Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 Smáauglýsingar - Sími 632700__Afmæli Húsfreyjan. Haustblað tímaritsins Húsfreyjunnar er komið út. Hatta- snið, peysur, vöfíluuppskriftir, ljóða- samkeppni, manneldi, skólamál, fé- lagsmál og fylgirit um frystingu mat- væla. Áskriftars. 91-17044, áskriftar- gjald árið 1993, kr. 1790,4 blöð á ári. Argos vetrarlistinn, yfir 4.000 lág verð. Pantið nýja listann strax og sparið. Verð kr. 190 án bgj. Pöntunarsími 91-52866. B. Manúgsson hf. Verslun E.P. stigar hf. Veljum islenskt. Framleiðum allar tegrundir af tréstig- um og handriðum, einnig fataskápa, eldhús- og baðinnréttingar. Gerum föst verðtilboð. E.P. stigar hf., Vesturvör 11, Kóp., sími 91-642134. Ótrúlegt verð. Jogginggallar á 990 kr., 2 teg. í mörgum litum. Póstsendum um land allt. Do Re Mi barnafata- versl., v/Fákafen, s. 683919. u) GuííniJfammD^ 'Sn—^ Qatt hoöld ^ Appelsínugljáð skötubörð með pipar-basilsósu Kr. 1.570 Borðapantanir í síma 67 99 67 Laugavegur 178 108 Reykjavík Glæsilegt úrval þýskra sturtuklefa frá DUSAR með akrýl- eða öryggisgleri. Hér er einn með öllu, botni og blönd- unartækjum, á aðeins kr. 27.952 stgr. A & B, Skeifunni llb, s. 681570. Komdu þægilega á óvart. Fullt af glænýjum vörum: stökum titrurum, settum, kremum, olíum, nuddolíum, bragðolíum o.m.fl. f. dömur og herra. Sjón er sögu ríkari. Allar póstkröfur dulnefndar. R&J, Grundarstíg 2, s. 14448. Opið 10 18 v.d., laugard. 10-14. Kilar til sölu Audi coupé GTi, árg. 1986, 5 cyl. með beinni innspýtingu, diskabremsur, nýuppteknar, rauður, nýsprautaður, topplúga, útvarp/segulband, ekinn ca 130 þús. Skipti á ódýrari athugandi. Á sama stað til sölu Escort, árg. ’86. Uppl. í síma 91-26235 eftir kl. 16. Þessi nýi Ford Econoline super club wagon er til sölu. Upplýsingar í síma 91-670324. Ódýr. Til sölu Plymouth Volaré, árg. ’79, óskoðaður, vélarstærð 8 cyl., 318. Fallegur og góður bíll. Uppl. í síma 91-44511 og 91-670770. Jeppar Range Rover EFI '82 (’91) til sölu, m/öllu, m.a. 38" dekk, loftlæsingar, Koni, Loran C o.fl. Glæsilegur bíll. Verð 1.380.000. Ath. skipti. Uppl. í síma 92-13544. Sigurlín Kristmundsdóttir Sigurlín Kristmundsdóttir frá Eski- firði, húsmóðir og verkakona, nú til heimilis að Dvalarheimilinu Skjald- arvík við Akureyri, er áttræð í dag. Starfsferill Sigurlín fæddist að Ási við Hjalt- eyri í Eyjafirði og ólst upp á Hjalt- eyri og Eskifirði. Hún hefur stundað ýmis verkamannastörf, einkum fiskvinnslu, en starfaði einnig við umönnun aldraðra í Skjaldarvík. Sigurlín starfaði lengi í Verka- mannafélaginu Árvakri á Eskifirði þar sem hún var trúnaðarmaður og sat í varastjóm um árabil. Fjölskylda Eiginmaður Sigurlínar var Ólafur Bjamason frá Neskaupstað, f. 2.6. 