Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
3
Fréttir
Sala á kjöti af heimaslátruðu hefur verið í blóma 1 haust:
Kjötsala hef ur minnkað
um þriðjung hjá SS
- kvenfélög og fory stumenn bænda kaupa öflugar hakkavélar
Sláturleyfishafar, kjötiðnaðarmenn og fleiri telja að aldrei hafi verið jafnmik-
ið framboð af kjöti a> heimaslátruðu og nú. Myndin sýnir snyrtingu sviða-
hausa af heimaslátruðu á býli á Suðurlandi. DV-mynd GVA
Framboð á kjöti af nýslátruðu er í
hámarki þessar vikurnar og eru allar
verslanir uppfullar af góðu kjöti.
Neytendur keppast við að fylla frysti-
kistur sínar af kjötforða fyrir vetur-
inn og skiptir þá miklu máli hvert
verðið er. Sláturleyfíshafar, kjötiðn-
aðarmenn og fleiri telja að aldrei
hafi verið jafnmikið framboð af kjöti
af heimaslátruðu og nú. Frystikistur
landsmanna eru á góðri leið með að
fyllast og má búast við að stór hluti
af kíötinu sé framhjá kerfínu. Bænd-
ur ná sér í aukatekjur með svartri
sölu á kjöti og neytendur stíga takt-
inn með þeim afleiðingum að land-
búnaðarkerfið verður aö hruni kom-
ið eftir nokkur ár.
Flestallir eru sammála um að erfitt
sé aö taka á þessu máli enda er sala
á kjöti af heimaslátruðu og vinnsla
þess ólögleg nema fyrir bændur til
heimanota. Flestir eru þeirrar skoð-
unar að mikið af kjöti af heimaslátr-
uðu sé í umferð, þó að ekki sé gott
að giska á hvert magnið er. Jónas
Þór, eigandi kjötvinnslunnar Kjöts
hf. í Reykjavík, hefur giskað á að um
400 tonn séu í umferð en aðrir við-
mælendur blaðsins telja það að
minnsta kosti helmingi meira.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur-
félags Suðurlands, segir að sala SS á
kjöti hafi dregist saman um þriðjung
í október miðað við meðalmánuð og
telur hann það aðeins skýranlegt
með sölu á kjöti af heimaslátruðu.
Hann segist heyra að verið sé að
bjóða kjöt á svörtum markaði á
vinnustöðum og jafnvel í heimahús-
um, þó að engar borðliggjandi sann-
anir séu fyrir því.
Fyrirtæki í bílskúrum
Flestir hafa heyrt um kjötsölu
bænda og svarta kjötvinnslu kjötiðn-
aðarmanna og margir eiga vini eða
ættingja sem keypt hafa kjöt beint
af bóndanum. Talið er að yfirleitt
fari salan fram með „maður þekkir
mann“-aðferðinni en einnig eru
dæmi um lítil kjötfyrirtæki í bílskúr-
um í Breiðholtinu þar sem athafna-
söm fjölskylda fær kjöt af heima-
slátruðu til vinnslu og sölu. Ljóst er
að sumir íbúar á höfuðborgarsvæð-
inu fara í sveitina til að sækja kjötið
sitt en í öðrum tilvikum hafa borg-
arbúar pantað kjöt sem stundum er
sent með flutningabílum í bæinn.
Kjötiðnaðarmenn
með í leiknum
Karl Kristensen, formaður Félags
kjötiðnaðarmanna, segir að kjötiðn-
aðarmenn hafi þungar áhyggjur af
þróuninni enda sé taliö að verulegt
magn af sögum og hakkavélum fari
út í sveitimar og sé í sumum tilfell-
Fréttaljós
Guðrún Helga Sigurðardóttir
um kominn vísir að verksmiðju úti
í sveit. Hann segir að vitað sé af bíla-
lestum í bæinn á hveiju hausti með
kjöt af heimaslátruðu. Karl segir að
kjötiönaðarmenn séu ekki saklausir
í þessu máli því að þeir hafi unnið
kjöt af heimaslátruðu í heimahúsum
og grafið þannig undan sjálfum sér.
