Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR L OKTÓBBR 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiósla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK. SiMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Fráhvarf frá frjálshyggju Heilbrigðisáætlun Bills Clinton Bandaríkjaforseta markar þáttaskil í bandarísku þjóðlífi, nái hún fram að ganga. Fréttaskýrendur hafa líkt tillögunum við bylting- arkenndar breytingar, sem urðu í tíð Franklins Roose- velts Bandaríkjaforseta með því sem kaUaðist „New De- al“. Kapítaíisminn varð aldrei samur við sig eftir þær. Svo hefur farið, að kjör Clintons skilur að líkindum eftir sig meiri umtumun en flestir hefðu ætlað. Fólk skyldi hafa í huga, að skammt er síðan Ronald Reagan var for- seti Bandaríkjanna, einn forvígismanna róttækrar frjáls- hyggju. Nú eru merki um, að horfið verði frá róttækri frjálshyggju á mikilvægum sviðum. Áætlun Clintons var í stórum dráttum unnin af vinnu- hópi, sem eiginkona hans, Hillary Clinton, stýrði. Þar eru boðaðar miklu meiri almennar heilbrigðistryggingar en þekkzt hafa í þessu ríki einkaframtaksins. 37 milljónir Bandaríkjamanna eru nú ótryggðar. Almannatryggingar ná aðeins til hinna öldruðu og hinna fátækustu. Megin- hluta landsmanna er ætlað að sjá um sig sjálfir um heil- brigðistryggingar. Stefna frjálsra trygginga lítur ekki illa út á pappímum, en hún hefur þó leitt til mikils meins. Oft fer fólk gjörsam- lega á höfuðið og glatar eignum sínum, þegar mikil veik- indi sækja að. Ekki tekst öllum að viðhalda nægilegum einkatryggingum til að mæta heilsutjóni, þótt svo ætti að vera samkvæmt kerfinu. Flestir Islendingar þekkja sögur af því, hvemig sumt fólk í Bandaríkjunum hefur orðið fyrir gífurlegum íjárhagslegum skakkaföllum vegna heilsutaps. Með áætlun Clintons er stefnt að heilsugæzlu fyrir alla. Atvinnurekendur eiga að greiða 80 af hundraði kostnaðar við heilsugæzlu og launþegar 20 af hundraði. Clinton ímyndar sér mikinn „spamað“ fyrir þjóðfélagið með nýja kerfinu. Repúblikanar í stjómarandstöðu hafa farið sér hægt í andstöðu við tillögumar. Þeir viður- kenna, að breyta þurfi núverandi kerfi. Hinir ótryggðu skuli fá tryggingu. En sannarlega em nú þegar miklar deilur meðal manna um ágæti þessara tillagna. Stuðn- ingsmenn segja, að þær eigi að bæta ástand, sem nú er óviðunandi. Engum blöðum er um að fletta, að gildandi kerfi gengur ekki. En andstæðingar tillagnanna nefna „sósíalisma“, sem muni gefast illa eins og annars staðar. Rétt er, að fara verður varlega, eigi kerfi Clintons ekki að leiða til enn stóraukins kostnaðar. Hætt er við, að smáfyrirtækjum gangi illa að greiða sína kostnaðarhlut- deild við heilsgæzlu starfsfólks sín, og atvinnuleysi gæti aukizt fyrir vikið. Tillögur em um að niðurgreiða kostn- að smáfyrirtækja, tillögur sem em mjög varasamar. Á þessu stigi verður ekki fullyrt, hvort tillögumar ná fram að ganga. Clinton hefur ekki óskertan stuðning demókrata við þessar miklu breytingar. En flokkamir hafna ekki samstarfi á þessari stundu. Meginatriði