Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
Afli utan kvóta það sem af er árinu:
Verðmætið
nemurum3
milljörðum
- úthafskarfaveiðunum lokið en Smuguveiðin og rækjuveiðar halda áfram
Fréttir
Halidór vill
ekkikrata
Óroar Gartaiaaan, DV, Eyjum.
Halldór Ásgrúnsson, varaform-
aður Framsóknarflokksins, lýsti
því yfir í síðustu viku að ríkis-
stjómarsamstarf viö Alþýðu-
flokkinn komi ekki til greina.
Þetta kemur fram í blaðinu
Fréttum í Vestmannaeyjum og
segir Halldór ástæðuna vera þá
að Davíð Oddsson og Jón Baldvin
Hannibalsson hafi verið famir aö
ræða ríkisstjómarsamstarf með-
an sljóm Steingrims Hermanns-
sonar var enn við völd. Svona
vinnubrögð segist hann ekki geta
fyrirgefið. Haft er eftir Halldóri
að ríkisstjórnarsamstarf við
Kvennalista og Alþýðubandalag
komi vel til greina og eins hefur
hann augastað á Sjálfstæðis-
flokknum, a.m.k. hluta hans.
Eldurí
kyndingu
Eldur kom upp í Kollugeröi 2 á
Akureyri á öðrum tímanum í
fyrrinótt. Kona var í húsinu, sem
er utan þéttbýlis á Akureyri,
ásamt bömum sinum og varð
engum meint af. Eldur haföí kom-
ið upp í kyndingu og var eldurinn
einvörðungu i þvottahúsi sem
jafnframt er kyndiklefl. Þegar
slökkvilið kom á staðinn hafði aö
mestu tekist að slökkva eldinn
með handslökkvitæki.
-PP
Skotmaðurínn
ófundinn
Skotmaðurinn, sem skaut að
bóndanum í Grímsnesi, er enn
ófúndinn. Lögreglan á Selfossi
auglýsti eftir bílstjóra á bláum
bíl sem gaf sig fram en reyndist
ekki vera sá sem leitaö var að.
Rannsókn málsins veröur haldið
áfram en leitaö er að eiganda
annars bíls sem einnig sást á
þeim stað þar sem slysið átti sér
stað.
-ELA
Uthafskarfaveiðar, blálönguveið-
ar, rækjuveiðar og nú síðast þors-
kveiðar í „Smugunni" hafa fært þjóð-
arbúinu umtalsverðar tekjur. Verð-
mæti þess afla sem fengist hefur í
„Smugunni" þaö sem af er nemur
nú rúmum einum milljarði króna.
Veiðamar hafa gengið afar vel að
undanfómu og því eykst aflaverð-
mætið dag frá degi. Enn er íjöldi
skipa að veiðum á þessu hafsvæði
en reikna má með að þeim fari senn
að ljúka vegna vetrarhörku og kulda
á þessum slóðum.
Uthafskarfaveiðar og blálöngu-
veiðar utan íslensku fiskveiðilögsög-
unnar hófust í apríl síðastliðnum.
Þeim lauk í september því þá hvarf
karfinn inn í lögsögu Grænlands.
Aflaverðmæti úthafskarfans í ár
nemur mn 1,1 til 1,2 milljörðum
króna. Aflaverðmæti blálöngunnar
nemur um 200 milljónum.
Loks er að geta rækjuveiöa utan
fiskveiðilögsögunnar í „Flæmska
hattinum" svokallaða. Þær hafa
gengið vel og nemur aflaverðmætið
milli 300 og 400 milljónum króna það
sem af er en veiðamar standa enn
yfir.
Loks má svo geta þess þorskafla
sem Rússar hafa selt hingað til
vinnslu. Þar er einnig um fisk utan
kvóta að ræða og nemur verðmæti
hans um 500 milljónum króna.
