Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
Utlönd
Drengirnir tveir hafa játað á sig morðið á James litla Bulger en neita hvor um sig að hafa ráðið ferðinni við
ódæðið. Þeir hafa setið rólegir i réttarsalnum og ekki látið alvöru malsins á sig fá. Bannað er að taka af þeim
myndir og því hafa teiknarar dregið upp baksvip þeirra og aðstæður i réttarsalnum. Simamyndir Reuter
Morðingjar James litla Bulger hafa játað á sig verknaðinn:
Strákurinn reis
alltaf upp aftur
- þannig lýstu morðingjamir tveir aðförunum fyrir lögreglunni
„Strákurinn reis alltaf á fætur aft-
ur þegar við börðum hann,“ segir í
lögregluskýrslu sem tekin var af
morðingjum James litla Bulger eftir
að þeir komust undir manna hendur.
Drengimir, sem nú em ellefu ára
gamhr, sögðu lögreglunni að þeir
hefðu notað jámstöng og múrsteina
við að brjóta höfuðkúpu James htla
áður en þeir hentu hkinu á brautar-
teina þar sem lest ók yfir þaö.
Þeir hafa játað á sig ódæðið fyrir
lögreglunni og þykir ekki leika vafi
á sekt þeirra. Hvor um sig vísar þó
á hinn þegar spurt er um ástæður
morðsins. Réttarhöldin yfir drengj-
unum tveimur hófust í gær og verður
fram haldið næstu daga.
Málið hefur vakið að nýju óhuginn
sem það olh víða um lönd eftir að
vitnaðist um morðið í febrúar á þessu
ári. Almenningur krefst þess að
morðingjunum verði refsað en það
má ekki samkvæmt lögum.
í gær var köhuð til vitnis móðir
Diana Power rétt bjargaði ungu
barni sínu úr höndum morðingj-
anna.
barns sem morðingjarnir reyndu að
lokka til sín í þeim tilgangi að veita
þvi sömu meðferð og James hth fékk
síðar. Hún bar kennsl á drengina og
sagði að litlu hefði munað að barn
hennar hefði orðið fómarlamb
þeirra. Henni tókst þó að koma í veg
fyrir ódæðið.
Myndir af morðstaðnum voru
sýndar i réttinum í gær og komust
kviðdómendur við þegar þeir sáu
hvemig hk James htla var útleikiö
þegar það fannst.
Richard. Henriques saksóknari
sækir máhð af miklum þunga. Hann
segir að ekki skuh taka mark á þótt
morðingjarnir verði tvisaga því þeir
vilji koma sem mestu af sökinni af
sér. Hins vegar leiki ekki vafi á sekt
þeirra beggja.
Réttað er í Preston fyrir norðan
Liverpool því ekki er tahö óhætt að
fjalla um svo viðkvæmt mál á heima-
vettvangi.
Reuter
Héraðskosningar 1 Bandaríkjunum:
Repúblikanar fengu þá stóru
Republikanaflokkurinn hreppti
ahar æðstu stöðumar sem kosið var
um í bæjar- og sveitarstjómarkosn-
ingum í Bandaríkjunum í gær. Fram-
bjóðendur flokksins sigmðu í borg-
arstjórakosningum í New York og í
ríkisstjórakosningunum í New Jers-
ey og Virginíu. Úrshtin þykja mikið
áfah fyrir Bih Clinton forseta.
„Þessir sigrar era stórkostlegir og
þeir gefa tóninn fyrir kosningar til
fuhtrúa- og öldungadeildar þingsins
á næsta ári, svo og ríkisstjórakosn-
ingamar," sagði Haley Barbour,
formaður Repúblikanaflokksins.
Rudolph Giuliani, fyrrum saksókn-
Rudolph Giuliani verður næsti borg-
arstjóri New York. Simamynd Reuter
ari, verður fyrsti repúblikaninn til
að gegna borgarstjóraembætti í New
York frá 1965 en hann sigraði David
Dinkins, fráfarandi borgarstjóra,
naumlega. Þegar 96 prósent atkvæða
höfðu verið tahn hafði Giuhani 35
þúsund atkvæða forskot. Alls
greiddu 1,7 milljónir manna atkvæði.
George Ahen verður fyrsti ríkis-
stjóri repúblikana í Virginíu í tólf ár
en hann sigraði frambjóðanda demó-
krata með yfirburðum.
í New Jersey sigraði Christie Whit-
man Jim Fiorio, fráfarandi ríkis-
stjóra úr flokki demókrata, en Fiorio
hafðiveriðspáðsigri. Reuter
Hundurskaut
eigandaslnn
Hundur skaut eiganda sinn á
leið heim af veiðum nú á dögun-
um eftir því sem rúmensk blöð
herma.
Að sögn lögreglunnar í Transil-
vaníuhéraði voru atvik með þeim
hætti að hundurinn fór að kljást
við byssu mannsíns i aftursætinu
ábíihans.
Skot hljóp úr byssunni í gegn-
um sætisbakið og særðist maður-
in lífshættulega. Hann lést síðar
á sjúkrahúsl
fundin 75árum
Breskir sagn-
fræðingar
sega að ekki
fari nailli mála
að stríðshetjan
Edward Mick
Mannock maj-
or sé grafinn í
ómerktri gröf í
Noröur-Frakklandi. Enginn vissi
um örlög Mannocks í 75 ár en
hann var mesti flugkappi Breta í
fyrra striðinu og skaut niður 73
þýskar flugvélar.
