Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Page 2
2 MIÐVIKUDÁGUR 3. NÓVEMBER 1993 Fréttir Magnús Gunnarsson, forstjóri SÍF, um tvíhliða samninginn við EB: Hljóta að ræða saman áður en f arið er að hóta - verð a saltfiski hefor hækkað um 10 prósent að undanfomu „Ég veit af ótta manna um aö þaö geti komið niður á fiskútílutningi okkar til Evrópubandalagslandanna ef grænmeti fæst ekki flutt inn sam- kvæmt tvíhliða samningi íslands og EB. Ég kannast hins vegar ekki við neinar hótanir sem menn eru að tala um í þessu sambandi. Ég óttast það ekki heldur að þetta komi niður á einstökum aðilum. Þaö yrði þá held- ur eitthvað sem Evrópubandalagið í heild sinni gerir. Ég trúi því heldur ekki að einhverjar aðgerðir eigi sér stað fyrirvaralaust. Menn hljóta að setjast fyrst niður og ræða málið áður en gripið er til aðgerða," sagði Magnús Gunnarsson, forstjóri SÍF, um deilumar vegna innflutnings- bannsins á grænmeti frá EB-löndum. Ýmsir óttast að það geti komið niður á fiskútflutningi okkar til EB-land- anna. Magnús segir að nú sé mjög bjart fram undan í saltfisksölumálum. Verð á saltfiski hafi hækkað um 10 prósent vegna skorts á saltfiski. Norðmenn og Rússar séu búnir með sína kvóta. Nú fari í hönd timabil á Spáni og Portúgal þar sem mikið er borðað af fiski. „Gallinn er bara sá að saltfisk- birgðir okkar eru í algeru lágmarki um þessar mundir. Á mánudag hófst línutvöfóldunartímabilið hjá okkur og við verðum bara að sjá hvað fiskast fram til áramóta. Afli undan- farið hefur verið heldur tregur en við verðum bara að vona að það lag- ist,“ sagði Magnús. Hann sagði að til þessa hefðu Norð- menn miðað sitt kvótaár við alman- aksárið. Nú væri umræða í Noregi um að breyta því í átt til þess sem það er hjá okkur. Einnig væri þrýst- ingur á það í Noregi að úthluta við- bótarkvóta nú á haustmánuðum. Hann sagðist ekki trúaður á að þótt viðbótarkvóti fengist myndi þaö á ríkissjóð Eigið fé Framkvæmdasjóðs íslands var neikvætt um 830 milljónir króna um síðustu áramót. Að mati Ríkis- endurskoðunar verður ríkissjóður fyrr eða síðar að veita framlag til sjóösins vegna þessarar stöðu. Þetta kemur frá í skýrslu Ríkisendurskoð- unar vegna ríkisreiknings 1992. Á undanfórnum árum hefur Fram- kvæmdasjóður orðið fyrir þungum fjárhagslegum áfóllum, ekki síst vegna gjaldþrota fiskeldisfyrirtækja. Vegna slæmrar stöðu sjóðsins yfirtók ríkissjóður 1.633 milljónir króna af skuldum hans á árinu 1991. Þá var lögum um sjóðinn jafnframt breytt og útlánastarfsemi hætt. Síðan þá hefur staða sjóðsins versnað jafnt og þétt og á síðasta ári nam rekstrartapiö 834 milljónum. Bein útlánatöp námu um 205 milljón- um króna, að stærstum hluta vegna fiskeldislána. Framlag á afskrifta- reikning nam tæpum 409 milljónum króna og hafa þá eignir verið færðar niöur um rúmlega 1,3 milljarða vegna fyrirsjáanlegs útlánataps. Ár- legur kostnaður sjóðsins vegna reksturs fiskeldisstöðva, sem hann hefur yfirtekið, nemur árlega tugum milljóna króna. Að mati Ríkisendurskoðunar er rekstur fiskeldisstöðva helsta ástæð- an fyrir því að ekki hefur tekist að lækka rekstrarkostnaö Fram- kvæmdasjóðs þrátt fyrir breytta stöðu hans. í skýrslu stofnunarinnar er lagt til að stjómvöld taki ákvörðun um frekari samdrátt í starfseminni meðsöluogúreldingueigna. -kaa Fáskrúðsíj örður: Tvö skip keypt og sfldarsöltun hafin Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Fyrstu síldinni á þessari vertíð sem barst til Fáskrúðsfiarðar var landað þar 30.október. Júlli Dan GK197 kom með 53 tonn sem söltuð vom hjá Goðaborg hf. - nýstofnuðu fyrirtæki sem tekið hefur á leigu söltunar- og fiskvinnsluhús sem voru í eigu Pól- arsildar hf. Það fyrirtæki varð gjald- þrota og tekið til skipta. Goðaborg hefur fest kaup á 2 skip- um frá Vestmannaeyjum, Sigurvík og Bergvík. Þau eru með 1000 tonna þorskkvóta. Sigurvik byrjar á línu- veiðum fljótlega og verður aflinn saltaöur og frystur hjá Goðaborg. Bergvík fer á rækju. Að sögn Einars Ásgeirssonar, eins