1909, d. 2.9.1947, stýrimaður. Hann var sonur Bjarna Hávarðssonar og Rannveigar Ólafsdóttur í Neskaup- stað. Böm Sigurlínar og ólafs em Krist- ín Hjálmveig, f. 21.12.1938, d. 1944; Hjálmar, f. 1.2.1941, húsasmiður í Neskaupstað, kvæntur Bimu Bjamadóttur og eiga þau þrjú böm, Bjama Ólaf, Hjörvar og Hrönn. Dóttir Sigurlínar og Friöriks Ámasonar, hreppstjóra á Esikfirði, er Vilborg Guðrún Friðriksdóttir, f. 4.10.1946, búsett á Dalvík, gift Jóni Hreinssyni, bifreiðastjóra og verk- taka á Dalvík, en fyrri maður henn- ar er Stefán Guðmundsson stýri- maður og em börn þeirra Krist- mundur Sævar, Hanna Kristín, Sig- urlin Guðrún og Stefán Friðrik. Sigurlín átti þrjá hálfbræður sem nú eru látnir. Þeir voru Jón Sig- tryggsson, f. 1902, kvæntur Sigur- björgu Jóhannsdóttur; Ragnar Sig- tryggsson, f. 1904, kvæntur Guð- rúnu Hallgrímsdóttur; Hreggviður Sveinsson, f. 1908, kvæntur Jó- hönnu Jóhannsdóttur. Sigurlín Kristmundsdóttir. Foreldrar Sigurlínar voru Krist- mundur Jóhannsson, f. 1877, d. 1964, verkamaður á Hjalteyri og Eski- firði, og Kristín Hallgrímsdóttir, f. 1874, d. 1955, verkakona og húsmóð- ir. Þórdís Gunnarsdóttir Þórdis Gunnarsdóttir, fyrrv. bónda- og matráðskona, Amar- hrauni 20, Hafnarfirði, nú á Sól- vangi í sama bæ, er níræð í dag. Starfsferill Þórdís er fædd á Gauksstöðum í Jökuldal. Hún ólst upp á Borgar- firði eystra, Húsavík eystra og Fos- svöllum í Jökulsárhlíð. Þórdís gekk í skóla á Austurlandi hjá Þorsteini M. Jónssyni og var síðar við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og útskrifaðist þaðan 1927. Þórdís var ráðskona og stofu- stúlka á ýmsum stöðum þar til hún réðst sem ráðskona til Sveinbjöms Björnssonar, bónda í Þingnesi í Ándakílshreppi, en þau felldu hugi saman. Þórdís bjó í Þingnesi til 1957 en þá fluttu hún og Sveinbjöm til Hafnarfjarðar en þar vann Þórdís jöfnum höndum við matreiðslu og fiskvinnslu. Hún fór einnig sem matráðskona út á land og var m.a. í Hrísey og í Laugarási í Biskups- tungum. Þórdís hefur verið búsett á Sólvangi síðustu tvö árin. Fjölskylda Þórdís giftist 1935 Sveinbimi Bjömssyni, f. 26.5.1882, d. 1970, bóndi að Heggstöðum í Andakíls- hreppi og síðar í Þingnesi. Fyrri kona Sveinbjörns, sem var frá Þverfelli í Lundarreykjadal, var Margrét Einarsdóttir frá Þingnesi. Sonur þeirra var Björn háestarétt- ardómari. Dóttir Þórdísar og Sveinbjöms: Ragnheiður, f. 29.12.1936, d. 23.3. 1993, húsmóðir í Hafnarfirði og seinna skrifstofumaður í Reykja- vik. Fyrri maður hennar var Ey- jólfur Þorsteinsson stýrimaður. Þau skildu 1973. Böm þeirra eru Þórdís Birna, gift Ólafi B. Svavars- syni og eiga þau þijá syni, Þor- steinn kvæntur Valdisi Önnu Val- garðsdóttur og eiga þau tvö börn, og Sveinbjöm kvæntur Ingu Vildísi Bjamadóttur og eiga þau þijár dætur. Seinni maður Ragnheiðar var Eðvarð Vilmundarson frá Löndum í Grindavík. Þórdís eignaðist þrettán systkini enáttaeralátin. Foreldrar Þórdisar voru Gunnar Jónsson frá Háreksstöðum á Jökul- dalsheiði, oftast kenndur við Foss- velli, og Ragnheiður Stefánsdóttir fráGauksstöðum. Þórdís fagnar tímamótunum í hópi nánustu ættingja. Menning Hátíðatónleikar með rentu Sinfóníuhljómsveit íslands og Ríkis- útvarpið stóðu fyrir tónleikum í Há- Tll sölu Suzuki Vitara JX 16 ventla, árg. ’92, ekinn 8 þ. km, skipti á ódýrari fólksbíl. Til sýnis og sölu á Bílakaup- um, Borgartúni 1, s. 616010. Ymislegt Frá Sálarrannsóknarfélagi Isiands. Dulrænir dagar í Gerðubergi, 1., 