Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Fréttir Ekkert samkomulag enn milli Jóns Baldvins og Halldórs Blöndals: Komnir fram yf ir tíma- mörkin varðandi GATT Þeir Halldór Blöndal landbúnað- arráðherra og Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra hafa enn ekki náð samkomulagi varðandi GATT tilboð íslendinga og tollamál varðandi innflutning á grænmeti. Þetta ósamkomulag veldur þvi að viö íslendingar erum komnir fram- yfir tímamörk að skila inn GATT- tilboði okkar og enun að verða síð- astir allra í þvi máli. Ráðherramir hafa átt með sér allmarga fundi að undanfomu, síð- ast á fimmtudagskvöld og fóstu- dagsmorgun, án þess að samkomu- lag næðist. Vegna þessa var ekki hægt að ljúka málinu á ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun eins og til stóð. „Við verðum að vera tilbúnir með GATT-tilboð okkar á mánudag. Það er verið að fara yfir tæknileg atriði og þvi er endanlegum frágangi ekki lokið. GATT-tilboðið var lagt fyrir ríkisstjómina í september og sam- þykkt þar með fyrirvörum um tæknileg atriði,“ sagði Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra í samtali við DV. - Þú ert með þessu að segja að þið Jón Baldvin hafið ekki enn náð samkomulagi um deilumál ráðu- neytanna? „Ég er að segja að það er verið að fara yfir þetta með embættis- mönnum og ég á ekki von á því að þaö verði vandamál þegar við Jón Baldvin hittumst aftur." - Hvaðerþaðnákvæmlegasemþið Jón Baldvin getið ekki komið ykk- ur saman um? „Þaö era tollamálin, tollígUdin. Við erum ekki endanlega búnir aö fara yfir það. Um leið og þaö er frá fómm við yfir þetta aUt saman aft- ur,“ sagði HaUdór Blöndal. Varðandi tvíhhðasamning EB og íslensku ríkisstjómarinnar er sem kunnugt er gert ráð fyrir að flytja megi inn nokkrar tegundir græn- metis og blóma tollfrjálst. Aö banna þennan innflutning er samnings- brot sem EB hefur kvartað yfir. Evrópubandalagið lítm- svo á að alþjóðlegur tvíhhðasamningur sem það geri við önnur ríki sé æðri þjóð- legum lögum. íslendingar hafa hins vegar ekki tekiö undir það en Uta svo á aö þeir geti ekki stangast á. Þess vegna þarf að semja um máUð vegna gUdandi búvörusamnings eða breyta honum og um þetta hef- ur ekki náðst samkomulag enn. Sama er að segja um GATT-tUboð íslendinga. Ráðuneytin hafa ekki náð samkomulagi um það. Land- búnaöarráöuneytið hefur ekki vUj- að viðukenna þær lágmarks reglur sem verið er að tala um varðandi GATT-samninginn. Þær hugmynd- ir sem landbúnaðarráðuneytið hef- ur verið með uppfylla ekki lág- marksskUyrði GATT-samningsins. ÚtUokað er taUð að sérkröfur land- búnaðarráðuneytisms verði teknar tU greina ef íslendingar æUa að vera með í GATT-samkomulaginu. Nái ráðuneytin ekki samkomu- lagi mun það koma í hlut forsætis- ráðherra að úrskurða í þessum málum. Samkvæmt heimUdum DV vUja ráðuneytin bæði komast hjá því. -S.dór Hundruð happ- drættisvéla Unnið er af fullum krafd við að setja saman 350 happdrættisvélar, svonefndar Gullnámur, sem Happ- drætti Háskólans mun starfrækja í 22-24 spUastofum um aUt land. Há- skólahappdrættið fékk leyfi til að starfrækja samtals 400 vélar en 350 vélar komu til landsins með flugi í síðustu viku. Stefnt er að því að taka flestar vél- anna í notkun upp úr næstu mánaða- mótum á spilastofum og hótelum. Hefur Happdrættið þannig gert samning við Hótel Sögu sem felur í sér aö 20 happdrættisvélum verður komið fyrir í sal við Mímisbar á hót- ehnu. Fleiri