Þá er grunur kjötiðnaðarmanna
staðfestur um að kvenfélög og bún-
aðarfélög í sveitum landsins hafi
fjárfest í hakkavélum. í blaðinu
Fréttabúa, sem kemur út á Suður-
landi, segist Sigrún Grímsdóttir í
Saurbæ í Húnavatnssýslu hafa keypt
þýska hakkavél af gerðinni Jupiter
fyrir kvenfélagið á staðnum. í blað-
inu kemur einnig fram að Guðmund-
ur Lámsson, bóndi á Stekkum II í
Sandvíkurhreppi og formaður kúa-
bænda, hafi keypt sams konar vél
fyrir búnaðarfélagið í sveitinni. Jup-
iter-hakkavélin er með 750 vatta
mótor og afkastar hún allt að 120
kílóum á klukkustund.
Lögreglan rannsakar málið
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hef-
ur samið við lögregluna um samstarf
við að rannsaka vinnslu á kjöti af
heimaslátruðu. Dagmar Vala Hjör-
leifsdóttir heilbrigðisfulltrúi segir að
erfitt sé fyrir starfsmenn heilbrigðis-
eftirlitsins að sitja um allar kjöt-
vinnslur og alla bílskúra í bænum.
Hún segir að kjöt af heimaslátruðu
sé óheilbrigðisskoðað og því viti
neytendur ekkert hvað þeir séu að
kaupa. Kjötið geti verið sýkt og ef til
vill búið að liggja lengi.
Helga Guðrún Jónasdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Stéttarsambands bænda,
hefur sagt opinberlega að talið sé að
fjölgun matareitrunartilfella á und-
anfomum áram megi rekja til kjöts
af heimaslátruðu. Ljóst er að kjötið
getur valdið alvarlegri sýkingu,
matareitrun og sjúkrahúslegu í
lengri eða skemmri tíma og menn
geta jafnvel hlotið örorku af öllu
saman.
„Bændur eru að skjóta sjálfa sig í
löppina með heimaslátrun og kjöt-
sölu á svörtum markaði," sagði Jón-
as Þór kjötiðnaðarmaður í viðtali við
DV í lok október. Talið er að verð á
kjöti af heimaslátruðu sé á bilinu 275
tfi 350 kr. kílóið en hægt er að fá kjöt
af sláturhússlátruðu fyrir um 500
krónur kfióiö og þykir það gott verð.
Viðskipti með kjöt á svörtum mark-
aöi nema hundruðum milljóna króna
og er það allt framhjá kerfinu meö
tilheyrandi skattsvikum.
Vítahringur bænda
Landssamtök sauðfjárbænda
sendu frá sér fréttabréf í haust þar
sem talað var um að skera upp herör
gegn heimaslátrun. í fréttabréfmu
vom bændur hvattir til löglegrar
slátrunar og þeim bent á að þeir
græfu undan sjálfum sér með sölu á
kjöti á svörtum markaði. í fréttabréf-
inu var talað um að kærur og lög-
regluaögerðir væru neyðarúrræði
sem ekki yrði gripið tfi fyrr en sýnt
væri að annað dygði ekki.
Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðar-
maður landbúnaðarráðherra, segir
að kjötsala bænda geti orðið víta-
hringur sem bændur losni ekki úr
því að kjötsala á svörtum markaði
hafi áhrif á beingreiðslur til bænda.
Beingreiðslurnar miðist við skráða
kjötsölu bænda og þegar skráð kjöt-
sala minnkar minnki beingreiðsl-
urnar. Svört kjötsala sé þannig út frá
þrengstu hagsmunum ríkissjóðs tfi
sparnaðar fyrir hið opinbera. Sigur-
geir telur að reka verði áróður gegn
þessari kjötsölu og að hagsmuna-
samtök bænda verði að vinna að því
af krafti aö vinna nýja markaði er-
lendis. Það taki tíma og því sé spurn-
ingin sú hvort menn hafi úthald og
séu tilbúnir til að kosta þvi sem þarf.
