Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Side 26
26
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993
Afmæli
Ari Ásmundur Þorieifsson
Ari Ásmundur Þorleifsson bóndi,
Lóurima 6, Selfossi, er áttræður í
dag.
Starfsferill
Ari fæddist í Naustahvammi í
Norðfirði og ólst þar upp. Hann fór
ungur til sjós og stundaði síðan sjó-
mennsku og búskap samhliða.
Fyrstu búskaparárin bjó Ari í Norð-
fjarðarhreppi en þau hjónin fluttu
til Reykjavíkur 1949 þar sem hann
var til sjós og var einnig síðasti
bóndinn í Breiðholti. Þau hjónin
hófu síðan búskap að Gljúfurárholti
í Ölfusi 1961 en lengst af bjuggu þau
að Klausturhólum í Grímsnesi eða
á árunum 1964-84 er þau fluttu til
Selfoss.
Fjölskylda
Arikvæntist 15.2.1938 Guðnýju
Bjamadóttur, f. 19.3.1915, húsmóð-
ur. Hún er dóttir Bjarna Sigfússon-
ar, f. 27.12.1886, d. 25.9.1941, frá
Barðsnesi í Norðfirði, og HaUdóru
Jónsdóttur, f. 9.7.1891, d. 7.1.1970,
frá Gerðistekk í Norðfirði en þau
bjuggu á Gerðistekk.
Böm Ara og Guðnýjar em Dóra
María, f. 9.10.1938, húsmóðir í
Reykjavík, en sambýhsmaður henn-
ar er Einar Frímannsson, vaktmað-
ur á Borgarspítalanum; Bjarni Leif-
ur, f. 28.12.1939, d. 6.2.1941; Guð-
laug, f. 14.12.1942, d. 10.5.1944;
stúlkaf. 25.12.1946, d. s.d.
Böm Dóru Maríu og fyrrv. eigin-
manns hennar, Gunnar Jóns Engil-
bertssonar, f. 23.3.1934, d. 14.4.1976:
Dagbjartur Ari, f. 19.12.1957, sjó-
maður í Neskaupstað, kvæntur Erlu
Þorbjörgu Traustadóttur verslmiar-
manni og eiga þau tvær dætur;
Guðný Esther, f. 21.6.1959, tann-
læknir, búsett í Kópavogi, gift Óm-
ari Helga Bjömssyni endurskoð-
anda og eiga þau þijár dætur; Ebba
Guðlaug, f. 19.1.1964, fiskvinnslu-
kona á Eyrarbakka, en sambýlis-
maður hennar er Valgeir Geirsson,
starfsmaður hjá Alpan á Eyrar-
bakka, og eiga þau einn son auk
þess sem hún á tvær dætur; Anna
María, f. 14.12.1965, hjúkrunarfræð-
ingur á Selfossi; Kolbrún Dóra, f.
17.8.1970, nú búsett í Noregi. Böm
Dóru Maríu ólust að miklu leyti upp
hjá afa sínum og ömmu.
Systkini Ara: Aðalheiður Þóra, f.
1912, húsmóðir á Akureyri; Guðni,
f. 1914, fyrrv. bóndi í Neskaupstað;
Stefán, f. 1916, íþróttakennari í Nes-
kaupstað; Ingvar, f. 1917, d. 1963,
stýrimaður í Neskaupstað; Gyða
Fanney, f. 1919, húsfreyja að Skála-
teigi á Norðfiröi; Lukka Ingibjörg,
f. 1921, húsmóðir á Akureyri; Lilja
Sumarrós, f. 1923, húsmóðir í Nes-
kaupstað; Guðbjörg, f. 1924, hús-
móðir í Borgamesi; Ásta Kristín, f.
1926, starfsmaður við Osta- og
smjörsöluna í Reykjavík; Friðjón, f.
1928, bensínafgreiðslumaður í
Keflavík; Guðrún María, f. 1930,
húsmóðir í Keflavík; Sigurveig, f.
1933, húsmóðir í Keflavík; Vilhjálm-
ur Noröfjörð, f. 1936, verslunarmað-
uríKeflavík.
Foreldrar Ara vora Þorleifur Ás-
mundsson, f. 11.8.1889, d. 10.10.1956,
b. og sjómaður í Naustahvammi í
Norðfirði, og kona hans, María Jóna
Aradóttir, f. 4.5.1895, d. 15.12.1973,
húsfreyja.
