Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1993, Qupperneq 32
I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rltstjórn » Augiýsingar - Áskrift - Dretfing: Símí @3 2? 00
Frjalst,ohaö dagblaö
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1993.
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Byggung
tapaði tug-
mélljónamáli
- varðar 70-80 íbúðir
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
vísað frá dómi skuldakröfu Byggung
á hendur 70-80 eigendum íbúða við
Austurströnd sem byggingafélagið
telur sig eiga tugi milljóna króna inni
hjá. Ragnar Hall hæstaréttarlögmað-
ur, sem flutti mál íbúanna, sagði við
DV í morgun að hann myndi ekki til
þess að hliðstæður úrskurður hefði
fallið í kröfugerðarmáli sem Bygg-
ung hefði höfðað þar sem félagið tap-
aði með jafn óyggjandi hætti.
Niðurstaða héraðsdóms var m.a. á
þann veg að kröfugerð Byggung hefði
ekki sætt þeirri meðferð sem viðeig-
andi væri. Þannig hefði aðalfundur
t.d. ekki verið haldinn frá því árið
1990. íbúðimar sem hér um ræðir
voru byggðar á árunum 1983-84.
Ekki liggur fyrir ennþá hvort Bygg-
ung kærir úrskurð héraðsdóms til
Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Sig-
urður Tómas Magnússon héraðs-
dómsfuiltrúi og löggiltu endurskoð-
endurnir Stefán Svavarsson og Sig-
urðurP. Sigurðsson. -Ótt
Fundaö í Stjómarráðinu:
Ráðherrar bjart-
sýnir á raun-
vaxtalækkun
„Á fundinum lýstum við ánægju
okkar yfir því hversu raunvextimir
hafa lækkað á stuttum tíma. Við telj-
um þetta hina bestu aðgerð hjá ríkis-
stjórninni," segir Hrafn Magnússon,
framkvæmdastjóri Sambands al-
mennra lífeyrissjóða.
Forsvarsmenn lífeyrissjóða og
banka gengu á fund Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra og Sighvats
Björgvinssonar viðskiptaráöherra
Stjórnarráðinu í gær. Á fundunum
könnuðu ráðherrarnir viija manna
til að lækka vexti. Eftir fundina sögð-
ust ráðherrarnir bjartsýnir á að
markmið ríkisstjórnarinnar um
raunvaxtalækkun næðust.
Lífeyrissjóðimir ætla í vikunni að
ganga frá samningi við Húsnæðis-
stofnun um að hætta beinum skulda-
bréfakaupum. Ekki stendur til að
demba húsbréfum inn á markaðinn
tii að ná gengishagnaði og að sögn
forsvarsmanna sjóðanna er nú verið
að undirbúa fjárfestingar erlendis.
Innlánsstofnanir em reiðubúnar
til að lækka sína vexti. í yfirlýsingu
stjórnarinnar segir að ákvæði um
bindiskyldu og lausafjárstöðu bank-
anna verði rýmkuð. Bankarnir vilja
fáþessiatriðiskýrð. -kaa
LOKI
Það næst varla jafntefli
í skákinni við Bandaríkja-
menn í Washington!
legasta leiðin
Eins og skýrt var frá í DV i gær
er vilji til þess hjá ríkisstjóm og
stjómarflokkunum að fá aðila
vinnumarkaðarins til að hætta við
matarskattslækkun sem til stendur
um næstu áramót. Ríkisstj órnin
mun vera tilbúin að bjóöa í staðinn
aðrar skattalækkanir og hækkun
barnabóta. Sighvatur Björgvinsson
viðskiptaráðherra vary spurður
hvort hann væri þessu hlynntur
og sagðist hann alltaf hafa verið
andvígur því að farið yrði út í að
lækka matarskattinn.
„Aöilum vinnumarkaðarins var
sagt það strax þegar krafan um
lækkun matarskatts kom fram að
hún myndi aldrei skila sér eins og
þeir ætluðust til. Það var stungið
upp á ýmsu öðru sem betur myndi
koma út fyrir almenning, svo sem
hækkun skattleysisraarka, sem
kemur öll til skila, hækkun bama-
bóta eða eitthvað i þeim dúr. En
menn vildu nú samt sem áður hafa
þetta svona,“ sagði Sighvatur
Björgvinsson.
Hann sagði að kostnaðurinn við
útfærslu og framkvæmd á lækkun
matarskattsins væri talinn nerna
um 3,1 milljaröi króna á 12 mánaða
tímabiii. Þá sagði Sighvatur að
lækkun matarskattsins myndi
fyrst og fremst hafa í för með sér
lækkun á innfluttum vörum. Hann
taldi aö um 80 prósent af þeim vör-
um sem myndu lækka væra inn-
fluttar. Innlendar landbúnaðaraf-
urðir væru allar niðurgreiddar nú
þegar og mikil hætta væri á því að
lækkunin skilaði sér ekki til neyt-
enda.