frjálshyggjunnar, sem kölluð er, em líkleg til að gefast bezt í atvinnuífinu. En forðast verður oftrú á „isma“, ftjálshyggju eins og aðrar stefnur. Bandaríkin hafa verið fyrirmynd um margt, og frelsi í viðskiptum hefur gefizt yel að svo miklu leyti, sem það hefur ríkt þar í landi. Við íslendingar eigum enn langt í land að auka frjálsræði í atvinnulífinu eins og þarf til að gera hag landsmanna bærilegri. En í allri umræðunni um „fijáls- hyggju“, hér á landi og annars staðar, ættu menn að taka vel eftir þeim breytingum, sem kunna að vera í uppsiglingu í Bandaríkjunum, höfuðríki kapítalismans. Haukur Helgason Suðupottur í Kákasus Kákasusfjallgarðurinn, sem liggur frá Kaspíahafi að Svartahafi, er hin náttúrlegu suðurlandamæri Rúss- iands. Norðan fjallanna, á því svæði sem heitir Kúban, er eitt frjósamasta akurlendi Rússlands, þaðan koma um 10 prósent af öllu kjöti og mjólk sem framleitt er í Rússlandi. Rússar eiga því ríkra hagsmuna að gæta á sínum hluta Kákasussvæðisins. En gallinn er sá að á þessu svæði býr fjöldi þjóða, og sumar þeirra vilja stofna sín eigin ríki. Sunnan fjallanna eru síðan fyrr- um Sovétríkin Georgía, Azerbajdz- han og Armenía, auk Tyrklands og írans. Þetta er sá suðupottur sem mest kraumar nú í utan Balkan- skaga, beggja vegna fjallgarðsins. Hættan á utanaðkomandi íhlutun bæði frá Rússum, Tyrkjum og jafn- vel írönum fer stöðugt vaxandi. Athyglin beinist nú að Georgíu, en miklu meira er í þessum suöupotti. Þar er að finna nöfn ríkja sem fæst- ir hafa heyrt áður, en geta orðið á hvers manns vörum. Rússlandsmegin er Adigei, Kara- sjevo-Tsjerkass, Kabardino-Balk- aria, Norður-Ossetía, Tsjeknia og Dagestan, sem öll eru sjálfstjómar- svæði innan Rússlands en handan landamæranna innan Georgíu eru Avkasía og Suður-Ossetía og að auki Ajaria við landamæri Georgíu og Tyrklands. Ekki þarf að fjölyrða um Nagomo Karabakh, armenska svæðið innan Azerbajzhans, eða Nakisjevan, azerbajdzhanska svæðið innan Armeníu. íranir eiga mikilla hagsmuna að gæta í Azerbajdzhan. Um 15 millj- ónir Asera eru í íran og þeir hafa margoft reynt að stilla til friðar í Nagorno Karabakh. Georgía, Arm- enía og Azerbajdzhan eru oft köliuð einu nafni Transkákasus og í sögu- legu tilliti em þessi ríki á áhrifa- svæöi Tyrklands og geta orðið það aftur. Rússar og Avkasar Stríðið í Avkasíu á rætur aö rekja Gunnar Eyþórsson blaðamaður þátt í því, rétt eins og She- vardnadse segir. Svo kann vel aö fara að Ossetía brjótist hka undan yfirráðum Ge- orgíu, en þetta hvort tveggja þarf ekki að þýða endalok ríkisins. Hins vegar er þetta fordæmi sem allir óttast, minnugir þess sem gerst hefur á Balkanskaga. Valdalitlir valdsmenn Á því svæði sem áður voru Sovét- ríkin búa yfir 120 þjóðir og þjóðar- brot. Um 90 þeirra em innan landa- mæra núverandi Rússlands, tugir þeirra í Norður-Kákasus. í Suður-Kákasus eru Georgíu- menn, Rússar, Avkasar, Ossetíu- menn, Armenar, Aserar, Adjerar, Tyrkir og Kúrdar, og er þá fátt eitt talið. Þetta fólk er af ýmsum teg- „Kommúnisaflokkurinn og KGB héldu ríkjaheildinni saman og tryggðu stöð- ugleika innan hvers ríkis og sjálfstjórn- arsvæðis. Ekkert hefur komið í stað- inn.