Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1993, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1993 Merming Frú Emelía frumsýnir þijú leikrit í vetur: Okkur hef ur verið gert kleift að starfa af f ullum krafti - segir Hafliði Amgrímsson, annar stofnenda leikhússins Tvíeykið Hafliði Amgrímsson og Guðjón Pedersen hefur verið áber- andi í leikhúslífi á undaníomum ámm. Hafa uppsetningar þeirra fyrir Leikfélag Reykjavíkur, Þjóðleikhús- ið og Nemendaleikhúsið vakið mikla athygli, verið lofaðar af almenningi og gagnrýnendum, nú síðast á Rómeó og Júlíu og Strætinu í Þjóðleikhús- inu. Það er ekki á allra vitorði að aOt frá árinu 1986 hafa þeir Hafliði og Guðjón rekið atvinnuleikhúsið Frú Emelíu sem hefur starfað með hlé- um. Með nýlegum samstarfssamn- ingi við menntamálaráðuneytið og leiklistarráð hefur leikhúsinu verið gert kleift að starfa af fullum krafti næstu tvö árin: „Við setjum upp í vetur að minnsta kosti þrjú verk,“ segir Hafliöi Am- grímsson, „Afturgöngur eftir Henrik Ibsen, sem nú er verið að æfa og verður framsýnt 9. október. Barna- sýninguna Ævintýri Trítils sem einnig er verið að æfa. Það er leikrit sem Ása Hlín Svavarsdóttir hefur skrifað upp úr barnasögu eftir hol- lenska barnabókahöfundinn Dick Laan og leikstýrir hún verkinu. Sú sýning veröur farandsýning. Eftir áramót hefjast svo æfingar á hinu klassíska gamanleikriti Kirsuberja- garðinum eftir Anton Tsjekhov og mun Guðjón Pedersen leikstýra verkinu, er framsýning áætluð í apríl.“ Aðspurður um sýningaraðstöðu segir Hafliði: „Við höfum fengið ágæta sýningaraðstöðu í Héðinshús- inu en það húsnæði hefur ekki verið áður notað undir leiklistarstarfsemi. Síðast var þarna starfræktur vegg- tennissalur. Salur þessi er kjörinn til leikhússtarfsemi, hann er um átta hundruð fermetrar að stærð og viö munum haga sætaíjöldanum eftir því hvað við á hverju sinni. Við höf- um látið búa til þar til gerðar sæta- Barði Guðmundsson, Helga Braga Jónsdóttir og Kjartan Bjargmundsson leika í barnaleikritinu Ævintýri Trítils. ; ; - 1 i Ipllliirar . „ . - í|ÍhL*P Leikritið Afturgöngur eftir Henrik Ibsen verður frumsýnt í október. A myndinni, sem tekin er á æfingu, eru frá vinstri: Sigríður Margrét Guðmundsdóttir leikstjóri, Margrét Ákadóttir, Ari Matthíasson og Þröstur Guðbjartsson. DV-myndir BG einingar sem auðvelt er að færa til. í þessum sal verður heldur ekki neitt fast leiksvið. Sýning verður sett upp þar sem best hentar. Þegar leikritið Afturgöngur verður tekið tfl sýninga verður salurinn nýttur á tvennan hátt. Afturgöngurnar sýndar í einu horninu og barnaleikritið Júlía og mánafólkið, sem leikhópurinn AugnabOk sýnir um þessar mundir, í hinu horninu.“ Eins og fyrr segir verða Afturgöng- ur fyrsta verkið á verkefnaskrá Frú Emilíu í vetur, en þetta er eitt þriggja stórverka norska skáldjöfursins Henriks Ibsen, hin tvö era Brúð- heimflið og Hedda Gabler. Þessi þrjú leOcrit vora leiklesin á vegum Frú EmiOu 1991 undir yfirskriftinni Haust með Ibsen. Leikstjóri verksins er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir sem starfað hefur sem leikhúsritari Þjóðleikhússins síðasthðin tvö ár. Með hlutverkin í Afturgöngunum fara Margrét Ákadóttir, Ari Matthí- asson, Þröstur Guðbjartsson, Sigurð- ur Skúlason og Jóna Guðrún Jóns- dóttir. -HK Glerþrenna Um þessar mundir stendur yfir sýn- ing þriggja glerlistamanna í Hafnar- borg í Hafnarfirði. Era það Osta- mennimir Lharne Tobias Shaw, Svafa Björg Einarsdóttir og Inga Elín Kristinsdóttir. Inga Elín er einn þeirra myndOstarmanna sem hefur aðstöðu á Álafossi og er með verk- stæði þar í elsta húsi staðarins. Svafa og Lahame, sem