Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 Málfríður Þorleifsdóttir lenti í drifskafti á dráttarvél og er 80 prósent öryrki: Berst nú fyrir rétti s í num unum þar, þegar komið var með Málfríði inn,“ skýtur faðir hennar, Þorleifur, inn í. „Hún talaði svo mik- ið að þeir vildu svæfa hana sem ■ fyrst.“ Meira en30 stunda aðgeró Málfríður fór beint á skurðarborð- ið á Borgarspítalanum þar sem gert var að sárum hennar. „Ég var í rúma þijátíu klukkutíma í fyrstu aðgerðinni og var siðan hald- ið sofandi næstu sex dagana. Líkams- hlutamir, sem ég missti í drifskaft- inu, höfðu verið settir á ís og fluttir með suður. í þessari fyrstu aögerð var gerð tilraun til að græða á mig höfuöleörið. Það voru teknar æðar úr handleggnum og annars staöar til þess að flytja blóðið um allt höfuð- leörið. Vandinn var að finna nógu stóra æð til þess að anna þeim flutn- ingum. Ég fór í margar aðgerðir og var með mitt höfuðleður í dálítinn tíma. Þetta var reynt trekk í trekk en skinnið lifði ekki. Þá var farið út í að taka skinn af lærunum á mér og græða á höfuðið. Þá fékk ég rosa- umbúðir á lærin líka. Þetta voru endalausar svæfingar og aðgerðir næstu vikurnar. Ég man ekki nákvæmlega hve margar að- gerðirnar voru en það rak hver aðra. Svæfingarnar fóru ekkert svo illa í mig en aðgeröirnar voru verri. Þegar veriö var að græða skinn aftan á hnakkann mátti ég ekki liggja á hon- um. Þess vegna voru settir naglar í kinnbeinin á mér og ég var „hengd upp“ á þeim þannig aö ég lægi ekki á koddanum. Svona þurfti ég að hanga í viku. Ég hafði aldrei hugsaö um hve mikla varanlega áverka ég kæmi til með að bera eftir slysið. Ég hélt kannski að ég hefði haldið eftir smá- vegis af hárinu mínu í hnakkanum. Eg var með miklar umbúðir um höfuðið og einhverju sinni bað ég hjúkrunarkonuna að fara inn undir þær og laga eyrun á mér því þau væru eitthvað að bögglast. Hún varð alveg rosalega vandræðaleg því hún vissi sem var að það voru engin eyru lengur. Svo sagði hún mér sannleik- ann. Ég minnist þess ekki að ég hafl tekið honum neitt mjög illa. Alla vega fékk ég aldrei neitt sjokk. Ég hafði beðið til Guös og hugsaði bara um að koma mér á fætur aftur. Ég hafði verið hraust stelpa og ég vildi halda áfram aö vera þannig. Það var líka frábært fólk á gjör- gæslu Borgarspítalans og það hjálp- aði mér óskaplega mikið. Ég fór að gráta þegar mér var sagt að ég yrði að fara á aðra deild. En þar tók svo alveg jafngott fólk við mér. En ég er svo vanafóst og vil hafa allt í fóstum skorðum." Á hestbak með umbúðirnar Málfríður var ákveðin í að öðlast fullan líkamsstyrk og ná eins miklu af fyrri getu og mögulegt væri. Ein- hverju sinni, þegar líða tók á spítala- „Það hafa margir vinir mínir sagt við mig að þeir myndu loka sig inni væru þeir í mínum sporum. En mað- ur getur ekki sagt svona fyrr en maður reynir það. Ég hugsa bara þannig að það er þó gott að þetta skuli hafa komið fyrir mig en ekki einhvern annan úr því að ég get tek- ið þessu svona vel.