“ til þess að Avkasar, sem eru aðeins rúmlega 150 þúsund, vilja verða sjálfstjómarríki innan Rússlands og Rússar styðja þá viðleitni leynt og ljóst, aðallega leynt. Meginhluti íbúanna er nú Georgíumenn, inn- fluttir á síðustu 60 árum, auk mik- ils fjölda Rússa, sem eðlilega vilja sameinast heimalandinu. Avkasía og höfuðborgin Sukhumi er vinsæll sumardvalarstaður og þar átti Jósef Djúgasvíh, ööru nafni Stalín, sitt sumardvalarheimih, enda • Georgíumaður. Avkasía var áður rússneskt yfirráðasvæði, en sameinað Georgíu 1936. íbúamir, að undirlagi Rússa, hafa allt frá 1989 reynt að brjótast undan stjóm- inni í Tblisi. Svo er að sjá sem það æth aö takast. Rússar eiga stóran undum kristni auk íslams og sterk- ur þáttur í aðskilnaöarbaráttunni er trúarbrögð. Þess hefur einkum gætt í stríöi Armena og Azera út af Nagorno Karabakh,-en tugir álíka stríöa gætu brotist út hvenær sem er, til dæmis á Krímskaga. Kommúnistaflokkurinn og KGB héldu ríkjaheildinni saman og tryggðu stöðugleika innan hvers ríkis og sjálfstjómarsvæðis. Ekkert hefur komið í staðinn. Valdamenn eru valdahthr, því að þeim er ekki hlýtt úti í héraði. Þetta er vandi Shevardnadzes og hka vandi Jelts- íns. Þessi pottur hefur kraumað lengi undir loki. Nú sýður upp úr og ekkert lok í augsýn. Gunnar Eyþórsson Skoðardr annarra SJálfsábyrgð í heilsugæslu „Sérhver íslendingur, hvort sem hann er sjúkl- ingur eða ekki, verður að læra að taka ábyrgð á sjálf- um sér. Vissulega eigum við að taka ábyrgð hvert á öðm en við megum ekki gleyma að við erum einnig ábyrg fyrir okkur sjálfum. Við getum ekki endalaust falið líf okkar í hendur verkalýðsleiðtoga eða forystu- manna stjómmálaflokka. Við eigum að fá að ráða miklu meiru hvert við greiðum okkar lífeyri. Og við eigum að ráða meiru um hvemig ráðamenn í heild fara með skattgreiðslur okkar.“ Úr forystugrein Alþbl. 29. sept. Búsetakerf ið sannar sig „í flestum menningarríkjum er ríkjandi valfrelsi í húsnæðismálum. Hvarvetna er möguleiki á að búa í öryggi án þess að fóma stómm hluta æskunnar, að ekki sé talaö um ellinnar, í þágu hússnæðisöflun- ar. í nágrannalöndum okkar hefur fyrirkomulag hhðstætt Búsetakerfmu („kaupleiguíbúðir með hlut- areign") eins og það heitir á lagamáh þegar sannað ágæti sitt og er drjúgur hluti húsnæðiskerfis okkar.“ Páll Gunnlaugsson arkitekt og formaður Búseta í Reykjavík í Mbl. 29. sept. Vandamál sjávarútvegsins „Vandinn í sjávarútveginum er mikil afkastageta miðað við þær veiðar sem heimilaðar era í augna- blikinu. Hins vegar er farið að leita í vaxandi mæli á ný mið, í orðsins fyhtu merkingu og leitað út fyrir fiskveiðilögsöguna sem alkunna er. ... Þjóðin á heimtingu á að talað sé í alvöru um atvinnuvegina og vandamál þeirra. Hún á heimtingu á að það komi skýrt fram hvað ríkisstjómin ætlar sér í málefnum sjávarútvegarins og með hvaða hætti eigi að bregð- ast við vanda útgerðarinnar.“ Úr forystugrein Tímans 29. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.