Þorleifur var sonur Ásmimdar
Jónssonar úr Helgustaðahreppi í
Reyðarfirði, og Þórannar Halldórs-
Ari Ásmundur Þorleifsson.
dóttur frá Sandvík í Norðfjarðar-
hreppi en þau bjuggu á Vindheimi
í Norðfirði.
María Jóna var dóttir Ara Mar-
teinssonar frá Sandvík í Norðfirði,
alinn upp á Bakka í Norðfirði, og
Vilhelmínu Maríu Bjamdóttur frá
Viðfirði en þau bjuggu í Nausta-
hvammi.
Ari og Guðný taka á móti vinum
og vandamönnum í Inghól á Selfossi
sunnudaginn 7.11. frá kl 15.00-19.00.
Jón Marinó Jónsson
Jón Marinó Jónsson klæðskeri,
Löngumýri 36, Akureyri, er sjötug-
urídag.
Starfsferill
Jón fæddist á Dalvík en flutti mán-
aðargamaU til Ólafsfjarðar og ólst
þar upp til fjórtán ára aldurs. Þá
flutti fjölskyldan til Akureyrar.
Hann lærði klæðskeraiðn, lauk
prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík
1944 og stundaði framhaldsnám í
greininni.
Jón varð forstöðumaður Sauma-
stofu Kaupfélags verkamanna á
Akureyri 1949 og starfaði þar til
1955. Þá stofnsetti hann eigin at-
vinnurekstur á Akureyri. Hann
stofnaði Fatagerð J.M. J. 1956 og
Herradeild J.M. J. 1961. Árið 1962
keypti hann ásamt Magnúsi bróður
sínum Fatagerðina Burkna hf. í
Reykjavík og flutti hana til Akur-
eyrar þar sem hann starfrækti hann
um tuttugu ára skeið með miklu
starfshði. Þá rak hann Herradeild
J.M. J. á Laugavegi 103 í Reykjavík
um nokkurra ára skeið.
Jón var varabæjarfuUtrúi á Akur-
eyri fyrir Sjálfstæðisflokkinn
1962-66 og sat í stjórn Sjúkrasamlags
Akureyrar 1962-74. Hann er mikiU
áhugamaður um íþróttir, keppti á
skíðum og í frjálsum íþróttum, vann
nokkra íslandsmeistaratitla og setti
íslandsmet. Jón sat í stjóm skíðadeild-
ar KR, í Skíðaráði Reykjavíkur og í
Skíðaráði Akureyrar.
Fjölskylda
Jón kvæntist 8.11.1947 Huldu Jón-
atansdóttur, f. 20.4.1925, húsmóður.
Hún er dóttir Jónatans Marteins
Jónatanssonar, skósmíðameistaraá
Akureyri, og Guðnýjar Jósefsdótt-
ur. Jónatan er sonur Jónatans
Magnússonar, formanns í Ólafs-
firði, og Margrétar Símonardóttur,
en Guðný var dóttir Jósefs Jónsson-
ar, ökumanns í Lundi á Akureyri,
og Kristínar Einarsdóttur.
■Böm Jóns og Huldu era Guðný,
f. 21.2.1949, húsmóðir á Akureyri,
gift Ragnari Sverrissyni, kaup-
manni í Herradeild J.M.J., og eiga
þau flmm börn; Sigurbjörg Jónina,
f. 1.7.1953, forstöðukona Starfs aldr-
aðra á Akureyri, gift Bryngeiri
Kristinssyni bifvélavirkja og eiga
þau tvær dætur; Jón Marteinn, f.
24.1.1963, leiðbeinandi, en sambýlis-
kona hans er Brynja Sigurðardóttir
og eiga þau tvær dætur, auk þess
sem hann á son frá því áður.
Bræður Jóns eru Steindór Reynir,
f. 3.8.1925, flugvirki, kvæntur Ingi-
gerði Ágústsdóttur fóstra; Magnús
Andrés, f. 22.10.1933, forstjóri fyrir
Iðjulundi á Akureyri, kvæntur Guð-
rúnu Gunnarsdóttur forstöðukonu.
Foreldrar Jóns vora Jón Jónsson,
f. 24.12.1898, d. 17.5.1968, sjómaður
og verkamaður á Akureyri, og Sig-
urbjörg JónínaMagnúsdóttir, f. 1.8.
1902, d. 12.9.1986, húsmóðir.
Jón Marinó Jónsson.
Ætt
Jón var sonur Jóns Júlíusar Jóns-
sonar, smiðs í Stærri-Árskógi á Ár-
skógsströnd, og Maríu Þorsteins-
dóttur frá Grand í Þorvaldsdal.