Fyrirspurn til tölvunefndar
Það hefur vakið nokkra furðu
hversu erfitt virðist vera fyrir hags-
munasamtök bænda að taka á þessu
vandamáli sem sala á kjöti af heima-
slátmðu virðist vera oröin. Stéttar-
samband bænda sendi tölvunefnd
síðla sumars fyrirspum um hvort
nota mætti upplýsingar bændasam-
takanna um fjárfjölda og innlegg
bænda tfi að koma höndum yfir
heimaslátrunina. Eitthvað virðist
fyrirspurnin hafa staðið í nefndar-
mönnum því aö svar hefur ekki bor-
ist enn og er vertíðin brátt á enda.
Tveir menn fóru á hreindýraveiöar utan veiöitíma síöastliöinn vetur:
Akærðir fyrir að fella
fjögur hreindýr
Ríkissaksóknari hefur gefið út
ákæm á hendur tveimur mönnum
fyrir að hafa án leyfis fellt samtals
fiögur hreindýr utan veiðitíma í
Búlandsdal og Hamarsfirði síðastl-
iðinn vetur. Mennimir vom bú-
settir í Djúpavogi þegar atburðirnir
áttu sér stað.
Þann 10. desember fóm mennim-
ir á Ford Ranger pallbifreið inn á
Búlandsdal við Djúpavog þar sem
annar þeirra skaut tvær hrein-
dýrskvígur í hreindýrahjörð. Stað-
urinn, þar sem dýrin voru felld, er
við talsvert fiölfama leið fólks sem
hefur áhuga á útivist og skammt
frá þjóðvegi. Mennimir gerðu að
dýrunum og fluttu þau á brott en
lögreglan lagði síðan hald á kjötið.
Þann 5. febrúar síðastliðinn fóru
mennirnir aftur á pallbifreiðinni.
Skaut þá annar mannanna tvo
hreindýrstarfa úr 6 dýra hópi. Þessi
dýr felldu mennimir á túni við
þjóðveg 1. Þegar lögreglan komst í
málið vom mennirnir búnir að
gera sér mat úr hluta af fengnum.
Mennimir em ákærðir fyrir brot
á lögum um friðun hreindýra.
Ákæmvaldið fer fram á að kjötið
og 22 calibera riffill, sem notaður
var við veiðarnar, verði gert upp-
tækt til ríkissjóðs. Samkvæmt upp-
lýsingum DV liggja fyrir játningar
mannanna vegna málsins. Héraðs-
dómur Austurlands mim taka mál-
ið fyrir á næstu vikum.
-Ótt
Forseti Namibíu í
opinbera heimsókn
Forseti Namibíu, Sam Nujoma, er
væntanlegur íþriggja daga opinbera
heimsókn til Islands á fimmtudag-
inn. Mun forsetinn snæða hádegis-
verð á Bessastöðum í boði forseta
íslands komudaginn. Kvöldverður til
heiöurs forseta Namibíu verður í
boði Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra í Súlnasal á Hótel Sögu.
Á fostudaginn fer Namibíuforseti í
skoðunarferð tfi Nesjavalla og Þing-
valla. Hádegisverðarboð forsætis-
ráðherra verður í Ráðherrabústaðn-
um á Þingvöllum. Að lokinni heim-
sókn í Granda síðdegis á fóstudaginn
funda utanríkisráðherrar, sjávarút-
vegsráðherrar og viðskiptaráðherrar
beggja landa. Um kvöldið býður
borgarstjóm Reykjavíkur tfi kvöld-
verðar í Höfða. Heimsókninni lýkur
á laugardag er forseti Namibíu og
fylgdarlið hans heldur heim.
Sam Nujoma var kjörinn forseti
Namibíu 16. febrúar 1990. -IBS
w 6Q ★ (O
* * Tilhamingju
★
óQ
með claginn.
(O ★
* Til hamingju v
+ * mgð daginn
p an * ★ (sQ
Til hamingju
^með daginn *
★
4^
tr> *
p Borði í KDRTFRÁ 'O o
* veisluna 1 [| S % <M a. irt
★ ómetrar KÓRUND c/5