Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Side 10
10 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Málar myndir og kokkar á frystitogara: Myndir frá sjónum hafa ekki enn komist að - segir Elías Hjörleifsson listmálari sem sækir sér innblástur í íslenskt landslag Jón Þóröaison, DV, Rangárþingi: „Þegar ég var aö setja upp stóra sýningu í Hafnarborg stuttu eftir að ég kom heim áttaði ég mig á því að ég hafði aldrei málað danska landslagsmynd öll þau tæplega 30 ár sem ég bjó þar úti. Samt er það svo að flestar myndir mínar sækja á einn eða annan hátt innblástur í náttúruna, en sú náttúra er ís- lensk,“ segir listamaðurinn Elías Hjörleifsson sem 17 ára gamall hélt til Danmerkur til að gerast mat- reiðslumaður. Elías er læröur sem slíkur og hefur starfað sem kokkur á frystitogurum síðan hann kom heim fyrir tæpum fimm árum, jafn- framt því sem hann hefur málað myndir, bæði á sjónum og í landi í fríum. Elías býr nú ásamt konu sinni og dóttur í einbýlishúsi á Hellu þar sem hann hefur góða vinnuað- stöðu. Hann leggui^penslana held- ur ekki frá sér þegar hann er um borð í skipinu heldur nýtir hverja stund sem gefst til þess að mála. En hver var aðdragandinn að því að hann hélt utan? Utan með Gullfossi „Við ákváðum það á mánudegi, ég og vinur minn, Gunnar Örn list- málari, að halda utan til að freista gæfunnar. Á laugardag vorum við svo um borð í Gullfossi á leiðinni utan. Ég fór strax að læra kokkinn en Gunnar að vinna. Konan mín þáverandi, Ingibjörg Ólafsdóttir, fór síðan utan stuttu seinna." - Varstu byrjaður að mála á þess- um tíma? „Já, já. Ég var byrjaður á því löngu áður en ég fór utan og hélt því áfram eftir að þangað kom. Þá var ég að mála alls konar skrýtnar myndir, kirkjugarða og legsteina og þess háttar. Svo var ég oft að mála eftir myndum í íslenskum almanökum sem ég safnaði. Það var erfitt að slíta sig frá íslensku náttúrunni. Gunnar Örn hélt síðan til Eng- lands eftir tvö ár og þá skildu leiö- ir okkar um langan tíma. Ég hélt áfram að læra kokkinn og ílentist þarna úti. Mér bauðst góð vinna þegar ég var búinn að læra. Seinna skildum við Ingibjörg og ég kynnt- ist sænskri konu sem ég bý með núna, Elisabethu Lagerholm. Ég á alíslenskan son í Danmörku, Ólaf, sem núna er 26 ára, en hann er í námi í Listaakademíunni í Kaup- mannahöfn. Hann hefur verið að vekja talsverða athygli þar ytra og lent á forsíðum stóru blaðanna," segir Elías. Hann er greinilega stoltur af því að sonur hans skuli hafa fariö út á sömu braut og hann en Elías er sjálfmenntaöur á mynd- listarsviðinu, fyrir utan það að hafa fariö á nokkur námskeið á því sviði og viðað að sér þekkingu úr fag- tímaritum og blöðum. Hann hefur eins og gengur breytt nokkrum sinnum um stefnu í myndlistinni: „Ég hætti fljótlega í landslags- myndunum eftir að ég fór utan. Þar var ekkert landslag sem hafði áhrif á mann en almanaksmyndimar hætti ég fljótt að mála - þaö var ekki nógu spennandi. Þess í stað fylgdist ég með ýmiss konar straumum sem vom í gangi þarna úti.“ Sýnthérogþar í Danmörku var Elías í hópi með nokkmm listamönnum sem héldu Við málarastörf á frystitogaranum. Mávarnir horfðu spekingslega á listamanninn, enda óvanir sjón sem þessari. Efías ásamt eiginkonu sinni, Elisabethu, og dótturinni, Victoríu. DV-myndir Jón Þórðarson. saman í nokkur ár og stóðu fyrir sýningum hér og þar um landið, auk þess sem harm hélt nokkrar einkasýningar bæöi í Kaupmanna- höfn og Nysted þar sem þau Elisa- beth bjuggu síðustu ellefu árin úti. Dóttirin Victoría fæddist svo tæp- um tveimur árum áður en þau fluttu til íslands. - Hvað var það sem olli því að þið ákváðuð að flytja heim eftir að þú hafðir verið svo lengi úti? „Ég var góður vinur Hofsins, ef svo má að orði komast, drakk mik- ið og var alltaf lepjandi. Gunnar Öm var margbúinn að koma og