Sigurbjörg var dóttir Magnúsar
Magnússonar, b. á Hóh og síðar í
Ólafsfirði, Magnússonar, Magnús-
sonar frá Garði í Ólafsfirði. Móðir
Sigurbjargar var Anna Baldvins-
dóttir, hreppstjóra á Ósbrekku í Ól-
afsfirði, Ólafssonar.
Sigurður A. Kristjánsson
Sigurður Amlín Kristjánsson vél-
smíðameistari, Silfurgötu 23, Stykk-
ishólmi, er sextugur í dag.
Starfsferill
Sigurður er fæddur í Stykkishólmi
ogólstþarupp.
Hann hóf ungur störf í vélsmiðj u
föður síns, Kristjáns Rögnvaldsson-
ar, og fór á námssamning 1949. Sig-
urður útskrifaöist úr Iðnskólanum
í Stykkishólmi í vélvirkjun.
Hann starfaði í vélsmiðjunni hjá
fóður sínum og er sá síðarnefndi
lést tók Sigurður við rekstrinum
ásamt bræðram sínum og frænda.
Sigurður stofnaði Skipasmíöastöð-
ina Skipavík hf. ásamt foður sínum
og fleiram. Hann hefur ávallt setið
þar í stjóm og verið stjómarformað-
urímörgár.
Fjölskylda
Sigurðurkvæntist31.12.1960 Dag-
björtu Hönnu Jónsdóttur, f. 24.8.
1934, starfsmanni í Búnaðarbanka
íslands í Stykkishólmi. Foreldrar
hennar; Jón Breiöfjörð Nielsson frá
Sellátri á Breiðafirði og Kristín
Pálsdóttir frá Höskuldsey, þau era
bæði látin, Jón Breiðfjörð var vita-
vörður og útvegsbóndi í Elhðaey.
Börn Sigurðar og Dagbjartar:
Guðrún Alma, sambýhsmaður
hennar er Knút Odegaar, þau eru
búsett í Noregi og eiga einn son,
ívar Odegaar; Rannveig Kristín,
sambýlismaður hennar er Magnús
Kristjánsson, þau eru búsett í
Reykjavík og eiga einn son, Sigurð
Arnhn; Selma Rós Amlín, sambýhs-
maður hennar er Svanur Jóhanns-
son, þau eiga tvö böm, Rakel Lind
og Aron Frey; Guðmundur Jón
Amlín, nemi í Vélskólanum; Lea
RakelArnlín,nemi.
Systkini Sigurðar: Esther, gift
Vernharði Sigursteinssyni; Guð-
mundur, sambýhskona hans er
Nanna Lárasdóttir; Guðrún Ragna,
gift Lúðvig Hahdórssyni; Ólafur,
kvæntur Ástrósu Þorsteinsdóttur;
Edda Svava, gift Runólfi Guð-
mundssyni; Þuríður, var gift Þor-
steini Sveinssyni, þau skildu.
Foreldrar Sigurðar: Kristján
Rögnvaldsson, f. 3.10.1900, d. 1.7.
1965, vélsmíðameistari, ogRannveig
Guðmundsdóttir, f. 25.7.1909, hús-
móðir.
Ætt
Kristján var sonur Rögnvalds Lár-
ussonar frá Narfeyri, skipasmiðs í
Stykkishólmi, og Guðrúnar Krist-
jánsdóttur frá Straumi á Skógar-
strönd.
Rannveig er dóttir Guðmundar J.
Sigurðssonar, vélsmíðameistara á
Þingeyri, og konu hans, Estívu
Björnsdóttur frá Litlu-Vöhum í
Reykjavík.
Sigurður er staddur erlendis.
Guðlaug K. Stefánsdóttir
Guðlaug Kristbjörg Stefánsdóttir
húsmóðir, Bakkastíg 2, Eskifirði,
verður sjötug á morgun.
Fjölskylda
Guðlaug er fædd á Ólafsfirði og
ólst þar upp en hún hefur verið
búsett á Eskifirði frá 13.5.1947.
Guðlaug giftist 26.6.1948 Aðal-
steini Jónssyni, f. 30.1.1922, for-
stjóra Hraðfrystihúss Eskiflarðar
hf. Foreldrar bans: Jón Kjartans-
son, f. 12.11.1873, d. 12.4.1928, bóndi
og verkamaöur, og seinni kona
hans, Eiríka Guðrún Þorkelsdóttir,
f. 14.7.1888, d. 3.12.1970, húsfreyja.
