Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993 Fréttir Sgurjón J. Sgurösson, DV, faafirði: Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps kannar nú þann möguleika að kaupa eigin sorpbrennslustöö sem anna mun þörf byggðarlagsins á komandi árum, Er hér ura að ræða svokallaða Hoval sorpbrennslu- stöð en slíkri stöð hefur veríð kom- ið upp aö Svínafelli i Örœfum og gefið góða raun. Hoval stöðin getur þjónað 3-4(K) manna byggðarlagi og uppfyllir öll skilyrði selii slíkum stöðvum hafa verið sett. Heildarkostnaöur við hana uppsetta er 5-6 millj. króna og aðalkosturinn við hana er að hún gefur af sér 1,5 megavatta orku sem mun nýtast Súðvíkingum vel m.a. við upphitun nýs íþróttasalar sem er í byggingu og sundlaugar sem ráðgert er að byggja viö hliö íþróttasalarins. Sveitarstjóri Súöavíkur, Sigríður Hrönn Eiíasdóttir, skoðaði stöðina að Svínafelli og segir að það sé engin spuming aö slík stöð verði mun ódýr- ari fyrir Súðvíkinga heidur en þátt- taka í sorpbrennslustöð f>>rir norðan- verða Vestfirði i Engidal við Skutuls- íjörö. TÆKNI //////////////////////////// AUKABLAÐ UM TÆKNI Miðvikudaginn 10. nóvember mun aukablað um tækni fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um flest það sem viðkemur tækni til nota á heimilum og víðar. í blaðinu verða upplýsingar um sjónvörp, myndbönd, heimabíó, myndavélar, símtæki, faxtæki, þjófavarnakerfi og ýmsa hagnýta tækni sem notuð er bæði heima og heiman. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, Hauks Lárusar Haukssonar, fyrir 2. nóvember. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka- blaði, vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur, aug- lýsingadeild DV, hið fyrsta, í síma 63 27 23. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 4. nóvember. Ath.l Bréfasími okkar er 63 27 27 Þverholti 11-105 Reykjavík-Sími 91 -632700 -Símbréf 91 -632727 Unglingar i Feliahelli höfðu hafið undirskriftasöfnun til að halda lögreglumönnunum Svo virðist hins vegar að lausn sé fundin á málinu. Breiðholti áfram í hverfinu. DV-mynd Sveinn Farsæl lausn líklega fundln segir lögreglustjóri: Breiðholtslöggan verður áfram I BreiðhoHinu - unglingar höföu hafið undirskriftasöfnun „Ég held að við séum búnir að finna einhverja lausn á þessu máli sem menn geta búið við. Það er háð því að ég hef ekki vald á launamálum eða öðru en innan þess ramma er maður að vona að það sé fundinn punktur á þetta,“ sagöi Böðvar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, í samtali við DV í gær um mál lög- reglumanna í Breiðholti. Lögreglumennimir þrír höfðu allir óskað eftir flutningi, að minnsta kosti tveir þeirra, vegna þeirra lágu launa sem þar voru í boði. Nú er hins vegar von að fundist hafi lend- ing í málinu. „Hverfastöðvamar eru það munstur sem maður hefur viljað útfæra og það hefur ýmislegt nýtt komið upp á í sambandi við fjölgun þessara litlu stöðva okkar. Það er eins og það hafi aldrei verið gert ráð fyrir þeim í kerfinu þegar síðustu samningar voru gerðir. Nú er bara að finna lausn á þessu til frambúð- ar,“ sagöi Böðvar. Arnþór Heimir Bjamason, lög- reglumaður í Breiðholti, sagði í gær að eftir að hafa rætt viö yfirmenn sína hefði hann og félagi hans, Einar Ásbjörnsson, ákveðið að vera áfram við störf í Breiðholtinu. Hann sagði að viðbrögð íbúa og unglinganna í hverfinu hefðu komið sér verulega á óvart og ákvörðunin hefði