“ Þetta segir Málfríður Þorleifsdótt- ir, 19 ára stúlka í Þorlákshöfn. Mál- fríöur varð fyrir mjög alvarlegu slysi þegar hún var 13 ára. Þá var hún í sveit á bæ einum í Árnessýslu. Verið var að hirða hey og til þess notaður heyhleðsluvagn og dráttarvél til þess að knýja hann. Málfríður lenti í drif- skaftinu og slasaðist alvarlega. Vinstri handleggurinn shtnaði af henni og höfuðleðrið flettist af höfði hennar. Var mesta mildi aö augnlok- in skyldu sleppa. Málfríður var dæmd 100 prósent öryrki fyrst eftir slysið en síðan með 80 prósent varan- lega örorku. Hún býr nú heima hjá foreldrum sínum í Þorlákshöfn ásamt ijögurra mánaða dóttur sinni, Huldu Hlíf. Það sem vekur athygli, þegar rætt er við Málfríði, er hve full af hfs- orku og bjartsýni hún er. Hún lætur þær menjar sem hún ber eftir slysiö ekki standa í vegi fyrir því að hún taki þátt og sé með. Hún er haldin ólæknandi hestadellu og fer á bak þegar henni býður svo við að horfa. Að vísu þurfti hún að gera hlé á út- reiðunum meðan hún gekk með litlu dótturina en hyggst fljótlega taka upp þráðinn aftur. Málfríður spilar nú í lúörasveit, rétt eins og hún gerði fyrir slysið. Hún hefur stundað nám og verið úti á vinnumarkaðnum. Aht þetta og miklu fleira fer hún á þeim ódrepandi vilja sem hún er gædd. Neitar aó greiða bætur Vátryggingafélag íslands hefur hafnað öllum bótatryggingum Mál- fríðar sem byggðar eru á ábyrgðar- tryggingu dráttarvélarinnar. Er höfnunin byggð á því að dráttarvéhn hafl ekki verið í notkun sem ökutæki þegar slysið varð heldur sem ljyrr- stæð vinnuvél. Málfríður hefur nú höfðað skaðabótamál á hendur tryggingafélaginu og krefst allt að 35,5 milljóna króna bóta með vöxtum frá árinu 1987. „Ég var þrettán ára þegar þessi atburður átti sér stað. Við vorum við heyskap um miðnætti á sveitabæ í Ámessýslu, sem ég dvaldi á, og vor- um að setja lausa heyið inn í hlöðu. Þarna var stelpa sem var eldri en ég og hún var að stjórna losunarbúnaði heyvagnsins með stöng sem var rétt við drifskaftið. Mig langaði til að prófa líka svo að ég sagði við hana að nú ætlaði ég að gera þetta. Þá fest- ist flíkin, sem ég var í, í drifskaftinu. Svo gerðist allt á svipstundu. Ég heyrði rosalegt öskur í stelpunni sem var með mér og ég man ekki meira fyrr en að tækið var stöðvað. Það var bóndinn sem þaut til og slökktf Hann fór síðan beint th að hringja á sjúkra- bíl, að því að ég held. Ég fann að ég var mjög máttfarin en náði að standa upp og ganga áleiðis að húsinu. Þá kom bóndinn og greip mig og fór meö - tryggingafélagið neitar bótagreiðslum Málfríður ásamt fjölskyldu sinni, f.v.: Guðrún Stefánsdóttir, Lilja Rós og Málfríður fyrir aftan hana, Steindóra Krist- in, Stefán og Þorleifur Guðmundsson. Þessi mynd var tekin af Málfriði áður en hún lenti i slysinu. irnar. Ég man þetta greinilega. Ég man líka ferðina suður að mestu leyti. Ég áttaði mig ekkert á hversu alvarleg meiðsl mín voru og spurði til dæmis í sjúkrabílnum hvort ég kæmist á hestbak aftur. Ég hélt bara að læknarnir myndu sauma hand- legginn og höfuðleðrið á mig aftur. Ég vissi aö hvort tveggja var farið því ég hafði séö það þarna á drifskaft- inu. En ég hélt nú engu síður að ég kæmist heim daginn eftir. Ég man greinilega eftir því þegar ég var tekin úr þyrlunni á Borgarspítalanum." „Þeim leist ekkert á blikuna, lækn- mig inn. Svo tók viö biðin eftir sjúkrabílnum." Mundi allt Málfríöur missti ekki meðvitund eftir slysið þó hún væri svo alvar- lega slösuð sem raun bar vitni. „Mér