Hér er því um umtalsverða búbót
aö ræða. Í samþykkt aöalfundar
Landssambands íslenskra útvegs-
manna er minnt á þessa búbót og
þess krafist að stjómvöld styðji við
bakiö á útgerðarmönnum í leit að
veiðimöguleikum á fjarlægum mið-
um. Stuðningur stjómvalda eigi að
vera í því fólginn að þau afli allra
mögulegra upplýsinga um veiði-
möguleika og réttarstöðu til veiða á
fjarlægum miðum, svo og annarra
upplýsinga sem teljast nauðsynlegar
til að þessar veiðar verði stundaðar.
-S.dór
Skólakeppni Tónabæjar:
Sigurvegari í árlegri skóla-
keppni félagsmiöstöðvarinnar
Tónabæjar varð Hlíðaskóli eftir
harða og spennandi keppni.
Keppnin fór fram 18. til 29. okt-
óber og var á milli sex skóla,
Álftamýrarskóla, Austurbæjar-
skóla, Hlíöaskóla, Laugalækjar-
skóla, Tjamarskóla og Æfinga-
skóla KHÍ. Keppt var í þremur
greinum, fótbolta, félagsvist og
spumingakeppni og voru gefin
stig fyrir hverja grein fyrir sig.
Hlíðaskóli hlaut flest stig sam-
anlögð og hreppti því titilinn
skólameistarar Tónabæjar 1993.
Keppninni lauk með balli og fór
verðlaunaafhendingin fram fyrir
troðfullu húsi. Þetta var í þriðja
sinn sem Tónabær stendur fyrir
slíkri keppni.
-IBS
Vestmamiaeyjar:
Ómar Garðarssan, DV, Eyjum.
f samantekt, sem blaðið Fréttir
í Vestmannaeyjum gerði á eign-
um frjálsra félagasamtaka í bæn-
um, kemur fram að heildar-
brunabótamat þeirra losar 800
milfjónir króna.
Betel, söfhuöur hvítasunnu-
manna, er sá hópur sem ríkastur
er af veraldlegum eignum. Hann
á tvær fasteignir og er samanlagt
bmnabótamat þeirra um 130
milljónir. Næst kemur Knatt-
spymufélagið Týr sem á eignir
upp á um 100 milljónir króna. í
allt eiga um 30 féiög fasteignir í
Vestmannaeyjum og eru þær af
öllum stærðum og gerðum.
í dag mælir Dagfari
Snilli stjórnarinnar
Menn eru enn að hrópa húrra fyrir
ríkisstjóminni. Þaö er nú aldeilis
hvað við höfum snjalla ríkisstjóm.
Önnur eins ríkisstjórn hefur ekki
sést á íslandi síðan viðreisnar-
sfjómina leið. Þessi ríkisstjórn er
eiginlega betri heldur en viðreisn-
arstjórnin og er þá langt til jafnað.
Núverandi ríkisstjóm hefur vfijaö
vera viðreisnarstjóm en hefði ekki
orðið viðreisnarstjóm nema vegna
þess að kreppan skall á. Þökk sé
kreppunni fyrir nýju stjómina,
sem nú er næstum því eins góð, ef
ekki betri en gamla viðreisnar-
stjómin.
Ef þessi ríkisstjóm hefði ekki set-
ið viö völd, væri enginn kreppa og
þá þyrfti ekki að lækka vexti og þá
hefði þessi ríkisstjórn aldrei getaö
sýnt fram á að hún er betri heldur
en viðreisnin. En af því að þessi
ríkisstjóm situr, þegar hún hefur
framleitt kreppu og kreppan hefur
liðið fyrir háa vexti, þá hefiir ríkis-
sfjóminni einmitt tekist að sanna
sig með þvi að lækka vextina til að
leysa kreppuna til að koma á við-
reisn.
En hvað var það sem ríkissfjóm-
in gerði til aö lækka vextina? Hún
ákvað að það væri betra að taka
erlend lán heldur en innlend lán.