eigenda Goðaborgar, verða hátt í 50 manns í vinnu hjá fyrirtækinu og kemur það sér vel því talsvert at- vinnuleysi hefur verið hér undan- farna mánuði. Bærinn tók strax Qör- kipp þegar síldarsöltunin hófst að nýju en Pólarsíld var ein hæsta sölt- unarstöö landsins til margra ára. Löndun og vinnsla á sildinni hjá Goðaborg. Hundruð milljóna falla Tvlhliða samningurinn um grænmetisirmflutninginn: Var aldrei tekinn form- lega fyrir á Alþingi - en lá fyrir í bókun 42 og öðrum fylgisamningum um landbúnaðarmál Að sögn Geirs H. Haarde, form- anns þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, var tvíhliða samningur ríkis- stjómarinnar og Evrópubandalags- ins um innflutning á tilteknum grænmetistegundum aldrei tekinn formlega fyrir á Alþingi. Hann sagði að samningurinn væri þess eðlis að þess gerðist ekki þörf. Aftur á móti hefði verið Ijóst að bryti samningur- inn gegn landslögum yröi að breyta þeim. „En þingmenn vissu allan tímann af þessum samningi," sagði Geir H. Haarde. Kristinn Ámason í utanríkisráðu- neytinu sagöi að þessi tvíhliða samn- ingur væri í bókun 42 með EES- samningnum sem lögð var fyrir Al- þingi. Sú bókun er um tvíhliða fyrir- komulag varðandi tilteknar land- búnaðarvömr. Þar segir að þessi tví- hliða samningur hafi verið undirrit- aður samhliða og gerð grein fyrir honum, hvaöa markmiði hann þjóni. „Þetta lá fyrir Alþingi ásamt öðrum fylgisamningum um EES. Allur landbúnaðarsamningurinn var til umræöu á Alþingi þótt þetta tiltekna atriði með grænmetisinnflutninginn hafi ekki verið tekið út úr sérstak- lega. Það er hins vegar rétt aö tví- hliða samningurinn er ekki þess eðl- is að lagalega sé þörf á því að fá hann formlega staðfestan á Álþingi. En það var allan tímann gert ráð fyrir hon- um í bókun 42 og lá svo fyrir alþingis- mönnum með öðrum fylgisamning- um,“ sagði Kristinn. -S.dór breyta miklu um saltfiskverð nú fyr- ir jólin. Aftur á móti væri ljóst að um leið og Norðmenn færu að fiska aftur eftir áramótin myndi saltfisk- verð lækka aftur. „Það er bjart yfir þessu núna hjá okkur, miklu bjartara en verið hefur á undanfómum mánuðum," sagði Magnús Gunnarsson. -S.dór Stuttar fréttir Tap á skyldutryggingum Ökumenn greiddu um 4,2 millj- arða í lögboðnar ökutækjatrygg- ingar í fyrra. Tjón ársins námu um 4,4 míUjörðum. Að teknu tillti til umboðslauna og kostnaðar töpuðu tryggingafélögin um milljarði á þessum tryggingum. Veiöa indverskan túnfisk Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna hefur gert samning við ind- verskt fyrirtæki um veiðar og vinnslu á túnfiski innan ind- verskrar landhelgi. Veidd verða allt að 50 þúsund tonn á ári. Bankastjórumfækkað Viðskiptaráðherra mun ekki ráða nýjan bankasfióra í stööu Tómasar Árnasonar sem hættir í Seðlabankanum um áramótin. Ríkissfiómin stefnir aö því að fækka bankastjórum Seðlabank- ans og undirbýr lagafrumvarp þessa efnis. Gamiahöfnindýpkuð Borgarráð hefur ákveðið að semja við tvö fyrirtæki; Hag- virki-Klett og Sveinbjöm Run- ólfsson hf., um dýpkun gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Áður hafði Innkaupastofnun Reykja- víkur hafnaö tilboðum frá 9 aðil- um. Samkvæmt Mbl. buðu fyrir- tækin tvö 85 milljónir í verkið. Vaskinum mðtmæit Innanlandsflugfélögin mót- mæla í sameiningu álagningu viröisaukaskatts á flug innan- lands um næstu áramót. Sam- kvæmt útreikningum þeirra mun kostnaðarauki félaganna verða um 140 milljónir. PR-maður i ráðuneyti Guömtmdur Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra hefur ráöið til sín kynningarfuiltrúa. Full- trúinn, Steen Johannssen, starf- aöi áöur fyrir Guömund í Hafhar- friði. Mbl. greindi frá þessu. Lekiíríkisstjórn? Viöskiptaráöherra ætlar aö láta kanna hverjir keyptu ríkisbréf fyrir rúmlega 600 milijónir á fóstudagsmorgun. Viöskiptin áttu sér stað áöur en ríkisstjómin boöaöi lækkun vaxta. Samkvæmt RÚV geta kaupendur bréfanna innleyst tug milJjóna hagnað meö því aö selja bréfin nú. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.