Hann var spurður hvort hann
væri hlynntur því að leitað yrði
eftír því við aðila vinnumarkaðar-
ins að falla frá matarskattslækkun-
inni um næstu áramót og fá ein-
hveijar aðrar skattalækkanir í
staðinn?
„Við erum auðvitað samnings-
bundnir um þetta mál við verka-
lýðshreyfmguna. Það hefur hins
vegar alltaf legið fyrir að ég tel
þetta ekki skynsamlegustu aðgerð-
imir til þess að koma láglaunafólk-
inu að gagni," sagði Sighvatur
Björgvinsson. S.dór
Forsvarsmenn lífeyrissjóða og banka gengu á fund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Sighvats Björgvinsson-
ar viðskiptaráðherra í Stjórnarráðinu í gær. Vaxtamálin voru rædd og að kveldi voru allir ásáttir um að aðgerðir
ríkisstjórnarinnar til að ná niður vöxtum væru af hinu góða. DV-mynd BG
Veðriöámorgim:
Kaldi eða
stinnings-
kaldi
Á morgun verður suðaustanátt,
víðast kaldi eða stinningskaldi.
Skýjað en að mestu þurrt norð-
austanlands en annars súld eða
rigning. Hiti verður á bilinu'9-13
stig.
Veðrið 1 dag er á bls. 28
lækkuninni
„Ef þeir vilja hætta við matar-
skattslækkunina og bjóða eitthvað
annað í staðinn þá eru menn að tala
um nýja kjarasamninga og það er
allt annað mál en nú er til umræðu
hjá launanefnd. Þá fer samningsrétt-
urinn um leið út til félaganna
sjálfra," sagði Björn Grétar Sveins-
son, formaður VMSÍ.
Hann sagði að vaxtalækkunin væri
bara eitt af loforðum ríkisstjórnar-
innar frá síðustu kjarasamningum.
Eftir væri að uppfylla það loforð að
veita fé til verklegra framkvæmda til
að auka atvinnu. Það er ekki gert réð
fyrir þvi í drögum að fjárlögum
næsta ár.
„Auk þess sættum við okkur ekki
við heilsukortagjaldið né 0,5 prósent
tryggingagjaldið sem gert er ráð fyrir
í fjárlögum,“ sagði Bjöm.
Hann sagðist eiga von á því að á
fostudaginn yrði tekin ákvörðun um
hvort samningum verði sagt upp en
þá verður fundur hjá stóra samn-
inganefndASÍ. -S.dór
Jón L. Ámason, DV, Luzem:
Jafntefh varð á öllum borðum í leik
íslands og Bandaríkjanna á heims-
meistaramóti landsliða í gær. Helgi,
Jón L„ Hannes og Karl tefldu. Þetta
nægði USA til sigurs.
Lokastaðan. 1. USA 24 A v. 2. Úkra-
ína 21 v. 3. Rússland 20 'A v. 4. Arm-
enía 19 v. 5. ísland 18 'A v. 6.-7. Lett-
land og Kína 18 v. 8. Úsbekistan 16
v. 9. Sviss 13 A v. og 10. Kúba 13 v.
Þetta er eflaust einn albesti árang-
ur sem ísland hefur náð í sveita-
keppni í skák, - ef ekki sá besti. Vinn-
ingar ísl. skákmannanna skiptust
þannig. Jóhann 2 'A (af 7), Margeir 4
(7), Helgi 4 (8), Hannes 3 'A (8), Jón
L. 'A (1) og Karl 4 (5). Karl fékk gull-
verðlaun fyrir besta árangur á 5.
borði sem 1. varamaður.
Framtíð Vamarliðsins:
Fundurídag
Viðræðunefndir íslenskra og
bandarískra stjórnvalda hittust í gær
í utanríkisráðuneytinu í Washington
til viðræðna um framtíð Varnarhðs-
ins á íslandi. Munu Bandaríkjamenn
hafa lagt fram tillögur um framtíð
herstöðvarinnar á Miðnesheiði.
Fundarmenn vörðust ahra frétta eft-
ir fundinn. Annar fundur hefur verið
boðaðurídag. -hlh
Bjöm Grétar Sveinsson:
Nýir samningar
efhreyfaávið
matarskatts-
Jaf ntefli við USA
ogíslandí5.sæti i
i
i
i
NSK<
kúlulegur
Vtoulsen
SuAuriandsbraut 10. S. 686499.