóö: Hacken, lið Arnórs Guðjohnsen, vann 0-1 sigur á Orgryte í sænsku úrvalsdeild- irrni í knattspymu í gærkvöldi og skaust þar með upp i 4.-7. sæti deildarinnar. Amór stóð sig með ágætum í leikhum sem Hácken þótti nýög heppið aö vinna. Hlynur Stefánsson og félagar hans í Örebro töpuðu hins vegar íyrir Frölunda, 4-1, og eru í fjórða neðsta sæti deildarinnar og þurfa að öllum likindum að heygja aukakeppni um að fá að halda sæti sínu. Norrköping er í efsta sæti með 52 stig, Gautaborg 51, AIK 37, TreUeborg, Malmö og Hácken og Öster hafa öll 33 stig. Þór og Grindavík vilja fá Kostic „Við höfum talað við marga menn og þar á meðal er Lúkas Kostic. Ég tel líkumar á því að hann komi til okkar ekki meiri en 50% og varla það. Mér hefur skilist að annað félag sé frekar inni í myndinni hjá hon- um,“ sagði Gunnar Vilbergsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem leikur sem kunn- ugt er í 2. deild. „Við viljum fá hann til okkar, það er engin spurning. Hann hefur hins vegar sagt að hann vilji ekki ræða þessi mál fyrr en eftir síðari leikinn gegn Feyenoord og þá munum við tala saman aftur. En við erum í 2. deild og hitt liðið sem er inni í mynd- inni er í 1. deild,“ sagði Gunnar í samtali við DV í gær. Lúkas aftur í raðir Þórs? Samkvæmt öruggum heimildum DV hafa Þórsarar frá Akureyri áhuga á að krækja í Lúkas Kostic, fyrirliða íslandsmeistara ÍA. Kostic lék meö Þór áður en hann fór til Skaga- manna. Sömu heimildir DV segja að Kostic hafi mikinn áhuga á að fara aftur norður og hann hafi áhuga á aö fá Milan Jankovic, varnarmann Grindvíkinga, með sér þangað. Jankovic þessi er geysilega öflugur varnarmaöur og var kosinn besti aft- asti varnarmaðurinn í Júgóslavíu árið 1989. Jankovic er góður vinur Kostics og þeir léku saman um tíma í Júgóslavíu. -SK Taugatitringur -1 herbúðum Feyenoord fyrir lefkinn gegn ÍA á morgun Eyþór Edvarösson, DV, Hollandi: Talsverðs taugatitrings er farið að gæta í liði Feyenoord vegna leiksins gegn Akranesi annað kvöld. Hol- lenska stórblaðiö Het Parool birti í gær háðsleg ummæli aðstoðarþjálf- ara Feyenoord, Geert Meyjer, þess efnis að ef leikurinn gegn Akranesi yrði eins og gegn Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni á sunnu- daginn, yrði Feyenoord að fá fram- lengingu. Feyenoord vann þann leik, 1-0, með marki á lokamínútunum. Meyjer segir að það sé orðið dæmi- gert hollenskt var.damál að skora ekki í leikjum. Landshðið hefði til dæmis átt að vinna San Marino minnst 12-0 á dögunum, í staðinn fyrir 7-0, og Feyenoord hefði átt að skora 10 mörk hið minnsta gegn Go Ahead Eagles á sunnudaginn. Leik- menn liðsins missi af fjölmörgum góðum tækifærum en vegna mikillar vinnslu á vellinum nái þeir að skora. Varðandi leikinn gegn Akranesi sagði Meyjer að Feyenoord missti þrjá lykilmenn úr liðinu, sóknar- manninn John van Loen, varnar- manninn Ruud Heus og Ulrich van Gobbel. Meyjer sagði að líklega yrði Henk Fraser settur sérstaklega í vörnina til aö gæta Þórðar Guðjóns- sonar. Meyjer og Wim van Hanegem, þjálfari Feyenoord, telja að það geti orðið erfitt að brjóta Skagamenn nið- ur. Þeir verði erfiðir og búast megi við svipuðum leik og gegn Go Ahead Eagles, nema hvað Skagamenn muni ekki spila mikið á miðjunni. UMFNstendurbest Reykjanesmótið í körfuknattleik stendur nú sem hæst og úrslitin í leikjunum fram að þessu hafa verið á þessa leið: Keflavík-Haukar.........90-70 Grindavík-Keflavík......78-80 Haukar-Njarðvík.........83-85 Njarðvík-Haukar.........90-75 Grindavík-Njarövík....105-103 Haukar-Grindavík........76-75 Njarðvík-Keflavík.......96-86 Njarðvík-Grindavík......85-78 Haukar-Keflavík.........97-77 Njarðvíkingar hafa hlotið 8 stig í 5 leikjum, Keflavik 4 stig eftir 4 leiki, Haukar 4 stig eftir 5 leiki og Grinda- vík 2 stig eftir 4 leiki. í kvöld eigast við Keflavík og Grindavík í íþrótta- húsinu í Keflavík klukkan 20. -GH Kristrúnerhætt Kristrún Heimisdóttir, leikmaður í liði íslandsmeistara KR, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Kristrún sagði í samtali við DV að