reyna að fá mig í áfengismeðferð; hann sá alveg hvert stefndi. Hann kom alltaf út einu sinni til tvisvar á ári og loksins tókst þetta hjá hon- um. Hann var reyndar á íslandi þá - ég hringdi í hann eitt kvöldið og var alveg búinn að vera. Andlegt ástand mitt var þegar þarna var komið alveg ótrúlega slæmt. Ég vildi aldrei viðurkenna að ég væri neinn alkóhóhsti þó ég væri búinn að vera það í yfir tuttugu ár. Nú, hvað um það, Gunnar redd- aði mér plássi á Vogi og morguninn eftir var ég lagður af stað heim. Gunnar tók á móti mér á flugvellin- um og keyrði mig á Vog þar sem ég dvaldi í nokkurn tíma og fór síð- an á Sogn. Gunnar stóð við hlið mér allan tímann sem ég stóð í þessu. Eftir meðferðina var ég hér heima í tvær vikur en eftir að ég kom út hringdi ég strax í Eimskip og bað um að fá gám út á akur hjá mér, en við bjuggum á litlu bónda- býli þama í Nysted. Mér reyndist ekki erfitt að telja Elisabethu á að flytja til íslands; hún hafði viljað það nokkrum'árum áöur, eða um það leyti sem við fluttum til Nysted." Áfengislöngunin varð eftir á Sogni „Síðan ég kom heim fyrir tæpum fimm árum hefur allt gengið upp á við hjá okkur. Þó er ekki svo aö skilja að ég hefði viljað missa af þeirri reynslu sem ég varð fyrir þarna úti - margt af því besta sem gerst hefur í mínu lífl gerðist þar. Þetta hefur allt áhrif á mann og þroskar gífurlega. Áfengislöngunin var alveg tekin frá mér þarna í meðferðinni sem betur fer. Hún varð bara eftir á Sogni eða fór til Guðs. Ég hef alltaf verið trúaður en í meðferðinni fór ég virkilega að spá í trúmálin. Enn í dag les ég í litlu svörtu bókinni á hverjum degi. Lífið er allt miklu innihalds- ríkara eftir meðferðina og ég hef lært að bíða þolinmóður eftir rétta augnablikinu sem er mjög mikil- vægt. Hér áður fyrr notaði maður mikla orku í að skaffa sér og eign- ast hlutina áður en maður hafði efni á eða var reiðubúinn. Að vísu hafa ekki allir hlutir gengið upp ennþá en ég er viss um að þeirra tími kemur. Þegar ég var kominn aftur heim hafði landið gífurlega sterk áhrif á mig. Þá keyrði ég beint upp í fjöll. Það var eins og beðið hefði verið eftir mér þar.“ Ætlaöi ekki á sjóinn Elías kveðst hafa verið ákveðinn í tvennu við heimkomuna til is- lands. Annað var það að búa ekki úti á landi og hitt það að fara ekki á sjóinn, en sem unglingur var hann á skaki, meðál annars með Markúsi heitnum sem hannaði Markúsarnetin. Þegar á hólminn var komið braut hann bæöi þessi heit og sér ekki eftir því. Þau Elisa- beth keyptu sér hús á Hellu en þar dvaldist hann stundum hjá frænd- fólki sínu sem unglingur. Yfir Hellu finnst honum alltaf vera einhver hlýja og hann kann vel við sig þar. Síðan réð hann sig sem kokkur á sjóinn og starfar núna á Haraldi Kristjánssyni sem er frystitogari, gerður út frá Hafnarfirði. Hann skilur penslana sjaldan við sig og um borð í skipinu hefur hann haldið sýningar sem eru afrakstur frístunda sem honum hcifa gefist á milli matmálstíma. „Þeim þykir gaman að þessu, strákunum, við erum kannski 4 vikur í túrunum og þetta lífgar upp á tilveruna. Þeim þykir sumum skrýtið að ég skuli aldrei mála myndir frá sjón- um en síðan ég kom heim hafa fjöll- in og náttúran haft svo sterk ítök í mér að myndir frá sjónum hafa ekki enn komist að,“ segir Elías, • en sem fyrr segir sækir hann inn- blástur í íslenska náttúru en alls konar fígúrur eru á sveimi í mynd- unum og þær iða hreinlega af lífi. Enda er Elías hæstánægður með lífið og tilveruna í dag eg hann kveöst vona að hann eigi 40 ár eftir til að skoða náttúruna:.ég er að vísu búinn að segja þetta í 5 ár að ég eigi 40 ár eftir en hef bara alltaf gleymt að draga frá. En trúin og viljinn eru svo sterk öfl að mað- ur getur þetta ef maöur hefur nóg af hvoru tveggja. Það er allt sem þarf.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.