verið tek- in með þau til hliðsjónar. Auk þessa heföu viðbrögð yfirmanna hans átt stóran þátt í ákvörðuninni. Unglingar í félagsmiðstöðinni Fellahelli í Breiðholti höfðu hafið undirskriftasöfnun til að knýja á um að lögreglumennirnir hættu ekki störfum. Bjami Björnsson, starfsmaður í Fellahelli, sagði í samtali við DV í gær að á 6. hundrað undirskriftir hefðu safnast og enn bættust nöfn á listana. Síðastliðinn fóstudag sendu skóla- stjórar í Breiðholtinu formlega álykt- un sína til Böðvars Bragasonar lög- reglustjóra, einnig var sent samrit til borgarstjóra. Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri í Hólabrekkuskóla, sagði áður en ljóst var að niðurstaða fékkst í máhnu að hann vonaðist til þess að hægt yrði að gera eitthvað til að sömu menn gætu starfað þarna áfram. Þama hefði myndast trúnað- artraust milli unghnga í hverfinu og lögreglumannanna sem langan tíma heíði tekið að byggja upp. „Það er að okkar mati ekki hægt að leggja það í einhvern launaflokk. Ekki það að við séum að dæma annað fólk sem hugsanlega kæmi hingað. Menn verða að líta á eitt, sem við kennarar og skólastjórar þekkjum úr eigin starfi, að ef við eram ahtaf að skipta um kennara í einum bekk þá verður sá bekkur aldrei eins og bekkur sem hefur haft sama kennarann í langan tíma. Það gildir alveg það sama um lögregluna," sagði Siguijón. -PP Óendanleiki hringsins - Hólmfríður Sigvaldadóttir í Nýlistasafninu Hólmfríður Sigvaldadóttir er ein þeirra þriggja lista- kvenna sem á laugardag opnuðu sýningu í Nýhstasafn- inu. Hólmfríður útskrifaðist fyrir fimm árum úr mynd- mótunardeild MHÍ og hélt þá til Flórens þar sem hún hefur nú nýlokið námi við listaakademíuna. Hólmfríð- ur, sem býr enn og starfar í Flórens, hefur áður hald- ið eina einkasýningu. Tólf stjörnur og tólf baugar Verk Hólmfríðar skírskota til óendanleika hring- formsins og hringrásarinnar. Tólf stjörnur og tólf gullnir baugar vísa til stjömumerkjanna tólf og tylfta- kerfis tímans. Þessi tvö verk em máluð beint á vegg- inn í Gryfjunni, neðsta sal Nýhstasafnsins. Þau láta htið yfir sér en við nánari skoðun kemur í ljós að lista- konan hefur lagt talsverða alúð í útfærsluna. Hug- myndimar virðist hún sækja aftur til miðalda; í guh- gerðarhstina og heimsmyndarhugmyndir frá tímum Leonardos og Kópernikusar. Fróðlegt hefði verið að vita nánari deili á þeim hugmyndum sem hgga að baki verkunum en enga sýningarskrá var að finna er undirritaðan bar að garði. Myndlist Ólafur Engilbertsson Umpólun og uppbrot hrings Veggskúlptúr, er nefnist „Afsprengi", eftir því sem ég komst næst, og gólfskúlptúrinn „L)ós“ eru nokkuð annars eðlis en fyrmefnd tvö verk. Hér hefur lista- konan unnið af natni þríhyrnt viðarform, sem í raun er uppbrotinn hringur, og samhangandi form sex hringa úr gifsi. Hringformin ganga hér í gegnum um- pólunarferli og listakonan reynir á þanþol hins óend- anlega hrings. En víst er um það aö þanþol hringsins er meira en hér kemur fram. Hér er nánast stað- næmst viö lágmyndarformið. Inntak sýningarinnar er það yfirgripsmikið að sýningin hefði helst þurft að vera stærri. Hugleiðingar hstakonunnar um inntakiö hefðu einnig getað skýrt heildarmyndina enn frekar. En vinnubrögðin eru vönduð og markviss og sjálfsagt á óendanleiki hringsins eftir að vera Hólmfríði við- fangsefni enn um sinn, af nógu er að taka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.