Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1993, Side 33
-------------- 'Vi s W 'iSr?? '«Jtí £a :*> li r^‘V §?* LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1993 „Grjótaþorp yfirgefið“ eftir Ómar Oskarsson, Engihjalla 1 i Kópavogi, sem hlaut 2. verðlaun í Photoshop keppninni. Hér að neðan má sjá þær myndir sem Ómar notaði og setti saman í Photoshop forritinu. jj .7 ■ : 5 Photoshop keppni Apple-umboðsins, Hans Petersen og DV: „Grjótaþorp yfirgefið" Ómar Óskarsson, Engihjalla 1 í Kópavogi, hlaut 2. verðlaun í Photo- shop keppni Apple-umboðsins, Hans Petersen og DV fyrir myndina „Grjótaþorp yfirgefið". í verðlaun fékk Ómar geislaspilara frá Hans Petersen, Kodak Photo CD, sem bæði getur sýnt litmyndir á sjónvarpsskjá og leikið tónlist af venjulegum geisla- diskum. Sem kunnugt er var myndin sem hlaut 1. verðlaun kynnt í auka- blaði DV um tækni sl. miðvikudag. Ómar vinnur á Morgunblaðinu og hefur gert nokkuð að því að setja saman myndir í Photoshop forritinu. í samtali viö DV sagði hann um myndina „Grjótaþorp yfirgefið“ að hann hefði viljað gera stemnings- - hlaut 2. verðlaun mynd úr gamla miöbæ Reykjavíkur. „Mér datt Grjótaþorpið fyrst í hug og tók þrjár seríur í svona mynda- röð. Það fór nokkur tími í tilraunir áður en ég byrjaði að setja saman hina eiginlegu mynd. Ætli undirbún- ingurinn hafi ekki tekið eina fjóra tíma og gerð myndarinnar annað eins,“ sagði Ómar Óskarsson. Um leið og myndaröð Ómars er birt hér á síðunni vilja aðstandendur Photoshop keppninnar þakka góða þátttöku og óska vinningshöfum til hamingju. Með Photoshop forritinu er ljóst að tölvutæknin er farin aö geta breytt raunveruleikanum sem venjulegar ljósmyndir hafa sýnt til þessa. Síðan mega menn deila um hvort tæknin sé til góðs eða ills. Líkt og með aðrar tækniframfarir er hægt að hagnýta Photoshop forritið um leið og það er notað til listrænna til- burða. Þátttakendur í keppninni sýndu fram á þaö. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.