slíkir samningar em í farvatninu. Vélamar em samtengdar sem þýð- ir að vinningar geta verið að safnast upp og orðið gríðarlega háir. Reglugerð, sem leyfir starfrækslu þessara happdrættisvéla, og er byggð á lögum um Happdrætti Háskóla Is- lands er ekki komin út. í ráöuneytinu fengust þær upplýsingar að verið væri að laga hana til, laga orðalag ogþessháttar. -hlh Samtals verða 400 happdrættisvélar settar upp á rúmlega 20 stöðum á landinu. DV-mynd GVA Verðstríðið á Akureyri: Sáralítill munur á verðlagi Gylfi Kristjánason, DV, Akureyri; Ekkert lát er á samkeppni KEA- Nettó og Bónuss á Akureyri og hafa þessar verslanir gjörsamlega „stung- ið aðrar verslanir í bænum af ‘ í hinni miklu baráttu um viðskiptavinina sem nú geisar. Eitt og annað er gert til að lokka fólkið til sín. Þannig er Bónus með appelsínur á tilboðs- verði, sem er 9 krónur fyrir kg, og KEA-Nettó er með eplatilboð á 5 kr. kg. og ískexpakka á 5 krónur. Það er alveg ljóst að Akureyringar og aðrir Norðlendingar „gleypa við þessu verði" og í KEA-Nettó og Bón- usi var um miöjan dag í gær geysileg- ur fjöldi fólks en á sama tíma voru fáar bifreiðir við Hagkaup. Minnti ösin í Bónusi og Nettó ekki á neitt annað en ástandið eins og það er oft síöustu dagana fyrir jól og margir keyptu geysilegt magn. í könnun DV í gær vom 12 vöm- flokkar og var sáralítill verðmunur, eða ekki nema 18 krónur. Vörurnar kostuðu 1.679 krónur í Bónusi en 1.697 krónur í KEA-Nettó. Þess ber að geta að verðið á sumum vöruflokkum getur lækkað oft á dag. Fulltrúar verslanana fara reglulega í heimsókn til keppinautanna, skrá niður verð og breyta svo hjá sér ef ástæða þykir til. Verðstríðið á Akureyri •• *. * * Hæsta Lægsta Stuttar fréttir Kratarbjóðafram Stjórn fulltrúaráðs alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík hef- ur ákveðiö að bjóða fram sér- stakan A-lista í næstu borgar- stjórnarkosningum. Frambjóð- endur þurfa ekki að vera flokks- bundnir og stefnt er að opnu próf- kjöri í febrúar næstkomandi. LaunamunuríASÍ Meira en þrefaldur launamun- ur er á greiddum dagvinnulaun- um launþega innan ASÍ. Sam- kvæmt Tímanum hafa um 6% afgreíðslukvenna minna en 50 þúsund krónur á mánuði fyrir dagvinnuna en um um 6% karla hafa yfir 185 þúsund krónur. Tíminn greindi frá þessu. Gagnkvæmt samstarf Visa ísland og Flugleiðir hafa gert samning um gagnkvæmt markaössamstarf. Korthafar munu njóta bestu kjara hverju sinni og staðgreiösluafsláttar sé um hann aö ræða. Þá standa þeim til boöa ýmis sértilboð. RafmagnároHumar Vegagerö rikisins hefur sett upp rafmagnspípuhlið í Hvalfirði. Tímipn hefur eftir talsmanni stofnunarinnar að mönnum sé ekki kunnugt um aö kind hafi komist yfir hliðið. Aðgerðlr í skipaiðnaði Stjórn Samtaka iðnaðarins vill að stjómvöld grípi til aðgerða til að mæta niðurgreiðslum og styrkjum í skipaiðnaði í ná- grannalöndunum. Jöfnunartoll- ar, breyttar iánareglur Fisk- veiöasjóös og sambærilegar nið- urgreiðslur koma til álita að mati stjómarinnar. kann að faUa úr gUdi um allt lar komist Hæstiréttur að þeirri ni urstöðu að bændur séu ábyrg fyrir öllu því tjóni sem grip þeirra valda þar sem bann er gildi. RúV greindi frá þessu. Brýn þörf er á að taka upp sam- ræmda slysaskráningu hér á landi til þess að hægt verði aö vinna að markvissum slysavöm- um. Þetta kom fram á ráðstefnu Slysvamafélagsins um þessi mál. RUV greindi frá þessu. -kaa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.