Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1993, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 Stuttar fréttir EnginníNATO I höfuðstööv- um NATO eru menn nú and- vígir aðild ríhja Austur-Evrópu eftir að Jeltsín bað NATO-liða að færa ekki út kvíamar. Georgiaaðbrotna upp í Georgíu er sagt að fátt geti nú komið í veg fyrir að ríkið leysist í sundur. Serbarsemjaekki Leiðtogar Serba hafa lýst efa- semdum um tilgang ifekari frið- arviðræöna. Utið aflögu fyrir fátæka Ráömenn á fundi Alþjóðabank- ans og Alþjóða gjaldeyrissjöðsins segja aö lítið fé sé aflögu hjá ríku þjóöunum fyrir hinar fátækari. NógféfyrirPLO Embættis- menn í Banda- ríkjunum eru þess fullvissir að nægilegt fé séíboðitilupp- byggingar í byggðum Palestínumanna. Áskorun um samninga Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, skorar á ríki í Mið-Austurlöndum að ganga til friðarsamninga. Majortilisiaginn John Maior, forsætisráöherra Breta, ætlar að láta félaga í íhaldsflokknum kjósa mn fram- tíð sína á væntanlegum lands- fundi í Blackpool. TyrkiríÖryggisráðið? Ríkisstjóm Tyrklands hefur lýst áhuga á fastasæti í Öryggis- ráði S.Þ. verði af fjölgun fulltrúa þar. BíðasvarsfráLíbíu Boutros-Bou- tros-Ghali, framkvæmda- stjóri S.Þ., seg- ist vera að bíða svars frá Líbíu um framsal á mönnunum sem sprengdu í loft upp Pan-Am þotuna yfir Skot- landi árið 1988. StöðvaekkiGATT Francois Mitterrand Frakk- landsforseti segir að Frakkar muni ekki stöðva hugsanlegt samkomuiag í GATT um við- skipti meö landbúnaðarvörur. Mikil mistök við Waco Rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að mikil mis- tök hafi verið gerð í umsátrinu um búgarö sérstrúarsafnaðarins í Waco fyrr á árínu. Biðeftirráðherrum Gro Harlem Brundtland segjr aö enn verði að bíöa þess að hún stokki upp í stjóm sinni. Nýr ráð- herralisti kann þó að koma fram í næstu viku. Lausforstjðrastóil Ósætti er um hver skuli taka viö forstjóra- stóliSASíNor- egi eftír að Jan Reinás var hækkaður í tign og gerður að aðalforstjóra flugfélagins. Upp hefur komist um tilraun til að smygia 5,6 kílóum af heróini til Noregs frá Taílandi. Reuter og NTB UÚönd Ólýsanlegar hörmungar fólks á jarðskjálftasvæðunum á Vestur-Indlandi: Jörðin sviptist upp og gleypti í sig fólk nú er vitað að 15 þúsund manns létust í hamförunum og þúsundir slösuðust „Jörðin sviptist allt í einu upp og gleypti í sig sofnadi fólkið," sagði sjónvarvottur að hörmungunum á Indlandi í fyrrinótt þegar þúsundir manna létu lífið í mestu jarðskjálft- um þar um slóðir í hálfa öld. Opinberlega er nú viðurkennt að 15 þúsund menn létu lífið. Aðrar heimildir herma að allt aö 25 þúsund manns hafi látist en í raun veit eng- inn hvílíkur mannskaði hefur oröið í hamfömnum. Tala slasaöra skiptir þúsundum og er reynt að gera að sámm fólks á sjúkrahúsum og í neyðarskýlum við illan kost. í sumum bæjum í Maharashtra- héraði er ekkert hús uppistandandi og í öðmm standa eitt eða tvö. Sums staðar em múrsteinahaugarnir allt að fimm metrar og undir þeim era lík fólks sem lá sofandi í rúmum sín- um þegar skjálftirm reið yfir. Nóg að velta við steini tilað finnalík Einn björgunarmanna komst svo að orði að nóg