Menn hafa verið að spyrja hvers
vegna ríkisstjóminni datt þetta
ekki fyrr í hug. Svarið við því er
einfalt. Ef hún hefði gripiö til þess
fyrr hefði enginn kreppa skolfið á
og þá hefði ekki verið nauðsynlegt
að lækka vexti og þess vegna kom
kreppan sér vel og var í rauninni
nauðsynleg forsenda fyrir því að
ríkisstjóminm dytti í hug aö lækka
vextina. Án kreppunnar hefðum
við aldrei uppgötvað snilli þessarar
ríkisstjómar..
Nú segja menn að það sé vara-
samt að taka erlend lán. Það gerðu
Færeyingar og fóru á hausinn.
Davíð er margbúinn að vara við
færeysku leiöinni. Menn hafa sagt
að við getum ekki varpað öllum
skuldum okkar yfir á herðar kom-
andi kynslóða. Þetta var sagt áður
en vextimir lækkuöu. Nú er búið
að lækka vexti og það er auövitað
betra aö núverandi kynslóð fifi
kreppuna af og lánin og vextina
heldur en að bæði núverandi og
komandi kynslóð kikni undan
vaxtaokrinu. Við erum eiginlega
að gera komandi kynslóö greiða
með því að taka erlend lán á lágum
vöxtum og fara þannig færeysku
leiðina, því ef við drepumst eða flýj -
um land eins og Færeyingar eða
eigum ekki fyrir skuldunum, þá
veröur engin komandi kynslóð í
landinu og þá verður enginn til að
borga skuldimar.
Það er þá alténd betra að borga
lága vexti heldur en háa vexti og
það er betra að skulda í útlöndum
heldur en skulda sjálfum sér. Það
yrðu hræðileg örlög fyrir komandi
kynslóð ef hún færi hausinn vegna
þess að hún skuldaði sjálfri sér svo
mikið að hún gæti ekki borgað
sjálfri sér skuldimar sem hún
skuldar sjálfri sér.
Þá er hitt betra að lækka vexti
og slá lán erlendis og skulda á lág-
um vöxtum, vegna þess að kom-
andi kynslóð hefur þá að minnsta
kosti tækifæri til að slá meiri lán
og visa lánunum yfir á kynslóðina
sem kemur þar á eftir. Þá emm við
líka löngu dauð og þurfum ekki að
borga og sagan mun greina frá því
aö ríkisstjóm Daviðs Oddssonar
hafi lækkað vextina fyrir næstu
kynslóð á eftir sér og ákveðið að >
hætta að lána sjálfri sér eftir að hún
hætti að hafa efni á því að slá sjálfa
-slg um lán.
Það þarf mikla snillinga til að
finna þetta út og ef kreppan hefði
ekki skollið á og vextimir ekki ver-
ið of háir og innlendu lánakjörin
væm ekki verri en þau erlendu,
þá hefði þessi snilfi aldrei uppgötv-
ast. Og ef Færeyingar hefðu ekki
farið þá leið að slá of mikil erlend
lán og varað okkur við að skulda
of mikið, þá hefði ríkisstjóminni
aldrei dottið í hug að fara færeysku
leiðina. Nú ætlum við aö fara fær-
eysku leiðina án þess að fara alla
leið. Sá er munurinn á okkar
mönnum í ríkisstjóm og Færeying-
um, sem uggðu ekki að vaxtafætin-
um.
í staðinn fyrir að skulda lítið á
háum vöxtum, ætlar ríkisstjómin
að skulda mikið á lágum vöxtum.
Og í staðinn fyrir skulda hér heima,
ætlar ríkisstjómin að skulda er-
lendis. Þannig fara menn að því að
ná vöxtunum niður og það er al-
mannarómur að snjallari leik hafi
ekki nokkur ríkisstjóm leikið síöan
viðreisn leið.
Dagfari