Mannock var skotinn niður yfir
Frakklandi sumarið 1918. Eftir
dauða sinn var Mannock sæmdur
mörgum heiðursmerkjum. Voru
þau seld í fyrra fyrir jafnvirði 13
mihjóna íslenskra króna.
Héltframhjá
inkonu sinni
„Ekkert annað en skhnaður
kemur til greina. Maðurinn held-
ur fram hjá mér,“ sagði 84 ára
gömul kona í ísrael við Jjölmiðla
eftir að upp komst um kvennafar
86 ára gamals eiginmanns henn-
ar. Viðhald mannsins reyndist
vera áttræð kona og fóru þau
ekki leynt með ást sína hvort á
öðru.
Hjónin höfðu búið saman í sátt
og samlyndi í 60 ár þegar karlinn
fór að leita á önnur mið. Ástkon-
an hafði um langt árabil verið
náin vinkona þeirra hjóna.
BjargaðiCIAIifí
Saddamsíraks-
forsetaísumar?
Útlagar frá
írak segja að
bandaríska
leyniþjónust-
an, CIA, hafi
neitað að styöja
hóp uppreisn-
armanna í
hemum þegar
þeir
hugðust ráða Saddam Hussein af
dögura í sumar. Tilræðisraenn-
irnir vhdu að Bandaríkjamenn
gera loftárásir á tvær herstöðvar
en var neitað.
Mennimir ákváöu að láta engu
að síður th skarar skríða. Áður
en stundin rann upp voru menn-
irnir handteknir og skotnú.
Rjörn drepur
sauðféfyrirsex
miiyónir
Fjórtán bændur á Heiðmörk í
Noregi hafa krafið hið opinbera
um jafnvirði 6 mhljóna íslenskra
króna í bætur fyrir að skógar-
björn drap um hundrað kindur
fyrir þeim í sumar.
Samkvæmt norskum lögum á
ríkið að greiöa skaða sem rándýr
valda. Bjöminn er enn á fríum
fæti og óttast menn að hann taki
upp fyrri háttu næsta sumar.
Dóttir Jean-Paul
Belmondofórst
íhúsbruna
Patricia, fertug dóltir franska
stórleikarans Jean-Paul Bel-
mondo, fórst í húsbruna í latínu-
hverfinu í Paris á sunnudaginn.
Lögreglan segir að eldur hafi
komið upp í svefnherberginu í
íbúð Patridu um klukkan fimm
aö nóttu. Hún var þá sofandi og
lést í svefni.
Jean-Paul Belmondo er einn
ástsælasti leikari Frakka og lék
fyrr á áram í fjölda kvikmynda.
Hann á nú dóttur og son á lífi.
Sendiherra-
embætti Díönu
aðeins „ýkt“
Talsmaður
Johns Major
forsætisráö-
herra Breta,
segir að sögur
um væntanlegt
embætti fár-
andsendiherra
Díönu prins-
essu til handa séu nokkuö yktar
þótt málið hafi borið á góma á
fimdi þeirra í liðinní viku.
Fundurinn var aö sögn aðeins
í kurteisisskyni og ekkert er af-
ráðið um hvort Díana verður
næstu árin á ferö um heiminn
fyrir þjóð sína. Vinir hennar voru
bjartsýnni á framtíðarverkefni
prinsessunnar en efhi stóðu til.
Lög um mæling-
arábjórenduðu
ífroðusnakki
Breskir kráaeigendur mega
hafa froðu sem nemur 5% af rúm-
máli i kollunum sem þeir afgreiða
yfir barborðin.
Fyrir siðustu kosningar lofuðu
íhaldsmenn að breyta þessu á
þann veg að hálfþottur skyldi
mældur án froðu. Málið er nú
endanlega strand í þinginu og er
froðusnakki þingmanna kennt
um málalokin.
Sprengjaálög-
reglustöðíTallin
Sprengja sprakk á lögreglustöð
í Tallin í Eistlandi um helgina.
Nokkrir bílar eyöilögöust en eng-
inn slasaöist. Borgarbúar eru nú
mjög uggandi ura að hryðju-
verkamenn færi sig upp á skaftiö
því síöustu vikur hafa sprengjur
sprungið á ýmsum stöðum í borg-
inni. Þetta er í fyrsta sinn sem
ráðist er gegn lögreglunni.
Ekki er vitað hveijir standa aö
thræðunum. Vaxandi óánægja er
þó meðal almennings i landinu,
einkum vegna versnandi lífs-
kjara. Fuhvíst þykir að tilræðin
séu af pólitískmn toga þótt engar
kröfur hafi verið bornar fram.
biðurAristide
forseta á Haítí
„Þeir finna á
sér að Arfstide
kemur aftur.
Þeir hafa það
líka á tilfinn-
ingunni að
hann komi til
að dcyja,“ segir
woodoo-galdra-
maður á Haítí. Hann hefur spurt
anda hinna framliðnu um frara-
tíðarhorfur í stjómmálum eyjar-
innar og ekki fengið uppörvandi
svör.
Viti andamir sínu viti bíður
Aristide ekki annað en dauði og
djöfull við heimkomuna.