væri að velta við steini til að finna lík. Hvarvetna mætti sjá hendur, fætur og höfuð út úr brak- inu. Sums staðar væri fólk enn á lífi í rústunum en flestir hefðu þó látist samstundis. Fólk fer nú um þorp og bæi í leit að horfnum ættingjum. Neyð fólks- ins er ólýsanleg að sögn þeirra sem vinna við björgunarstörf. Síðasta nótt var erfið því mikill fjöldi fólks svaf undir bemm himni. Björgunarmenn segja að margir dagar líði áður en búið verður að fullkanna rústimar. Því kann nokk- ur tími að líöa áður en upplýst verð- ur hve margir fórust í jarðskjálftan- um ef það verður þá nokkurn tíma. Biíið er að kalla út herlið meö hjálpargögn til að aðstoða heima- menn við björgunarstörfin. Þá er aðstoð frá nálægum löndum óðum að berast til hörmungarsvæðisins. í það minnsta fimmtíu bæir og þorp í rúst Talið er að í það mirmsta 50 bæir næst upptökum skjálflans séu nú rústir einar. Hús em víðast mjög lé- leg og hrynja til gruima við minnstu jarðhræringar. Sterkasti skjálftinn nú var 6,4 á Richter-kvarða og á eftir fylgdu fjórir veikari skjálftar. í gærkvöldi hóf fólk að brenna hina látnu. Lagði reyk af brennandi líkum upp úr hveijum bæ og þorpi. Lík- brennslan kann að valda því að aldr- ei verður upplýst hve margir fómst. Björgunarmenn segja aö þeir hafi ekki lengur tölu á líkunum sem þeir grafa úr rústum húsa og í sumum tilfellum eru líkamsleifarnar brenndarjafnóðum. Reuter Bóndi í bænum Khilari ber hér látið barn sitt úr rústunum. Nær öll hús i Khilari er hrunin til grunna eins og flest hús í um fimmtíu bæjum og þorpum i nágrenninu. í Khilari bjuggu um 15 þúsund manns og er jafnvel talið að helm- ingur þeirra hafi farist. Simamynd Reuter Rússlandsþing haf nar nýju samkomulagi um herkví Ihaldssamir leiðtogar á rússneska þinginu höfnuðu í morgun sam- komulagi sem gert var í nótt um að hersveitir stjórnvalda losuðu um herkvína á Hvíta húsinu gegn því að þingverðir söfnuðu saman flestum vopnum sínum. Fréttamenn inni í Hvíta húsinu sögðu að fyrst hefðu lykilráðherrar, sem þingheimur skipaði í síðustu viku eflir að Jeltsín leysi þingið upp, sett sig upp á móti samkomulaginu. Síðar höfnuöu æðstu leiðtogar þings- ins því. Þingið skipaði nefnd til viöræðna við leiðtoga stjórnarinnar og setti um leið íjölda skilyrða. Þingmenn vilja m.a. fá aðgang að tjölmiðlum, að raf- magni og símasambandi verði aftur komið á og að ráðherrarnir, sem þeir skipuðu, verði viðurkenndir: Samkomulagið frá því í nðtt kvað á um að rafmagni og símasambandi yrði komið á ef þingverðir skiluðu vopnum sínum. Þingleiðtogar voru andvígir nokkram ákvæðum um vopnin. Rafmagn var komið á í hluta bygg- ingarinnar í morgun. Jeltsín leysti þingið upp í síðustu viku og boöaði til þingkosninga. Þús- undir hermanna innanríkisráðu- neytisins og lögreglu slógu hring um þinghúsið fyrr í vikunni. Reuter Shortalsæll meðjafntefli Nigel Short réð sér vart fyrir kæti þegar honum tókst að ná jafntefli gegn Garrí Kasparov í elleftu skákinni í hinu óopinbera heimsmeistaraeinvígi í Lundún- um. Short liaíöi svart og varöist vel allan tímann en Kasparov sagðist hafa verið of bráður í sókrúnni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.