var sagt að það hefði bjargað lífi mínu að ég hélt meðvitund. Ég var flutt með sjúkrabíl á Selfoss. Þar tók þyrla við mér og flutti mig til Reykjavíkur þar sem ég var lögð inn á Borgarspítala. Þótt ótrúlegt megi virðast fann ég ekki mikið til fyrst eftir slysið. Ég dofnaði strax en síðan þurftum viö að bíða nokkuð lengi eftir sjúkrabíln- um. Þá fór ég að finna mikið til. Sú bið fannst mér vara í óratíma en ég geri mér enga grein fyrir hve löng hún var í raunveruleikanum. Fólkið hughreysti mig og Hulda, konan á bænum, var mér mjög góð. Hún vissi alveg hvað mátti gera og ég man að mér fannst mikið öryggi í að hafa hana hjá mér. Ég varð strax mjög þyrst af því að ég hafði misst mjög mikið blóð. En hún vissi að ég mátti ekki drekka og vætti bara á mér var- m LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 dvölina, fékk hún frí. Hún var enn með miklar umbúðir á höfðinu og lærunum en vildi þó ólm fara aust- ur. Þegar þangað kom bað hún um að hestur yrði sóttur og brá sér síðan á bak. „Þá var hún alveg alsæl,“ skýtur faöir hennar inn í. „Það er líka þann- ig að ef maður heimtir einhvern úr helju þá gerir maður allt fyrir við- komandi, alveg sama hvað hún bað um, hvolp eða eitthvað annað, hún fékk allt.“ Málfríður var ekki á því að láta slysið teíja meira fyrir sér en nau- synlegt væri. Hún var í einn og hálf- an mánuð á spítalanum. Hún fór heim aðeins einni viku eftir síðustu stóraðgerðina og var mætt í Fjöl- brautarskólann á Selfossi á fyrsta kennsludegi. „Ég man að það var alveg grafar- þögn þegar ég labbaði inn í skólann. Meðan ég var í fyrsta tímanum heyrði ég einhver læti frammi. Svo um leið og hleypt var út úr stofunni minni og ég birtist þá steinþögnuðu allir. En nú er allt í lagi og það lítur enginn á mig sem fatlaða lengur. Ég er bara eins og allir hinir. Ég geri líka það sem mér dettur í hug, ég hef unnið í Meitlinum, í kaupfélaginu, fer á böll og á mínar vinkonur. Ég syndi ekkert í hringi ef fólk langar til að vita það. Ég keyri bíl, á barn og gæti alveg verið ein í íbúð ef því væri að skipta. Ég get annast barnið að ölli leyti nema því að ég fæ hjálp við að baða það. Eftir slysið var hún i fyrstu í sjúkraþjáífun og þurfti að fara til Reykjavíkur tvisvar í viku í þeim til- gangi. Síðan hætti hún í þjálfuninni, en þarf að taka upp þráðinn aftur til að koma í veg fyrir að vinstri hluti líkamans visni. Þá þurfti hún að fara tvisvar til þrisvar í viku til læknis í nokkurn tíma eftir að hún losnaði af spítalan- um. „Hann þurfti að skrapa skinnið á höfðinu á mér því að ysta lagið dó. Það var eitt allsherjarsár alltaf þegar ég kom heim.“ Hringtfrá tryggingunum Málfríður hefur ekki fengið eina einustu krónu í bætur eftir að hún slasaðist, eins og áður sagði. Hún hefur fengið örorkubætur en annað ekki. „Þaö hringdi í okkur umboðsmað- ur frá útibúi Samvinnutrygginga þáverandi á Selfossi skömmu eftir að slysið átti sér stað,“ segir faðir hennar. „Hann tilkynnti okkur að bóndinn hefði ekki verið með réttar tryggingar og að Málfríður fengi því engar bætur frá tryggingafélaginu. Við höfðum satt að segja ekkert hug- að að þeim þætti málsins því við höfðum lagt alla áherslu á að hjálpa henni til að ná sér aftur. En þarna fannst okkur heldur