2. og 3. október. Upplýsingar í símum 91-618130 og 91-18130. Skólaborgari, franskar og pepsí Kr. 199,- Tvöfaldur skólaborg- ari, franskar og pepsí Kr. 299,- aft’NaaTASTAsaraæi ()pi<) fvú lil. 11-22 tiUii ilagu Hamratxxo 14 — simi 40344. skólabíói í gærkvöldi. Stjómandi var Páll P. Pálsson og einleikari á píanó Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Tón- leikunum var útvarpað beint og var Bergljót Anna Haraldsdóttir kynnir. Á efnisskránni vora verk eftir Ser gej Rakhmanínov, Hauk Tómasson og Pál P. Pálsson. Tilefni tónleikahaldsins og yfir- skriftarinnar Hátíðatónleikar var af- hending tónlistarverðlauna Rikisút- VEirpsins, Tónvakaverðlaunanna. Að þessu sinni vora þau veitt í þrennu lagi. í fyrsta lagi vora veitt verðlaun til flytjenda klassískrar tónlistar, svonefnt keppnisfé. Þau féllu í skaut Þorsteini Gauta Sigurðssyni. Þá vora veitt verðlaun fyrir tónsmíð og varð verk Hauks Tómassonar, Strati, fyrir valinu. Þessi verðlaun nefnast Pálsfé, í minningu Páls ísólfssonar. Þá var svonefnt Heiðursfé veitt Páli P. Pálssyni fyrir áralangt og giftu- drjúgt starf í þágu íslenskrar tónlist- ar. Tónleikarnir hófust á Píanókon- sert nr. 3 eftir Rakhmaninoff. Ekki fer eins mikið fyrir hugljúfum laglín- um í þessu verki og sumum öðram verkum þessa vinsæla höfundar. Áherslan er á vefrænu viðhorfin, og þéttskipaðir hljómar, brotnir og óbrotnir, era aðalefniviðurinn. Margir hafa lýst hrifningu sinni á verkinu en í eyrum undirritaðs er það heldur endurtekningasamt og með köflum hugmyndasnautt. Þátt- ur píanósins er yfirgnæfandi í verk- inu og hlutur hljómsveitarinnar að sama skapi lítill. Getur það því ekki talist konsert í þeim skilningi að þar fari fram samræður aðila. Minnir þetta á fiðlukonserta Paganinis, þar sem aðalatriöið er að hljómsveitin dragi ekki athygli frá fiðluleikaran- um. Konsert Rakhmaninofts er mikil þrekraun fyrir píanóleikarann, bæði hvað varöar tækni og úthald og ligg- ur þar í aðdráttarafl verksins. Sá er enginn aukvisi sem leikur þetta verk af því öryggi og afslöppun sem Þor- steinn Gauti gerði í gærkvöldi. Var Tónlist Finnur Torfi Stefánsson mest að furða hvað honum tókst stundum að gera úr einhæfu efni með litríkum leik. í verki Hauks Tómassonar, Strati, var komiö í allt annan heim. Hér ríkti tærleiki og heiðríkja. Hljómfræði verksins er sérlega Utrík og skemmtileg og verður ekki annað sagt en að dómnefnd hafi tekist vel til með valið. Flutningur hljómsveit- arinnar var með ágætum og fékk verkið vel að njóta sín. Verk Páls P. Pálssonar, Concerto di giubileo, fékk einnig mjög góðan flutning. Það er um flest ólíkt verki Hauks. Stíllinn er nýklassískur og formið eins konar konsert fyrir hljómsveit. Flestir hljóðfærahópar fá tækifæri til að fara á kostum og nýtir Páll vel þekkingu sína á hljóðfæram og hljómsveit í verkinu. Þetta er skemmtilegt og áheyrilegt verk. Áður en það var flutt hélt útvarpsstjóri Heimir Steinsson stutta ræðu og afhenti í framhaldi af því listamönnunum verðlaunin. Var þeim vel fagnað af áheyrendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.