Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 Meiming Bróderað í olíu Eitt, tvö, þrjú eða fjögur verk í nokkur hundruð fer- metra viðurkenndum húsakynnum hefur á stundum fengið nafnið sýning. Og stendur undir nafngiftinni í naumasta skilningi orðsins. Erfiðara hefur verið fyrir fáa hluti, fleiri þó en einn eða tvo, að öðlast virðingar- heitið sýning séu þeir viðraðir utan veggja hinna við- urkenndu hsthúsa eða sýningarsala. Hjá þeim Hjá þeim er lítið leirlistagallerí að Skólavörðustíg 6b þar sem áður stóð Breiðfirðingabúð. Þetta er bjart og fallegt gallerí þar sem leirlistamennimir Magnús Pétur Þorgrímsson ogHjördís Guðmundsdóttir kynna, sýna og selja hst sína. Þar hafa þau tekið frá tveggja veggja horn þar sem þau sýna list annarra; reyndar ekki mikið stærra en meðalhorn í stofu vísitölufjöl- skyldunnar sem alhr eru náskyldir hvort sem þeir vilja það eða ekki. Púðar & klukkustrengir í þessu htla homi hanga nú sex verk; þrír innramm- aðir púðar og þrir klukkustrengir; olía á striga. Grann- flötur allra verkanna er grænn og yfir í gulan. Fyrsti klukkustrengur er í grunninn mest út í gult af strengj- unum og eftir honum miðjum og endilöngum - en þeir eru alhr vel á annan metra að hæð - er ímálað bleiklita blóm, hklega af klukkuætt samkvæmt inn- þrykktri minningu frá grasafræðitímum Ingólfs Dav- íðssonar magisters. Klukkustrengur tvö hangir við hlið þess númer eitt. Grannflötur hans er grænni en hins og nú er blómiö, fléttan, máluð meðfram mynd- fletinum allan hringinn og enn í bleiku. Er þá komið inn í horn á sýningarsvæðinu og á hinn vegginn en þar hanga þrír púðar úr striga eða segli, innrammaðir í traustan grænbæsaðan við og fara vel á veggnum með ohuhtuðum útsaumi, sem reyndar er enginn saumur, misjafnlega fyrirkomið á púðafletinum. Sýn- ingunni lýkur svo með þriðja klukkustrengnum þar sem græntóna grunnflöturinn er borinn yfirhði með glæsibrag af rauðbleikum smáblómum, sem mér Myndlist Úlfar Þormóðsson fannst lykta eins og blóðberg. Öh þessi verk era unnin af Ingibjörgu Hauksdóttur sem lauk prófum úr Myndlista- og handíðaskóla ís- lands fyrir fáum árum og mun þetta vera eins konar tilhlaup hennar að stærri sýningu á næstunni. Ef til vill hefur Ingibjörg ætlað að sýna þessi verk sem sex einstök verk. Fyrir mér varð þetta þó allt í einu heild; eitt sexhða verk eins og það er sett upp á veggjunum Hjá þeim. Og þetta er ekki aðeins minni um saumaskap, þetta er eitthvað miklu meira; kannski kaldhæðni, frekar þó góðglettni vegna hlýju htanna og þakkarverðrar vandvirkni hstakonunnar. í stað þess Ijótasta Aht í einu fannst mér ég sjá lausnina fyrir Stöð tvö sem sendir okkur ljótasta málverk síðari tima inn í stofu kl. 19.19 hvem dag. Sviðsmynd eins og í horninu Hjá þeim komin inn í „setustofu" Stöðvar 2 væri meiri háttar fegurðar- og formbylting. Og kostar minna fé en útlenska heimsfrægðin. Norrænn djass Síöastliðið þriðjudagskvöld lék í Norræna húsinu Cristian Vuust’s Nordic Quartet. Kvartettinn skipa, auk foringjans sem leikur á tenórsaxófón, Claus Gáde, trommari frá Danmörku eins og Vuust, og Svíarnir Tobias Sjögren, sem leikur á gítar, og bassaleikarinn Johannes Lundberg. Efnisskráin var býsna fjölbreyti- leg en fyrst og fremst frumsamin lög af ýmsu tagi. Cristian Vuust kemur víða við í lagasmíðum sínum. Lag hans „Song for J.T.