Böm Guðlaugar og Aðalsteins:
Eiríka Elfa, f. 11.3.1948, búsett í for-
eldrahúsum; Björk, f. 26.5.1952, hús-
móðir, gift Þorsteini Kristjánssyni,
f. 1.11.1950, skipstjóra og fram-
kvæmdastjóra, þau era búsett á
Eskifirði og eiga þijú böm, Daða
Þorsteinsson, f. 3.9.1974, búsettan í
foreldrahúsum, Emu Þorsteinsdótt-
ur, f. 25.7.1977, nema í Menntaskól-
anum á Egilsstöðum, og Aðalstein
Jónsson Þorsteinsson, f. 28.4.1982;
Kristinn, f. 20.6.1956, umboðsmaður
og framkvæmdastjóri, kvæntur
Öldu Ólöfu Vemharðsdóttur, f. 9.7.
1959, húsmóður, þau era búsett á
Eskifirði og eiga þijár dætur, Guð-
laugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, f.
19.7.1978, nema í Grannskóla Eski-
fjarðar, Lára Kristínu Kristinsdótt-
ur, f. 26.12.1983, og óskírða Kristins-
dóttur, f. 21.8.1993. Kjörsonur Guð-
laugar og Aðalsteins, sonur Bjarkar,
er Elvar Aðalsteins, framkvæmda-
stjóri Fiskimiða hf. í Reykjavik.
Systkini Guðlaugar: Gíslína Krist-
ín, f. 30.1.1917, húsmóðir á Greni-
vík; Kristinn Eiríkur, f. 19.7.1918,
d. 3.1.1956, verkamaður á Ólafs-
firði; Ólafur Steingrímur, f. 16.4.
1920, sjómaður á Olafsfirði; Jón-
mundur, f. 17.6.1922, verkamaður á
Ólafsfirði; Sigjón Þór, f. 1926, dó
nokkurra mánaða gamah; Magnús
Sigþór, f. 20.11.1927, rafvirki á Ólafs-
firði; Sigurveig Anna, f. 15.5.1930,
húsmóðir á Ólafsfirði; Þorfinna, f.
28.4.1933, húsmóðir á Ólafsfirði;
Margrét Sigurhelga, f. 4.11.1936,
húsmóðir á Siglufirði.
Foreldrar Guðlaugar: Stefán Haf-
hði Steingrímsson, f. 9.5.1892, d.
19.2.1972, verkamaður á Ólafsfirði,
og kona hans, Jónína Kristín Gísla-
Guðlaug K. Stefánsdóttir.
dóttir, f. 24.8.1895, d. 3.12.1979.
Guðlaug tekur á móti gestum á
heimih sínu, Bakkastíg 2, fimmtu-
dagskvöldið 4. nóvember kl. 20.
Jdn Kr.Steinsson,
Digraneshetöi33, Kópavogi.
80 ára
Klara Tómasdóttir,
Háaleitisbraut 41, Reykjavík.
Sigurlín S. Long,
Reynimel90, Reykjavík.
Húntekurá raóti gestum á af-
mælisdaginn t Risinu að Hverfis-
götu 105 í Reykjavik frá kl. 20-23.
Elín Aradóttir,
Brún, Reykdælahreppi.
Lárus Björnsson,
Neðra-Nesi, Skefilsstaðahreppi.
ÁrniG. Sveinsson,
Hrafnistu, Reykjavík.
Magnús Daníelsson,
Goðatúni 32, Garðabæ.
Bergþóra Bjarnadóttír,
Einhundi 6d, Akureyri.
Þórey Rósa Stefánsdóttir,
Fornhaga 17, Reykjavík.
Gunnar Kristófersson,
Bláskógum 9, Hveragerði.
Júllus Gígjar Halidórsson,
Heiðargeröi 6, Akranesi.
Wiiiem Labey,
Sandgerði 3, Stokkseyri.
Sigríður Jensdóttir,
Huldubraut 44, Kópavogi.
Jón Halldór Gíslason,
Tungötu 27, Tálknafirði. ;
Helga Þórarinsdóttir,
Kapiaskjólsvegi 53, Reykjavík.
Guðbjörg Theódórsdóttir,
Geitlandi 39, Reykjavík.
Hún tekur á raóti gestum á heim-
ih sínu á afmælisdaginn eftir kl.
40ára
Hjördís Smith,
Hólabraut 4b, Hafnarfirði.
Reynir Árnason,
Ásum, Stafholtstungnahreppi.
Ingibjörg Axelsdóttir,
Frostaskjóli 57, Reykjavik.