Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 3 Fréttir Víf ilfell vill láta banna auglýsingu „Kókglas og mjólkurglas. Berðu saman hollustu þessara tveggja drykkja og veldu það sem er best - fyrir þig.“ Þessa auglýsingu Mjólk- ursamsölunnar, þar sem getið er um hluta innihalds drykkjanna, sættir Vífilfell hf. sig ekki við. Hefur fyrir- tækið því beðið Samkeppnisstofnun um að kanna lögmæti auglýsingar- innar. Vitnar Vífilfell hf. í ákvæði um samkeppni opinberra fyrirtækja við aðra aðila. Auk þess er vitnað í ákvæði um brot á góðum viðskipta- háttum og um rangar, ófullnægjandi eða villandi upplýsingar. Framkvæmdastjóri Vífilfells hf., Páll Kr. Pálsson, viil ekki tjá sig um málið fyrr en Samkeppnisstofnun hefurfjallaðumþað. -IBS imrm Vinningstölur miðvikudaginn:|29. sept. 1993 Aðaltölur: ®(§)é) BÓNUSTÖLUR ®@(§) Heildampphæð þessa viku 36.035.421 áfsi.: 2.785.421 UPPLÝSINGAR, SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 9910 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO PVRIRVARA UM PRENTVILLUR Snæfellsnes: Fólk ætlar ekki að missa Símon Siguimonsson, DV, Staöarsveit Fólk á utanverðu Snæfellsnesi býr sig undir heimsókn gesta utan úr geimnum á Snæfellsjökul 5. nóvemb- er. Flestir gististaðir ætla að hafa opið þessa daga. Nú þegar eru komn- ar allmargar gistibókanir víða í gisti- húsum hér frá fólki að sunnan sem ætlar ekki að missa af geiminu. Vegagerðin ruddi veginn á Jökul- hálsi 16. september og var hann ágætlega fær öUum bílum þar til snjóaði í háfjöll síðustu daga. Þessi vegiur var alltof seint ruddur en hann er ein ágætasta leið ferðafólks hér. Útsýni af Sæluhúsagíg er ægifagurt bæði norður yfir, suður og austur yfír Snæfellsnesfjallgarðinn. Skriðjökulstungur jökulsins eru í seilingarfjarlægð og margir faUegir gígar eru meðfram leiðinni. Vonandi verður þessi fallega leið opnuð fyrr á næsta sumri. Fjöruveiki drepur kindur í Húnaþingi Þórhallux Ásmundssan, DV, Sauðárkróki: „Það er ákaflega óskemmtUegt að lenda í þessu,“ sagði Ami Jónsson, bóndi á Sölvabakka við Blönduós, eftir að 25 kindur í hjörð hans dráp- ust úr eitrun sem þær urðu fyrir í fjörunni fyrir neðan Sölvabakka. Um 90 kindur urðu veikar og flest- um þeirra tókst að bjarga. Þetta er í annað sinn sem fjöruveikin, eins og þessi pest er kölluð, leggst á fé á Sölvabakka. Haustið 1963 drápust 12 kindur. Stundum hefur fundist ein og ein kind dauð í fjönmni á haustin. Ekki hefur borið á veikindum í fé í nágrenni við Sölvabakka, enda er hvergi á þessu svæði eins greiður aðgangur í fjöru og þar. Að sögn Árna á Sölvabakka standa dýralæknar ráðþrota gagnvart þess- um sjúkdómi. PáU A. Pálsson, fyrr- um yfirdýralæknir, sagði að hans hefði einungis orðið vart við austan- verðan Húnaflóa og á Borgarfirði eystra. JónBaldvin: Engar tillögur „Warren Christopher lýsti engum tiUögum um vamarmál af hálfu Bandaríkjanna," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um fund þann sem hann átti með banda- ríska utanríkisráðherranum í fyrra- dag. Að öðra leyti vUdi Jón ekki tjá sig um fund þeirra Warrens Christo- pher sem fjaUaði meðal annars um málefni Atlantshafsbandalagsins, vamarmál íslands, hvalveiðar og efnahagsaðstoð tíl uppbyggingar á sjálfstjómarsvæðum Palestínu- manna fyrir botni Miðjarðarhafs. -hlh M er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Hjá okkur færðu 5 ófrosin slátur í pakka fyrir aðeins 2.525 kr. og 3 í pakka fyrir aðeins 1.545 kr. Höfum einnig allt til sláturgerðar: Uppskriftir, aukavambir, haframjöl, rúgmjöl, heilhveiti, nálar, garn, rúsínur og frystipoka. Slátur er hollur, góður og ódýr maturl Nóatúni 17, Rofabæ 39, Laugavegi 116, Hringbraut 121 í Reykjavík Hamraborg og Furugrund 3 í Kópavogi Þverholti 6 í Mosfellsbæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.