Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 7 Fréttir Tap Listahátíðar Hafnarflarðar nemur á annan tug milljóna króna: Kratar vilja að bærinn borgi - tillaga lögð fram eftir helgi um greiðslu samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun Fulltrúar Alþýöuflokks, sem skipa meirihluta í bæjarstjórn Hafnar- íjarðar, munu á þriðjudag leggja fram endurskoðaða íjárhagsáætlun þar sem m.a. er tillaga um að bærinn fjármagni halla Listahátíðar Hafnar- íjarðar 1993 upp á á annan tug millj- óna króna. Þetta þýðir að meirihlut- inn er hlynntur því að standa straum af um helmingi hærra framlagi en ákveðið var í fyrstu. Hafnarfjahðar- bær hafði þegar samþykkt framlag upp á 15 milljónir króna. A þriðjudag mun væntanlega einn- ig verða komið í ljós hvort Hafnar- fjarðarbær gerði samning viö Sverri Olafsson myndlistarmann og þrjá aðra aðila sem stofnuðu hlutafélag um rekstur hátíðarinnar - samning sem gerði ráð fyrir að bærinn greiddi fyrir tap ef af yrði. Sverrir hélt þessu nýlega fram í DV en bæjarstjórinn jafnt sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks kannast ekki við þennan samning. Sverrir sagði auk þéss að hlutafélag- ið hefði ekki borið ábyrgð á neinum hallarekstri og reyndar alls ekki starfað þegar til kom - bærinn hefði greitt alla reikninga sem til féllu vegna hátíðarinnar. Reikningar fyrir hátíðina veröa væntanlega lagðir fram til bæjarfull- trúa Hafnarfjarðar á mánudag. End- urskoðun hefur farið fram að und- anfórnu og var kraftur settur í málið eftir fyrirspurn sjálfstæðismanna sem skipa minnihluta i bæjarstjórn- inni og síðan fyrirspurn DV um hvort skýringar vantaði á um tveggja milljóna króna reikningum fyrir listahátíðina. Gengið var úr skugga um að allir reikningar kæmu heim og saman við það sem bærinn lagði út fyrir. Það mun væntanlega koma fram eftir helgi hvort bókhald bæjar- ins telur fullnægjandi gögn liggja fyrir. -Ótt Sameiningin: Kjörskrá miðuð við íbúaskrá 1. september Einstaklingar, sem ekki hafa verið skráðir í sínu nýja sveitarfélagi í íbúaskrá þjóðskrár fyrir fyrsta segt- ember síðastliðinn, geta ekki kært sig inn á kjörskrá vegna atkvæða- greiðslunnar um sameiningu sveit- arfélaga 20. nóvember, að sögn Sess- elju Árnadóttur hjá félagsmálaráðu- neytinu. Nokkuð hefur borið á því að und- anfórnu að fólk, sem hefur nýlega flutt úr einu sveitarfélagi í annaö, hafi viljað kæra sig inn á kjörskrá en samkvæmt nýjum reglum er kjör- skráin miðuð við íbúaskrá þjóðskrár eins og hún var fyrsta september. Kjósendur geta ekki kært sig inn á íbúaskrá þjóðskrár vegna flutnings eftir þann tíma og eru því á kjörskrá í sínu gamla sveitarfélagi og greiða atkvæði þar. -GHS umferðarátak Lögreglan á Selfossi, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu mun dag- ana 17. til 23. nóvember vinna aö sameiginlegu umferðarátaki á svæð- inu. Lögð verður sérstök áhersla á aö fylgjast með að ökumenn hafl greitt af lögmætri vátryggingu ökutækja, hafi flutt þau til aðalskoðunar á rétt- um tíma og hafi ekki vanrækt aö til- kynna eigendaskipti. í þeim tilvikum þar sem eigendur ökutækja hafa vanrækt þessi atriði verður skráningarnúmer khppt af bifreiðum. -pp PANTIÐ JOLAGJAFIRNAR STRAX SUMAR VÖRUTEGUNDIR SELJAST UPP FULL BÚÐ AF VÖRUM OG PÖNTUNARLISTARNIR FRÁBÆRT VERÐ PÖNTUNARSÍMI 52866 B. MAGNÚSSON HF. MICRA kostar aðeins: 898.000 kr. á götuna MICRA ER ENGIN SMÁSMÍÐI MICRA hefur vökva- og veltistýri, styrktarstálbita í öllum hurðum, fæst tveggja eða fjögurra dyra. MICRA hefur yfirburði enda valinn bíll ársins 1993. Reynsluakið þessum einstaka bíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.