hún hefði tekið þessa ákvörðun að vel athuguðu máh og hygðist snúa sér að öðrum verkefnum. Kristrún, sem er aðeins 22 ára göm- ul, var í landsliðshópnum sem sigr- aði Hollendinga á sunnudag. Hún hefur leikið 155 leiki með meistara- flokki KR, hún lék sinn fyrsta leik með KR-ingum þegar hún var á ell- efta ári og hefur verið lykilmaður í hðinuundanfarinár. -ih Gott kast Péturs - kastaði 20,53 metra á móti í Svíþjóð Pétur Guðmundsson kúluvarpari náði mjög góðum árangri á móti í Svíþjóö og bætti verulega stöðu sína á listanum yfir bestu kúluvarpara heims. Pétur kastaði kúlunni 20,53 metra sem er besti árangur sem náðst hefur á Norðurlöndunum öllum í ár. Fyrir mótiö var Pétur nálægt því að vera í 40. sæti á heimslistanum en eftir risakastið í Svíþjóð komst hann í 13. sætið á listanum. Jón Sigurjónsson sleggjukastari keppti einnig á mótinu og kastaði sleggjunni 61,38 metra. -SK Pétur Guðmundsson náði besta árangri ársins á Norðurlöndum þegar hann kastaði kúlunni 20,53 metra á móti í Sviþjóð. Kristrún Heimisdóttir. Kristinn tekur við Haukunum Kristinn R. Jónsson verður næsti þjálfari meistaraflokks Hauka í knatt- spyrnu og mun jafnframt leika með þeim í 3. deildinni á næsta keppnis- tímabili. Kristinn hefur um langt árabil leikið með Fram í 1. deild og á að baki 171 leik í 1. deild með félaginu. Þá hefur Kristinn leikið 10 leiki fyrir íslenska landsliðið. Kristinn tekur við af Ólafi Jóhannessyni sem þjálfaði liðið í 3. deildinni í sumar þar sem Haukar höfnuðu 6. sæti. -GH Gulir og glaðir FyrirsögnDV eftirbikarúr- slitaleikinní •••• knattspyrnuá dögunum, „Gidirogglað- ir“, hefur held- urbeturlifað síðan.Einút- varpssxöðv- anna hefurnot- aðhanaítúna ogótímaásig- urstundum Skagamanna að undanfórnu, og í auglýsingu ffá stuðningsidúbbi ÍA fyrir leikinn við Feyenoord mátti sjá yfirskriföna: „Gulirog glaðir". Okk- urhefur verið bent á að sækjaum einkaleyfi á þessu ágæta slagorði, svipað og sagt eraö körfuboltaþjálf- arinn ffægi. Pat Riley, hafi gert og fengið. Hann fann nefnilega upp orð- ið „threepeat'‘ um þrjá meistaratitla Chicago Bulls í röð og er sagður hafa hagnastvel! Platrekur Patrekur Jó- hannesson handboltamað- ! ur hefurveriðí: fféttunumund- anfarin sumur vegnaþessað hannhefurallt- afveriðáleið . fráStjömunmí önnurfélögen jafhansetið kyrrheima þegarupphef- ur verið staðið. Þannig var hann kominn í KA í fyrra og í FH í sumar. Nú hafa gárungamír skírt piltinn upp á nýtt og hjá þeim heitir hann Platrekur! Með ráðum gert hjá Eyjamönnum? Tvöáriröðhef- urknatt- spyrnuiið Eyia- mannasloppið viðaðfallaí2. deildáævin- týraleganhátt ífyiravarð ÍBVaövinna þrjásíðustu leikinaogallir nðrir ieikir að ; enda með hag- : stæðum úrelit- um - og það gekk eftir. Nú þurfti ÍBV að vinna Fylki og gerði það með markí á lokasekúndunum. í bæði skiptin hafa öflugir shiðningsmenn liðsins tekið sig til og heitið leik- mönnunum utanlandsferð ef þeir héldu sætinu í l, deild og nú eru þeir á leið tii Dublin. í Eyjum er sá kvittur kominn á kreik að allt sé með ráðum gerthiáleikmönnum ÍBV, þeirkomi sér í vandræöin og bjargi sér síðan tíl að fá utanlandsferðina góðu! Dapurt gengi Reykjavíkurliða Þaðeróhættað segjaað Reykjavíkur- liðin í knatt- spyrnu karla hafiekkiriðið feitumhestifrá ísiandsmótinu í knattspyrnuí ár. „Reykjavík- urrisai-nir" Fram.KRog Valurollu stuðnings- mönnum sínum miklum vonbrigð- um. Framarar lentu í 4. sæti, KR- íngar, sem spáð var islandsmeistar- atitli, í 5. sæti og Valsmenn i 6. sæti sem er slakasti árangur Hltðarenda- liðsins fráupphafi í l. deild. í 2. deild- inni léku tvölið úrReykjavík.Þrótt- ur sem varð fyrir neðan miðja deild og ÍR-ingar sem rétt sluppu riö fall í 3, deild. Eitt félag úr hofuöborgínni getur þó borið höfuðíð hátt og það er hið unga télag Fiölnis í Grafíin’ogi. ; Bj ölnir vann sér sæti í 3. deildinni meö þvi að hafna í öðru sæti 4. deild- ar og telst því með réttu stolt Reykja- vikur í knattspyrnunni!. Umsjón: Viðir Sigurðsson og Cuðmundur Hilmarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.