leiðinlega að farið. Þetta varð til þess að við leituð- um til lögfræðings því það gat ekki annaö verið en að stúlkan ætti rétt á bótum." „Ég hef ekki hugsað mikið um þetta tryggingamál, ekki þannig að ég sé með það á heilanum," segir Málfríð- ur. „En mér finnst ekki rétt að trygg- ingafélögin komist upp með að skjóta sér undan bótaskyldu. Þau nota alls konar hártoganir og virðast gera hvað sem er til þess að sleppa við að greiða það sem þeim ber. Og svo vil ég taka það fram að það er alrangt sem komið hefur fram í fjölmiðlum að ég hafi höfðað mál á hendur bónd- anum á bænum þar sem ég slasað- ist. Það hefur aldrei staðið til og verð- ur ekki gert. Þessar rangfærslur hafa valdið mér verulegum leiðindum og óþægindum." „Það hefur geysilega þýðingu fyrir Málfríði og myndi gjörbreyta lífi hennar ef hún fengi þær bætur sem við teljum að henni beri,“ segir Þor- leifur. „ Það gæti gert henni kleift að vera í eigin íbúð og hún gæti ver- ið miklu sjálfstæðari en hún er. Hún hefur alla burði og vilja til þess. Þetta er sanngirnismál. Hins vegar hefur maður kynnst því í gegnum lífið að réttlætið nær ekki alltaf fram að ganga. Við verðum bara að bíða og sjá.“ MáKríður með litlu dótturina, Huldu Hlíf Þorsteinsdóttur, sem er fjögurra mánaða. Málfríður segist velta framtíðinni nokkuð fyrir sér. Fyrir slysið hafi hún verið ákveðin í að verða tamn- ingamaður. Það sé ekki rétta starfið fyrir hana úr því sem komið sé. Hún verði því að íhuga máhð að nýju. Ótrúlegar tilviljanir Hún segir að þegar hún hti til baka þá séu tilviljanimar, sem leitt hafi til slyssins, ótrúlegar. „Við höfðum notað annan vagn við heyskapinn. Sá var í fullkomnu lagi. Á honum var öryggishlíf yfir drif- skaftinu. Hann bilaði einmitt þetta sama kvöld. Þá var náð í vagn sem hafði enga hlíf yfir drifskaftinu. Ég ætlaði að fara með fjölskyldunni minni í sumarbústað daginn eftir. Pabbi ætlaði aö sækja mig kvöldið sem slysið varö en hætti við það ein- hverra hluta vegna. Það er eins og þetta hafi bara átt að koma fyrir. Þetta hefði hka getað farið enn verr því það var farið að nuddast skinn af hægri handleggnum á mér og bak- inu meðan ég var í drifskaftinu. Ég hefði misst hann hka og meitt mig enn meira ef það hefði ekki verið brugðist svo skjótt við og drifskaftið stöðvað. En nú vh ég horfa fram á viö, ekki til baka. Það bíða mín ótal viðfangs- efni. Ég hef ekkert komist á hestbak því að ég var ófrísk. Ég var satt aö segja alveg miöur mín að komast ekki í réttirnar í haust. Ég hef ahtaf farið og mér finnst vanta eitthvað ef ég kemst ekki. Svo hef ég verið mik- ið á skíðum og stundað skauta. Ég er mikil útivistarmanneskja." Málfríður hefur verið í tónhst frá því að hún var lítil. Hún fór að læra á píanó þegar hún var sex ára og var við nám þar til slysið varð. Einnig hafði hún lært og spilað á klarínett og verið í lúðrasveitinni uin skeið. Hún lét afleiðingar slyssins ekkert aftra sér. Nú spilar hún í mehofón og er aö sjálfsögðu á fuhu í lúðra- sveitinni. „Við systkinin erum öll fjögur í tónlistinni og höfum mjög gaman af því. Maður á að reyna að nota það sem Guð hefur gefið manni," segir þessi jákvæða og hug- rakka stúlka að lokum. -JSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.