Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 5 Fréttir Tugir hreppa senda Fasteignamati ríkisins ekki gögn um eignir: Ástandið er óafsakan- legt og gengur ekki verður að leiðrétta ef menn ákveða sameiningu, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson „Þetta fyrirkomulag getur ekki gengið og á engan rétt á sér. Þessi litlu sveitarfélög verða að taka sig taki. Það sjá allir að það gengur ekki þegar þetta stjómvald skilar ekki til- settum gögnum þannig að jafnræði sé með þegnum og fyrirtækjum. Það er engin afsökun fyrir svona lög- uðu,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, aðspurður um þá stað- reynd að tugir sveitarfélaga á land- inu skila ekki gögnum til Fasteigna- mats ríkisins. Eins og fram hefur komið í DV eru þessi mál meira og minna í ólestri hjá tugum sveitarfélaga. Sum þeirra hafa ekki látið skrá eða endurmeta eignir í vel á annan áratug. Þetta þýðir t.d. að af nýlegum einbýhshús- um og útihúsum er víða ekki greidd króna í fasteignagjöld - eignirnar eru hreinlega ekki á skrá vegna þess að sveitarstjórnirnar hafa trassað í fjöldamörg ár að senda fasteignamat- inu gögn. En telur Viljálmur að þessi mál muni standa í vegi fyrir sameiningu sveitarfélaga, t.d. með hliðsjón af því að einn hreppur hefur sín fasteigna- gjöld í lagi á meðan annar gerir það ekki - þetta þýðir greinilega að hreppsþegnar sitja ekki við sama borð. „Þegar menn ákveða að sameina sveitarfélög gera þeir það með því hugarfari að svona hlutir, sem ekki eru í lagi, verði leiðréttir," sagði Vil- hjálmur. „Það er víða misjöfn fjár- hagsstaða sveitarfélaga. Ugglaust hefur það einhver áhrif á þá sem búsettir eru í öflugum og stöndugum sveitarfélögum að þeir taki ekki viö einhverri óráðsíu. Hvað varðar þetta mál er spurningin að koma hlutun- um í lag þannig að jafnræði sé með einstaklingum og fyrirtækjum. Það þyrfti ekki að hafa áhrif á kosning- una sem slíka.“ - Hvaða tryggingu hafa þeir sem búsettir eru í öflugri sveitarfélögun- um fyrir því að þetta komist í lag? „Ég skal ekki ákveða hér og nú hvernig það verður gert. En þegar upplýsingar hggja fyrir þarf með ein- hverjum hætti að tryggja að svona lagað gerist ekki. Ég geri ráð fyrir að félagsmálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga hafi samráð um það hvemig hægt verði að koma þessum hlutum í réttan farveg. Við viljum auðvitað ekki að svona hlutir séu að gerast. Það er ekkert gott fyr- ir sveitarfélögin sem stjórnsýsluein- ingar að shkt eigi sér stað. “ -Ótt Aksel Hansen, útgerðarmaður í Færeyjum, afhendir Birni G. Björnssyni, forstöðumanni Sjóminjasafns íslands, færeyskan áttæring að gjöf sem smíðaður var 1902. Báturinn verður til sýnis á 2. hæð í Kringlunni næstu viku. DV-mynd S Gaf Sjóminjasaf ninu færeyskan áttænng Þegar Aksel Hansen, útgerðar- maður í Þórshöfn í Færeyjum, frétti um brunann í bátageymslu Sjó- minjasafns íslands í apríl síðasthðn- um þegar 18 bátar af ýmsum gerðum eyðilögðust ákvað hann að gefa safn- inu gamlan færeyskan bát í stað fær- eyska sexmannafarsins sem brann. Aksel hefur nú afhent Sjóminjasafni íslands áttæring sem smíöaður var 1902 á Eiöi í Færeyjum. Báturinn heitir Hvalurinn og var notaður til veiða þar til fyrir nokkr- um árum. Hvalurinn hafði verið í eigu afa Aksels. I sumar var gert við bátinn og hann afhentur með árum, mastri, segh og grindhvalsveiðarfærum sem ekki er lengur leyft að nota. -IBS Hefur trassaskapur tuga hreppa í fasteignamálum áhrif á sameiningu? Fer eflir hvemig al- menningur lítur á málið - segir Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráöuneytinu „Það var þegar haft samband við Fasteignamat ríkisins og ég hef rætt þetta við forstjórann. Ég hef gert honum grein fyrir því að við viljum fá betri upplýsingar um stöðu mál- anna. Hann ætlar að athuga betur hjá sér máhn og hvemig þau í raun standa," sagði Húnbogi Þorsteins- son, skrifstofustjóri í félagsmála- ráðuneytinu, í samtah við DV. Húnbogi sagði að eftir að frétt DV birtist nýlega um að tugir sveitarfé- laga væru með ómetnar fasteignir eða óendurmetnar í tugi ára hefði samband verið haft við Fasteignamat ríkisins. Magnús Ólafsson, forstjóri þar, neitaði DV um upplýsingar um það í gær hvaða sveitarfélög hefðu ekki skhað gögnum vegna fasteigna- mats. Magnús hafði áður ráöfært sig við fjármálaráðuneytið. En hvernig mun félagsmálaráðu- neytið beita sér í málinu? „Við byijum á að fá upplýsingar um hvort það eru mikil brögð að þessu,“ sagði Húnbogi. „Síðan met- um við hvemig þetta í raun er. Við munum ræða við fasteignamatið og biðja það að kippa hlutum í hðinn. Það er líka hugsanlegt að hafa sam- band við fjármálaráðuneytið. Við höfum hka þau ráð að skipta okkur af einstökum sveitarfélögum ef það em veruleg brögð að þessu. Þegar eitthvað er aðfinnsluvert er byijað á að gefa mönnum viðvaranir." - Telur þú að þetta ástand muni hafa áhrif á kosningar vegna sameiningar sveitarfélaga? „Ég er ekki sannfærður um það. En það fer eftir því hvemig almenn- ingur htur á máhð,“ sagði Húnbogi Þorsteinsson. -Ótt -100 þúsund gestir sótt það í ár Ægir Már Kárasan, DV, Suöumesjum; Gestir, sem sótt hafa Bláa lónið í Grindavik á þessu ári, em nú komnir yfir 100 þúsund og það er því orðið vinsæksti ferðamanna- staðurinn á íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem aðsókn á eínu ári nær 100 þúsund gestum. Aðsóknin náöi há- marki í júlí. Þá komu 24 þúsund gestir og það er metaðsókn frá upp- hafi á einum mánuöi. Stærsta helg- in var verslunamiannahelgin með yfir 6 þúsund gesti. LauraStar Núna geta allir eignast LAURA STAR. Við tökum gamla straujárnið þitt upp í á kr. 7.500,- Alþjóöa Verslunarfclai|ið lif Skútuvogi 11 S (91-)67 68 6£ 104 Reykjavík Tilboð sem erfitt er að hafna auk þess sem þú hefur 30 daga skilarétt. Hringdu í s. 91-676869 og kannaðu verðið á LAURA STAR núna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.