“, sem tileinkað er James Tayl- or, var með fallegri laglínu að hætti J.T. og vestur- strandar/brasihskum áhrifum í ryþma. Sérkennileg og seiðandi var japönsk vögguvisa í útsetningu hans og sumum hefur ugglaust þótt það antíkhmax er tók við af henni ofurvenjulegt bræðingslag. „Pedistrian Crossing" sýndi svo enn eina hlið saxó- fónleikarans sem lagasmiðs. Leikur hans var án mik- illa láta en yfirvegaður og öraggur og fremur melódísk- ur. Verk gítarleikarans Sjögren vora nokkuð með skandinavískum blæ og stundum nokkuð þjóðlagaleg. Fyrsta verkið var einna síst en önnur betri og allra síðasta lag tónleikanna alveg magnað. Ég er þó ekki alveg viss um að Sjögren hafi verið höfundur þess. Bassamaðurinn Lundberg átti tvö athyghsverð verk, annað örstutt og smehið í calypso-takti en hitt var vals. Þótt Claus Gade trommari léki sér eiginlega meira í sömbutakti en valstakti í því kom þaö harla vel út enda gert á smekkvísan hátt eins og aht sem Djass Ingvi Þór Kormáksson hann gerði þetta kvöld. Mjög athyghsverður tromm- ari. Gítar og bassi hljómuðu líka mjög vel þarna í Norræna húsinu og var leikur Sjögrens Lundbergs með ýmsum skemmtilegum blæbrigðum. Þeir félagar í Norræna kvartettinum sýndu engin stórkostleg einleikstilþrif en margt var verulega smekklegt og vel gert á þá vísu. Styrkur kvartettsins liggur mest í hversu sannfærandi heild hans er. - Þegar framsamin norræn djasstónhst er á dagskrá er blúsinn stundum fjarri góðu gamni og svo var einnig hér. Það var bara eitt blúslag. En ýmsar aðrar óblúsað- ar tilfinningar, sem trúlega tilheyra frekar bleiknefj- uðum Norðurlandabúum, streymdu fram í tónhstinni. Fundir Héraðsfundur Kjalar- nesprófastsdæmis Héraðsfundur Kjalamesprófastsdæmis verður haldinn laugardagimi 2. október og hefst kl. 9 í Samkomuhúsinu í Garði (Utskálasókn). Aðalefni fundarins verð- ur: „Virrna of velferð með sérstakri áherslu á þann vanda er atvinnuleysi veldur". Framsögumenn eru Karl Stein- ar Guðnason, alþingismaöur og Sæ- mundur Hafsteinsson sálfræðingur. Tilkyimingar Félag eldri borgara I Kópavogi Spilavist og dans að Auðbrekku 25, Kópa- vogi, laugardaginn 2. október kl. 20.30. Ný þriggja kvölda keppni hefst. Húsið öllum opið. Dublinarstemning og bingó fyrir eldri borgara Efnt verður til sérstakrar skemmtidag- skrá fyrir eldri borgara í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. Þar verður sankölluð Dubl- inarstemning ríkjandi og ýmislegt til skemmhmar. Samvinnuferðir-Landsýn kynna ferð til Dublinar í samvinnu við Landssamband eldri borgara. Spilað verður bingó þar sem 2 ferðavinmngar til Dublinar verða í verölaun ásamt kvöldverði í Skrúð á Hótel Sögu og fleira. Feðgamir Jónas Þórir og Jónas Þórir leika á fiðlu og píanó og Hljómsveitin Saga Klass leikur gömlu dansana fram eftir nóttu. Húsið opnað kl. 19. Miðaverð kr. 600. Kynning á ráðstefnu Norrænu foreldrasamtakanna Foreldrasamtökin Vímulaus æska standa fyrir ráðstefnu sem hófst í gær. í dag kl. 14 verður opnuð sýning á mynd- verkum eftir unglinga í Kringlunni. í tengslum við hópstarf þátttakenda á ráð- stefnunni hafa nemendur á listasviði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti gert myndverk um þema ráðstefnunnar: Fjöl- skyldan í neyslusamfélaginu. Flóamarkaður FEF Félag einstæðra foreldra er með flóa- markað í Skeljanesi 6, Sketjafirði, laugar- daginn 2. október kl. 14-17. Mikið úrval af góðum fatnaði, bækur, búsáhöld, dúk- ar og bútar, bamavagnar og fleira. Leið 5 að húsinu. Kópavogur Mæðrastyrksnefnd verður með kökubas- ar í Hamraborg 14a hjá Bylgjunni laugar- daginn 2. október kl. 10. f.h. Fimir fætur Dansæfing verður í TemplarahöUinni í kvöld 1. október kl. 22. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 54366. Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Paravist. Allir velkomnir. Mynd frá Bosníu Laugardaginn 2. október verður haldin sýning á nýrri breskri heimildarkvik- mynd. Myndin fjallar mn breytingar á daglegu lifi fólks í Bosníu í kjölfar stríðs- ins. Asamt sýningu myndarinnar mun Irena Kojic verða með kynningu á ástandi mála í fyrrum Júgóslavíu. Myndasýningin og kynningin verða haldin í Norræna húsinu kl. 14 og er að- gangseyrir kr. 300. Allir áhugasamir em hvattir til að mæta. Listmunauppboð Klausturhólar, listmunauppboð að Laugavegi 25, Reykjavík, efna til 199. uppboðs síns nk. laugardag kl. 14. Seldar verða bækur gamlar og nýlegar, orðabækur, ferða- og landfræðirit, bók- menntir og bókfræði, lögfræðirit og rit um stjómskipan og ættfræði, æviskrár, æviminningar, sagnfræðirit, tímarit og blöð og fleiri flokkar rita. Ritin og bæk- umar verða til sýnis að Laugavegi 25 í dag, föstudag, kl. 14-18, en uppboðið hefst stundvíslega á sama stað nk. laugardag kl. 14. Klassískur gítarleikur í Kringlunni Kringlan hefur fengið til Uðs við sig nokkra þekkta gítarleikara sem ætla næstu laugardaga að kynna gítarinn sem einleikshljóðfæn og spUa þekkt gítarverk í Kringlunni. Á hveijum laugardegi í október og nóvember kemur fram einn gítarleikari. Kynningar þessar verða allt- af á sama tíma kl. 13 og 14 og hefjast laug- ardaginn 2. október með leik Kristins H. Ámasonar. Dansað í Kringlunni Laugardaginn 2. október fer fram dans- sýning í Kringlunni á vegum Dansskóla Jóns Péturs og Köm. Þetta er styrktar- sýning fyrir danspör skólans sem halda utan til danskeppna í samkvæmisdösn- um í Blackpool í Englandi í apríl og maí nk. Um tuttugu danspör taka þátt í sýn- ingunni og verður dansað út um alla Kringluna frá kl. 10-16. Leikhús ii.'sii S M.3 Leikfélag Akureyrar Sala aðgangskorta stendur yfir! Aðgangskort LA tryggir þér sæti með verulegum afslætti á eftirfar- andi sýningar: AFTURGÖNGUR eftir Henrik Ibsen Sígild perla sem snertir nútímafólk! EKKERT SEM HEITIR - Átakasaga eftir „Heiðursfélaga". Nýr hláturvænn gleðileikur með söngvum - fyrir alla fjölskylduna! BAR-PAR Ótrúlegt sjónarspil eftir Jim Cart- wright, höfund „Strætis". ÓPERUDRAUGURINN eftir Ken Hiil Óperuskaup ársins! Með mörgum frægustu söngperlum óperanna eftir Offenbach, Verdi, Gounod, Weber, Donizetti og Moz- art. Verð aðgangskorta kr. 5.500 sætið. Elli- og örorkulifeyrisþegar kr. 4.500 sætiö. Frumsýningarkort kr. 10.500 sætið. Miðasalan er opin alla virka daga kl. 14.00-18.00 meðan á kortasölu stend- ur. Auk þess er tekið á móti pöntunum virka daga kl. 10.00-12.00 i sima (96J-24073. Greiðslukortaþjónusta. FERÐIN TIL PANAMA Áleikferð: Stórutjarnaskóla i kvöld fösd. 1. okt. kl. 9.30. Skjólbrekka í kvöld fösd. 1. okt. kl. 13.00. