Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 9 Menning Bókmenntir Gísli Sigurðsson Dagamunur allra alda Árni Björnsson hefur sent frá sér stórvirkið Sögu daganna sem sam- einar litlu nöfnu sína frá ’77, bækur um jól og þorrablót frá ’63 og ’86 og Hræranlegar hátíðir frá ’87 auk nokkurra ritgerða. Þjóðin hefur tekið fræðum Árna opnum örmum enda bækumar stórskemmtilega skrifaðar um efni sem fólki er kært. Við það sem fyrir lá hefur verið aukið fjölmörgum nýjum köílum, dregið að myndefni og hvergi til sparað í vönduðum frágangi þann- ig að Saga daganna hin meiri hefur sjálfstætt gildi umfram fyrri bæk- ur. í inngangi er gerð almenn grein fyrir rannsókninni, tímatcdi og flokkun merkisdaga. Síðan er farið frá hinum séríslenska fyrsta sum- ardegi eftir dagatalinu til páska tæpu ári síðar, og skrifað um merk- isdaga sem eiga sér sögu á íslandi. Hér standa hlið við hlið messudag- ar miðaldardýrlinga, dagar sem rekja má til heiðni, eins og eld- bjargarmessa, og sjómannadagur- inn. Víða er leitað fanga í fornrit- um, heimildum síðari alda og hinu ómetanlega safni sem Árni hefur átt stóran þátt í að byggja upp: svörum við spurningaskrám Þjóð- minjasafns. Þannig kynnumst við hverjum degi á ólíkum skeiðum íslenskrar menningarsögu. Þetta kemur vitaskuld ekki að sök þegar flett er upp í Sögu daganna til að fræðast um hvernig fyrri tíðar menn hafl gert sér dagamun á til- byggi á aldagamalli hefð til að Árni Björnsson hljóta þegnrétt í íslenskri menn- Saga daganna (829 bls.) ÍnSU. Mál °9 rnenning 1993 Ami Björnsson. H E I M ILISLÍNA BÚNAÐARBANKANS „Frá og með deginum í dag hefég ekki áhyggjur af fármálunum “ teknum degi. En þegar bókin er lesin frá upphafi til enda verður ögn einkennilegt að renna sér hvað eftir annað í gegnum ólík menning- arskeið sem eiga þaö eitt sameigin- legt að hafa verið á íslandi. Okkur er gjarnt að hugsa um ís- lenska menningu í samfellu frá landnámstíð til vorra daga og höld- um þá að bændasamfélag 19. aldár varpi ljósi á landnámsöld. En hér hafa orðið kollsteypur og gömlum siðum verið varpað fyrir róða. Því hefði verið gagnlegt að segja les- endum frá hátíða- og merkisdagat- alinu t.d. í heiðni, eftir kristnitöku á 13. og 14. öld og svo eftir siða- skipti. Eða velta upp áhrifum sjálf- stæðisbaráttunnar á hátíðahald og athuga hvernig við gerum okkur dagamun í borgum og bæjum eftir stríð. Hægt er að fá hugmynd um þetta með eigin lestri en þó hefði verið gagn að matreiðslu þessara ályktana. Víða er t.d. vísað til þess að venjur eigi sér hliöstæðu á Bret- landseyjum, eða hafi borist frá meginlandinu og þá má spyrja hvað siðir daganna geti sagt um menningarsamskipti þeirra sem hér hafa búið við fólk í öðrum lönd- um. Þá er dögunum ekki alltaf fylgt eftir inn í samtímann heldur skfiið við þá í bændasamfélaginu og það atferli jafnvel litið hornauga sem ekki á sér langa forsögu með þjóð- inni. Þar örlar á því viðhorfi að sukk og svínarí forfeðranna á Jörfagleði sé þjóðlegt og gott en sams konar athæfi unglinga á úti- hátíðum vorra daga sé heldur skammarlegt! Saga daganna er sjálfsögð hand- bók við hlið íslenskrar orðabókar og nauðsynlegt hjálpartæki þeim sem vfija tengja menningu okkar við það skapandi mannlíf sem hér hefur þrifist í 1100 ár. En við þá tengingu verðum við að gæta þess að leyfa nýjum blómum að spretta og gera ekki þá kröfu að hvaðeina RAÐGJÓf 0G AÆTLANAGERÐ cnmnno VERÐBREFAMONUSTA VERÐBRÉFAVARSLA FJARMÖGNUNARLEIÐIR FJARMALANAMSKEIÐ T»F HEIMILISLÍNAN - Heildaiiausn á fjármálum einstaklinga. HEIMILISLÍNANJAFNAR ÚTSVEIFLUR OG MYNDAR STÖÐUGLEIKA íFJÁRMÁLUM EINSTAKLINGA OG HEIMILA. Heimilislína Búnaðarbankans er fyrsta þjónusta sinnar tegundar hér á landi. Þetta er alhliða fjármálaþjónusta, sniðin að þörfum einstaklinga sem vilja háfa góða yfirsýn yfir fjármál sín, skipuleggja þau, setja sér markmið og tryggja sér þannig fjárhagslegt öryggi. ÞJÓNUSTA HEIMILISLÍNU SKIPTISTÍ TVÖ MEGINSVIÐ: Greiðsluþjónustan annast útgjöldin; þú átt kost á að dreifa útgjöldum ársins á 12 jafnar mánaðarlegar greiðslur. Allir reikningar eru því greiddir á réttum tíma. Spariþjónustan sér um allt það sem tengist ávöxtun fjármuna. Að auki felur Heimilislínan í sér margvíslegt annað hagræði sem auðveldar skipulag, festu ogyfirsýn. INNGÖNGUTILBOÐ Félagar fá handhœga skipulagsbók og möppu fyrirfyármál heimilisins. Auk þess eru fyármálanámskeiðin á sérstöku verSifyrir félaga. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.