era hjón, era aftur á móti búsett í Notthingham á Eng- landi og er þetta fyrsta einkasýyning þeirra hér á landi. Þegar blaðamann DV bar að garði í Hafnarborg var Lhame farinn aftur til Englands, þar sem biðu hans verk- efni, en þær stöOur gengu með blaða- manni og ljósmyndara innan um marglit og fógur verk myndOstar- mannanna sem eru á veggjum og stöOum vítt og dreift um salinn. Svafa sagði að það hefði verið hún sem smitaði eiginmann sinn af gler- listinni. Áður en þau ragluðu saman reytum sínum hafði hann fengist við að mála á léreft en í dag ynni hann eingöngu í gler. Ekki eru nein blásin glerverk á sýningu þremenninganna og sögust þær Inga Elín og Svafa það aðallega stafa af aöstöðuleysi. Inga Elfn segist vera farin að vinna meira við veggmynd- ir en áður. Hún er hér við nokkrar litlar veggmyndir sem hún hefur gert. DV-myndir GVA Svafa Björg Einarsdóttir segir að ekki sé neinn heildar- svipur á verkum hennar á sýningunni en verkin sýni það sem hún hefur verið að gera á undanförnum árum. Fyrr á árinu smíðaði Svafa verð- launagripi fyrir DV, vegna menning- arverðlauna blaðsins. Áður hafði hún smíðaö menningarverðlauna- gripi fyrir Liverpoolborg. Svafa og eiginmaður hennar, Lharne Tobias Shaw, hafa sýnt víða á Bretlandseyj- um og Svafa auk þess í HoOandi og Þýskalandi. Svafa sagði það nánast eingöngu vera út af hjúskaparmálum að hún hefði ílengst úti. Hún og Lhame væra búin að koma sér vel fyrir í Nottingham en efnahags- ástand væri nú mjög slæmt í Eng- landi og listin ætti erfitt uppdráttar. Um verk sín á sýningunni sagði Svafa að þau væra í raun yfirlit yfir þaö sem hún heföi verið að gera und- anfarin misseri en veggmyndimar væra nýjastar. Inga Elín hefur verið stórtæk í sýn- ingum að undanfórnu og er sýning hennar í Hafnarborg hennar fjórða á þessu ári. Hún sagði að nú væri kom- iö nóg í biO og yrði varla um að ræða aðra sýningu hjá henni í bráð. Það fylgir glerOstinni að hún getur verið nýtanleg og meðal þess sem Inga Elín hefur verið að þróa eru fallegir lamp- ar sem hún sýnir. Sagði Inga EOn að það hefði tekið mörg ár að þróa lamp- ana í það form sem þeir væra nú í. Svafa og Inga EOn eru mjög ánægð- ar með aðsóknina að sýningunni og þrátt fyrir að í öllum stærstu sýning- arsölunum, að Hafnarborg meðtal- inni, hafi verið opnaðar sýningar á sama laugardegi hefði verið fullt hús gesta hjá þeim fyrstu tvær helgamar en sýningu þeirra lýkur mánudaginn 4. október. Býr íslend- mgur fi©r« Fyrir fáum árum kom út ævi- saga Leifs Muller en hann bjó meirihluta ævi sinnar á íslandi. Á árum seinni heimsstyrjaidar- innar dvaldi hann lengi í fanga- búöum nasista og segir frá þeirri reynslu sinni í bókinni. Þórarinn Eytjörð hefur nú skrifaö leikgerö eftir sögu Leifs og er hann leik- stjóri. Leikritið verður frumsýnt í Tjarnarbæ 7. október. Aöeins tveir leikarar koma fram. Pétur Einarsson, sem leikur Leif, og er nánast um einleik hans að ræða. Hin persónan er læknir sem kem- ur fram í byrjun verksins. HaO- dór Bjömsson leikur hann. Danskurdjass Christian Vuusts Nordic Quart- ett er mikilsvirtur danskur djass- kvartett sem kominn er hingað til landsins og leikur í Norræna húsinu í kvöld. Kvartettinn leik- ur bæði framsamda tónlist og nýjar útsetningar á norrænum og bandarískum lögum. Auk Vu- ust, sem leikur á tenórsaxófón, skipa kvartettinn Claus Gade, trommur, Tobias Sjögren, gítar, og Johannes Lundberg, bassa. Allt era þetta viöurkenndir djass- snillingar á Norðurlöndum. Djasskvartett þessi er víðfóruO, hefur auk þess aö leika á öOum Norðurlöndunum komiö fram á Spáni, Litháen og Grænlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.