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR - Stóra sviö kl. 20.00. SPANSKFLUGAN eftir Arnold og Bach Sýn. i kvöld fös. 1/10. Uppselt. Lau. 2/10. Uppselt. Fim. 7/10. Fáein sæti laus. Fös. 8/10. Uppselt. Litla svið kl. 20.00. ELÍNHELENA eftir Árna Ibsen Sýn. fim. 7/10. Uppselt. Fös.8/10. Uppselt. Lau. 9/10. Fáein sæti laus. Sun. 10/10. Uppselt. Mið. 13/10. Uppselt. Flm. 14/10. Uppselt. ÁRÍÐANDI! Kortagestir með aðgöngumiða dag- setta 2. okt., 3. okt. og 6. okt. á litla sviðið, vinsamlegast hafið samband við miðasölu sem fyrst. Stóra sviðiðkl. 14.00. RONJA RÆNINGJADÓTTIR eftir Astrid Lindgren. Sýn. sun. 10. okt., lau. 16. okt., sun. 17. okt. ATH. Aöeins 10 sýningar! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Tekið á móti miðapöntunum í sima 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími 680383. Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar, tilvalin tæki- færisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Spiluö félagsvist í Austursal kl. 14 1 dag. Göngu-Hrólfar fara frá Risinu kl. 10 laug- ardagsmorgun. Danskennsla fyrir byij- endur kl. 13 og lengra komna kl. 14.30. Kennt á laugardögum í Vestursal í Ris- inu. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stóra sviðið ÞRETTÁNDA KROSSFERÐIN eftir Odd Björnsson Frumsýnlng i kvöld föd. 1. okt. kl. 20.00. 2. sýn. sun. 3/10,3. sýn miðv. 6/10. 4. sýn. fid. 14/10.5. sýn. föd. 15/10. KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon á morgun lau. 9/10, lau. 16/10. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner Sun. 10/10 kl. 14.00, sun. 17/10 kl. 14.00, 60. sýnlng sud. 17/10 kl. 17.00. Ath. Aöeins örfáar sýningar. Gestaleikur frá Sevilla FLAMENCO Gabriela Gutarra sýnir klassíska spánska dansa og flamenco. Mótdansari: Juan Polvillo. Söngv- ari: Juan Manuel P. Gítarleikari: Antonio Bernal. Fld. 7/10ogföd. 8/10. Smíðaverkstæðið FERÐALOK eftir Steinunni Jóhannesdóttur Sun. 3/10 kl. 16.00, fim. 7/10 kl. 20.30, fös. 8/10 kl. 20.30. Litla sviðið ÁSTARBRÉF eftir A.R. Gurney Frumsýning 3. okt. kl. 20.30. 2. sýn.fös. 8/10,3. sýn. lau. 9/10. Þýðlng: Úlfur Hjörvar. Útlit: Þórunn S. Þorgrimsdóttir. Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson. Leikendur: Herdis Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Sölu aðgangskorta á 6. og 8. sýn- ingu lýkur fimmtud. 7. okt. Verð kr. 6.560 sætið. Elli- og örorkulífeyrisþegar, kr. 5.200 sætið. Frumsýningarkort, kr. 13.100 sætið. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti pöntunum i sima 11200 frá kl. 10 virkadaga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Græna linan 996160- Leikhúslinan 991015 FRJÁLSI LEIKHOPURINN Tjarnarbíói Tjarnargötu 12 STANDANDIPÍNA „Stand-up tragedy“ eftir Bill Cain Næstu sýningar: 2. okt. kl. 15.00 ogkl. 20.00. örfá sæti laus. 3. okt.kl. 15.00. Örfá sæti laus. 5. okt. kl. 20.00. 8. okt. kl. 20.00. Miðasala opin alla daga frá kl. 17-19. Sími 610280 eftir Áma Ibsen. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Fö. 1-okt.kl. 20:30 I Sýnt í íslensku Lau. 2. okt. kl. 20:30 | Óperunni Miðasalan er opin daglega írá kl. 17 - 19 og sýningardaga 17 - 20:30. Miðapantanir í símum 11475 og 650190. B LEIKHÓPURINN-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.